Akureyri - 09.01.2014, Side 4
4 9. janúar 2014
hvert er
þitt hlutverk?
- snjallar lausnir
Wise býður ölbreyttar
viðskiptalausnir fyrir fólk
með mismunandi hlutverk.
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Þjónusta skert fyrir
ofvirka einstaklinga
Linda Hrönn, íbúi á Akureyri og
foreldri barns sem þarf sérúrræði,
segir það vonda ákvörðun hjá fjöl-
skyldubænum Akureyri að hætta að
bjóða upp á úrræði ì formi stuðnings-
fjölskyldna fyrir börn með ADHD
frá og með áramótum. Bæjarstjóri
segir ekki við sveitarfélagið að sakast
heldur ríkið.
„Þessar fregnir um ákvörðun bæj-
aryfirvalda hafa smám saman verið
að berast okkur fjölskyldum þessara
barna síðustu vikur og daga. Okkur
hryllir við tilhugsuninni um að þetta
úrræði muni ekki lengur standa til
boða. Þetta er verst fyrir börnin og
fyrirvarinn er nànast enginn. Í mínu
tilfelli varð mitt barn fyrir mikilli
höfnun, telur sig hafa misst foreldra,
systkini og ömmu. Tengslin við stuðn-
ingsfjölskylduna eru mikil og náin.
Fjölskyldan gaf barninu mikla gleði,
hlýju og ást enda er stuðningsfjöl-
skyldan yndisleg,“ segir Linda Hrönn.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj-
arstjóri á Akureyri, segir að umfang
málsins sé það á Akureyri hafi verið
fjórar fjölskyldur með stuðnings-
fjölskyldu vegna ADHD barna.
Þjónustan hafi verið veitt eina helgi
í mánuði þ.e. tvo sólahringa.
„Fjármagn til að styðja fjölskyldur
barna með ADHD og langveikra barna
kom með sérstökum samningi frá vel-
ferðarráðuneyti en var tímabundið
til þriggja ára og er ekki lengur til
staðar. Það er ástæða þess að stuðn-
ingsfjölskyldur fyrir þennan hóp eru
ekki lengur í boði. Sveitafélagið býður
hinsvegar upp á ýmsa aðra þjónustu
s.s. fræðslu og ráðgjöf auk félagslegrar
liðveislu fyrir þyngsta hópinn.“
Linda Hrönn segir það liggja fyrir
að Akureyrarbær sjái sér ekki fært
að halda starfinu áfram. Það telji hún
„skammarlegt fyrir fjölskyldubæinn
Akureyri“.
„Starfsfólk Akureyrabæjar hef-
ur verið í góðu samstarfi við ADHD
samtökin og er að sjálfsögðu tilbúið
til þess áfram,“ segir bæjarstjóri. a
Minningarathöfn gegn einelti
Þrjár konur, Íris Benjamínsdótt-
ir, Sandra Ósk Guðlaugsdóttir Og
Þótkatla Haraldsdóttir standa að
minningarathöfn gegn einelti sem
fram fer bæði í Reykjavík og á Ak-
ureyri 18. janúar nk. Athöfnin hér
fyrir norðan verður á Ráðhústorginu.
„Við ætlum að stafa ‘’WE CARE’’
eða „Okkur er ekki sama” með kert-
um til að sýna virðingu þeirra sem
hafa framið sjálfsmorð vegna einelt-
is eða eru að lenda í einelti og líður
mjög illa. Við erum að gera þetta til
að sýna að okkur er ekki sama,“ segja
baráttukonurnar.
Nokkur ungmenni munu við
athöfnina segja sínar eineltissögur.
Þá verður flutt tónlist.
Norðurorka yfirtekur
fráveitu Akureyrar
Undirritaður hefur verið samn-
ingur um yfirtöku Norðurorku hf.
á fráveitu Akureyrarbæjar. Í frétt
frá Akureyrarbæ segir að samein-
ing veitna á Akureyri hafi gerst í
nokkrum áföngum. „Árið 1993 voru
Vatnsveita Akureyrar og Hitaveita
Akureyrar sameinaðar og árið 2000
bættist Rafveita Akureyrar við og til
varð sameinað veitufyrirtæki Akur-
eyringa, Norðurorka. Síðan þá hafa
veitur í nágrannasveitarfélögum
sameinast Norðurorku hf. og mikill
árangur náðst með bættri nýtingu
allra forða fyrirtæksins og framlegð
aukist verulega á tímabilinu. Hug-
myndir um frekari sameiningu með
því að fráveita Akureyrar verði hluti
af rekstri Norðurorku hf. hafa reglu-
lega komið fram. Samningsaðilar eru
sammála um að nú sé góður tími til
þess að láta þær verða að veruleika
í ljósi góðrar reynslu þar að lútandi,
sem hefur eflt og styrkt þjónustu-
hlutverk Norðurorku hf. við íbúa og
fyrirtæki á Akureyri. Í samningn-
um er gert ráð fyrir að farið verði í
byggingu hreinsistöðvar við Sand-
gerðisbót á næstu árum.“
Yfirtökuverð fráveitunar er 2,3
milljarðar króna sem að hluta til
felst í yfirtöku á lánum. Yfirtakan
hefur ekki áhrif á samstæðureikning
bæjarsjóðs.
Samningsaðilar eru sannfærðir
um að til lengri tíma litið muni þessi
sameining skapa tækifæri til bættr-
ar umgengni við náttúruna og enn
betri þjónustu við íbúa og fyrirtæki
á Akureyri. a
TIL SKAMMAR FYRIR fjölskyldubæinn Akureyri, segir foreldri. Ekki við okkur að sakast, svarar bæjarstjóri.
MYNDIN TENGIST EFNI fréttarinnar ekki með beinum hætti. Völundur
Fræðslustjórinn
farinn í framboð
Framboðsfrestur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, fyrir sveitar-
stjórnarkosningar í vor er runninn út. Alls bárust 11 tilkynningar um framboð.
FRAMBJÓÐENDUR ERU EFT-
IRTALDIR Í STAFRÓFSRÖÐ:
» Ármann Sigurðsson, sjómaður
» Baldvin Valdemarsson,
verkefnastjóri
» Bergþóra Þórhallsdóttir,
aðstoðarskólastjóri
» Elías Gunnar Þorbjörnsson,
skólastjóri
» Eva Hrund Einarsdóttir,
starfsmannastjóri
» Gunnar Gíslason, fræðslustjóri
» Hjörtur Narfason,
framkvæmdastjóri
» Kristinn F. Árnason, sjálfstæður
atvinnurekandi
» Njáll Trausti Friðbertsson,
flugumferðarstjóri
» Sigurjón Jóhannesson,
verkfræðingur
» Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir,
laganemi
Ólafur Jónsson dýralæknir er
eini bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna
í bæjarstjórn Akureyrar. Hann hafði
áður lýst yfir að hann myndi ekki
gefa kost á sér áfram.
Prófkjörið fer fram laugardaginn
8. febrúar nk. Þátttaka er heimil
öllum flokksbundnum sjálfstæðis-
mönnum í sveitarfélaginu og þeim
sem ganga í Sjálfstæðisflokkinn fyrir
lok kjörfundar.
Utankjörfundarkosning í próf-
kjörinu fer fram 27. janúar til 7. febr-
úar. Kosið verður í Kaupangi á Ak-
ureyri virka daga kl. 15:00 til 18:00
og laugardaginn 1. febrúar kl. 10:00
til 13:00; í Valhöll í Reykjavík virka
daga kl. 9:00 til 17:00; og í Grímsey
5. febrúar kl. 14:00 til 18:00. a