Reykjavík


Reykjavík - 01.12.2012, Side 4

Reykjavík - 01.12.2012, Side 4
1.DESEMBER 2012 Unglingar í Grafarvogi styrkja fjöl- skyldu Davíðs Arnar Arnarssonar Unglingar og félagsmiðstöðvar á vegum frístundamiðstöðv-arinnar Gufnesbæjar í Graf- arvogi ætla dagana 4.-7. desember að styrkja fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar sem lést frá eiginkonu og tveimur ungum börnum á dögunum eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þettar verður í svokallaðri Góð- gerðarviku, sem er hugmynd ungling- anna sjálfra, en þetta er í sjöunda sinn sem þeir efna til slíkrar viku. Megin- markmið vikunnar er að unglingar kynni sér góðgerðarmálefni og vakni til vitundar um það hvernig þeir geti lagt öðrum lið og haft uppbyggileg áhrif á samfélag sitt. Undirbúningurinn núna hefur staðið í tvo mánuði og hafa tveir stórir atburðir verið skipulagðir. Annars vegar kaffhúsakvöld fyrir alla Grafarvogsbúa, en það verður 4. desember í Fjörgyn og munu þekktir tónlistarmenn og grínistar koma þar fram, happdrættismiðar verða seldir og léttar veitingar. Hins vegar verður efnt til unglingaballs í Sigyn fyrir alla unglinga í Grafarvorgi og munu vin- sælar poppstjörnur koma þar fram. Allir listamennirnir gefa vinnu sína og mun því allur ágóði renna til fjöl- skyldu Davíðs Arnar. Þess má geta að Davíð Örn var Grafarvogsbúi og starfaði lengi með börnum og ung- lingum í hverfinu. Þeir sem ekki geta mætt á við- burðina, en vilja styrkja málefnið er bent á styrktarreikninginn 0544-05- 402441 kt. 111177-4819. 4 Reykjavík vikublað er á www.reykjavikblad.is Saltfiskur er mikilvægur hluti af matarmenningu íslensku þjóðarinnar frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Frábær gjöf handa Íslendingum út um allan heim! Ekta saltfiskur tilbúinn til útvötnunar. Tímarnir breytast en saltfiskurinn frá Ekta ski, þessi gamli góði með íslenskum kartöum og smjöri, stendur alltaf fyrir sínu. Sérútvatnaði saltfiskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saltfiskrétti. Fæst um allt land. Hafðu samband! 466 1016 www.ektafiskur.is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fallega jólaskeiðin frá Ernu Jólaskeiðin 2012 er hönnuð af Sóleyju Þórisdóttur. Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Verð: 18.500.- stgr. Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 Borg- arstjóri eignast tvífara Jón Gnarr borgarstjóri er kominn í hóp ýmissa ofurhetja, því búin hefur verið til brúða af honum. Það var pólski listamaðurinn Tadeusz Wnek sem það gerði eftir ljósmynd. Hann er Íslandsvinur og ferðaðist um landið ásamt vinum sínum í haust. Borgarstjórinn ræddi við pólskan blaðamann um starfið, fjölmenn- ingu, samráðsveginn Betri Reykja- vík og fleira, en í lok viðtalsins afhenti blaðamaðurinn, Marta M. Niebieszczanska Jóni brúðuna. Brúðan er í bleikum jakkafötum líkt og Jón Gnarr klæddist í tilefni af baráttudegi gegn brjóstakrabba- meini. Borgarstjóri varð undrandi á gjöf- inni en sagði strax að brúðan væri „Mini Me.“ Miðasala á Iceland Airwaves 2013 hefst í dag Þrátt fyrir að tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sé nýlokið, hefst í dag miðasala á hátíðina 2013. Fyrstu listamennirnir verða kynntir til sögunnar eftir áramót. Þess má geta að miðarnir fyrir hátðina í ár seldust upp fyrr en nokkru sinni áður og var fjöldi erlendra gesta á hátíðinni í Reykjavík meiri en verið hefur á fyrri hátíðum. Hátíðin 2013 stendur frá 30. október til 3. nóvember, en hátíðin nýtur sífellt meiri virðingar um gervallan heim. Reykjavíkurtjörn er nú ísilögð og borgarbúar geta því rennt sér á skautum í hjarta höfuðborgarinnar. Flóamarkaður í Austurbæjarskóla Nemendur í 7. bekk Austur-bæjarskóla verða með flóa-markað í dag, en þeir stefna að því að fara norður að Reykjum í Hrútafirði. Markaðurinn verður haldinn í 2. og 3. kennsluskúr á neðri lóð skólans og hefst hann klukkan 12 og stendur til klukkan 16. Að sögn markaðsfólksins verður ým- islegt til sölu á markaðnum, en auk þess verður starfrækt kaffihús þar sem heitt kakó verður á boðstólum sem og heimabakað góðgæti. Jón Gnarr borgarstjóri og „Mini Me“.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.