Reykjavík


Reykjavík - 01.12.2012, Síða 2

Reykjavík - 01.12.2012, Síða 2
2 1.DESEMBER 2012 Jól í Laugardal Nú þegar aðventan er gengin í garð verður ýmislegt í boði fyrir gesti Laugardals eða Jóladalsins eins og hann heitir þessa dagana. Jólakötturinn hefur komið sér fyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem kofi hefur verið reistur fyrir hann. Þá verður Café Flóra opin um allar helgar frá klukkan 12 til 16:30 og fagurlega skreyttu jólatré hefur verið komið fyrir á miðju svellinu í Skauta- höllinni. Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur verður með sýningar allar helgar til jóla. Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789. REYKJAVÍK VIKUBLAÐ 45. TBL. 3. ÁRGANGUR 2012 ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789. Umbrot: Prentsnið. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 46.000 eintök. Dreifing: REYKJAVÍK VIKUBLAÐI ER DREIFT Í 45.600 EINTÖKUM ÓKEYPIS Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK. VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? REYKJAVÍKURGETRAUNIN Aðventan hófst í dag og því formlegur aðdragandi jóla. Ýmsir hafa tekið forskot á sæluna og víða um borgina hefur um hríð mátt sjá fagurlega skreytt hús, en viðbúið er að slíkt færist mjög í aukana frá og með deginum í dag. Það verður mikið tilstand í miðborg Reykjavíkur fyrir þessi jól, ef marka má orð Miðborgarstjórans Jakobs Frímanns Magnússonar, en hann lofar því að miðborgin verði jólalegri og fallegri en nokkru sinni fyrr. Slíkt gefur góð fyrirheit um skemmtilega og jólalega aðventu. Það er gömul saga og ný að miðborgin eigi undir högg að sækja gagnvart verslunarmiðstöðvum og víst er að þær hafa sína kosti, en líka galla, alveg á sama hátt og það fylgja því kostir og gallar að fara um stræti miðborgarinnar, einkum ef veður eru válynd. En líklega er óhætt að fullyrða að þegar jólin nálgast þyki flestum meira til þess koma að gera sín innkaup í miðborginni sem og að fara þangað til að sýna sig og sjá aðra sem og að njóta þess sem þar er í boði. Og það verður meira heldur en minna sem verður í boði samkvæmt Miðborgarstjóranum. Jólaþorp rís um miðjan mánuðinn á Ingólfstorgi þar sem margs konar varningur verður í boði, en einnig verða ýmsar uppákomur á mótum Laugavegar og Skólavörðustígs og líka framan við Kjörgarð á Laugavegi. Á morgun verða ljósin á Óslóartrénu tendruð, en íbúar höfuðborgar Noregs hafa í yfir sextíu ár fært Reykvíkingum jólatré á Austurvöll. Í hugum margra kynslóða er sú ljósatendrun óbrigðult merki um að það styttist í jólin. Góða helgi. Leiðari Jól í Reykjavík Svar á bls. 14 Hvaða samband er með starfsemi sína í þessu húsi og hvar stendur það? Betri afkoma Reykjavíkurborgar en ráð var fyrir gert Árshlutareikningur Reykja-víkurborgar fyrir fyrstu níu mánuði ársins sýnir að af- koman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Þar segir að rekstrarniðurstaðan fyrir tímabilið, bæði fyrir A og B hluta borgarsjóðs sé jákvæð um 2.218 milljónir króna, en áætlunin hafi gert ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.098 milljónir. Samkvæmt þessu er niður- staðan 120 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Þetta gerist, segir í yfirlýsingu frá borginni, þrátt fyrir að fjármagnsgjöld hafi verið rúmlega einum og hálfum milljarði króna hærri en áætlanir sögðu. Mestu skiptir í þessu samhengi að al- gjör viðsnúningur hefur orðið á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur, sem telst til B-hluta borgarsjóðs. Átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur yfir í Reykjavík Um er að ræða alþjóðlegt átak, en fulltrúar í mannréttinda-ráði Reykjavíkurborgar sem og starfsfólk borgarinnar hafa tekið höndum saman og ætla að fjalla um kynbundið ofbeld á margvíslegan hátt, á vef borgarinnar. Daglega birt- ist ljóð, lag, hugleiðing eða örsaga um efnið. Borgarráð samþykkti í sumar aðgerðaráætlun borgarinnar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Þá hefur borgin sett upp vefi á íslensku, ensku og pólsku þar sem fórnarlömb ofbeldis geta fengið upp- lýsingar um hvar finna megi hjálp. Átakið hófst 25. nóvember og stendur til 9. desember. Jólakötturinn hefst við í hreysi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.