Reykjavík


Reykjavík - 01.12.2012, Page 12

Reykjavík - 01.12.2012, Page 12
1.DESEMBER 201212 · Nautakjöt í ostrusósu · Núðlur með grænmeti · Kjúklingur í karrýsósu · Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu 25 ÁR Heimsent: 1.590 kr. + 900 kr. heimsendingargjald MATUR Andrea Guðmundsdóttir mat­ gæðingur í Listaháskóla Íslands býður lesendum Reykjavíkur upp á forvitnilegar uppskriftir frá öllum heimshornum. Myndir: Ylfa Eysteinsdóttitr ÍSLAND JÓLAVÖFFLUR OG HEITT LÚXUSSÚKKULAÐI Vöfflur eru klassískar og skemmti- legar og hversdags eru þær eins og allir vita yfirleitt bornar fram með sultu og rjóma eða bara sykri. En það má líka punta þær aðeins upp og gera hátíðlegar. Ég er hérna með uppskrift af vöffludeigi frá Jessicu frænku minni sem er snillingur í öllu sem viðkemur mat og matargerð og þá sérstaklega þegar kemur að kökum og sætmeti. En puntið á vöffluna er bara spuni og hægt að nota hvað sem hugurinn girnist. En þessi samsetning passar einstak- lega vel saman og mér finnst hún svolítið jólaleg! Brakandi jólavöfflur Fyrir tíu 3 bollar hveiti 8 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 4 tsk. sykur 4 egg (aðskilin) eggjahvíturnar stífþeyttar 1 bolli bráðið smjör 3 1/2 bolli mjólk  1 vanillustöng Þurrefnin eru sett í skál ásamt vanillu (vanillustöngin er skorin eftir endilöngu og skafið innan úr), síðan smjör, eggjarauður og mjólk. Hrært saman og í lokin er stífþeyttum eggjahvítum blandað saman við með sleif.  Lúxus jólasúkkulaði 1 msk. smjör 1 tsk. salt 2 msk. sykur 1 bolli vatn 1/2 bolli rjómi 1 vanillustöng 1 1/2 l nýmjólk 300 gr. suðusúkkulaði 150-200 gr. hvítt súkkulaði  Smörið er sett í pott ásamt salti og sykri, síðan er vatni bætt út í, rjóma og mjólk. Þá kemur súkkulaðið fína og innihaldið úr vanillustönginni, leyfið stönginni samt að liggja í pottinum. Súkkulaðið er látið hitna vel en ekki sjóða.  Mér finnst mjög fallegt að mylja piparmyntubrjóst- sykur yfir rjómann. Vöfflupunt Valhnetur, saxaðar gróft ristaðar möndlur í kanildufti þurrkuð trönuber hlynsíróp og að sjálfsögðu rjómi. Góða skemmtun!

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.