Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 2
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í gær þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilis- menn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum. Heimilismenn skemmtu sér vel og stigu dans við dillandi tóna DAS- bandsins. - bo/vh DAS-hljómsveitin hélt uppi fjörinu á Hrafnistu í Reykjavík: Dansinn stiginn á öskudagsballi FJÖR Íbúar á Hrafnistu skemmtu sér vel á öskudeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEILBRIGÐISMÁL „Okkur er ekk- ert að vanbúnaði. Það er öllum ljóst að Landspítalinn getur ekki búið mikið lengur við núverandi aðstæður, hvorki sjúklinganna né starfsfólksins vegna. Lélegur húsakostur er farinn að standa starfseminni fyrir þrifum en nú er tækifæri til að snúa vörn í sókn,“ segir Kristján Þór Júlíus- son heilbrigðisráðherra. Hann hefur falið nýjum Land- spítala ohf. að hefja undirbúning útboðs á fullnaðarhönnun með- ferðarkjarna á lóð Landspítal- ans við Hringbraut. Einnig á að ljúka fullnaðarhönnun sjúkrahót- els, sem er langt á veg komin, og bjóða út verkframkvæmdir við gatna- og lóðagerð sjúkrahótels ásamt byggingu þess. Þær fram- kvæmdir munu hefjast í sumar. „Sjúkrahótelið er okkur afar dýrmætt enda hefur þróun í með- ferð sjúklinga á síðustu árum verið með þeim hætti að legu- tími er sífellt styttri, en þörf fyrir sjúkrahústengda þjónustu eykst. Mikilvægi meðferðakjarn- ans verður seint ofmetið enda mun hann efla öryggi til muna þegar við getum sinnt þörfum okkar veikustu sjúklinga undir sama þaki. Við erum afskaplega ánægð með þessa framvindu mála og hlökkum til að taka þátt í þessu uppbygingarstarfi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Land- spítalans. - hkh Frumhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala og sjúkrahótels boðin út: Framkvæmdir hefjast í sumar KYNNIR SÉR AÐSTÆÐUR Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra telur brýnt að bæta úr léleg- um húsakosti spítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Mikið annríki hefur verið á bráðamóttöku Barnaspít- ala Hringsins að undan- förnu vegna umgangs- pesta og annarra veikinda barna. „Inflúensan er á fullu í samfélaginu. RS- veiran og önnur veikindi hrjá einnig börnin,“ segir Ragnar Bjarnason, yfir- læknir barnalækninga á Barna- spítalanum. Að meðaltali eru komur á barna- spítalann um 50 á dag að vetrarlagi en á mánudag- inn voru komurnar 67, að því er Ragnar greinir frá. „Þetta var mjög anna- samur dagur og biðtím- inn verður óhjákvæmilega langur þegar við erum að forgangsraða veikum börn- um. En börnin sem komið er með eru ekki öll mikið veik. Það væri gott að fólk leitaði annað með minniháttar vandamál, eins og til dæmis eyrnabólgu. Það er hægt að leita á heilsugæsluna, læknavaktina og barnalækna- þjónustuna. Bráðamóttakan hér er í raun tilvísunarmóttaka en það er langt frá því að allir komi með tilvísun. Það er of algengt að fólk komi hingað með minniháttar vandamál án þess að hafa leitað annarra úrræða áður.“ Ragnar segir deildina stútfulla auk þess sem börn séu á gjör- gæslu. Álagið sé þess vegna mjög mikið. - ibs Of algengt að fólk leiti á Barnaspítalann með minniháttar vandamál: Annríki á Barnaspítalanum RAGNAR BJARNASON SKIPULAGSMÁL Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem ákvörð- un meirihlutans um að staðfesta uppbyggingu íbúðarlóða á Hlíðar- endasvæðinu er fordæmd. Stjórn Varðar bendir á að með samþykktinni hafi meirihlutinn rofið þá sátt sem felst í starfsemi Rögnunefndarinnar svokölluðu sem ætlað er að finna lausn á stað- setningu Reykjavíkurflugvallar. Stjórn Varðar skorar því á inn- anríkisráðherra að hafna deili- skipulaginu þar sem það bíður enn samþykktar í ráðuneytinu. - srs Vilja að ráðherra synji: Meirihlutinn fordæmdur STJÓRNMÁL Sjávarútvegsráð- herra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu á þessu þingi. Í samtali við fréttastofu RÚV sem greindi frá mál- inu í gær segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra það miður. Ekki hefur enn náðst sam- komulag milli stjórnarflokk- anna um málið en Sigurður Ingi segir alla sammála um að þjóð- in eigi auðlindina, ágreining- urinn snúist um hver fari með forræði á kvótanum. Sigurður segir frumvarp um veiðigjöld verða tekin fyrir á vorþingi. - fbj Samkomulag næst ekki: Ekkert fisk- veiðifrumvarp Ármann, ætlar þú á gos- lokahátíð? Það klikkar ekki, ég er alltaf í Eyjum á réttum tíma. STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra ítrek- aði að rannsaka þyrfti endurreisn bankakerfisins á Alþingi í gær. Til- efnið var skýrsla Brynjars Níels- sonar um ásakanir Víglundar Þor- steinssonar um að ekki hafi verið farið að lögum við endurreisn bankakerfisins 2008. „Ég er sam- mála því [...] að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur. - srs Rangar ákvarðanir teknar: Segir tilefni til rannsóknar STJÓRNMÁL Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar stað- göngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frum- varpi um staðgöngumæðrun. Ingi- björg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveld- ari fremur en að heimila staðgöngu- mæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleið- ingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stend- ur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstakling- ar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan mögu- leika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngu- móður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótví- rætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarps- draganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frum- varpi til laga sem heimilar stað- göngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verð- ur lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðr- un er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferl- ið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleið ingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrög- in. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barn- leysi. Gerðar eru athugasemd- ir við fjölda atriða, um fjárhags- stöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfir- lýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngu- mæðrun. kristjanabjorg@frettabladid.is Rýmri reglur um staðgöngumæðrun Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar stað- göngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. Fólk sem vill ættleiða þarf að hafa verið í sambúð í fimm ár, en þrjú ár ef um staðgöngumæðrun er að ræða. MARGT ÓLJÓST Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við drög að nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og er ekki viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. MYND/EPA Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðr- un í velgjörðarskyni. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu. SPURNING DAGSINS Kringlan | 588 2300 Toppur 5.495 kr. OPIÐ TIL KL. 22.00 Buxur 7.495 kr.afsláttur af öllum 10% í dag 19.02.15 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D A -0 5 E C 1 3 D A -0 4 B 0 1 3 D A -0 3 7 4 1 3 D A -0 2 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.