Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 8
8 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LOF fær Elín á Te&kaffi fyrir „einstaklega góða þjónustulund og brosmildi“. Svo skrifar kona í bréfi til blaðsins. LAST fá kennarar í verkfalli fyrir að búa ekki nemendur nægilega vel undir verkfallið svo nemendur geti unnið sér gagn í skólunum á meðan á verkfalli stendur. Þetta segir þingeysk kona sem á barn í VMA og hringdi í ritstjórn blaðsins til að segja farir ekki sléttar. Konan segir að aðeins einn kennari hafi með rafrænum hætti gengið þannig frá hnútum að nemendur geti sjálfmenntað sig á meðan á verkfalli stendur. „Dóttir mín getur nánast ekkert unnið heima, nemendur sitja bara og geta ekkert unnið, mér finnst þetta mjög illa gert, það er stutt í próf, sérstaklega í VMA. Mér finnst að kennarar verði að taka sig saman í andlitinu og gefa nemendum kost á að vinna heima, undrbúa sig, þótt það myndi kosta að kennarar ynnu einn dag,“ segir konan ... LOF fá sorphirðumenn á Akureyri, skrifar karl á Brekkunni í pósti til blaðsins. „Þetta er harðsnúinn herflokkur sem mætir alltaf á sama tíma og tæmir ruslið frá okkur. Þeir hljóta að vera í góðu formi. Þeir ganga og lyfta allan daginn og eru úti í öllum veðrum. Ég dáist að þeim,“ segir karlinn og er vart annað hægt en taka undir orð hans... LAST fá allir þeir sem nenna ekki að moka frá sorpílátum, segir sami karl. „Það tekur ekki nema örfáar mínútur en munar miklu fyrir aðkomuna.“ LOF fær björgunarsveitarfólk og aðrir sem komið hafa fólki til bjargar síðustu daga í ófærðinni. Svo skrifar karl á Blönduósi í bréfi til blaðsins. LAST fær Akureyri vikublað og kona sem lastaði KA í síðasta dálki, segir KA-maður. Rangt var farið með staðreyndir í lasti um upphitaðan gervigrasvöll og snjóbræðslu, segir maðurinn sem sver fyrir að KA hafi nokkuð til sakar unnið. Hann gagnrýnir blaðið fyrir að birta ásakanir án þess að tékka á staðreyndum. Blaðið brýnir fyrir fólki að nafnleysi má ekki misnota og traust er forsenda þess að hægt sé að halda dálkinum úti... AKUREYRI VIKUBLAÐ 12. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2013 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Frávikin sem allt snýst um Allar fréttirnar um aulana sem festu sig í skafli 10 metrum eftir að þeir óku fram hjá LOKAÐ skiltinu við Öxnadalsheiðinni, fréttirnar um fólkið á Hellisheiðinni sem var svo vitlaust að húðskamma lögguna þegar það komst ekki í bíó vegna ófærðar, fréttirnar um sérfræðingana að sunnan sem áttuðu sig ekki á að mokstur á vegi að sumarbústað í Vaðlaheiði er ekki forgangsmál þegar þjóðvegirnir eru lokaðir vegna snjóa; allar þessar fréttir eru frávik og alls ekki lýsandi fyrir umferðarmenningu Íslendinga. Veruleiki óveðurs birtist manni strax í götunni heima. Nágrannar hafa síðustu daga hver hjálpað öðr- um. Boðið og búið er fólk hvívetna til að redda spotta, kippa í næsta bíl, ýta með höndum og fótum, lána mottur undir dekk, moka, grafa, spjalla, reka snoppuna sameiginlega upp í élið og spá spekingslega fyrir um vorið þótt allt sé á kafi í snjó. Gott mannlíf, samhygð og æðruleysi kemur oft saman ef bíll festist í snjó. Fjöldi fólks komst ekki milli landshluta um síð- ustu helgi. Skírnarveislur, tónleikar, afmæli og annað, vikulangur undirbúningur og tilhlökkun fór fyrir bí vegna veðurguðanna. En flestir sitja heima þótt súrt sé án þess að ana af stað út í óvissuna. 99,9% Íslendinga vita að við veðurguði og ófærð verður ekki deilt. Hinir sem um er fjallað í fréttum eru frávik. Það er hins vegar eitt sem verður að ræða, þ.e. lífs- hættuna sem ítrekað skapast við framúrakstur á vegum. Það má stundum líkja því við rússneska rúllettu að aka milli Reykjavíkur og Akureyrar þegar þessi frávik sem lenda í fréttum, stressast upp sem aldrei fyrr og ætla að græða nokkrar mínútur á langri leið með því að gefa í botn og taka fram úr næsta bíl. Oft leyfir skyggni ekki framúrakstur. Oft torveldar hálka og snjór slíka fyrirætlun. Oft mega hinir hvatvísu gerendur þakka öðrum ökumönnum að ekki fer illa. Stundum verður þó ekkert við ráðið. Stundum leiðir illa ígrundaður framúrakstur til fjörtjóns. Umferðarstofa býr yfir mannafla og ríkisframlögum sem ættu að gera stofunni kleift að hamra á hættum framúraksturs. Þörf er á átaki, því eflaust er í mörg- um tilvikum um skort á þekkingu ökumanna að ræða fremur en að þeir ætli sér af ásetningi að ógna lífi og limum borgara. Akureyri vikublað sendir stuðnings- og samúðar- kveðjur til aðstandenda konu sem lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í síðustu viku. Ógæfusömum öku- manni sendir blaðið einnig samúðarkveðjur, enginn veit á þessu stigi hvaða málsbætur hann hefur. Aðgát skal höfð í nærveru sálar en þessi mál eru ekki bara sárs- aukafull einkamál heldur samfélagsmein sem verður að ræða og bregðast við. Með ritstjórnarkveðju Björn Þorláksson AÐSEND GREIN RAGNAR SVERRISSON Óraunhæf glansmynd? Í grein í blaðinu telur Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vega- gerðinni, að fyrirliggjandi tillögur að enduruppbyggingu miðbæjarins sé glansmynd sem gengur ekki upp. Hann hefur áhyggjur af því að allt fari í bak- lás í umferðinni í miðbænum ef farið verður eftir tillögunum um breytingar á Glerárgötu og hætta geti skapast. Í því sambandi bendir hann á að Vegagerðin hafi „það erfiða hlutverk að reyna að samræma almannahagsmuni sérhags- munum hvers sveitarfélags“. Þetta er hárrétt hjá honum og þess vegna voru umræddar tillögur um nýjan miðbæ bornar undir þessa ágætu stofnun eins og vera ber. Ef dæma má af grein Friðleifs Inga, þar sem hann teflir fram mörgum mælingum, tölum, stöðlum og viðmiðunum, gæti saklaus lesandi dreg- ið þá ályktun að Vegagerðin hafi fundið það út að þetta nýja miðbæjarskipulag væri gjörsamlega ófullnægjandi með til- liti til almannahagsmuna. Svo er þó alls ekki. Með fullri virðingu fyrir skoðunum hans og framsetningu í máli þessu er staðreyndin samt sú að Vegagerðin fór yfir tillögu að breytingu á Glerárgöt- unni á kaflanum milli Strandgötu og Kaupvangsstrætis árið 2010, þegar þær hugmyndir voru auglýstar, og samþykkti þær fyrir sitt leyti. Nákvæmlega sama útfærsla var lögð fram á ný í auglýstri tillögu nema að þessi 300 metra kafli er lengdur um uþb 200 metra norður að Grænugötu. Það mun tæpast breyta afstöðu Vegagerðarinnar þegar hún gef- ur frá sér formlega umsögn fyrir lok auglýsts frests sem gefinn hefur verið til að tjá endanlega afstöðu til tillagn- anna í heild sinni eins og skipulagslög kveða á um. Ekki ætla ég að skiptast á talnarun- um við Friðleif Inga enda treysti ég niðurstöðum í fylgigögnum með til- lögunni sem voru unnar fyrir Vega- gerðina af færustu sérfræðingum í umferðarskipulagi og vegagerð með tilliti til almannahagsmuna. Ég vil samt minna á að við undirbúning og gerð tillagnanna var almenn samstaða um að hægja umferðina þegar bílar – eink- um stórir – fara í gegnum miðbæinn og áfram sína leið. Vilji íbúa stendur til þess að miðbærinn verði skjólsæll, gott að- gengi verði milli hans og sjávar og hann almennt vel skipulagður fyrir gangandi fólk. Ef breiðgata verður sett eftir endi- löngum miðbænum, þar sem stórir og smáir bílar geta blússað í gegn án þess að hægja á sér, verður þessi draumsýn að engu og gæti þess vegna breyst í martröð. Bílar eru góðir til síns brúks en best að hafa það á hreinu að þeir eru samt ekki leiddir til öndvegis í þeirri tillögu sem hér er til umræðu. Þar er fólk sett í forgang og bílar verða að hægja á sér eða hverfa ofan í bílageymslur ellegar bílahús eins og nú er víðast gert með- al annarra þjóða. Engu að síður er rétt að huga vel að því hvernig best er að haga umferð á slíku svæði og varast að ekki skapist umferðarteppur eða hættur sem hægt er að sneiða hjá. Góð umræða um allt sem snertir umferðaröryggi er því nauðsynleg. Þess vegna er framlag Friðleifs Inga virðingarvert enda þótt Vegagerðin hafi komist að annarri niður- stöðu en hann og deili ekki með honum sömu áhyggjum. Að þessu metnu er ég ósammála því að fyrirliggjandi nýskipan miðbæjarins sé glansmynd og þar að auki hættuleg; þvert á móti tel ég hana góða lausn sem uppfyllir óskir bæjarbúa um vistvænan og aðlaðandi miðbæ þar sem gott mann- líf þrífst í friðsælu og öruggu umhverfi. Höfundur er áheyrnarfulltrúi í skipulagsnefnd Akureyarbæjar ... þvert á móti tel ég hana góða lausn sem uppfyllir óskir bæj- arbúa um vistvæn- an og aðlaðandi miðbæ ... Ragnar Sverrisson SNJÓKARLINN MUGGUR ER harla dapur og skítugur í bragði þessa dagana enda komið fram yfir jafndægur á vori og örlög hans ráðin nú þegar. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.