Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 13.02.2014, Blaðsíða 4
4 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014 Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Björgun á Öxnadalsheiði Vala Hauksdóttir sem lenti í því að bíll hennar bilaði á Öxnadals- heiðinni sl. laugardag segist þakklát vegfarendum sem björguðu henni og annarri konu ásamt tveimur börnum eftir að bíll þeirra bilaði. „Þeir fá svo sannarlega lof herra- mennirnir sem komu tveimur ungum konum og börnum þeirra til bjargar,“ segir Vala. Vala ferðaðist á Golf fólksbíl og urðu fyrst vandræði þegar bíllinn lenti í vandræðum upp brekku. Þær fengu aðstoð til að snúa við en þegar átti að aka niður af heiðinni bilaði kúpling. Vala segir að þær ungu kon- urnar tvær hafi verið ráðalausar úti í kanti, óreyndar í svona málum. Þær hafi horft á bílana bruna framhjá þegar menn á tveimur bílum komu þeim til bjargar. Fyrst skoðuðu þeir bílinn en fundu út að bíllinn væri ekki ökuhæfur. Síðan buðu þeir ferðalöngunum öllum far. „Við vorum með tvö börn, annan 18 mánaða gamlan og hinn átta ára og farangur eftir því. Við sáum fram á að þurfa skilja allan farangurinn eft- ir en þessir indælu menn tóku ekki annað í mál en að taka okkur með til Akureyrar og allan farangurinn með, allt frá barnakerru til tannbursta.“ Vala segist ekki vita hvernig þetta hefði annars endað en leynir því ekki að hópurinn hafi verið orðinn áhyggjufullur. „Þessi aðstoð var einfaldlega ómetanleg. Ástarþakkir til ykkar! Þeir voru líka svo kurteisir og hjálp- samir út í eitt.“ a Gunnar ótvíræður sigurvegari í prófkjöri Njáll Torfi Friðbertsson varabæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Akureyrar, segir að 3ja sætið í próf- kjöri sjálfstæðismanna á Akureyri sé vonbrigði. Hann þakki þó mikinn stuðning. Þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort Njáll Trausti myndi þyggja þriðja sætið en hann stefndi á fyrsta sætið í prófkjörinu. Gunnar Gíslason fræðslustjóri hafði sigur í prófkjörinu og er nýr leiðtogi sjálfstæðismanna. 21 at- kvæði munaði á Njáli og Evu Hrund Einarsdóttur í 1.-2. sætið. Atkvæða- fjöldi Gunnars Gíslasonar í 1. sætið og Evu Hrundar Einarsdóttur í 2. sætið varð næstum nákvæmlega sá sami þegar upp var staðið. Þrálátur orðrómur gekk fyrir prófkjörið um bandalög og „óskir að ofan“. Ekki er vitað hvort innistaða sé fyrir „samsæriskenningum“ en bandalög í prófkjörum eru ekki ný af nálinni. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfull- trúi L-listans, sagði í færslu á face- book að Njáll Torfi hafi aðeins náð að trufla áform „flokkseigendafélagsins“. Gunnar Gíslason segist þakklátur fyrir stuðninginn. Hann lagði allt undir og gaf aðeins kost á sér í efsta sætið. Gunnar segir að flokkurinn stefni á 3-4 bæjarfulltrúa á Akureyri en flokkurinn galt sögulegt afhroð árið 2010 þegar sjálfstæðismenn fengu aðeins einn fulltrúa. Bergþóra Þórhallsdóttir hafnaði í fjórða sæti, Baldvin Valdemarsson í fimmta sæti og Sigurjón Jóhannes- son í sjötta sæti. a FJÁRÖFLUN TIL STYRKTAR GEORGES HOLLANDERS Kvæðamannafélagið Gefjun efnir til veislu í söng og kveðandi í Laugarborg föstudaginn 14. febrúar kl. 20:30. Yfirskriftin er Kveðum krabbann í kútinn! Tilefnið er stuðningur við nokkra Gefjunarfélaga sem glíma við krabbamein og að minnast eins félaga sem nýlega féll fyrir þeim vágesti, segir í tilkynningu. Í Laugarborg koma fram fjölmargir og góðir söngkraftar: Kór Hrafnagils- skóla, Karlakór Eyjafjarðar, George Hollanders, Þór Sigurðarson, tenórarnir Birgir Björnsson og Gísli Rúnar Víðisson syngja við undirleik Valmars Välja- ots, Kristjana Arngrímsdóttir, Helgi og hljóðfæraleikararnir auk nokkurra mögnuðustu kvæðamanna Gefjunar og munu Handraðakonur sjá um heim- ilislegan undirleik. Allur ágóði samkomunnar rennur til Georges Hollanders sem leitar sér óhefðbundinna lækninga utan lands. Svæðisskipulag Eyjafjarðar frágengið Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyja- fjarðar 2012 – 2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru Grýtubakka- hreppur, Svalbarðsstrandar-hrepp- ur, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarbær, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð samþykktu tillöguna. Hún var síðan staðfest af Skipulags- stofnun 21. jan. 2014 og birtist aug- lýsing um staðfest skipulag í B-deild Stjórnartíðinda hinn 4. feb. s. l. Í Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2014 birtist almenn stefna að- ildarsveitarfélaganna um byggðaþró- un, landbúnaðarland, iðnaðarsvæði, meðhöndlun úrgangs, vatnsverndar- mál, verndun strandsvæða Eyjafjarð- ar, samgöngumál og flutningsleiðir raforku. Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012 – 2024 ásamt fylgigögnum á að vera aðgengilegt á vefsíðu allra aðildar- sveitarfélaganna. a GUNNAR GÍSLASON EVA HRUND NJÁLL TRAUSTI BERGÞÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.