Fréttablaðið - 13.10.2014, Page 47
MÁNUDAGUR 13. október 2014 | MENNING | 19
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
4
6
14
Skammdegið er skemmtilegt, sérstaklega þegar maður er vel búinn.
Þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu geta sótt sér hlýja og
skínandi fallega húfu eða eyrnaband á næstu þjónustuskrifstofu VÍS.
Sjáumst með F plús
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
Á aðventunni mun St. Petersburg
Festival Ballet sýna balletinn
Hnotubrjótinn við tónlist Tsjaí-
kovskís sem leikin er af Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í Hörpu.
Sýningar verða frá 21. til 23.
nóvember í Eldborg. Stjórnandi
er Sergey Fedoseev, danshöfund-
ur er Marius Petipa og búningar
og umgjörð eru í höndum Vyach-
eslavs Okunev.
Sýningin á Hnotubrjótnum
mun vera sú fyrsta þar sem Sin-
fóníuhljómsveit Íslands leikur
með St. Petersburg Festival Ball-
et sem skipaður er fremstu list-
dönsurum ballettsins og dönsur-
um úr úrvals dansflokkum.
Hnotubrjótur-
inn í Hörpu
Spurningin sem varpað verður
fram á heimspekikaffi í Gerðu-
bergi á miðvikudagskvöldið kvöld
er: Hvers vegna gera samfélög
mannréttinda og mannúðar loft-
árásir? Gunnar Hersveinn rit-
höfundur ræðir um styrkleika
mjúklyndis og veikleika harð-
lyndis og Inga Dóra Pétursdóttir,
framkvæmdastýra UN Women
á Íslandi, talar síðan um birt-
ingarmyndir ófriðar fyrir konur
og börn í Afganistan en hún er
nýkomin heim eftir hálfs árs
vinnu í Afganistan á vegum frið-
argæslunnar sem kynjasérfræð-
ingur hjá NATO.
Dagskráin hefst klukkan 20 og
eru allir velkomnir.
Mjúklyndi og
harðlyndi
Zeynep, Caglar og Saadet bjóða
í dag klukkan 17.30 gestum
og gangandi að kynnast tyrk-
neskri menningu og tungu í Café
Lingua. Austurlensk stemming
verður ríkjandi þar sem dans,
ljóð, lifandi tónlist og bækur
munu leiða þátttakendur inn í
tyrkneskan heim. Boðið verður
upp á tyrkneskt kaffi og tyrk-
neska sælu.
Viðburðurinn er í samvinnu við
Tyrknesk-íslenska menningar-
félagið og fer fram í aðalsafni
Borgarbókasafnsins, Tryggva-
götu 15. Allir velkomnir.
Tyrknesk sæla
á bókasafni
Bókmenntaborgin býður upp á
furðusagnasmiðjur með rithöfund-
inum og bókmenntafræðingnum
Emil Hjörvari Petersen á Lestr-
arhátíð í Bókmenntaborg 2014, en
hún er nú haldin í þriðja sinn undir
heitinu Tími fyrir sögu. Emil hefur
þegar haldið þrjá opna fyrirlestra
um furðusögur en nú er komið að
því að áhugasamir geti spreytt sig
á því að skrifa sínar eigin sögur.
Smiðjurnar fara fram í Borgar-
bókasafni Reykjavíkur í Tryggva-
götu 15. Hópurinn hittist fjórum
sinnum og er fyrsti tíminn á morg-
un klukkan 17. Athugið að það þarf
að bóka þátttöku í ritsmiðjurnar og
að sami hópurinn tekur þátt í öllum
smiðjunum fjórum.
Meðal þess sem unnið verður
með eru frumdrög, hugmynda- og
rannsóknarvinna, hvernig fléttur
eru myndaðar, bygging mótuð og
atburðarás þróuð. Rætt verður um
notkun íslenskunnar í furðusögum
og persónusköpun, bygging sam-
tala, sjónarhorn og stílbrögð verða
áberandi.
Ritsmiðjurnar eru öllum opnar
sem hafa náð átján ára aldri.
Þær henta bæði þeim sem hafa
reynslu af ritstörfum og þeim
sem eru að stíga sín fyrstu
skref, því smiðjurnar byggjast
á nokkru sem er nýtilkomið hér
á landi; á furðusögum sem skrif-
aðar eru á íslensku. Þátttaka er
ókeypis.
Emil Hjörvar er höfundur þrí-
leiksins Saga eftirlifenda, en síð-
asta sagan í seríunni er væntan-
leg nú í október.
Smiðjur Emils Hjörvars að hefj ast
Emil Hjörvar Petersen heldur ritsmiðjur um furðusagnaskrif.
FURÐUSAGNA-
SPEKÚLANT
Emil Hjörvar
hefur vakið ath-
ygli fyrir þríleik
sinn, sögu
eftirlifenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEIMSPEKINGUR Gunnar Hersveinn
talar um styrkleika mjúklyndis og
veikleika harðlyndis í Gerðubergi á
miðvikudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/