Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2015 | SKOÐUN | 21 Hvað er svona merkilegt við Norðurlönd? Hvers vegna njóta þau vegs og virðingar um allan heim? Stutta svarið er, að Norður- landaþjóðirnar hafa búið sér svip- uð lífskjör og Frakkar og Þjóð- verjar, helztu forustuþjóðir ESB. Ekki er sjálfgefið, að þjóðum á hjara álfunnar geti tekizt að búa sér lífskjör svipuð þeim, sem þjóðirnar í hjarta álfunnar búa við. Það hefur íbúum Norðurlanda þó tekizt, t.d. ef miðað er við þjóðartekjur á hverja vinnustund, sem er skásti tiltæki hagræni mælikvarðinn á lífskjör. Árið 2013 voru þjóðartekjur á hverja vinnustund 55 Bandaríkjadalir í Þýzkalandi, 50 dalir í Danmörku, 47 dalir í Frakklandi og 45 dalir í Svíþjóð borið saman við 72 dali í Noregi og 33 dali á Íslandi. Hér er stuðzt við gögn Alþjóðabank- ans um kaupmátt þjóðartekna og tölur hagfræðinga við Háskólann í Groningen í Hollandi um fjölda vinnustunda. Hér sjást engin merki um, að skattpíning eða önnur áþján hafi dregið þrótt úr norrænu efnahagslífi. Að ýmsu leyti vegnar Norður- landaþjóðunum jafnvel betur en grönnum þeirra sunnar í álfunni. Atvinnuleysi er nú t.d. mun minna á Norðurlöndum en í Frakklandi líkt og löngum fyrr, en þó meira en í Þýzkalandi. Öll þessi Evrópu- lönd eiga það sammerkt, að þar er engin umtalsverð lágstétt, sem fer alls á mis líkt og í Banda- ríkjunum og mörgum þróunar- löndum. Þéttriðnu velferðarneti Evrópulandanna, sem á rætur að rekja til áranna eftir samein- ingu Þýzkalands 1871, er ætlað að tryggja, að enginn þurfi þar að líða skort. Það hefur tekizt betur í Evrópu en í Bandaríkjunum. Viðskipti og tækni Árangri Norðurlandanna er hægt að lýsa með ýmsum áherzlum. Norðurlandaþjóðirnar hafa komið sér upp opnu samfélagi, sem hefur hagkvæmni og rétt- læti að leiðarljósi. Norðurlöndin eru lítil, þ.e.a.s. fámenn, borið saman við flest önnur Evrópu- lönd og hafa reynt að bæta sér upp óhagræði af völdum smæðar- innar með sívaxandi viðskiptum við umheiminn. Frá 1970 hafa Danir og Svíar náð að tvöfalda útflutning sinn á vörum og þjón- ustu miðað við landsframleiðslu líkt og Frakkar borið saman við þreföldun í Þýzkalandi, einu mesta útflutningsveldi álfunn- ar. Til samanburðar minnkaði útflutningur vöru og þjónustu frá Íslandi miðað við landsfram- leiðslu um fimmtung frá 1970 til 2007 í skugga hágengisstefnu stjórnvalda, sem einnig mætti kalla hálfgildings innilokunar- stefnu. Við hrunið tók útflutn- ingur langþráðan kipp, einkum ferðaþjónusta, þegar gengi krón- unnar féll um helming. Þannig stendur á því, að vægi útflutnings í landsframleiðslunni 2013 var orðið fjórðungi meira hér heima en 1970, en þó langt í frá tvöfalt meira eins og í Danmörku, Frakk- landi og Svíþjóð, hvað þá þrefalt meira eins og í Þýzkalandi. Velferð Hvernig tókst Norðurlandaþjóð- unum að sigrast á útbreiddum ótta við erlend viðskipti? Hér hefur velferðarkerfið líkt og í Frakklandi og Þýzkalandi gegnt mikilvægu hlutverki. Laun- þegar þóttust geta treyst því að þurfa ekki að bera skarðan hlut frá borði, a.m.k. ekki varanlega, vegna aukinnar samkeppni frá útlöndum. Skilvirk velferðar- stefna eflir traust og skapar um leið skilyrði til að efla efnahags- lífið með erlendri samkeppni. Eitt leiddi af öðru. Opingáttar- stefna Norðurlandanna efldi smám saman nýsköpun og frelsi einnig í innlendum viðskiptum. Upp spratt öflugur hátækniiðnað- ur, sem gerði Svíþjóð og Finnland um skeið að stórveldum á heims- markaði fyrir hátæknivörur, einkum farsíma. Svíar og Finnar verja hlutfallslega mun meira fé til rannsókna- og þróunar- starfs en Þjóðverjar og Frakkar. Alþjóðabankinn gefur Norður- löndum háa einkunn fyrir auðvelt viðskiptaumhverfi, Dönum hæsta einkunn, þá Norðmönnum, Finn- um, Svíum og Íslendingum. Þjóð- verjar og Frakkar fá lægri ein- kunn en öll Norðurlöndin. Aldrei heyrast forustumenn í norrænu stjórnmála- eða viðskiptalífi hreykja sér af góðum árangri. Framar á flestum sviðum? Þessi örstutta greinargerð um árangur Norðurlanda gefur til- efni til að rifja upp yfirlýsingu Viðskiptaráðs hálfu ári fyrir hrun 2008: „Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum.“ Eitthvað virð- ist það þó ætla að vefjast fyrir vinnuveitendum að bjóða starfs- mönnum sínum kaup og kjör, sem þættu boðleg annars staðar um Norðurlönd. Norðurlönd í ljóma Í DAG Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor Eitthvað virðist það þó ætla að vefjast fyrir vinnuveitendum að bjóða starfsmönnum sínum kaup og kjör, sem þættu boðleg annars staðar um Norðurlönd. Reykjavíkurborg heldur uppi margvíslegri félags- starfsemi fyrir eldri borg- ara. Borgin rekur 17 félags- miðstöðvar víðs vegar um borgina. Það er af hinu góða. En síðustu árin hafa mál þróast þannig í þess- um félagsmiðstöðvum, að Reykjavíkurborg hefur kippt að sér hendinni varð- andi fjárveitingar til þess- arar starfsemi. Borgin hefur fellt niður greiðslur til leiðbeinenda á ýmsum námskeiðum, í danskennslu og í annarri starfsemi. Eldri borg- arar hafa sjálfir orðið að borga leið- beinendum í vissum tilvikum eftir að borgin felldi niður greiðslur. Jafnframt hafa gjaldskrár fyrir þjónustu, sem borgin veitir eldri borgurum, verið hækkaðar, nú síð- ast um síðustu áramót. Hrakið frá félagsmiðstöðvum Gjöld, sem borgin innheimtir af eldri borgurum, eru ekki há. Hækkanir eru ekki miklar. En láglaunafólk meðal eldri borgara finnur mikið fyrir því þegar þessi gjöld hækka. Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. Þegar engir pen- ingar eru til, verða lágar upphæð- ir fyrir félagsstarf aldraðra háar. Þess verður vart í umræðu um málefni aldraðra, að sumum finnst sem eldri borgarar þurfi engar kjarabætur. Þeir hafi það ágætt. Það rétta er, að hagur eldri borgara er mjög misjafn. Sumir hafa það gott, einkum þeir, sem eiga skuldlaust húsnæði en aðrir eldri borgarar búa við mjög bág kjör og þurfa að greiða háar upphæðir í húsaleigu. Í slíkum til- vikum dugar ellilífeyrir ekki fyrir brýnustu þörfum. Þetta þurfa ráða- menn Reykjavíkurborgar að skilja þegar gjaldskrár eru hækkaðar og borgin hættir að greiða fyrir þjón- ustu við aldraða. Gjöld verði lækkuð Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík tók þessi mál fyrir á fundi sínum í desember sl. Þar var samþykkt að skora á Reykjavík- urborg að lækka verð á þjónustu, sem veitt er eldri borgurum. Borg- in hefur leitað eftir því við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, að verða útnefnd aldursvæn borg. Eigi það að ganga eftir verður að lækka verð á þjónustu til eldri borgara. Borgin kippir að sér hend- inni í félagsmiðstöðvum Fyrirsögnin hér að ofan er tekin innan úr grein séra Sigurðar Árna Þórðar- sonar, sóknarprests Hall- grímskirkju, en hann fann sig knúinn til að senda Jóni Gnarr tóninn í Frétta- blaðinu vegna magnaðr- ar greinar, sem borgar- stjórinn fyrrverandi fékk birta í sama blaði þann 14. febrúar sl. um það, aðal- lega, hvernig hann varð trúlaus. Að mati undirritaðs ber svar- pistill séra Sigurðar Árna fyrst og fremst með sér keim oflætis og ofmetnaðar og því verðfellir pist- illinn hans sig sjálfkrafa við lest- urinn. Með því, sem hér er skrifað, er ekki ætlunin að hlaupa, óumbeð- inn, fram fyrir skjöldu Jóns Gnarr, en samt langar undirritaðan til að benda á tvö athyglisverð atriði í málflutningi prestsins. Annað atriðið varðar þetta, þar sem séra Sigurður Árni mærir kristna trú: „Að auki elur kristnin á umburðarlyndi vegna jákvæðrar mannsýn- ar Jesú Krists sem bar virðingu fyrir fólki og skoðunum þess.“ Stuttu síðar skrifar prestur- inn: „Afstaða til sam- kynhneigðra er t.d. oft- ast fremur menningarmál en mál trúar.“ Já, sæll! Hér er samkyn- hneigðin óþægilega einfaldlega sett í aðra skúffu. Tekin út fyrir sviga, svo kynhneigðin abbist ekki upp á umburðarlyndi Jesú Krists? Hitt atriðið sem undirritaður hnaut um var fyrirsögn greinarinnar. Hvað merkir hún, í Jesú nafni? Er þetta klassísk kristin hótun? Ein- faldið eigi efni trúar, því þá …? „Einfaldanir í trúarefnum valda oft dauða“! KJÖR ALDRAÐRA Björgvin Guðmundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara TRÚMÁL Gunnar Ingi Gunnarsson læknir NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI KERFISSTJÓRABRAUT NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI! Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana- greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa. Námið samanstendur af 3 námskeiðum: - Tölvuviðgerðir - Win 7/8 & Netvork+ - MCSA Netstjórnun Gefinn er 10% afsláttur af öllum pakkanum. þrjú alþjóðleg próf innifalin: „Microsoft Certified Solutions Associate“ Guðni Thorarensen Kerfisstjóri hjá Isavía Helstu upplýsingar: Lengd: 371 stundir Verð: 583.000.- Morgunnám Hefst: 10. mars Lýkur: 24. nóvember Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30 fös: 13.00 - 17.00 Kvöld- og helgarnám Hefst: 28. janúar Lýkur: 23. nóvember Dagar: mán & mið: 18 - 22 lau: 8.30 - 12.30 „Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf. Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært starf hjá Isavía.“ ➜ Eru mörg dæmi um það, að eldri borgarar hafa hætt í þessu félagsstarfi vegna hækkana á gjaldskrám. 1 8 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 D A -3 2 5 C 1 3 D A -3 1 2 0 1 3 D A -2 F E 4 1 3 D A -2 E A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.