Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 48
13. október 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 20
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
GONE GIRL KL. 5.45 - 9
THE EQUALIZER KL. 9
PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15
BOYHOOD KL. 5.40 - 9
VONARSTRÆTI KL. 6
GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.15
GONE GIRL LÚXUS KL. 4.45 - 8
DRACULA KL. 5.45 - 8 - 10.30
THE EQUALIZER KL. 8 - 10.45
THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8
LET́S BE COPS KL. 5.45
PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 2D KL. 3.30
AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30
SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30
„TÖ FF, BRENGLUÐ OG ÖGRANDI“
- EMPIRE
#1 MOVIE
IN THE WORLD
„EIN AF ALBESTU MYNDUM ÁRSINS“
-T.V., BIOVEFURINN
TUSK - SÉRSTÖK SÝNING 8
GONE GIRL 7, 10:10
DRACULA UNTOLD 10:20
SMÁHEIMAR 5:40
WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8, 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ATH! SÉRSTÖK SÝNING Í
SAMSTARFI VIÐ BÍÓVEFINN.IS
-T.V., biovefurinn
-EMPIRE
„Ég frétti að hann hefði verið
búinn að spotta mig áður en
hann kom að borða hjá mér. Svo
kom hann bara til mín og bauð
mér að koma næsta sumar. Það
má segja að hann sé Siggi Hall
Finnlands,“ segir Ylfa Helga-
dóttir, kokkur og annar eigenda
veitingastaðarins Kopars. Hún
tók þátt í Food and Fun-hátíð-
inni sem haldin var í Finnlandi
nú fyrir skemmstu, og í fram-
haldinu var henni boðið að koma
og vinna í svokölluðu Food Camp
fyrir eina Michelin-stjörnuveit-
ingastaðinn í Finnlandi. „Eig-
andi staðarins, sem heitir OLO,
ætlar að leggja áherslu á kven-
kokka á næsta ári. Við verðum á
stað sem er rétt fyrir utan Hels-
inki og fáum meðal annars að
fara út í skóg og tína fersk hrá-
efni þar. Þetta verður æði,“ segir
Ylfa.
Hátíðin Food and Fun er
íslensk en þetta er í fyrsta sinn
sem hún er haldin erlendis.
„Siggi Hall bað mig bara um að
koma og vera með í sumar, því
hann vantaði kvenkynskokk,“
„Ég var eina stelpan úti, en það
var ekkert nýtt, það er yfirleitt
sirka ein stelpa á móti tíu strák-
um.“ Ylfa segir að Finnarnir
hafi tekið þessu mjög alvarlega
og setningarhátíðin var einstak-
lega glæsileg, en hún var haldin í
ráðhúsinu í Helsinki. Ylfa segist
hafa verið mjög heppin með veit-
ingastaðinn sem hún fékk, sem
heitir MAMI. „Ég var búin að
senda þeim hugmyndir og leið-
beiningar um fjögurra rétta mat-
seðil eftir mínu höfði í tölvupósti
og var svo búin að gera ráð fyrir
að vera að elda allt kvöldið. Svo
þegar ég mætti þá rétt náði ég
að sýna þeim hvernig diska ég
vildi hafa,“ segir Ylfa. „Ég var
svo bara stærstan hluta af kvöld-
inu frammi að spjalla við gest-
ina, það voru allir svo áhuga-
samir og spurðu mikið. Það var
alveg rosalega gaman og þetta
gekk svo vel.“ Við undirbúning
matseðilsins lagði Ylfa áherslu á
hráefni sem væri fáanlegt bæði
hér heima og í Finnlandi. „Ég er
rosalega mikið fyrir bragðríkan
mat og skemmtilegar samsetn-
ingar og lagði áherslu á að hafa
mat sem var óvenjulegur fyrir
Finnunum,“ segir Ylfa.
Á lokakvöldinu hlaut hún og
hennar veitingastaður sérstök
verðlaun fyrir að hafa náð bestu
heildarupplifuninni. „Það er víst
ekki venjan að verðlauna fyrir
þetta, en þeir voru svo rosalega
ánægðir með þetta. Mjög gaman
að fá svona extra viðurkenn-
ingu,“ segir Ylfa.
adda@frettabladid.is
Ylfa eldar á Michelin-stjörnu-
veitingahúsi í Finnlandi
Ylfa Helgadóttir kokkur tók þátt í Food and Fun í Finnlandi. Fékk sérstök verðlaun fyrir bestu heildarupplifun.
SLÓ Í GEGN Finnarnir voru yfir sig hrifnir af matnum hennar Ylfu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ég var eina stelpan
úti, en það var ekkert
nýtt, það er yfirleitt
sirka ein stelpa á móti
tíu strákum.
BAKÞANKAR
Berglindar
Pétursdóttur
Ég þarf ekki að ganga nema þrjú hundr-uð metra eftir Bergstaðastrætinu til
að komast í vinnuna. Á þessari stuttu
morgungöngu er ýmislegt við að vera.
Hægt er að veifa að minnsta kosti
fimmtíu túristum, og aðstoða þá svo
alla við að finna The Volcano Show
í Hellusundi (ábending til Volcano
Show; fáið ykkur skilti), dást að mið-
borginni og hnjóta um glaðleg leik-
skólabörn á leið sinni á Laufásborg.
Þarna á horni Bragagötu er líka
listasafn með fallegri list en
gluggar gallerísins eru ekki
síður upplagðir til að spegla
sig í. Á þessari skemmtilegu
leið minni hefur upp á síð-
kastið verið bryddað upp á
nýjung að frumkvæði hinna
ýmsu hundaeigenda sem
virðast margir vera hættir
að a) tína upp eftir hundana
sína og b) vísa hundunum
sínum í garð Egils Helgason-
ar að skíta. Undanfarið hef
ég á þrjúhundruðmetrunum
talið allt að fjórtán saursýni sem
hundarnir hafa í lífeðlisfræði-
legri blindni verið svo vingjarnlegir að
skilja eftir, og hinir siðblindu eigendur
barasta haldið blístrandi áfram göngunni,
„érekki með poka sko“.
DÆMI um týpískan haust-antíklímax er
þegar þú ert spígsporandi í haustsólinni,
andandi hraustlega að þér köldu súrefni
í glænýjum bomsum og finnur svo að þú
rennur í sporinu. Í hægðum. Þú reynir
að klína stærsta lortinum aftur í stétt-
ina, tekur kleprana sem eftir verða með
þykku laufi, veltir vöngum yfir því af
hverju þetta séu örlög þín og horfir á eftir
litlu tári sem dettur ofan í kúkinn. Hvort
sem um er að ræða sólþurrkaðan með
skorpu eða niðurrignda ógeðs klessu, allt
sama niðurlægingin.
ÉG á ekki hund svo ég veit ekki hversu
þrúgandi álag það er að tína upp spörðin
eftir þá en ég á þriggja ára son og ekki
legg ég það á hundaeigendur að stíga glæ-
nýjum Timberland-skóm í sakleysi sínu í
lungamjúkar hægðir hans.
HÆTTIÐ að vera svona mikil ógeð. Tínið
upp eftir dýrin ykkar.
Hundakúkur
Þegar Reese Witherspoon var 14 ára
var hún farin að fara í áheyrnarpruf-
ur. Þegar dóttir hennar Ava var 14
ára sýndi hún móður sinni bók Mal-
övu Yousafzai. Þessu sagði Reese
frá á góðgerðarkvöldi Variety fyrir
konur með völd á föstudaginn í Los
Angeles. Reese talaði til heiðurs góð-
gerðarsjóði Malövu. Þar sagði hún frá
því hvernig dóttir hennar hefði kynnt
hana fyrir þessari hetju. „Þegar dótt-
ir mín var 7 eða 8 ára gömul sagði
hún við mig að hún vildi ekki fara í
skólann. Ég nýtti tækifærið og sagði
henni frá því að til væri fullt af stelp-
um um allan heim sem fengju ekki
að fara í skóla. Hún var mjög hissa
og spurði mig af hverju,“ sagði hún
meðal annars í ræðu sinni. Dóttirin
kynnti móður sinni svo þessa mögn-
uðu baráttuhetju síðar, þegar hún var
orðin 14 ára. Reese var þakklát fyrir
það og talaði hún einnig um hversu
mögnuð barátta Malövu væri og hvað
hún hefði gert mikið fyrir konur í
heiminum.
Dóttirin
kynnti Reese
fyrir Malövu