Akureyri


Akureyri - 13.02.2014, Qupperneq 21

Akureyri - 13.02.2014, Qupperneq 21
13. febrúar 2014 6. tölublað 4. árgangur 21 Samkynhneigð er ennþá feluleikur „Já, af því sem ég hef fræðst um hjá samkynhneigðum í tengslum við undirbúning þessarar leiksýningar get ég ályktað að það sé betra fyrir samkynhneigða að búa á stað eins og Akureyri í dag en fyrir 20 árum. En þetta er ennþá feluleikur. Þeir eru víða fordómarnir,“ segir Saga Geirdal Jónsdóttir. Saga snýr aftur á fjalir Leikfélags Akureyrar annað kvöld þegar leik- ritið Lísa og Lísa verður frumsýnt í Rýminu. Leikritið er staðfært og ger- ist á Akureyri. Það er hvort tveggja kómík og drama. „En þessi sýn ing er frekar á léttari nótunum þótt það fjalli líka um alvarlega hluti.“ Saga stendur á sviðinu allan tí- mann ásamt annarri akureyrskri leikkonu, Sunnu Borg. Þessar stjörn- ur voru Akureyringum áður fyrr fastir kraftar á fjölum Samkomu- hússins en langt er síðan þær léku síðast saman. Í leikritinu hafa persónur Sögu og Sunnu búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. En fyrir atbeina ungs leikskálds taka Lísurnar tvær ákvörðun um að koma út úr skápnum og segja sögu sína á leiksviði. Níu ár liðin Níu ár eru liðin síðan Saga fór síð- ast með hlutverk hjá LA. Hún var í hópi þeirra sem þurftu að víkja þegar Magnús Geir Þórðarson, nýr útvarpsstjóri, flutti norður og gerðist leikhússtjóri. „Það var það besta sem fyrir mig gat komið að missa vinnuna því ég hef gert svo marga skemmti- lega og áhugaverða hluti síðan. En ég skal samt alveg viðurkenna að það er óheyrilega gaman að leika aftur. Ég veit eiginlega ekkert skemmtilegra,“ segir Saga og hlær. Saga hefur sett upp urmul sýn- inga, bæði innanlands og utan síðan hún hætti störfum hjá LA árið 2004. Hún hefur einnig kennt leiklist, hefur starfað sem leiðsögumaður á Spáni, bjó eitt ár í Danmörku og var um tíma fréttaþulur hjá N4. Um sam- starfið við Sunnu segir Saga að það hafi gengið mjög vel. Blaðamanni verður á að kalla Sögu Sunnu og segir hún það henda iðulega að fólk ruglist á þeim tveimur. Það hljóti að enda með því að þær tvær renni saman í eitt. Krossar fingur Saga var í hópi fyrstu fastráðnu leik- ara LA árið 1972. Hún hefur síðan komið að flestum störfum innan leik- húsa. Meðal annars starfaði hún í sjö ár sem markaðs- og sölustjóri hjá Borgarleihúsinu og þegar blaðamað- ur spyr hvernig markaðsnefið segi Sögu að Lísu og Lísu muni farnast, svarar hún: „Ég held þetta verði vinsæl sýn- ing. Hún er bara þannig, bæði segir margt, skemmtileg og falleg held ég. Snertir hjartans rætur ef vel geng- ur. En auðvitað krossar maður bara fingur, það er svo langur tími liðinn síðan ég lék síðast að þetta verður svolítið sérstakt.“ Lítið skrifað um miðaldra konur Við ræðum að lokum hve erfitt er fyrir konur á miðjum aldri að fá leikhlutverk. Saga segir að megnið af leikverkum samtímans horfi ekki til miðaldra kvenna. Ungar konur séu stundum með misgóðum árangri látnar leika upp fyrir sig í aldri þá sjaldan að hlutverk reki á fjörurn- ar. Stundum gangi það ágætlega en stundum skorti ungu konurnar þyngd eða lífsreynslu til að túlka þær sem sem eldri eru. Saga segist alveg til í að halda áfram leikferlinum, en leikari geti aldrei stjórnað hvort hann sé notaður í sýningar eða ekki. „Það er svo margt sem spilar inn í, ekki síst takmarkað fjármagn leik- húss einsog hérna á Akureyri. Það ræður nokkru um það hvað hægt er að gera og hvað ekki.“ Amy Conroy hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um Lísurnar tvær. Hún lék sjálf í eigin verki og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012, bæði sem höfundur og leikkona. Lísa og Lísa verður frumsýnt klukkan 20 annað kvöld. a SAGA JÓNSDÓTTIR OG Sunna Borg snúa aftur á fjalirnar á morgun í nýju leikverki. VEIT EKKERT SKEMMTILEGRA en að leika, segir Saga. Svona heildræn verkefni eru alltaf skemmtileg en jafnframt krefjandi fyrir grafíska hönnuði, því góður hönnuður vill kynnast fyrirtækinu, eiga við það gott samtal til þess að skilja gildi þess og persónuleika í stað þess að eltast eingöngu við nýjasta trendið í hönnun. Sagan sem heildarútlitið segir okkur þarf að vera sönn og þarf að endast.“ Teiknuðu Vísindabók Villa Vísindabók Villa er með stærri ver- kefnum sem Dagný hefur starfað að undanfarið. Vinna við þá vinsælu bók hófst í mars í fyrra og stóð fram í júní með hléum. Þá fór bók- in í prentun og seldust bílfarmar af henni fyrir jólin. Verkefnið var skemmtilegt og krefjandi að sögn Dagnýjar. Góðar líkur eru á að önnur Villabók komi út í haust. Kunningsskapur er milli hennar og Vilhelms Antons Jónsson- ar, Villa. Þau vorum bekkjarfélagar í Menntaskólanum á Akureyri og segir Dagný skemmtilegt að Villi hafi leitað norður þar sem hann búi í Reykjavík og hafi verið umkringdur grafískum hönnuðum og auglýsinga- stofum þar syðra. „Við unnum þetta þannig að við funduðum í upphafi um stefnu varð- andi útlitið með Villa, fengum síð- an texta frá honum í tölvupósti og lögðumst yfir hverja opnu fyrir sig. Skoðuðum teiknistílinn, rammann, útfærsluna, litasamsetningu og leturgerðir. Ég teiknaði allar tilraun- irnar og eitt af því sem við lögðum upp með var að bókin myndi höfða til beggja kynja en ekki síður til for- eldra og þeirra sem skoða bækurnar með börnunum. Ég held að það hafi tekist ágætlega.“ Betri Akureyri Dagný á sér draum um virkara íbúa- lýðræði á Akureyri. Hún hannaði útlit og viðmót á fyrstu útgáfu vef- síðunnar betrireykjavik.is og Betri hverfi fyrir Íbúa ses í samstarfi við Reykjavíkurborg. og telur tímabært að koma af stað svipuðu verkefni hér norðan heiða. „Mér finnst alltaf jafn gaman að segja frá því að Betri Reykjavík hafi verið hönnuð á Akureyri!“ Betri Reykjavík gengur út á að borgarbúar setja fram hugmyndir um hvernig megi bæta umhverfið. Það getur snúið að stjórnsýslu eða menntun svo tvö dæmi séu nefnd. Ákveðið innbyggt kerfi ýtir bestu hugmyndum upp en hinar lakari falla sjálfkrafa niður. Reykjavíkur- borg hefur síðan þá skuldbundið sig til að koma bestu hugmyndun- um í hverju hverfi í framkvæmd í gegnum íbúakosningu. Íbúar ses sem komu betrireykjavik.is af stað fengu virt evrópsk lýðræðisverðlaun, „eDemocracy Awards“ árið 2011 og hafa í kjölfarið farið með verkefnið víða um Evrópu. „Hefðum við ekki gott af því að hafa rafrænan vettvang fyrir hug- myndir um hvernig mætti bæta Akureyri? Það eru vissulega við- talstímar hjá bæjarfulltrúum hérna en vantar ekki vettvang þar sem litlar hugmyndir gætu orðið stór- ar? Það eru að koma kosningar. Hve virk viljum við að bæjarbúar séu í málum síns umhverfis?“ Spyr Dag- ný Reykjalín og heldur áfram vinnu sinni. Nóg að gera. TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.