Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 16
16 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 Tilbúið á einungis 2-3 mín . Ferskt og fljótlegt! Þrekvirki hjá Þingeyingum Síðastliðinn laugardag frumsýndi Leikdeild Eflingar í samkomuhúsinu á Breiðumýri glænýtt íslenskt verk, Í beinni, eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere í leik- stjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur og tónlistarstjórn Jaan Alavere og Péturs Ingólfssonar. Verkið er samtímaverk sem gerist á einum sólarhring um verslunar- mannahelgina á ýmsum stöðum á landinu, auk þess sem beinar út- sendingar frá útvarpsstöðinni FM 101 eru í gangi. Má segja að verkið sé gamandrama þar sem m.a. er fjallað á grátbroslegan hátt um fréttamat nútímans, auk þess sem skyggnst er nánar í fjölskyldulíf nokkurra persóna. Í sýningunni taka þátt 25 leik- arar, fjögurra manna hljómsveit og að tjaldarbaki er fjölmennur hópur fólks sem vinnur að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Að sögn Freydísar Önnu Arn- grímsdóttur formanns leiknefndar- innar gekk frumsýningin vonum framar þar sem veðrið var búið að setja stórt strik í reikninginn á loka- spretti æfingaferilsins. Á frumsýn- ingardaginn komust allir leikarar í hús og sýndu hvers þeir eru megn- ugir með flottri sýningu. Mikill fögnuður braust út að lok- inni frumsýningu um helgina. „Þetta er þrekvirki, ekkert annað,“ sagði frumsýningargestur sem blaðið hafði tal af. Má geta þess að nokkur hópur nemenda Framhaldsskólans á Laug- um, sem nú eru fórnarlömb kennara- verkfalls, eru meðal leikara. Sýningar á, Í beinni, verða næst- komandi helgar á Breiðumýri í Reykjadal og er sýningarplan fram að páskum inn á leikdeild.is. Að venju verða kvenfélagskon- ur með kaffi og vöfflur á sýning- um. Einnig býður Dalakofinn upp á sérstakt leikhústilboð í samstarfi við Eflingu þar sem hægt er að fá saman í pakka mat og leikhúsmiða. Af þessu má sjá má að leiksýning sem þessi hefur margvíslegs áhrif inn í sveitarfélagið. Miðapantanir eru í síma 618-3945 eða á leikdeild@leikdeild.is Facebooksíða Leikdeildar Efl- ingar a LANDSMÓT KVÆÐAMANNA Kvæðamenn landsins hittast nú í annað sinn á formlegu landsmóti á Siglufirði um næstu helgi, 28. – 30 mars. Boðið verður upp á fjölbreytilega dagskrá með námskeiðum í kveðskaparlist og tvísöng. Kennarar verða Bára Gríms- dóttir og Steindór Andersen. Á föstudagskvöldi verða tónleikar með Steindóri Andersen og Hilmari Erni Hilmarssyni í Bátahúsi Síldarminjasafnsins og hefjast þeir kl. 20. Á laugardagskvöldi verður opin kvöldskemmtun í Rauðku með málsverði og skemmtiatriðum. Landsmótið á sér upphaf í móti norðlenskra kvæðamanna á Siglufirði fyrir tveimur árum og í fyrra voru Landssamtök kvæðamanna, Stemma, stofnuð. Formaður er Guðrún Ingimundardóttir á Siglufirði. Áhugavert erindi Hinn þekkti kanadíski sérfræðing- ur í fornleifarannsóknum Birgitta Wallace mun halda erindi í Háskól- anum á Akureyri sunnudaginn 30. mars. Birgitta fjallar um heimildir fyrir landafundum og landnámi nor- rænna manna á Vínlandi fyrir rúm- lega þúsund árum og ferðalög þeirra um austurströnd Norður-Ameríku. Birgitta kemur hingað til lands á vegum Þjóðræknisfélags Ís- lendinga. Hún mun halda fjóra fyr- irlestra um rannsóknir sínar, þ. á m. í Þjóðminjasafni Íslands, Háskól- anum á Hólum og í Háskólanum á Akureyri. Fyrirlesturinn í HA sunnudaginn 30. mars fer fram í stofu M 102 á Sól- borg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlesturinn er á ensku. Halldór Árnason, formaður Þjóð- ræknisfélags Íslendinga, segir um mjög áhugaverðan fyrirlestur að ræða. Birgitta hafi víða birt niður- stöður víðtækra rannsókna sinna á norrænu landnámi vestanhafs og stjórnað uppbyggingu Víkingasafns. „Birgitta Wallace hefur sett fram rökstuðning fyrir staðsetningu ým- issa staðaheita sem koma fram í Ei- ríkssögu rauða og Grænlendingabók. Þannig telur hún að Straumfjörður, Leifsbúðir og L‘Anse aux Meadows sé einn og sami staðurinn. Ennfrem- ur að Helluland og Markland séu Baffinseyjar og Labrador.“ a GLEÐI RÍKTI HJÁ Aðstandendum Leikdeildar Eflingar að lokinni frumsýningu. Hörður Þór Benónýson handritshöfundur lengst til vinstri. Jenný lengst til hægri. Víðir Péturs.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.