Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 8
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 67 47 6 Frá kr. 134.400 Páskar á Aukaflug Kanarí Roque Nublo Frá kr. 134.400 Netverð á mann frá kr. 134.400 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 139.900 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 24. mars í 13 nætur. Hotel Rondo Frá kr. 149.500 m/hálft fæði innifalið Netverð á mann frá kr. 149.500 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 191.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. mars í 13 nætur. Barcelo Margaritas Frá kr. 168.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 168.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 211.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 24. mars í 13 nætur. SÉRTILBOÐ SVEITARSTJÓRNIR „Ég á að njóta frels- is til að hafa samskipti við borgar- ana; bæjarbúa og starfsmenn og hverja sem ég vil án þess að þurfa að eiga það á hættu að framkvæmda- stjóri bæjarins, fulltrúar meirihlut- ans eða aðrir séu að hnýsast í það,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjar- fulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði. Gunnar Axel er einn þriggja full- trúa minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem í fyrradag sendu inn kvörtun til Persónuvernd- ar vegna skoðunar bæjaryfirvalda á símanotkun þeirra. Í yfirlýsingu bæjaryfirvalda í kjölfar fréttar Fréttarblaðsins í gær kemur fram að eftir að kvörtun barst hafi ætlunin verið að komast til botns í því hver hafi boðað tiltekinn starfsmann bæjarins á fund í ráðhús- inu. Kvörtunin hafi falið í sér ásak- anir gagnvart ótilgreindum bæjar- starfsmönnum. „Kom fram að starfsmaður undir- stofnunar bæjarins hafi verið boð- aður á fund en hringt hefði verið í hann úr síma skráðum á Hafnar- fjarðarbæ. Nauðsynlegt var að kanna hvort og þá hver hefði hringt í starfsmanninn úr síma sem skráð- ur væri á Hafnarfjarðarbæ en núm- erið hafði hann ekki tiltækt og ekki heldur nöfn þeirra sem sátu fund- inn,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var sá sem kallaður var á þennan dularfulla fund starfsmaður hafnarstjórar bæjarins. Fundurinn fór fram 15. nóvember 2014. Bæjaryfirvöld segja í yfirlýsing- unn að því sé „alfarið hafnað að við þessa rannsókn hafi verið kannað við hverja kjörnir fulltrúar eða aðrir starfsmenn sveitarfélagsins töluðu í síma“. Þó er viðurkennt að bær- inn hafi „kannað hvort og þá hver hafi hringt í númer starfsmanns- ins úr símkerfi Hafnarfjarðarbæj- ar“. Í kjölfarið hafi verið send beiðni til Vodafone og óskað upplýst hvort hringt hefði verið í þetta tiltekna númer á sex klukkustunda tímabili. „Símafyrirtækið svaraði beiðninni með því að afhenda yfirlit yfir öll símanúmer sem hringt hafði verið í. Einn starfsmaður sveitar félagsins annaðist rannsóknina og miðaði hún einungis að því að kanna hvort hringt hefði verið í þetta tiltekna símanúmer. Svo reyndist ekki vera og hefur öllum gögnum sem bárust frá símafyrirtækinu verið eytt.“ Gunnar Axel segir bæinn virð- ast hafa fengið sendar skrár um símtöl, meðal annars úr símum kjörinna fulltrúa. „Það hafa verið allir símar sem bærinn kemur að því að greiða að hluta eða að öllu leyti. Í tilviki kjörinna fulltrúa þá tekur Hafnarfjarðarbær þátt í símakostnaði.“ Bæjarfulltrúar eru með farsíma- númer í númeraröð samkvæmt kerfi sem tekið var upp hjá bænum á sínum tíma. Gunnar segir að þótt hann sé skráður notandi síns síma þá hafi komið á daginn að bærinn sé skráður „frumrétthafi“ og að um það virðist málið snúast. Gunnar Axel segir það mjög áleitna spurningu hvort allir sem séu með síma sem að einhverju leyti sé greiddur af launagreiðanda eigi von á því að vinnuveitandinn geti hvenær sem er kynnt sér símtöl viðkomandi. „Það slær mig svakalega að það hafi ekki þurft meira til en að hafa samband við Vodafone til þess að fá þessar skrár sendar. Þetta varðar ekki bara hagsmuni og stöðu kjör- inna fulltrúa heldur varðar þetta líka hagsmuni starfsmanna og þeirra rétt til persónuverndar.“ Þá segir Gunnar Axel að sem kjörinn fulltrúi hafi hann ákveðn- ar skyldur, ein sé sú að hafa eftir- lit með stjórnsýslunni. „Það eftirlit gengur hins vegar ekki í báðar áttir. Ég á ekki að þurfa að sæta eftirliti af hálfu stjórnsýslunnar. Ef það hefði komið í ljós að ég hefði verið í sam- skiptum við þennan einstakling hvað ætlaði þá bæjar stjórinn að gera við þær upplýsingar?“ Fyrir þremur dögum kölluðu full- trúar minnihlutans eftir upplýsing- um um það hver framkvæmdi rann- sóknina og hvernig og á grundvelli hvaða heimilda. Gunnar Axel segir yfirlýsinguna í gær aðeins svara þessum spurningum að ákveðnu marki. „Ég held að það hljóti að verða að skoða hvaða heimildir Hafnar- fjarðarbær hefur til þess að kalla eftir slíkum upplýsingum og nýta þær. Ég hef miklar efasemdir um að þær heimildir eigi sér stoð í lögum,“ segir Gunnar sem kveður yfirlýs- inguna „að sjálfsögðu ekki“ tilefni til að draga kvörtunina til Persónu- verndar til baka. „Hún staðfestir það sem kemur fram í kvörtun okkar til Persónu- verndar; að þessi rannsókn hafi farið fram og að hún hafi náð til okkar símtækja – síma í minni eigu. Þetta er númerið mitt og síminn sem ég tala við konu mína úr.“ Fréttablaðið sendi í gær bæjar- stjóranum og oddvitum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar fram- tíðar spurningar um málið. Í svari segir að bæjarstjórinn hafi svarað fyrirspurnum bæjarfulltrúa vegna málsins. „Samkvæmt því sem fram hefur komið er málið í ferli hjá Persónuvernd og á meðan verð- ur spurningum ekki svarað að svo stöddu.“ Í yfirlýsingu bæjaryfirvalda er tekið fram að við rannsókn á gögn- um hafi verið gætt að reglum laga um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga. Vodafone fékk í gær spurningar í 12 liðum en bar við trúnaði við við- skiptavini. Aðeins var svarað því hvort allir sem eru með símanúmer frá Vodafone og vinnuveitandi greið- ir að einhverju leyti geti átt von á því að vinnuveitandi fái upplýsing- ar um símnotkunina frá Vodafone: „Áskrifendur eiga rétt á að fá reikn- inga fyrir fjarskiptanotkun sína sundurliðaða á grundvelli ákvæða í fjarskiptalögum og reglna sem eru settar á grundvelli þeirra. Í þeim til- vikum sem fyrirtækið er áskrifandi en starfsmaðurinn notandi er svar við spurningu þinni já.“ gar@frettabladid.is Viðurkenna að hafa skoðað símtalaskrár Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins. BÆJARSTJÓRN HAFNARFJARÐAR Gunnar Axel Axelsson sagði símamálið grafalvarlegt á fundi bæjarstjórnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fram kemur í tölvupósti sem Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri sendi þremur bæjarfulltrúum í gær og las upp á bæjarstjórnarfundi í gær að í tvígang hafi verið reynt að finna út hver rætt hefði við tiltekinn bæjar- starfsmann í síma. Í seinna skiptið þann 12. janúar síðast- liðinn. Þá hafi Vodafone verið beðið að skoða hvort hringt hefði verið í ákveðið númer milli klukkan 10 og 16 þann 14. nóvember 2014 úr einhverjum síma sem Hafnarfjarðar- bær greiddi fyrir. „Fékk Vodafone uppgefið númerið sem um var að ræða. Í stað þess að svara umræddri beiðni sendi Vodafone lista yfir öll númer sem hringt hafði verið í. Í stað þess að senda til baka skoðaði undirritaður hvort viðkomandi númer væri á listanum. Svo var ekki. Undirritaður framkvæmdi þessa athugun og skoðaði upplýsingarnar en fékk tengiliðinn við símafyrirtækið til að kalla eftir upplýsingum. Þá kom starfsmaður í tölvudeild að því að kalla fram upplýsingar úr símkerfi. Þetta var gert til að reyna að finna út hvort tiltekinn fundur hefði verið boðaður úr síma á vegum bæjarins. Samkvæmt lýsingu átti það að hafa gerst og verið var að leita að staðfestingu,“ las bæjarstjórinn úr tölvupóstinum og bætti svo við: „Og við höfum litið svo á að þetta væri öryggismál innan ráðhússins, meðal annars hjá okkur og þess vegna var farið í þessa skoðun.“ FÉKK OF MIKIL GÖGN EN SKOÐAÐI SAMT HARALDUR L. HARALDSSON 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D A -4 1 2 C 1 3 D A -3 F F 0 1 3 D A -3 E B 4 1 3 D A -3 D 7 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.