Akureyri


Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 27.03.2014, Blaðsíða 20
20 12. tölublað 4. árgangur 27. mars 2014 AÐSEND GREIN STEINUNN RÖGNVALDSDÓTTIR Hvar á Jafnréttisstofa að vera? Ég er femínisti að norðan, búsett fyrir sunnan. Þar af leiðandi finn ég mig milli tveggja elda þessa dagana, eins og reyndar oft áður þegar upp dúkk- ar umræðan um staðsetningu hinn- ar mikilvægu stofnunar sem kallast Jafnréttisstofa. En lektor í kynjafræði við HÍ, Gyða Margrét Pétursdóttir, var í viðtali fyrir skemmstu þar sem hún ræddi um stöðu Jafnréttisstofu. Ég hef séð ansi marga tjá sig á samfélags- miðlum og hneykslast á orðum hennar um að staðsetning Jafnréttisstofu á Akureyri, veiki stofnunina. Á sama tíma hef ég einnig séð tekið hraustlega undir það að staðsetning stofnunar- innar ætti að vera önnur. Og af þessu tilefni langar mig sem femínisti að norðan og sunnan, að leggja nokkur orð í belg. Í viðtalinu spyr Gyða Margrét hvernig stofnunum á borð við Samkeppniseftirlitið gengi að gegna sínu hlutverki væri það í sömu stöðu – sem fjársvelt, mannsvelt stofnun norður í landi. Gyða er þannig að vísa til þess að slíkt skerði m.a. getu stofnunarinnar til að hafa virkt eftir- litshlutverk og aðhald með stjórn- sýslunni, sem er að svo miklu leyti staðsett á suðvesturhorni landsins. Að sama skapi hlýtur þetta að erfiða ekki bara aðhald heldur líka sam- ráð, því tengslin við ýmsar fræða- og rannsóknarstofnanir eru sennilega veikari fyrir vikið o.fl. Tvískinnungurinn í hörkulegum viðbrögðum sumra landsbyggðar- femínista er sá að Norðlendingar vita vel hver þeirra staða er og ég hef ekki orðið vör við að þeir séu feimnir við að benda á að þeir standi höllum fæti gagnvart höfuðborginni í hvers kyns aðgengismálum: Aðgengi að vinnu, menntun, þjónustu mikilvægra stofnana – og svo mætti áfram telja. Vitanlega hlýtur hið sama að eiga við um Jafnréttisstofu – aðgengi hennar eins og annarra fyrir norðan, er skert. Þetta fer ekkert framhjá femínistum fyrir norðan. En svo er það hin hliðin. Og ég er búin að reyna að skrifa þetta pent, en æji skítt með það: málið er að Jafnréttisstofa er ekki bara fyrir höfuðborgarbúa. Jafnréttisstofa hef- ur jákvæð áhrif á umhverfið fyrir norðan, jákvæð áhrif á jafnrétti á landsbyggðinni. Samlegðin milli stofnunarinnar og HA skapar jarð- veg umræðu og fræðistarfa og að- halds. Og að hafa spennandi stofnun útá landi þar sem háskólamenntað starfsfólk vinnur mikilvæg störf við rannsóknir og umbætur á samfé- laginu, það skiptir máli fyrir lands- byggðina. Það þýðir að það er verk að vinna og salt í grautinn annars staðar en í Reykjavík. Það þýðir að það er fleira en ferðamannafjós og kísilverksmiðjur fyrir norðan. Það þýðir að það er eitthvað fyrir okkur öll fyrir norðan, eitthvað sem auðgar samfélagið, dýpkar umræðuna og býr til ákjósanleg lífsskilyrði. Ég held ég afhjúpi enga leyndar- dóma þegar ég segi að margir femínistar sem búa og starfa á höf- uðborgarsvæðinu, sjá Jafnréttisstofu ekki sem flaggskip jafnréttisumræðu og –aðgerða, sem væri æskilegt. Þetta gerir meðal annars fjarlægðin. Flest- ir gera sér þó grein fyrir að hinu mik- ilvægasta í gagnrýni Gyðu Margrétar – sem virðist vera að fara ofan garð og neðan í umræðunni síðustu daga – sem er nefnilega þetta: Jafnréttisstofa er fjársvelt og mannsvelt stofnun. Hún er með ver- kefnalista sem inniber verkefni sem þyrfti í raun tugi manns til að vinna, en sem stendur vinna níu manns á Jafnréttisstofu. Stofnunin á að þjóna landsmönnum öllum, sveitarfélögum, ríki og stofnunum. Meðal annars sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita stjórnvöldum, stofnunum, fyr- irtækjum, félögum og einstaklingum ráðgjöf í tengslum við jafnrétti kynj- anna, hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga, vinna að forvörnum og svona í stuttu máli passa að allir hagi sér skikkanlega! Og svona í leiðinni þarf eiginlega að umbylta samfé- laginu með því að breyta hefðbundn- um kynjaímyndum og staðalmyndum, vinna gegn launamisrétti og annarri kynjamismunun á vinnumarkaði og auka virkni í jafnréttismálum. Fjúff! En hey, ekkert mál, við erum hér með níu manns á Akureyri sem við send- um bara í verkið... Á endanum snýst þetta allt um peninga. Peninga sem voru víst ekki til á þenslutímum, ekki heldur á eftirhrunsárum og bólar ekkert á enn. Og á meðan ekkert spyrst til fjármagnsins þá er svo sem hægt að drepa tímann með að velta fyrir sér af hverju ekkert gangi að útrýma kynbundnum launamun og hvers vegna verkaskipting á heimilum sé ójöfn, en þar með forðast eins og heitan eldinn að horfast í augu við að þessi málaflokkur þarf meira fjár- magn til að vinna með. Hið eðlilega ástand væri auðvitað að Jafnréttisstofa væri með starfsemi bæði fyrir sunnan og norðan – og jafnvel víðar. Stofnun sem á að sinna svo veigamiklu hlutverki sem lögin kveða á um, er eiginlega ekki stætt á öðru. Byrjum umræðuna á þessum stað því hann er eðlilegur. Ástandið í dag er ekki eðlilegt og hví ættum við að tala fyrir að viðhalda því, með orðaskaki um útfærsluatriðið hvort Jafnréttisstofa eigi að vera staðsett fyrir sunnan eða norðan? Ég hafna því sem byrjunarpunkti, og hafna því sannarlega sem endapunkti. Höfundur er skagfirskur Akureyr- ingur með kynjafræðipróf úr háskóla fyrir sunnan ... ég er búin að reyna að skrifa þetta pent, en æji skítt með það: málið er að Jafnréttisstofa er ekki bara fyrir höfuðborgarbúa ...Steinunn Rögnvalds- dóttir JAFNRÉTTISSTOFA er ekki bara fyrir höfuðborgar- búa. Jafnréttisstofa hefur jákvæð áhrif á umhverfið fyrir norðan, jákvæð áhrif á jafnrétti á landsbyggð- inni, segir greinarhöf- undur. Myndin er tekin á leikskólanum Hólmasól á Akureyri í gær.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.