Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 4
4 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 NX 1000 { TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT } NX 210 20.3 milljón pixlar • 20-50 mm linsa fylgir • APS-CMOS Sensor • 8 rammar á sek. • Direct Wi-Fi • I-Function linsa • Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. • ISO 100-12800 • Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið • Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði • Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) Verð: 99.900 kr SAMSUNG NX 210 20.3 milljón pixlar • 18-50 mm linsa fylgir • APS-CMOS Sensor • 8 rammar á sek. • Direct Wi-Fi • I-Function linsa • Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. • ISO 100-12800 • Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið • Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði • Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) TILBOÐSVERÐ: 129.900 kr FURUVÖLLUM 5 · AKUREYRI · SÍMI 461 5000 // GARÐARSBRAUT 9 · HÚSAVÍK · SÍMI 464 1515 MYNDAVÉLATILBOÐ FRÁ SAMSUNG fylgir með báðum vélunum Fjórði hver nemandi í alvarlegum vanda Oddeyrarskóli bestur í stærðfræði – verk að vinna í Glerárskóla – einn grunnskóli á Akureyri sker sig úr hvað varðar slaka bekkjarstjórnun Unnin hefur verið skýrsla af Náms- matsstofnun fyrir Skóladeild Ak- ureryarbæjar og fjallar hún um niðurstöður PISA 2012 rannsóknar OECD. Skýrslan ber heitið „Læsi á stærðfræði, viðhorf, námsvenjur og kennsluhættir í grunnskólum á Akureyri samkvæmt PISA 2012“ Greindar eru niðurstöður rann- sóknarinnar um stærðfræðilæsi, námsviðhorf og kennsluhætti í stærðfræði hjá 15 ára nemendum í skólunum miðað við Ísland og í alþjóðlegum samanburði Skýrslan var lögð fram til kynningar á síðasta skólanefndarfundi Akureyrarbæjar og hefur Akureyri Vikublað skýrsl- una undir höndum. STÆRÐFRÆÐILÆSI MINNKAR Stærðfræðilæsi nemenda á Akur- eyri hefur hrakað sem nemur hálfu skólaári frá árinu 2003. Þessi lækk- un jafnast á við það að árið 2012 eru nemendur jafn vel læsir á stærðfræði við útskrift 10. bekkjar að vori og jafnaldrar þeirra árið 2003 voru um áramót fyrir útskrift. Meðaltal OECD landanna mið- ast við 500 stig og segir OECD að um 100 stig séu á við eitt skólaár. Stærðfræðilæsi skóla á Akureyri er sem hér segir: Glerárskóli 462 Giljaskóli 510 Lundarskóli 489 Síðuskóli 471 Brekkuskóli 512 Oddeyrarskóli 527 Akureyri meðaltal 493 Oddeyrarskóli mælist með hæsta stærðfræðilæsið af skólunum á Akureyri, 527 stig, en Glerárskóli mælist lægstur eða með 462 stig. Munurinn á hæsta og lægsta skóla er 65 stig sem er rúmlega ein önn skv. PISA. Í öllum skólunum er þró- unin neikvæð, þ.e. stærðfræðilæsi minnkar, utan Oddeyrarskóla þar sem læsið er óbreytt milli áranna 2003 og 2012. Skv. skýrsluhöfundi þarf að kanna það hvað hefur verið gert í stærðfræðikennslu í skólun- um undanfarinn áratug og sér í lagi Oddeyrarskóla en þróunin þar er ekki í takt við það sem almennt gerist í hinum skólunum. NEMENDUR GLERÁR- SKÓLA ILLA LÆSIR PISA könnunin raðar nemendum í 6 þrep eftir stærðfræðilæsi. Þeir nem- endur sem eru í efstu tveimur þrep- unum, þrepum 5 og 6, eru afburða- læsir á stærðfræði. Skýrsluhöfundur segir að nemendur sem ekki hafi náð 2. þrepi við lok grunnskóla hafi ekki náð lágmarkskröfum um læsi á stærðfræði sem hver samfélagsþegn þurfi til að geta tekið virkan þátt í nútíma samfélagi. Mikill munur er á hlutfalli nemenda með mikinn lestr- arvanda milli skóla. Í Oddeyrarskóla eru níundi hver nemandi undir þrepi tvö en fjórði hver nemandi í Gler- árskóla er í sömu þrepum. Í helm- ingi skólanna er hlutfall afburða- læsra töluvert hærra en á landsvísu, Brekkuskóla, Lundarskóla og Síðu- skóla. Í hinum skólunum er hlutfallið undir landsmeðaltali. ÞJÓÐFÉLAGSSTAÐA HEF- UR EKKI ÁHRIF Frá upphafi hefur OECD notað mælikvarða á þjóðfélagsstöðu nemenda í PISA rannsóknum til að meta félagslegan jöfnuð í tækifær- um til náms. Staðan er metin út frá menntunarstigi foreldra, efnislegum gæðum fjölskyldu og virðingarstöðu starfs þeirra. Þjóðfélagsstaða nemenda á Íslandi hefur verið nokkuð góð í langflestum skólum. Þó er tölu- verður breytileiki innan skólanna á Akureyri. Lundarskóli mælist hæstur þar með einkunnina 0.85 (Meðaltal OECD landanna er 0) Brekkuskóli með 0.74, Síðuskóli með 0.56, Gilja- skóli 0.54. Glerárskóli 0.5 og svo Oddeyrarskóli sem með einkunnina 0.27. Þannig er meðalstaða heimila best í Lundarskólahverfinu, næst best í hverfi Brekkuskóla og þar fram eftir götunum. Meðalstaða heimila er langlægst á Eyrinni. Þegar borin er samað stærð- fræðilæsi og þjóðfélagsstaða heim- ila kemur hins vegar fram að Odd- eyrarskóli, Giljaskóli og Brekkuskóli skora hærra en þjóðfélagsstaða heimilanna sem börnin koma frá ætti að spá fyrir. Aftur á móti skora Lundarskóli, Síðuskóli og Gler- árskóli lægra í stærðfræðilæsi en heimilisaðstæður ættu að spá fyrir. Sá skóli þar sem áberandi lakasta þjóðfélagsstaða heimila er, skorar hæst í stærðfræðilæsi. Skýrsluhöf- undar segja að „á engan hátt er hægt að greina samhengi milli meðalþjóð- félagsstöðu hverfis og meðalstærð- fræðilæsis skólans“. Þjóðfélagsstaða nemenda grunn- skóla á Akureyri skýrir þannig ekki stærðfræðilæsi (5.2% sbr við 7.7% á landsvísu) og er það miklu lægra hlutfall en í nokkru öðru OECD ríki. Almennt séð segja skýrsluhöfund- ar að stærðfræðilæsi nemenda eða meðallæsi í ólíkum skólahverfum verði ekki rakið að neinu marki til mismunandi þjóðfélagsstöðu. Enginn kynjamunur fyrir Ak- ureyri í heild hefur fundist í PISA rannsóknum á stærðfræðilæsi frá 2003. SJÁLFSMYND NEMENDA LÍTIL Viðhorf nemenda til stærðfræði í grunnskólum Akureyrar eru að meðaltali neikvæðari en á landsvísu. Þau eru neikvæðust í Síðuskóla en jákvæðust í Brekkuskóla og Lundar- skóla. Þegar sjálfsmynd þeirra sem stærðfræðinema er skoðuð kemur í ljós að 10.bekkingar Oddeyrarskóla hafa mjög veika mynd af sjálfum sér, þrátt fyrir að stærðfræðilæsi þeirra sé hærra en í öðrum skólum á Akur- eyri. Skýrsluhöfundur telur að það þurfi að vinna með sjálfsmynd nem- enda í skólunum, því þau séu betri en þau haldi í stærðfræðinni. PISA könnunin spyr einnig um viðhorf nemenda til stærðrfærðinn- ar og þar kemur fram mikill áhugi Oddeyrarskólakrakka til að mennta sig meira í stærðfræði að loknu námi í grunnskóla, og er viðhorf þeirra langt yfir landsmeðaltali. Áhugi í hinum skólunum er við landsmeð- altal. EINN SKÓLI MEÐ ÁBERANDI LAKASTA BEKKJARSTJÓRNUN Kennsluhættir í stærðfræði á Akur- eyri eru í heild ekki frábrugðnir því sem gerist annars staðar á lands- vísu, segir í skýrslunni. Þó er munur á bekkjarstjórnun. Bekkjarstjórnun í Brekkuskóla og Glerárskóla er áber- andi betri en í hinum skólunum. Einn skóli sker sig þar úr og er bekkjarstjórnun metin afar neikvæð af nemendum. Þar fær kennarinn ekki nemendur til að hlusta á sig, lítill agi er í tímum og kennari byrjar oft ekki á réttum tíma. Þetta er áber- andi einkenni á stærðfræðitímum í þessum eina skóla umfram aðra skóla . Bekkjarstjórnun var metin út frá hvort kennari fengi nemendur til að hlusta, kennarinn hefði aga á bekknum, kennari byrjaði kennslu á réttum tíma og hvort hann þyrfti að bíða lengi eftir því að nemendur þagni. ÁHUGI NEMENDA Á STÆRÐFRÆÐI Á Akureyri er almennt lítil breyting á áhuga nemenda á stærðfræði milli 2003 og 2012, þó er mikill breytileiki á milli skóla. Í Brekkuskóla til að mynda hefur áhuginn stóraukist en dregur úr honum í Glerárskóla og Oddeyrarskóla á þessu tímabili. Áhugi nemenda Síðuskóla á stærð- fræði er síðan áberandi langminnstur miðað við hina skólana, bæði árið 2003 og í nýjustu könnuninni árið 2012. Trú barnanna á eigin getu í stærð- fræði hefur minnkað mikið í öllum skólum Akureyar á þessu tímabili. Skýrsluhöfundur telur þetta nei- kvæða niðurstöðu í ljósi þess að trú nemenda á landsvísu hefur verið stöðug á þessum tíma. Síðan segir skýrsluhöfund- ur: „Í grunnskólum á Akureyri hefur viðhorf nemenda á lokaári til stærðfræði versnað til muna á undanförnum áratug. Gríðarlegur munur er á þróuninni milli skóla á Akureyri. Miðað við hina skólana fylgir þróunin í Lundarskóla best því sem gerist á landsvísu. Gler- árskóli og Oddeyrarskóli skera sig mjög mikið úr miðað við hina skól- ana en í þessum skólum er þróun á viðhorfum til stærðfræði mjög neikvæð á öllum fimm matsþátt- unum. Stærðfræðinámið virðist í augum nemenda sem voru á lokaári 2012 vera af allt öðrum toga en það nám sem nemendur á lokaári 2003 upplifðu“. a FRÉTTA SKÝRING Sveinn Arnarsson ÞJÓÐFÉLAGSSTAÐA nemenda er best í Lundarskóla og Brekkuskóla þegar rýnt er í PISA-könnunina. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.