Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Side 18

Akureyri - 07.03.2014, Side 18
18 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Fræðslukvöld um réttlæti í Glerárkirkju Næstu fjögur miðvikudagskvöld verður fræðsludagskrá í Glerár- kirkju. Þeir sem standa að átakinu telja að dagskráin eigi fullt erindi við bæjarbúa nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Í Biblíunni er fjallað um réttlæti og hefur kristin trú á öllum tímum tekið þátt í umræðu um hvernig megi skapa gott og réttlátt sam- félag, segir í fréttatilkynningu. Á fræðslukvöldum Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Gler- árkirkju í mars verður leitast við að efna til slíkrar umræðu með því að leiða saman kirkjunnar fólk, fræðimenn og stjórnmálamenn til að ræða um félagslegt réttlæti út frá ákveðnum þemum. Þessi þemu eru: Mannréttindi og réttlæti, Fá- tækt og misskipting auðs, Jafnrétti og jafnræði og Einstaklingshyggja og samfélagsleg ábyrgð. Fræðslukvöldin eru á miðviku- dögum kl. 20 í Glerárkirkju. Þau eru öllum opin og kosta ekkert, en veitingar eru í boði á vægu verði. DAGSKRÁ KVÖLDANNA ER ÞANNIG » 20.00 Hugvekja út frá efni kvöldsins » 20.10 Fyrirlestur sérfræðings » 20.45 Kaffihlé » 21 - 22 Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka. Fyrsti fyrirlesturinn fór fram í gær en þá ræddi Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands mann- réttindi og réttlæti. 12. mars næstkomandi verður fjallað um fátækt og misskiptingu auðs » Fyrirlestur: Halldór S. Guðmundsson, félagsráðgjafi, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. » Hvernig skilgreinum við fátækt? » Er fátækt óumflýjanleg? » Hvernig berjumst við gegn misskiptingu í samfélaginu? » Skýrslu um fátækt er að finna á vef hjálparstarfsins, http://www.help.is/ doc/118 19. mars Jafnrétti og jafnræði » Fyrirlestur: Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu » Hver er staða jafnréttismála á Íslandi í dag? » Hvernig er hægt að jafna stöðu kynjanna og vinna gegn öðrum ójöfnuði? » Hvernig tryggjum við jafnræði í samfélaginu? » Jafnretti.is 26. mars Einstaklingshyggja – Samfélagsleg ábyrgð » Fyrirlestur: Ágúst Þór Árnason brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri. » Eru einstaklingshyggja eða félagshyggja nothæfar nálganir í nútíma lýðræðissamfélagi? » Hvað segir kristin trú um einstaklingshyggju og samfélagslega ábyrgð? STELPA Í RAUÐUM kjól og nakin kona. Völundur

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.