Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 62
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50
NAUTA TATAKI
Nautatataki, chili,
kóriander, kex
TÚNA
Kolaður túnfiskur, bonito-gljái
beikon, sítrónugrassmajó, kex
NÆTURSALTAÐUR
ÞORSKHNAKKI
Grillað toppkál, blaðlaukur, quinoa,
beurre blanc
HVÍTSÚKKULAÐI
OSTAKAKA
Ástaraldin, bakað hvítt
súkkulaði, kókosís
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · KOLRESTAURANT.IS
Borðapantanir í síma 517 7474
eða info@kolrestaurant.is
NÝR
SPENNANDI
MATSEÐILL
Brot af því besta:
Hljómsveitin Kaleo er á leið í tón-
leikaferð um Bandaríkin með ástr-
alska tónlistarmanninum Vance Joy,
en hann hefur notið gífurlegra vin-
sælda í heimalandi sínu og víðar.
„Það er mikil tilhlökkun í okkur.
Við byrjum í Seattle 9. apríl og
endum í Norfolk 11. júní,“ segir
Jökull Júlíusson söngvari og gítar-
leikari Kaleo.
Sveitin kemur fram ásamt Vance
Joy í Portland, Denver, Houston og
Chicago en þó hafa ekki allar tón-
leikadagsetningarnar verið gerðar
opinberar.
Vance Joy hefur gert það gott
í Ástralíu og átti meðal annars
eitt vinsælasta lag ársins 2013
þar í landi, lagið Riptide. Hann
gerði samning við Atl antic
Records árið 2013 en Kaleo gerði
einmitt samning við sama fyrir-
tæki á síðasta ári. Fyrsta plata
Vance Joy, Dream Your Life
Away, hefur fengið prýðisdóma
víða um heim.
Kaleo er nú stödd í London þar
sem hún vinnur hörðum höndum
í hljóðveri en hún flýgur vestur
um haf í næstu viku. „Við verð-
um aðallega í Bandaríkjunum á
næstunni og verðum til dæmis
á South by South West-hátíð-
inni í mars,“ bætir Jökull við.
Þá kemur sveitin einnig fram
í Boston í mars á tónleikum á
vegum Taste of Iceland.
- glp
Í tónleikaferð með Vance Joy
Hljómsveitin Kaleo er á leið í tónleikaferð um Bandaríkin. Nóg um að vera.
Í TÓNLEIKAFERÐALAG Hljómsveitin
Kaleo hefur verið í London að undan-
förnu að taka upp en er á leið til
Bandaríkjanna í tónleikaferðalag með
Vance Joy. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Gagnsæja korselettið sem amma
mín gaf mér í jólagjöf hefur mikið
tilfinningalegt gildi og er klárlega
fimmtudagsflík.
Unnur Birna Björnsdóttir, söngkona
FIMMTUDAGSFLÍKIN
Mikil aukning hefur orðið á því
að stúlkur og ungar konur láti
gata á sér geirvörturnar. Eig-
andi stofu sem sér um slíkar
aðgerðir segir að aðsóknin hafi
aukist um 100 prósent á síðustu
árum og að stúlkur allt niður í
fjórtán ára gamlar láti gata á
sér geirvörturnar. Hin 28 ára
Snædís Snorradóttir lét gata á
sér geirvörturnar fyrir þrett-
án árum og segist sjá eftir því.
„Ástæða þess að ég gataði á mér
geirvörtuna er beinlínis rekjan-
leg til uppreisnar gegn foreldr-
um mínum,“ segir hún og bætir
við: „Ég hugsaði þetta ekki til
enda og var ómeðvituð um mögu-
legar afleiðingar á brjóstagjöf.“
Stelpur og fitness-keppendur
„Þetta er gríðarlega vinsælt
hjá ungu stelpunum í dag og við
erum að fá stúlkur allt niður í 14
ára inn á stofu til okkar í fylgd
með foreldrum,“ segir Seselia
Guðrún Sigurðardóttir, eigandi
Tattoo og skart á Hverfisgötu,
og bætir við að augljóslega sé
um trend að ræða. „Undanfar-
ið ár hefur aðsóknin aukist um
100% og aldur þeirra sem óska
eftir þjónustunni verður sífellt
lægri,“ segir Seselia.
„Heilu dagarnir eru bókaðir
í geirvörtugötun. Við þekkjum
dæmi þess að heilu vinkvenna-
hóparnir eru gataðir og partur
af innvígsluferlinu er einmitt
að láta gata geirvörtu,“ útskýrir
Seselia. Hún bætir við að konur
sem taki þátt í fitness-keppni sé
stór hópur viðskiptavina sinna
og telur að vinsældir götunar
á geirvörtum tengist auknum
vinsældum fitness-keppna hér
á landi.
Uppreisn gegn foreldrum
Seselia segist jafnframt fullviss
um að stúlkurnar sem sækja í
götunina séu í ákveðinni upp-
reisn gegn foreldrum sínum, sér
í lagi þær yngstu. Þetta kemur
heim og saman við sögu Snæ-
dísar. „Lokkinn var ég með í
mér í 2 ár eða þar til það rann
upp fyrir mér að þetta væri ger-
samlega tilgangslaust. Þetta
var skraut sem fékk aldrei að
njóta sín og gerði ekkert fyrir
mig í ástarlífinu. Uppreisnin
var sumsé allsráðandi.“ Snæ-
dís segist sjá mikið eftir að hafa
gengist undir götunina og bend-
ir á að það sé eitt að vera í upp-
reisn og annað að sætta sig við
orðinn hlut þegar konur þurfa
að höndla „að geta ekki gefið
barninu ykkar brjóstamjólk út af
ákvörðun sem þið tókuð í frekju-
eða flippkasti“.
gudrun@frettabladid.is
Niður í 14 ára stúlkur
láta gata geirvörtur
Eigendur götunarstofa fi nna fyrir fj ölgun kvenna sem láta gata á sér geirvört-
urnar. Keppendur í fi tness sækja mikið í slíkar aðgerðir, að sögn eins eigandans.
SNÆDÍS SNORRADÓTTIR hefur
áhyggjur af vaxandi vinsældum
götunar og hvetur ungar konur til
að velta fyrir sér tilgangi götunar og
afleiðingum sem gætu hlotist af.
BJÖRK TRYGGVADÓTTIR
brjóstagjafarráðgjafi og ljósmóðir,
segist ekki mæla með slíkri götun.
„Það er svo sem ekkert sem segir
að brjóstagjöf muni ganga illa eftir
götun, en það er erfitt að útiloka
áhrifin og verður hver að meta
hvort áhættan sé þess virði,“
segir Björk og bætir við að helstu
áhyggjur þeirra sem hyggjast láta
gata geirvörtu ættu að snúast um
sýkingarhættuna sem einkennir alla
götun.
SESELIA GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR eigandi Tattoo
og skart, segir hins vegar að slík
gagnrýni eigi ekki rétt á sér „Ég
hef gatað geirvörtur í tuttugu ár. Ef
áhrifin eru einhver ætti heilbrigðis-
eftirlitið að vera fyrir löngu búið
að banka upp á og gera við þetta
athugasemd. Það hefur hins vegar
ekki ennþá gerst.“
Vill að ungar stúlkur hugsi málið til enda
Við þekkjum dæmi
þess að heilu vinkvenna-
hóparnir eru gataðir og
partur af innvígsluferlinu
er einmitt að láta gata
geirvörtu.
Seselia Guðrún Sigurðardóttir, eigandi
Tattoo og skart á Hverfisgötu
➜ Brjósta-
gjafarráðgjafi
og ljósmóðir
mælir ekki
með því að
ungar konur
láti gata á sér
geirvörturnar.
SNÆDÍS
SNORRADÓTTIR
„Ég kannast við
uppreisn fólks 14
til 16 ára, ég lagði
mig alla fram í
þeim efnum.“
SESELIA
GUÐRÚN
SIGURÐAR-
DÓTTIR
Hefur ekki
fengið athuga-
semd um
skaðleg áhrif
geirvörtugöt-
unar.
➜ Kaleo kemur fram ásamt
Vance Joy meðal annars í
Seattle, Portland, Denver,
Houston og Chicago.
1
8
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
D
A
-1
4
B
C
1
3
D
A
-1
3
8
0
1
3
D
A
-1
2
4
4
1
3
D
A
-1
1
0
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K