Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 21
27. mars 2014 12. tölublað 4. árgangur 21 AÐSEND GREIN GÍSLI NÍLS EINARSSON Eldvarnaeftirliti er ábótavant víða um land Að óbreyttu er aðeins tímaspursmál hvenær stórbruni verður á lands- byggðinni vegna óviðunandi bruna- varna og takmarkaðs eldvarna- eftirlits. Reynsla VÍS á undanförnum fimm árum sýnir að hallað hefur verulega undan fæti í virku og lög- bundnu eldvarnareftirliti úti á landi. Sums staðar er það að engu orðið, annars staðar í lágmarki og aðeins í fáeinum tilfellum í lagi. Víða er ætl- ast til að slökkviliðsstjórar eða aðrir þar til bærir sinni eldvarnaeftirlitinu í 10-50% hlutastarfi ásamt því að halda utan um allt slökkvistarf. Fyr- ir vikið situr þetta á hakanum. Ekki alls fyrir löngu kom aðeins heppni í veg fyrir stórbruna hjá fyr- irtæki úti á landi. Í því tilfelli var bæði búið að aftengja brunaviðvör- unarkerfi og skrúfa fyrir úðakerfi og hafði svo verið í þó nokkurn tíma áður en kviknaði í. Samkvæmt lög- um um brunavarnir hefði eldvarna- eftirlit viðkomandi sveitarfélags átt að skoða þetta fyrirtæki reglulega vegna eld- og mengunarhættu. Það var aldrei gert þau átta ár sem fyr- irtækið hafði verið í rekstri áður en kviknaði í. Sem betur fer tókst með snarræði að afstýra gríðarlegu tjóni. Slökkvilið dragast aftur úr Nýverið kom fram í fjölmiðl- um að einungis 6 slökkvilið af 37 á landinu eru með gilda bruna- varnaáætlun. Hún á að tryggja að slökkvilið viðkomandi svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Þetta er mikið áhyggjuefni. Ekki síður sú staðreynd sem bent var á nýlega að 60% slökkviliðsbíla á landinu eru fornbílar samkvæmt skilgreiningum tryggingafélaga og aðeins 17% slökkviliðsmanna eru atvinnumenn ef svo má að orði komast. Þá kom fram á dögunum hjá slökkviliðsstjóra höfuðborgar- svæðisins og yfirlækni bráðaþjón- ustu utan sjúkrahúsa á Landspítaln- um að endurmenntun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur minnk- að stórlega síðustu árin. Sérstakar forvarnarheimsóknir VÍS á slökkvistöðvar á landsbyggð- inni hafa líka leitt í ljós að á sumum stöðum er brunavörnum þeirra, til að mynda brunahólfun ábótavant og í sumum tilvikum er ekkert brunavið- vörunarkerfi til staðar. Dæmi er um að kviknað hafi í slökkvistöð en sem betur fer var þar brunaviðvörunar- kerfi svo menn sluppu með skrekkinn á þeim bænum. Velta má fyrir sér hvernig menn ætla að réttlæta það að slökkvistöð brenni til kaldra kola með öllum búnaði því engin fékk brunaboð? Forvarnaráðstefna í Hofi Það er ljóst að fyrirtæki og stofnanir á ákveðnum landsvæðum geta ekki stólað á eldvarnaeftirlit sveitarfé- laga. Forsvarsmenn þeirra þurfa sjálfir að huga vel að eigin eldvörn- um í samræmi við reglugerð um eig- ið eftirlit eigenda og forráðamanna með brunavörnum í atvinnuhúsnæði. Á öryggis- og forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins sem haldin verður í Hofi á Akureyri 2. apr- íl næstkomandi heldur Björn H. Sigurbjörnsson, aðstoðarslökkvi- liðsstjóri á Akureyri erindi um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta tekið upp „eigið eldvarnaeftirlit“ á sínum starfsstöðvum. Með slíku reglubundnu eftirliti og einföldum brunavörnum má draga verulega úr líkum á að eldur og reykur geti ógn- að öryggi starfsmanna, valdið tjóni eða skaðað reksturinn með öðrum hætti. Þetta eru einfaldar og kostn- aðarlitlar aðgerðir sem ættu að vera sjálfsagður hlutur í öllum rekstri og í raun liður í gæða- og öryggismálum viðkomandi. Nú er kjörið tækifæri fyrir full- trúa frá fyrirtækjum og sveitarfé- lögum á Norður- og Austurlandi að mæta á ráðstefnuna. Þar verða einnig fleiri erindi sem koma inn á skipulag, framkvæmd og eftirlit ör- yggismála starfsmanna. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig á vef VÍS. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VÍS AÐSEND GREIN ARNFRÍÐUR KJARTANSDÓTTIR Forvarnir og geðheilsa Ég flutti til Akureyrar þegar elsta barnið mitt var 13 ára og sé ekki eftir því. Ég hef samanburð því ég hef unnið í 23 ár sem sálfræðingur, bæði erlendis og á fleiri stöðum hér á Ís- landi. Og ég ætla hreinlega að halda því fram að Akureyri sé góður staður til að ala upp börn og unglinga. Hér er mikið og gott íþróttastarf, frábær- ir skólar og að mörgu leyti öruggt og þroskandi umhverfi fyrir börnin okkar. Við höfum Hlíðarfjall, sund- laugina, skautahöllina, Kjarnaskóg og þannig mætti lengi telja. Forvarnir er kannski klisjukennt orð, en það bara má ekki gleymast hvað þær eru mikilvægar. Þegar ég var lítil var ég í barnastúku. Þar lærðu börn um skaðsemi áfeng- is, tóbaks og fjárhættuspila. Síðan eru liðin mörg ár og barnastúkur ekki til lengur að því er ég best veit. Leikskólar, grunnskólar og fram- haldsskólar hafa tekið við stærra og stærra hlutverki í uppeldi barn- anna og bara gott um það að segja. Því við höfum frábært fagfólk við þessar stofnanir. Það er svo óendan- lega mikilvægt að sinna öllu þessu sem kannski þarf ekki endilega að skilgreinast sem kennsla, heldur um- önnun og uppeldi. Það er mikilvægt á öllum skólastigum. En kannski mikilvægast hjá litlu krökkunum. Og auðvitað þurfa börnin að hafa góðar fyrirmyndir hvar sem þau eru. Börn eru jafn ólík og þau eru mörg. Það er athyglisvert að koma inn í leikskóla og hitta þar fyrir hóp þriggja ára barna og sjá hvað þau eru í rauninni ólíkar persónur. Það er gaman að því. En þessari fjöl- breytni fylgir líka að það þarf að nálgast börnin á ólíkan hátt. Sum falla vel inn í hópinn og þrífast og dafna vel í því umhverfi sem þeim er boðið. Önnur eiga erfiðara upp- dráttar eða þurfa eitthvað annað og meira en meðaljóninn. Það þýðir samt ekki endilega að það sé eitthvað að þeim. Það þarf ekki endilega að sjúkdómsgera hegðun sem er öðru- vísi en hjá meirihlutanum. Hegðunin getur líka verið eðlileg viðbrögð við erfiðum aðstæðum. Nú, og svo getur maður sem foreldri hreinlega þurft að horfast í augu við þá staðreynd að börnin okkar spjara sig misvel. Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að eiga erfiðara með að læra en hinir. Sumum börnum líður ekki eins vel og öðrum, sumum gengur ekki eins vel að læra og öðrum. Við gerum ekki afburða námsmenn úr öllum nemendum. Sama hversu miklu fjármagni er veitt í sérkennslu. Við hækkum ekki greindarvísitöluna með því að setja börnin á lyf. En við getum stefnt að því að öllum líði vel. Án lyfja helst. Með því meðal annars að muna að forvarnirnar eru svo óendanlega mikilvægar. Og þá er ég ekki bara að tala um áróður gegn fíkniefnum, heldur uppeldi sem gerir börnin okkar að sterkum einstaklingum sem þola mótlæti, kunna samvinnu og geta staðið með sjálfum sér. Ef þau hinsvegar venjast því að það þurfi einhver efni til að laga vandamál, þá erum við í raun- inni að kenna þeim eitthvað sem er alveg þveröfugt við boðskapinn sem ég fékk í barnastúkunni forðum. Nú má ekki skilja þetta þannig að ég sé alfarið á móti því að börnum eða unglingum séu gefin lyf. Eitt af mínum eigin afkvæmum væri ekki á lífi í dag ef ekki væru til lyf. En lyf eru margskonar og mörg af þeim geðlyfjum sem börnum og ungling- um eru gefin geta verið stórvarasöm. Og geðlyfin mega aldrei verða til þess að það verði slakað á hvað varðar önnur úrræði fyrir börn og unglinga sem eiga erfitt uppdráttar. Góðir hlutir gerast hægt og skyndilausnir eru ekki alltaf bestu lausnirnar. Höfundur er sálfræðingur á barna- deild Sjúkrahússins á Akureyri. ... lyf eru margskonar og mörg af þeim geðlyfjum sem börn- um og unglingum eru gefin geta verið stór- varasöm ... Arnfríður Kjartans- dóttir Það er ljóst að fyrirtæki og stofnanir á ákveðn- um landsvæðum geta ekki stólað á eldvarna- eftirlit sveitarfélaga.Gísli Níls Einarsson

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.