Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Síða 13

Akureyri - 27.03.2014, Síða 13
27. mars 2014 12. tölublað 4. árgangur 13 þingmönnum Hreyfingarinnar fór örstuttu fyrir kosningar og gekk inn í stofnun Pírata. Stofnun Lýðræðisvaktarinnar á síðustu metrunum fyrir kosningar með virku frum- kvæði allmargra af stofnaðilum Dögun- ar og skemmdarverk rétt fyrir kosningar var þar afdrifaríkt. Einstakir forystumenn Hagsmunasamtaka Heimilanna breyttu frá hefðum og samþykktum til þess að taka þátt í framboði svokallaðs Flokks Heimilanna, sem beinlínis var stefnt gegn Dögun og lagði ekki fram nein ný mál. Eins var óheiðarleg- ur málflutningur og rógur sem rekinn var úr herbúðum hinnar skammlífu Samstöðu kring um Lilju Mósesdóttur afar skaðlegur. Fyrst og fremst varð þessi þróun og mál- flutningurinn til þess að grafa ennfrekar undan trausti á stjórnmálum og veikja möguleika nýframboða til að bæta orðræðu stjórnmála og klifra yfir hinn ólýðræðislega 5% atkvæðaþröskuld.“ Eygló sýnir þekkingu og skilning Hve vel treystirðu ríkisstjórnarflokkunum nú til að grípa til raunhæfra aðgerða í húsnæð- ismálum? „Eygló Harðardóttir er fyrsti ráðherra til að merkja embætti sitt sem „ráðherra húsnæðismála.“ Það er ekki ástæða til vantreysta Eygló að því leyti að hún hefur þegar sýnt vilja til að leita breikkaðrar sam- stöðu um stefnumótun. Fulltrúar Búseta á Norðurlandi og fjölmargra aðila hafa verið virkir í samtali um húsnæðismálin frá því í október sl. og áfangaskýrslur hafa þegar komið í hendur verkefnisstjórnar ráðherr- ans. Við sem vinnum á þessum vettvangi og þekkjum þarfir almennings og þann veruleika sem ég hef hér að framan lýst - með alltof miklum kostnaði og alltof miklu vaxtaokri, höfum þá skyldu að koma sjón- armiðum og tillögum að lausnum til skila til ráðherrans. Á sínum þingmannstíma og ráðherradómi þá leyfi ég mér að fullyrða að Eygló hefur sýnt meiri þekkingu og skilning á möguleikum húsnæðissamvinnufélaga og neytendadrifins rekstrar án hagnaðarkröfu en aðrir stjórnmálamenn. Því hlýt ég að treysta því að ráðherrann kjósi að byggja á greiningum sem leggja mat á alla möguleika - og ekki síst þessum „þriðja sektor“ – sam- vinnufélaga og neytendafélaga – sem bæði á að vera valkostur fyrir almenning og ekki síður að skapa samkeppnisaðhald fyrir hagnaðardrifinn rekstur.“ Allir fái inni Hvað þarf að felast í nýrri húsnæðisstefnu? „Ný húsnæðisstefna verður að skapa almennar reglur um það hvernig ríki og sveitarfélög leggja að mörkum til að lækka framleiðslukostnað íbúða fyrir almenn- ing, með stofnstyrkjum og ívilnunum og jafnframt þarf að tryggja að hagkvæm- ur rekstur í félögum án hagnaðarkröfu geti haft aðgang að fjármagni með lægri ávöxtunarkröfu en hér hefur verið haldið uppi. Kannski felst það í tillögum um að „einkaleyfafélög“ verði ein um miðlun sér- tryggðra fasteignaskuldabréfa – að danskri fyrirmynd. Umfram allt þarf að staðfesta að húsnæðisstefna snýst um það að tryggja öllum aðgang að öruggu húsnæði – með viðráðanlegum kjörum – miklu frekar en að verða lögþvingað verkfæri til að færa svokölluðum fjárfestum sjálfvirka ávöxtun. Þannig hefur húsnæðisstefna síðustu verð- tryggðra áratuga fyrst og fremst miðast við að tryggja lífeyrissjóðunum sjálfvirk- an aðgang að fjárhag heimilanna – í gegn um Íbúðalánasjóð. Það má þannig segja að Íbúðalánasjóður hafi verið „misnotað- ur“ í þeim tilgangi. Ekki tók svo betra við þegar einkvæddu bankarnir gerðu atlögu að Íbúðalánsjóði með algerlega innistæðu- lausu áhlaupi á húsnæðislánamarkaðinn og framkölluðu hrunið með óábyrgri fjár- málastarfsemi. Þessi tími á að vera að baki og við eigum að reikna með því að framtíðin í húsnæðis- málum bjóði öllum val um það hvort menn kaupa á eigin kennitölu, leigja eða kaupa sér búseturétt í hagkvæmu samvinnufélagi - eða hvort menn kjósa að leigja á hagnaðar- drifnum markaði. Umfram allt verðum við að treysta því að sér-íslenskar drápsklyfjar verðtryggingar og vaxtaokurs verði endan- lega jarðsettar.“ Skortur á akureyrsku húsnæði Svo horft sé sérstaklega til Akureyrar - hver er staðan á húsnæðismarkaði dagsins í dag og hver eru helstu vandamál og tækifæri? „Hér er skortur á húsnæði – alltof of lítið byggt, og það sem er byggt selst helst til „svokallaðra fjárfesta“ sem virðast vera að veðja á markaðinn eða eru í spákaup- mennsku. Vaxtakrafa á lánsfé er alltof há - og kjör almennings hafa rýrnað mjög veru- lega. Fjölmennur hópur fólks er laskaður eftir áföll í hruninu - bæði fjárhagslega og félagslega - og getur ekki skuldsett sig til kaupa. Nýjar reglur um neytendalán tóku gildi 1.nóv. 2013 og þrengja mjög möguleika fólks til að skuldsetja sig og fáir halda á digrum sjóðum til að leggja út fyrir amk. 20% kaupverðs. Staðan er því þannig að kannski 50% af nýbyggingum verða að koma inn hjá leigu og búsetu- réttarfélögum sem ekki eru rekin í hagn- aðarskyni. Hagnaðardrifinn bygginga- og leigumarkaður getur ekki boðið almenn- ingi upp á nægilega hagkvæmar íbúðir miðað við laun og greiðslugetu. Þess vegna er afar brýnt að ríki og sveitarfélög leggi að mörkum stofnstyrki og ívilnanir og sveigj- anleika í regluverki til að unnt verði að byggja ódýrari íbúðir og jafnframt þarf - til skemmri tíma - að beita íhlutandi aðgerðum til að lækka vaxtabyrðina og stöðva verðtryggingar Vítisvélina. Mark- aðsverðmyndun virkar ekki á skuldabréfa- markaði á bak við gjaldeyrishöftin og með óbeint sjálfdæmi lífeyrissjóðanna sem einu kaupenda. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans eru svo úr öllu samhengi við greiðslugetu heimila og atvinnurekstrar.“ Gríðarlegt áfall Búseta Því var slegið upp í einu héraðsblaðanna að stórtap hefði orðið á afkomu Búseta árið 2011 en rekstrarniðurstaðan varð allt önnur á síð- asta ári - hvað skýrir muninn? „Búseti varð fyrir gríðarlegu áfalli í Hruninu eins og allir sem voru skuldsettir. Verðtryggðu lánin stökkbreyttust og geng- ismiðað framkvæmdalán bólgnaði. Með samkomulagi við Íslandsbanka var fram- kvæmdalánið leiðrétt og greitt niður. Með því er félagið ekki lengur yfirveðsett hjá lánardrottnum – en 90% veðsetningarhlut- fall er samt afar þungt meðan Íbúðalána- sjóður þverskallast við að lækka breytilega vexti sem nú eru í 4,95% vtr.“ Hvernig verður afmæli Búseta fagnað? Við bjóðum almenningi í kaffi á afmæl- isdaginn 27. mars [í dag] milli kl. 15 og 18. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur og fyrsti formaður Búseta í Reykjavík verður með erindi á afmælisdaginn. Við bjóðum til kynningar á húsnæðissamvinnufélögum og rekstri íbúðarhúsnæðis án hagnaðarkröfu þann 10. apríl og þann 30. apríl gerum við ráð fyrir að kynna markmið félagsins og áform og þá vonandi í samhengi við að vinna verkefnisstjórnar húsnæðismála- ráðherra hafi skilað einhverri niðurstöðu. Einnig verður gefið út fréttabréf og kynn- ingarbæklingur um leið og unnt verður að útfæra einhver ákveðin plön. Þá hefur félagið sett í gang stefnumótun og leitað samstarfs við Akureyrarbæ, KEA og AFE í því skyni að hér verði til nýtt og helst stóraukið framboð á hagkvæmum leigu- og búseturéttaríbúðum. Félagið er opið fyrir því að vinna með fleiri sveitarfé- lögum og velvildaraðilum. Til þess þarf rík- isvaldið að hraða vinnu við stefnumótun og ríkisstjórnin verður að pressa Íbúðalánasjóð til að stíga út úr stórfelldum leiguíbúðar- ekstri sem skekkir markaðinn.“ TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson.

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.