Reykjavík - 01.12.2012, Side 1
Bygging hótels við Ingólfstorg
ógnar afkomu fyrirtækja á svæðinu
Miðborgarstjóri segir að áætluð velta fyrirtækja á svæðinu muni minnka um 30%
á meðan á byggingu hótelsins stendur og einhver fyrirtæki muni ekki lifa það af.
Fyrirhuguð bygging hótels við Ingólfstorg og Austurvöll er eitt umdeildasta mál miðborgar
Reykjavíkur. Sem kunnugt er hefur risið
mótmælaalda vegna byggingar hótelsins
og á heimasíðu andstæðinga byggingar-
innar hafa nú 17 þúsund manns skráð
nafn sitt á mótmælalista. Auk þess sem
forsætisnefnd Alþingis hefur mótmælt
fyrirhuguðum framkvæmdum.
Jakob Frímann Magnússon Miðborgar-
stjóri segir að þarna takist á eignarréttur
eiganda og svo vilji þeirra sem fyrir eru
á svæðinu og telja fyrirhugaðar fram-
kvæmdir svæðinu lítt til framdráttar.
Byggingarframkvæmdir myndu standa
í eitt til tvö ár og áætluð velta fyrirtækja
í nágrenninu minnka um 30% á meðan.
Liðlega helmingur þeirra sem nú eru starf-
andi á svæðinu mundu við slíkar aðstæður
neyðast til að bregða búi. Rekstraraðil-
arnir spyrja sig margir: „Til hvers að reisa
einhverjar steinhallir inni á miðju Ing-
ólfstorgi, til hvers? Hver bað um það?“,
spyr Jakob.
„Þetta er a.m.k. mjög gegn vilja margra
þeirra sem hér stunda rekstur um þesar
mundir. Þetta er jú eitt viðkvæmasta svæði
borgarinnar. Við Aðalstræti eru nú þegar
þrjú hótel sem þegar valda umtalsverðum
umferðartruflunum. Að bæta við 300- 500
hótelherbergjum án þess að skýrar sam-
göngulausnir séu í sjónmáli veldur ýmsum
áhyggjum. Það er ennþá talað um þetta af
fullri alvöru, en andstaðan er það sterk og
öflug að hún gæti hæglega skipt sköpum,“
segir Jakob Frímann Magnússon. Nánar er
rætt við hann á bls. 8.
Dúkadagar
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
25% afsláttur af öllum dúkum
í dag, laugardag opið 11-16
20 % opnunarafsláttur
Tímapantanir í síma 777-0400
Helga Ína Steingrímsdóttir
Löggildur fótaaðgerðafræðingur
Hef opnað
fótaaðgerðastofu
Í Orkuhúsinu
Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík
Býð nýja og eldri
viðskiptavini velkomna
1. DESEMBER 2012
45. tölublað 3. árgangur V I K U B L A Ð
Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði
Sími 588 8477 • www.betrabak.is
NÝTT Á RÚMIÐ FYRIR JÓLIN!
Þegar mjúkt á að vera mjúkt getur þú treyst okkar
vöru merkjum. Betra bak er einungis með sérvalin
sængur vera sett, svo ekki sé talað um Aloe Vera
bómullar-lökin sem slegið hafa í gegn.
AÐEINS
til 5. des.
Rýmum til fyRiR nýjum VöRum
30-50% afsláttur af sængurverasettum!
15% afsláttur af nýju jólasendingunni!
Opi› virka daga frá kl. 10-18
Laugard. frá kl. 11-17 • Sunnud. frá kl. 13-17