Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 6
6 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 Sjálfbærni og endurnýting Meira en hundrað börn komu með gömul leikföng um síðustu helgi og skiptu þeim út fyrir önnur gömul leikföng frá öðrum börnum á Gler- ártorgi á Akureyri. Unicef stóð að framtakinu en þetta er í fyrsta skipti sem svona tilraun er gerð á Akureyri. Viðburðurinn tókst afar vel að sögn aðstandenda og verður framhald á. Í stað þess að henda notuðu leikfangi sem e.t.v. heillar ekki lengur eiganda þess fær leikfangið framhaldslíf hjá öðru barni. Skiptin brýna fyrir börn- um og fullorðnum mikilvægi endur- nýtingar og sjálfbærrar hugsunar að sögn sjálfboðaliða Unicef sem voru að störfum sl. laugardag. Myndirnar tala sínu máli. Rekstur Fallorku gengur vel Aðalfundur Norðurorku hf. árið 2014 fór fram í síðustu viku. Árs- velta samstæðunnar var tæplega 2,6 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 569 milljónir króna, eftir skatta og eigið fé tæplega 6,3 milljarðar króna. Á aðalfundi var ákveðið að greiða 15% arð til hluthafa eða um 127 milljónir króna. Samstæðureikningur sam- anstendur af rekstri Norðurorku, dótturfélagsins Fallorku ehf. og áhrifa hlutdeildar félaganna Teng- is hf. og Norak ehf. Rekstur þeirra allra gekk vel á árinu, sérstaklega þó Fallorku. Hagnaður er í takt við áætlanir en rekstrarkostnaður eykst nokkuð samfara ákvörðun um aukna gjald- færslu lausafjármuna sem og rann- sóknarkostnaðar. Norðurorka greiddi niður lán á liðnu áru um 650 milljónir króna sem er meira en undanfarin ár og munar þar mestu að Fallorka greiddi niður lán að upphæð 250 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var rúmlega 1 milljarður króna og handbært fé í árslok 575 milljónir króna. Lang- tímaskuldir voru í árslok tæplega 4,8 milljarðar króna og höfðu hækk- að um 1,6 milljarða króna milli ára að teknu tilliti til verðbreytinga og gengismunar innan ársins. Munar mestu um yfirtöku Norðurorku á frá- veitu Akureyrarbæjar. Yfirtökuverðið var 2,3 milljarðar króna og kemur yfirtakan á fráveitunni eingöngu fram í efnahagsreikningi félagsins þar sem yfirtakan átti sér stað þann 31. desember 2013. MINNI FJÁRFESTINGAR Fjárfesting Norðurorku í kerfum og nýframkvæmdum voru um 600 milljónir króna, nokkuð minna en áætlað var, þar sem frestað var byggingu miðlunargeymis í Torfdal ofan Akureyrar. Fjárfestingar þessa árs eru áætlaðar um 605 milljónir króna þar af til fráveitu um 133 millj- ónir króna. Á næstu árum liggja fyrir stór fjárfestingaverkefni sem félagið þarf að takast á við svo sem bygging hreinsimannvirkis fyrir fráveitu sem og stórverkefni dótturfélagsins Fall- orku, bygging nýrrar Glerárvirkjunar. SAMKEPPNISHÆFT VERÐ Í ljósi baráttu um verðbólgumarkmið ákvað stjórn félagsins um liðin ára- mót, að hækka eingöngu notkunar- gjöld neysluvatns en að notkunar- gjöld annarra veitna yrðu óbreyttar. „Norðurorka stendur mjög vel að vígi hvað verðlagningu varðar og hefur áður bent á að verð raforkudreifingar og heita vatnsins hefur lækkað mjög að raungildi undangengin ár,“ segir Baldur Dýrfjörð kynningarfulltrúi Norðurorku. Norðurorka hefur með yfirtöku á fráveitu Akureyrarbæjar tekið að sér, fyrir hönd íbúa og eigenda, það stóra verkefni að fráveitan svari til krafna umhverfis- og mengunarvarnarlög- gjafar. Miklir hagsmunir eru í húfi hjá okkur sem búum innst við langan fjörð. Á Akureyri eru stór matvæla- fyrirtæki, mikil ferðamennska og að sjálfsögðu náttúran og íbúarnir sjálfir. „Verð á þjónustu og vörum fyrir- tækisins skiptir almenning miklu og er einn af þeim þáttum sem ráða íbúaþróun sem og tækifærum við- skipatvina okkar. Rekstur félagsins og verkefna þess fyrir íbúana, endur- spegla verðskrá þess á hverjum tíma. Verkefni framtíðarinnar eru stór og mikil sem og von okkar að verðskrár fyrirtækisins verði áfram með þeim hagstæðustu litið til samanburð- ar við sambærilega rekstur,“ segir Baldur. a RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM ER RAUNFÆRNIMAT EITTHVAÐ FYRIR ÞIG? Ertu orðin/nn 23 ára og hefur unnið skrifstofustörf í 5 ár eða lengur HVAÐ ER RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM? Það er mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í sam- anburði við námsskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýt- ast við krefjandi störf á skrifstofu. Nánari upplýsingar um námsbrautina má finna á www.mk.is Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kynningarfundur vegna raunfærnimats verður hjá SÍMEY 2. apríl kl. 16:00 RAUNFÆRNIMAT Í SKRIFSTOFUGREINUM Skráning er hjá SÍMEY í síma 460-5720, eða á www.simey.is Frekari upplýsingar gefa Heimir, heimir@simey.is og Kristín, kristin@simey.is Er raunfærnimat eitthvað fyrir þig? Ertu orðin/nn 23 ára og hefur unnið skrifstofustörf í 5 ár eða lengur Hvað er raunfærnimat í skrifstofugreinu ? Það er mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í samanburði við námsskrá Skrifstofubrautar I í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu. Nánari upplýsingar um námsbrautina má finna á www.mk.is Raunfærnim atið er þátttakendu m að kostnaðarla usu. Kynningarfu ndur vegna raunfærnim ats verður h já SÍMEY 2. ap ríl kl. 16:00 Skráning er hjá SÍMEY í síma 460-5720, eða á www.simey.is Frekari upplýsingar gefa Heimir, heimir@simey.is og Kristín, kristin@simey.is

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.