Akureyri - 13.02.2014, Page 16
16 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014
AÐSEND GREIN SVANFRÍÐUR LARSEN
ZONTA segir NEI
Frá Peking til Akureyrar
Á næsta ári eru liðin 20 ár frá
kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna
í Peking. Þar samþykktu 189 ríki
- og fjöldi frjálsra félagasamtaka -
yfirlýsingu og aðgerðaáætlun í mál-
efnum kvenna. Einn kafli áætlun-
arinnar er um ofbeldi á konum og
útrýmingu þess. Þar er skilgreining
á kynbundnu ofbeldi, líkamlegu
og andlegu, og langur listi
yfir tegundir ofbeldis. Eins
kemur fram að skortur á
upplýsingum valdi erfið-
leikum þegar grípa eigi til
aðgerða. Ástæða ofbeldis er
einkum talin valdamisrétti
kynjanna sem leitt hafi til
yfirráða karla og komið í veg
fyrir framsókn kvenna.
Á þinginu í Peking var
fríður flokkur kvenna úr hinni al-
þjóðlegu Zontahreyfingu (Z.I.) sem
hafði í nokkra áratugi barist fyrir
bættri stöðu kvenna og unnið náið
með Sameinuðu þjóðunum. Zonta-
konur tóku reyndar forskot á sæluna
og héldu alþjóðlegan fund (ZISVAW)
um ofbeldi á konum í júní 1995. Þær
fóru því vel undirbúnar til Kína og
komu margefldar til baka. Ári síðar
hafði Z.I. stofnað sérstakan sjóð og
gert áætlun til að berjast gegn of-
beldi á konum og stúlkum. Síðan þá
hefur Zonta unnið að verkefnum um
heim allan til að skapa konum ör-
uggara umhverfi svo þær megi njóta
almennra mannréttinda, lausar við
ofbeldi.
En hver er staðan nú eftir ára-
tugabaráttu ríkja heims og frjálsra
félagasamtaka í samræmi við Pek-
ingsáttmálann? Rannsóknir hafa ver-
ið efldar, upplýsingum safnað og víða
um lönd er nú aðstoð við þolend-
ur. Miklum fjármunum hefur verið
varið í margháttuð verkefni til að
stemma stigu við ofbeldi. Nýjar tölur
frá WHO og UN Women eru þó ekki
uppörvandi. 35% kvenna um allan
heim hafa orðið fyrir líkamlegu og/
eða kynferðislegu ofbeldi af hendi
sambýlismanns eða annarra. 98%
af þeim 4.5 milljónum einstaklinga
sem ætlað er að neyddir séu í vændi
eru konur og stúlkur - og meira en
64 milljónir stúlkna eru brúðir á
barnsaldri.
Zontahreyfingin blés til sérstaks
átaks í nóvember 2012 undir slag-
orðinu ZONTA segir NEI.
Þar var klúbbum um allan
heim ætlað að höfða til al-
mennings heima fyrir og
vekja athygli á og umræð-
ur um þessa skelfilegu stöðu.
Zontaklúbbarnir tveir á Ak-
ureyri skrifuðu vorið 2013
í Akureyri vikublað um
málefni kvenna og boðuðu
til funda undir þessu slag-
orði, í samvinnu við Jafnréttisstofu
og Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi.
Á Íslandi er erfitt að nálgast op-
inberar tölur um ofbeldi, en reikna
má með að a.m.k. fjórða hver íslensk
kona verði fyrir kynbundnu ofbeldi á
lífsleiðinni. Tölur frá samtökum, sem
sinna þolendum, sýna stöðuga sókn
í viðtöl og hjálp. Við fáum reglulega
fréttir af kynferðisofbeldi á stúlku-
börnum. Mál koma fram í dagsljósið,
sum tengd stofnunum sem trúað hef-
ur verið fyrir gæslu og uppfræðslu
barna. Kynlífsuppeldi fer fram á al-
netinu, vændi og mansal er staðreynd.
Sorglegastar eru fréttir af ofbeldi
sem bitnar á þeim varnarlausustu, s.s.
líkamlega og/eða andlega fötluðum
konum og stúlkubörnum.
Viljum við lifa í slíku samfélagi?
Zontahreyfingin segir nei. Zonta-
klúbbarnir á Akureyri taka undir
og hvetja samborgara sína til að vera
með. Fyrstu skrefin felast í fræðslu
og meðvitund okkar allra um vand-
ann. Í Peking voru gefin loforð sem
enn er ekki búið að efna.
Höfundur er félagi í Zonta-
klúbbnum Þórunni hyrnu.
SVANFRÍÐUR
LARSEN
AÐSEND GREIN SELMA HÖRN VATNSDAL
Vaðlaheiðargöng – kostir fleiri en gallar
Ég veit ekki hversu oft ég hef keyrt
yfir Víkurskarðið í brjáluðu veðri og
verið mjög hrædd. Á veturna er þessi
vegur alveg stórhættulegur. Afi minn
býr í Þingeyjarsveit og því þurfum
við að keyra yfir Víkurskarðið til að
komast í sveitina. Þegar Vaðlaheiðar-
göng verða tilbúin þurfum
við ekki að hafa eins miklar
áhyggjur af því að það verði
ófært.
Að keyra í sveitina er 40
mínútna akstur og göngin
koma til með að stytta
ferðina um 15 til 20 mínútur.
Þegar göngin verða tilbúin
stækkar atvinnusvæðið og
verður vegalengdin og tím-
inn sem tekur að keyra styttri. Fólk
getur þá sótt í vinnu frá Akureyri
yfir í Þingeyjarsveit og öfugt. Vet-
urinn 2012-2013 var Víkurskarðið
lokað mjög oft vegna ófærðar. Ég
hef ekki tölu á því hversu marga
daga var lokað en það var allt of
oft. Afi minn er í hrossarækt og þarf
hann þess vegna oft að flytja hesta
fram og til baka. Hann þarf oft að
keyra yfir Víkurskarðið til að fara
með hestana. En hvernig haldið
þið að það sé að keyra á stórum
bíl með 6 hesta kerru aftan í bílnum
í brjáluðu veðri? Það er hrikalega
erfitt og það sama gildir um flutn-
ingabíla. Sjúkraflutningar verða
líka léttari með göngunum, þ.e.a.s.
með tilkomu ganganna verður mik-
ið meira öryggi allan ársins
hring. Sjúkrabílarnir lenda
þá ekki í því að sitja fastir
svo klukkutímum skipt-
ir uppi á Víkurskarði. Í
fyrravetur þurfti að flytja
ólétta konu frá Húsavík á
fæðingardeildina á Akur-
eyri, það voru tveir bílar
fastir uppi á Víkurskarði
og það var þess vegna
ekki hægt að ryðja veginn sökum
slæms veðurs. Þá þurfti að fara aðra
leið, um Dalsmynni og þurfti snjó-
ruðningstæki á undan sjúkrabíln-
um. Barnið gat hins vegar ekki
beðið og fæddist í sjúkrabílnum í
Dalsmynni. Ef göngin hefðu verið
til staðar hefði konan mögulega
komist til Akureyrar á sjúkrahús-
ið í tæka tíð og átt barnið sitt þar.
Sem betur fer gekk fæðingin vel
og engin vandræði (fyrir utan að
vera í sjúkrabíl í brjáluðu veðri)
þannig að í þetta skipti bjargaðist
þetta. Við getum ekki alltaf búist
við því að hlutirnir fari svona vel.
Göngin stytta ferðina á sjúkrahúsið
og minnka líkurnar á því að mað-
ur komist ekki á sjúkrahús vegna
ófærðar. Ég veit að það er mikill
kostnaður við að byggja göngin en
kostirnir eru fleiri sem mér finnst
vega upp á móti göllunum.
Víkurskarðið verður ekki lengur
hindrun hvort sem það er fyrir fólk
sem er að ferðast, flutningabíla eða
sjúkrabílana á leið á sjúkrahúsið.
Vegalengdin styttist, atvinnusvæðið
mun opnast og öryggið verður meira
í umferðinni allan ársins hring. Er
það ekki það sem við viljum?
Höfundur er nemandi í
10. bekk í Giljaskóla.
SELMA HÖRN
VATNSDAL
AUGLÝSINGASÍMINN ER 578-1190