Akureyri - 13.02.2014, Side 13
13. febrúar 2014 6. tölublað 4. árgangur 13
AÐSEND GREIN JÓN INGI CÆSARSSON SKRIFAR
Skammsýni og skemmdarverk
Akureyri er fallegur bær en land-
lítill. Möguleikar bæjarbúa á útvist
og hreyfingu eru fjölbreytilegir. Við
eigum okkar Kjarnaskóg, við eigum
Krossanesborgir, við eigum og höfum
aðgang að óshólmum Eyjafjarðarár,
Naustaborgir eru sérstakar og vax-
andi útivistarsvæði.
Glerárdalur – að mestu ósnertur
Það var því gleðilegt að bæjarstjórn
Akureyrar skyldi gefa bæjarbúum
það í afmælisgjöf að gera
Glerárdal að fólkvangi.
Það hafði verið baráttumál
margra í áratugi. Merkur
áfangi í útivistarmálum Ak-
ureyringa var í höfn, héldu
margir. En því miður eru
blikur á lofti. Smáfyrirtæki
í eigu Norðurorku tókst að
selja bæjarfulltrúum og
fleirum þá „frábæru“ hug-
mynd að gera virkjun á Glerárdal.
Að vísu er þetta smávirkjun í hinu
stóra samhengi og skiptir litlu máli
þegar horft er til heildarhagsmuna.
Auk þess er orkuframleiðsla þessar-
ar væntanlegu virkjunar lítil sem
engin á þeim tíma sem orkuþörfin er
mest, enda vita allir sem til þekkja
að Gleráin er vatnslítil góðan hluta
ársins.
Það kom þegar álit frá Nátt-
úrufræðisstofnun að fólkvangur og
virkjun færu ekki saman og í þeirra
huga var það óhugsandi að virkjun
gæti risið inni á væntalegum fólk-
vangi. Í framhaldi af því áliti var
farið í að smíða bastarð þar sem
línur fólkvangsins voru dregnar þar
sem það hentaði hagsmunum Fall-
orku sem er fyrirtækið sem ætlar að
reisa þetta mannvirki. Við höfum séð
sambærilegar aðferðir hjá núverandi
umhverfisráðherra þar sem hann
breytir mörkum friðlands í Þjórs-
árverum í samræmi við væntingar
Landsvirkjunar. Það er auk þess full
ástæða til að ætla að fram komi hug-
myndir um stækkun þessarar virkj-
unar ef Fallorka nær þessum áfanga í
baráttu sinni. Engar rannsóknir hafa
verið gerðar á jarðfræði svæðisins
eða rennsli Glerár sem er
þekkt óhemja í leysingum.
Rannsóknir Fallorku eru
afar takmarkaðar enda ætti
það ekki að vera á hendi
hagsmunaðila að gera slíkar
rannsóknir. Þær á að gera af
þar til bærum stofnunum og
vísindamönnum. Fullkomið
umhverfismat á að vera skil-
yrði á þessu svæði.
Aðferð Fallorku að selja bæjar-
fulltrúum og bæjarbúum þessa hug-
mynd var að bjóða göngustíg á vænt-
anlegu pípustæði þar sem þeir sáu
fyrir sér að dalurinn opnaðist með
því fyrir útivistarfóllk. Sannarlega
er það mikið afsláttarverð, ósnertur
dalur og fullkominn fólkvangur fyrir
verð eins göngustígs. En þetta keyptu
bæjarfulltrúar og sendu málið áfram
í skipulagsvinnu.
Í tillögu að breyttu aðalskipulagi
var síðan gerð tilraun til að taka
fossa og skessukatla Glerárgils af
náttúrminjaskrá, en bæjaryfirvöld
voru rekin til baka með það. því
það er ekki í valdi sveitarfélags að
ákveða slíkt. Sorglegt að sjá þessa
tilraun til afnáms þessara náttúru-
undra af Náttúruminjaskrá.
Nokkrar athugsemdir frá Um-
hverfisstofnun bárust.
4) Umhverfisstofnun dagsett 14. jan-
úar 2014.
a) Stofnunin telur að koma þurfi
fram hvaða áhrif stífla og lón mun
hafa áhrif á upplifun þeirra sem
heimsækja svæðið.
b) Koma þarf fram í tillögu um að-
alskipulagsbreytingar umfang
pípunnar og áhrif hennar á um-
hverfið.
c) Bent er á að umhverfis- og auð-
lindaráðherra sjái um breytingar
á afmörkun svæðis á Náttúru-
minjaskrá en ekki sveitarfélög.
Glerárdal hefur verið misþyrmt
undanfarna áratugi. Svæðum næst
bænum var raskað með efnis-
töku og sorphaugum, en innar var
hann lítt snortinn. Von mín var að
skemmdarverkum væri lokið og við
gætum varðveitt dalinn okkar eins
ósnortinn af mannanna verkum og
hægt væri. Við myndum opna hann
komandi kynslóðum með það í huga.
Það kom skýrt fram í athugasemdum
Náttúrfræðistofnunar að verðmæti
Glerárdals, með tilliti til fólkvangs,
væri hversu lítt snortinn og óraskað-
ur hann var þegar innar var komið.
Nú er að hefjast umsagnarferli
vegna þessa máls. Því miður hafa
þessi áform ekki vakið mikil við-
brögð og satt að segja hefur þessum
málum verið sýnt ákveðið tómlæti.
En það skiptir máli að hafa skoðun
á þessum áformum og það skipt-
ir ekki síður máli að hugsa þetta
í stóru samhengi og til langs tíma.
Áform bæjarstjórnar lýsa ákveðinni
skammsýni sem svo oft er áberandi í
umræðu um umhverfismál á Íslandi.
Við höfum núna tækifæri á að
gera Glerárdal að fólkvangi og glæsi-
legu útivistarsvæði. Það sem virkj-
un skapar er allt annar veruleiki.
Glerárgil og fossar þess vatnslitlir
eða nánast vatnslausir stóran hluta
ársins, akvegur inn að væntalegu
stíflustæði og jarðrask á stórum
svæðum tengt virkjun og athafna-
svæði hennar. Það uppfyllir ekki
væntingar um náttúrufólkvang, það
þarf verulegan sannfæringarkraft til
að sannfæra sig um annað.
Valið er okkar. Viljum við virkjun
sem skiptir sáralitlu máli fjárhags-
lega hvað þá með orkuöflun í huga?
Eða viljum við skilgreina Glerárdal
sem náttúrufólkvang með hagsmuni
framtíðarinnar að leiðarljósi?
Valið er okkar, kæru bæjarbúar.
Ég skora á alla sem unna náttúru
Akureyrar að stíga fram og hafa áf-
hrif á skammsýn áform bæjarstjórn-
ar Akureyrar.
Jón Ingi Cæsarsson
AÐSEND GREIN BJARNI KRISTJÁNSSON SKRIFAR
Svæðisskipulag fyrir Eyjafjörð 2012 – 2024
Lagalegar forsendur
Í 21. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
er fjallað um svæðisskipulag, en
“svæðisskipulag er skipulagsáætlun
tveggja eða fleiri sveitarfélaga þar
sem sett er fram sameiginleg stefna
þeirra um byggðaþróun og þá þætti
landnotkunar sem þörf er talin á að
samræma vegna sameiginlegra hags-
muna hlutaðeigandi sveitarfélaga”
Enn fremur segir svo í 2. mgr. sömu
lagagreinar: “Svæðisskipulag skal
taka til svæðis sem myndar heild í
landfræðilegu, hagrænu og félags-
legu tilliti og getur þannig tekið til
heilla landshluta eða annarra stærri
heilda”.
Eldri svæðisskipulagsáætlanir
Í eldri skipulagslögum voru einnig
ákvæði um svæðisskipulag en fyrstu
tilraun að gerð svæðisskipulags fyrir
Eyjafjarðarsvæðið má rekja til ársins
1981. Þá var skipuð nefnd til að gera
tillögu að svæðisskipulagi fyrir Ak-
ureyri og nágrenni. Ári síðar var ver-
kefnið útvíkkað og samvinnunefnd
um gerð svæðisskipulagsins skipuð.
Eiginleg vinna við skipulagið hófst
þó ekki fyrr en í apríl 1984. Tillaga
að svæðisskipulagi lá fyrir í árslok
1986 en tillagan var ekki samþykkt
af sveitarstjórnarmönnum og full-
trúum samvinnunefndarinnar fyrr
en í júní 1990. Að tillögunni stóðu 11
af þáverandi 14 sveitarfélögum við
Eyjafjörð. Þau sveitarfélög sem ekki
tóku þátt í skipulagsvinnunni voru
Ólafsfjörður, Siglufjörður, Grímsey
og Hrísey. Umrædd svæðisskipulags-
tillaga öðlaðist reyndar aldrei form-
legt gildi.
Næst hófst vinna við gerð svæð-
isskipulags fyrir Eyjafjörð 1997 og
lauk henni með staðfestingu yfir-
valda skipulagsmála á „Svæðis-
skipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018“
árið 2002. Öll sveitarfélög við Eyja-
fjörð, en þau voru 11 að loknum
sveitarstjórnarkosningum 2002, áttu
aðild að skipulaginu og Hálshreppur
í Fnjóskadal að auki.
Ókostir Svæðisskipulags
Eyjafjarðar 1998 – 2018
Þegar fyrrnefnd skipulagsáætl-
un tók gildi voru nokkur sveitar-
félögu á svæðinu sem ekki höfðu
lokið aðalskipulagsgerð eða aðeins
lokið henni fyrir afmarkaðan hluta
viðkomandi sveitarfélags. Þegar
aðalskipulagsgerð þeirra hófst
með markvissum hætti þóttu sum
ákvæði svæðisskipulagsins íþyngj-
andi og hamlandi við mótun sjálf-
stæðrar stefnu í skipulagsmálum
fyrir hvert einstakt sveitarfélag, sér-
staklega þegar kom að ákvörðunum
um landnotkun. Því ákváðu aðildar-
sveitarfélögin sameiginlega að nema
umrætt skipulag úr gildi og var sú
ákvörðun staðfest af skipulagsyfir-
völdum síðla árs 2007. Jafnframt var
ákveðið að hefja undirbúning að
nýrri svæðisskipulagsáætlun fyrir
Eyjafjarðarsvæðið er tæki til færri
og betur skilgreindra skipulags-
þátta en sú eldri.
Undirbúningur að gerð nýs svæðis-
skipulags fyrir Eyjafjörð
Sérstök nefnd, samvinnunefnd
um svæðisskipulag, skipuð tveimur
fulltrúum frá hverju aðildarsveitar-
félagi svæðisskipulagsins, hóf fljót-
lega vinnu að undirbúningi áætl-
anagerðarinnar. Mjög aukinn skriður
komst svo á verkið að loknum sveit-
arstjórnarkosningunum vorið 2010
og með nýjum skipulagslögum
samanber kaflann hér að frama um
lagalegar forsendur. Hvorutveggja
setti þá vinnu sem fram að því hafði
verið lögð í verkið í nokkurt uppnám.
Bæði var að meirihluti nefndarfull-
trúanna var nýskipaður og ný lög
kröfðust annarrar aðferðafræði við
framsetningu gagna. Sveitarfélög-
um á Eyjafjarðarsvæðinu fækkaði
úr 8 í 7 eftir fyrrnefndar kosningar
með sameiningu Hörgárbyggðar
og Arnarnesshrepps í Hörgársveit
og um leið fækkaði fulltrúum í
nefndinni úr 16 í 14. Í samræmi
við skipulagslög frá 2010 breyttist
einnig nafn nefndarinnar úr sam-
vinnunefnd um svæðisskipulag í
svæðisskipulagsnefnd.
Efnisþættir nýs svæðisskipulags
fyrir Eyjafjörð
Svæðisskipulagsnefndin hefur nú
lokið störfum við gerð nýs svæðis-
skipulags fyrir Eyjafjörð. Á fundi
nefndarinnar hinn 10. jan. s. l. var
tillaga að Svæðisskipulagi Eyja-
fjarðar 2012 – 2024 undirrituð og
hún öðlast gildi. Í skipulaginu er
sett fram sameiginleg stefna aðildar-
sveitarfélaganna um byggðaþróun og
þá þætti landnotkunar sem talin er
þörf á að samræma vegna sameig-
inlegra hagsmuna sveitarfélaganna.
Í skipulaginu eru eftirtaldir efnis-
þættir til umfjöllunar.
» Almenn stefna um byggðaþróun
» Samgöngur
» Vegamál (jarðgöng).
» Hafnarmál (vöruhafnir).
» Flugmál (Akureyrarflugvöllur)
» Iðnaðarsvæði.
» Stefna um nýtingu
landbúnaðarlands.
» Efnistökusvæði.
» Vatnsverndarsvæði.
» Meðhöndlun úrgangs.
» Strandsvæði Eyjafjarðar, flokkun.
» Veitukerfi, flutningsleiðir raforku.
Efnisþáttum er svo skipað í
eftirtalda kafla:
» Byggðaþróun og byggðamynstur.
» Landnotkun.
» Samgöngu- og þjónustukerfi
» Takmörkun á landnotkun.
» Sameiginlegir hagsmunir og
Svæðisskipulagið sem stjórntæki
Samþykkt Svæðisskipulags
Eyjafjarðar er bindandi yfirlýsing
sveitarstjórna allra aðildarsveitar-
félaganna þ. e. Grýtubakkahrepps,
Svalbarðsstrandarhrepps, Eyja-
fjarðar-sveitar, Akureyrarbæjar,
Hörgársveitar, Dalvíkurbyggðar
og Fjallabyggðar um að þau muni
fylgja ákvæðum þess við gerð eða
breytingar á aðalskipulagi eig-
in sveitarfélags, enda er Svæðis-
skipulagið forsenda stefnumótunar
í aðalskipulagi. Svæðisskipulagið er
því í fáum orðum sagt samkomulag
um stefnu um sameiginlega hags-
muni og stjórntæki eða verkfæri til
að beita við ákvarðanir um land-
notkun og auðlindanýtingu í Eyja-
firði.
Þótt svæðisskipulagsnefndin
hafi nú lokið störfum við svæðis-
skipulagsgerðina skal hún starfa
áfram og hefur þá m. a. það hlutverk
að fylgjast með að allar ákvarðan-
ir aðildarsveitarfélaganna í aðal-
skipulagsgerð séu í samræmi við
ákvæði og stefnumótun Svæðis-
skipulagsins. Jafnframt að taka
ákvarðanir um endurskoðun á Svæð-
isskipulaginu að loknum hverjum
sveitarstjórnarkosningum og fjalla
um tillögur einstakra aðildarsveitar-
félaga að breytingum á því.
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012
– 2024 ásamt fylgigögnum á nú að
vera aðgengilegt á vefsíðu allra að-
ildarsveitarfélaganna. a
GLERÁ VIÐ GLJÚFRIN Sorglegt að sjá þessa tilraun til afnáms þessara náttúruundra af
Náttúruminjaskrá segir Jón Ingi í grein um fyrirhugaða virkjun í Glerárdal. Völundur
JÓN INGI
CÆSARSSON