Akureyri - 07.03.2014, Side 2
2 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
Gr
eið
slu
mi
ðlu
n
Vissir þú að . . .
Með ferlum Alskila í
greiðslumiðlun tryggjum
við viðskiptavænt viðmót
fyrir þína greiðendur!
Alskil hf • Sími: 515 7900 • alskil@alskil.is • www.alskil.is
K
annaðu Málið!www.alskil.is
Leikhússtjóri segist
þurfa aukið fjármagn
Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri
LA, er óviss hvort hún hyggist sækjast
eftir nýjum ráðningarsamningi nema
til komi auknar fjárveitingar.
„Við erum komin að fjárhagslegum
þolmörkum og verður ekki við unað
lengur,“ segir Ragnheiður Skúladótt-
ir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Þrátt fyrir velgengni Leikfélags
Akureyrar undanfarið segir leik-
hússtjóri að efnalegur skugga liggi
að óbreyttu yfir stöðu atvinnuleik-
húss á Akureyri. Leikfélagið fékk
opinber fjárframlög sem námu 100
milljónum árið 2007 þegar best lét.
Nú er þessi fjárhæð komin niður í 95
milljónir. Þar dragast af 10 milljónir
vegna afborgana á lánum. Ef miðað
er við annars vegar 85 virkar millj-
ónir til starfsins nú og 100 milljóna
framlag árið 2007 er framreiknað
vísitölutengt, lætur nærri að LA fái
nú aðeins aðra hverja krónu af því fé
sem var í boði fyrir sjö árum.
Spurð hvort Ragnheiður muni
sækjast eftir framlengingu á ráðn-
ingarsamningi þegar hann rennur út
um næstu áramót, svarar hún: „Ég
hef haft mjög gaman af þessu en að-
stæður eru þannig að maður er hugsi
yfir stöðunni.“
Sjá viðtal og umfjöllun bls. 12
Stofa til heiðurs fyrrum
formanni framsóknar við HA
„Þau ánægjulegu tíðindi áttu sér stað
að Ágúst Þór Árnason, deildarfor-
maður lagadeildar Háskólans á
Akureyri, tilkynnti formlega á mál-
þinginu að sett hafi verið á fót Ólafs-
stofa við Háskólann í tilefni af aldar
afmælinu.“
Svo segir í frétt á vef Framsóknar-
flokksins sem fjallar að mestu um
málþing sem fram fór á vegum Fram-
sóknarflokksins um líf og störf Ólafs
Jóhannessonar fyrrverandi formann
flokksins og forsætisráðherra, í til-
efni af aldarafælisdegi hans.
Segir í fréttinni að margt góðra
gesta hafi ávarpað málþingið, bæði
samferðamenn Ólafs, svo og fulltrúar
frá háskólasamfélaginu. Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins flutti m.a. há-
tíðarávarp og minntist Ólafs.
Ekki kemur fram hvaða kostnað-
ur fylgi stofnun Ólafsstofu við Há-
skólann á Akureyri en á vef Fram-
sóknarflokksins segir að sú stofnun
muni leggja áherslu á stjórnskip-
unarrétt sem fræðigrein.
„Með þessari ákvörðun er Há-
skólinn á Akureyri að marka tíma-
mót og koma fræðigreininni á þann
stall sem hún á skilið.“ a
Tveir doktorar í
hópi umsækjenda
Akureyri vikublað hefur með formlegu bréfi fengið lista
frá Akureyrarstofu með nöfnum umsækjenda um starf
forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvar Akureyrarbæjar. Níu
sóttu um stöðuna. Capacent hefur miligöngu um ráðn-
ingarferlið í samstarfi við Akureyrarstofu. Alls sóttu fjórir
karlar um og fimm konur. Allir hafa háskólamenntun og
tveir doktorar eru í hópi umsækjenda. Þrír Akureyringar
eru samkvæmt upplýsingum blaðsins í umsækjendahópn-
um en hinir eru búsettir utan svæðisins. Nöfn umsækjenda
eru hér birt í stafrófsröð en fram kemur einnig aldur og
menntun umsækjenda og síðasti vinnuveitandi.
» Ásdís Ásgeirsdóttir 46 Blaða og fréttamennska
Háskólapróf Mastersgráða Morgunblaðið
» Björg Erlingsdóttir 43 Opinber Stjórnsýsla Háskólapróf
Bachelor Obelix ehf.
» Gísli Sveinn Loftsson 60 Ferðamálafræði Háskólapróf
Mastersgráða Iðnaðarráðuneyti
» Halldora Arnardóttir 46 Byggingalistasögu Háskólapróf
Doktorsgráða Hospital Virgen de la Arrixaca
» Hlynur Hallsson 45 Myndlistarnám Háskólapróf
Mastersgráða Hlynur Hallsson
» Kristinn Jóhann Níelsson 53 Hagnýt fjölmiðlun
Háskólapróf Mastersgráða Mýrdalshreppur
» Kristín Amalía Atladóttir 52 Menningarhagfræði
Háskólapróf Doktorsgráða Háskóli Íslands
» Kristján Þór Kristjánsson 32 Kvikmyndafræði
Háskólamenntun önnur Álfaland 6
» Lisbet Sigurdardottir 24 Fjölmiðlafræði Háskólapróf
Bachelor Gallerí Akureyri.
Hlynur Hallsson myndlistarmaður sótti um síðast
þegar ný staða forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvar var
auglýst, haustið 2011. Þá stóð baráttan í lokin milli hans
og Hannesar Sigurðssonar. Hannes hafði betur.
Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu,
segir stefnt að því að ráðningarferlið takið tvær vikur,
viðtöl við umsækjendur séu hafin.
Í auglýsingu um starfið var m.a. tekið fram að reynsla
af lista- og menningarstarfi væri mikilvæg. a
NÍU LANGAR AÐ stýra Sjónlistamiðstöðinni á Akureyri en
Listasafnið er á vegum stöðvarinnar.
ÞAÐ ÞARF ÝMIS aðföng til að reka gott leikhús
KEA hótel eignast hótelbygginguna
KHG European Hospitality Partners,
í eigu Valdimars Jónssonar, sonar
Jóns Ragnarssonar, upphafsmanns
hótelrekstrar á Skútustöðum, hefur
framselt KEA hótelum hæsta boð í
hótelbyggingu á Mývatni, Hótel Gíg.
Uppboð fór fram þann 13. febrúar
síðastliðinn hjá sýslumanninum á
Húsavík. Gerðarbeiðendur voru Staf-
ir Lífeyrissjóður og Byggðastofnun.
Fasteignin var slegin erlendu fjár-
festingarfélagi á 382 milljónir króna.
KEA hótel hafa rekið hótel í húsinu
lengi og leigt húsnæðið af fyrrum
eiganda hússins, Hótel Mývatni ehf,
í eigu Jóns Ragnarssonar athafna-
manns. Nú hafa samningar verið
undirritaðir milli KEA hótela og
erlenda fjárfestingarfélagsins KHG
um að KEA hótel gangi inn í upp-
boðstilboðið.
Rannsókn Akureyrar vikublaðs
fyrir um tveim vikum síðan leiddi í
ljós að félagið sem keypti hótelið á
uppboðinu, KHG European Hospita-
lity Partners, væri með lögheimili í
Lúxemborg. Hlutir félagsins væru
allir í eigu annars Íslendings, Valdi-
mars Jónssonar, sem búsettur er í
Prag. Valdimar Jónsson er sonur
fyrrum eiganda húsnæðisins, Jóns
Ragnarssonar sem fyrr segir.
Frestur KHG til að standa við
boðið rennur út á morgun, 6. mars.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
verður m.a. að vera ljóst að félagið
sem bauð hæst megi eiga fasteign
á Íslandi til að kaupin gangi í gegn.
Samkvæmt heimildum Akureyrar
vikublaðs vó nokkuð í ákvörðun
KEA hótela að falast eftir framsali
hæsta boðsins í Skútustaðaskóla, að
starfsemi félagsins hefur miðast við
að rekstur undir merkjum félagsins
færi fram á Hótel Gíg í sumar, en
bókanir í ferðaþjónustu eru jafn-
an ekki gerðar með mjög stuttum
fyrirvara.
Fjórir aðilar tóku þátt í uppboð-
inu á fasteigninni. Þar á meðal tók
Icelandair Hótel þátt og reyndi að
kaupa fasteignina á uppboðinu um
miðjan febrúar. Þeirra tilboð fór ekki
hærra en 381 milljón, einni milljón
lægra en boð KHG.
Heimildarmenn Akureyri Viku-
blaðs, sem voru á staðnum þegar
uppboðið átti sér stað segja að mik-
il spenna hafi verið á uppboðinu og
lokafjárhæðin sem boðin var hafi
verið mun hærri en flestir sáu fyr-
ir. Boðið hefur áhrif á verðmæti
annarra fasteigna í Mývatnssveit.
SA/BÞ
HÓTEL KEA Í miðbænum á Akureyri