Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 24
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 24
Fram undan er Hönnunar-
mars með tilheyrandi
tískusýningum og upplifun-
um í miðborginni þar sem
Reykjavik Fashion Festival
ber hæst. Fyrirtæki á vett-
vangi tísku og hönnunar
hafa komið og farið í tím-
ans rás. Nokkur hafa lifað
af og dafnað frá ári til árs
þrátt fyrir veikburða stoð-
kerfi hönnunar á Íslandi.
Eitt þeirra fyrirtækja sem
hafa staðið sig hvað best og
náð umtalsverðum árangri
á alþjóðavettvangi er fyrir-
tæki hjónanna Hugrúnar
Árnadóttur og Magna Þorsteinsson-
ar, KronKron.
KronKron hefur starfað í mið-
borginni í um 15 ára skeið við vax-
andi vinsældir. Vöxturinn hefur
byggt á fyrirtakshönnun og gæðum,
skynsamlegum og aðhaldssömum
rekstri og varfærni í illfyrirsjáan-
legum heimi íslenskra viðskipta.
Vörur fyrirtækisins hafa verið seld-
ar í um hundrað löndum. Á undan-
förnum misserum hefur fyrirtæk-
ið heldur betur vakið athygli með
því að vera ítrekað boðin þátttaka í
alþjóðlegum stórviðburðum á borð
við Emmys, MTV Awards, Ameri-
can Music Awards, Holly-
wood Film Awards og Gold-
en Globe.
Afsláttur af ónýtri vöru
Í hinum skreipa heimi árs-
tíðabundinnar tískuvöru
skiptir sköpum að varan
skili sér með óaðfinnan-
legum hætti á viðkomandi
markað innan settra tíma-
marka. Samansafn vel
útfærðra smáatriða og fág-
unar hefur einkennt tísku-
hönnun KronKron um ára-
bil og hvers kyns frávik eða
slökun á gæðakröfum getur
hæglega orðið banabiti tískuhönnun-
arfyrirtækis af þessum toga.
Mikilvæg sending frá spænskum
skóframleiðanda KronKron reynd-
ist alvarlega gölluð árið 2011 og gerði
fyrirtækið strax athugasemdir og
hafnaði umræddri pöntun. Fram-
leiðandinn lét eins og um smámál
væri að ræða, krafðist tafarlausrar
greiðslu en bauð 20% afslátt í ljósi
hinna augljósu galla og slufsulega
frágangs.
KronKron hafnaði því alfarið að
taka umrædda gallagripi til sölu og
dreifingar, jafnvel þótt 20% afsláttur
byðist. Það er þekkt að metnaðarfullt
tísku- og hönnunarfyrirtæki gefur
engan afslátt af gæðakröfum sínum
og metnaði og lætur ekki hyskni
framleiðenda stjórna eigin för.
Óprúttnir gripdeildarmenn
Hinir óprúttnu spænsku skófram-
leiðendur og umbjóðendur þeirra
þrjóskuðust við. Á svipuðum tíma
tóku að berast ábendingar að utan
um að skór KronKron væru til sölu
hjá verslunum og keðjum sem hvergi
sá stað í viðskiptamannaskrám
fyrir tækisins. Eigendur Kron Kron
neituðu lengi vel að trúa slíku upp
á samstarfsaðila fyrirtækisins um
margra ára skeið. Sannleikurinn
kom þó um síðir í ljós: Hinir óprúttnu
erlendu viðsemjendur KronKron
höfðu sjálfir stundað að selja vörur
undir merkjum Kron Kron – án
minnstu vitundar fyrirtækisins og
í augljósu trássi við þær sérversl-
anir og keðjur sem fyrirtækið hafði
ræktað sambönd við um árabil. Hér
má augljóst vera að framinn hefur
verið alvarlegur glæpur með ein-
beittum brotavilja; höfundarréttur
ekki virtur og vöru dreift í nafni
KronKron án vitundar eða samráðs
við fyrirtækið, hönnuði þess og eig-
endur. Vægast sagt vítaverð og refsi-
verð framganga, en viti menn! Þau
undur og stórmerki áttu sér stað
fyrir skemmstu að sjálfur Hæstirétt-
ur Íslands dæmdi spænsku skúrkun-
um í vil og það með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum fyrir hið smáa en
glæsilega íslenska tískufyrirtæki!
Sýndi þar æðsti dómstóll lands-
ins að hann hefur lítinn skilning á
verðmæti hágæðavöru sem hald-
in er galla eða þá á eðli hönnunar.
Meðhöndlaði Hæstiréttur því málið
líkt og þar væri um að ræða hvern
annan sandpoka, sem tæki verð-
breytingum eftir því hversu vel
heppnaður sandpokinn væri.
Dómurinn undirstrikar einnig
hversu lítillar verndar hönnuðir
njóta og hversu takmörkuð úrræði
þeirra eru þegar á þeim er brotið.
Getur virkilega verið svo komið
að höfundarréttur sé að engu hafð-
ur, t.a.m. sökum þess að viðvar-
andi höfundarréttarbrot gagnvart
listafólki á netinu eru iðulega látin
afskiptalaus af yfirvöldum? Hvernig
getur mönnum daprast dómgreind
og réttlætiskennd með svo augljós-
um hætti?
Viljum við gera Ísland að alþjóð-
legu skúrkaskjóli með blessun
íslenskra dómstóla í bak og fyrir?
Skyldi dómur sem þessi geta orðið
fordæmisgefandi? Sé svo, ber þeim
sem hér á landi starfa að sköpun að
hugsa alvarlega sinn gang og hvort
sætt sé lengur eða stætt á Íslandi.
Í tilviki KronKron hljóta að vera
hverfandi líkur á að fyrirtækið geti,
eftir slíkt reiðarslag, orðið sú víð-
fleyga skrautfjöður á Hönnunarmars
eða Reykjavík Fashion Festival sem
til stóð að það yrði og maklegt var.
Framtíð þessa frábæra fyrirtækis
hlýtur að vera í alvarlegu uppnámi
eftir kostnaðarsama réttlætis- og
varnarbaráttu fyrir dómstólum –
sem engu skilaði nema enn verri
skaða og óvæntri sneypu. Fyrirhug-
uð þátttaka fyrirtækisins og eigenda
þess í framtíðarþróun og markaðs-
setningu íslenskrar hönnunar og
tísku hefur verið teflt í dapurlega
tvísýnu, algjörlega að ófyrirsynju.
Mikil eftirsjá yrði að jafn glæsi-
legu fyrirtæki og KronKron úr mið-
borginni. Ekki síður af akri hinna
skapandi greina þar sem íslensk
tískuhönnun hefur um árabil leikið
veigamikið hlutverk í markaðssetn-
ingu og ímyndarsköpun Íslands.
Hvítþvottur skóskúrka
Tæplega tólf hundruð
félagar bæði konur og karl-
ar eru í Rótarýhreyfingunni
á Íslandi í um 30 klúbbum
um allt land. Þessi hópur
hefur nú ákveðið að vekja
athygli á starfi hreyfingar-
innar með virkri kynningu í
fjölmiðlum og á mannamót-
um. Samkvæmt könnunum
hafa 40% aðspurðra aldrei
heyrt minnst á Rótarý og
aðeins 20% þekkja eitthvað
til Rótarý en geta ekki sagt
hvað það er annað en að
félagarnir hittast einu sinni
í viku til að borða saman.
En Rótarý er svo miklu meira en
matur, fundahöld og fræðsluerindi.
Rótarýsjóðurinn er kjarninn
í starfi Rótarý. Rótarýsjóðurinn
er byggður upp með framlögum
Rótarýfélaga, einstaklinga, sjóða
og fyrirtækja. Hann er einn stærsti
sjóður í heiminum í eigu félagasam-
taka sem leggur áherslu á að láta
gott af sér leiða. Hann hefur feng-
ið alþjóðlega viðurkenningu fyrir
ábyrga meðferð fjár sem veitt er til
verkefna sem unnin eru af Rótarý-
félögum.
Um áratugaskeið hefur
Rótarýsjóðurinn veitt
ungu fólki tækifæri til að
ferðast til framandi landa
til að dvelja um lengri eða
skemmri tíma við nám á
vegum sjóðsins og í nánu
sambandi við Rótarýfé-
laga í viðkomandi löndum.
Íslenskir Rótarýfélagar
hafa einnig tekið á móti
fjölda erlendra skiptinema
til ársdvalar á heimilum
sínum og til náms í fram-
haldsskólum landsins.
Fleiri íslenskir umsækj-
endur hafa hlotið Rótarý-
styrki til náms í friðarfræðum við
erlenda háskóla en umsækjendur
frá nokkru öðru landi. Allir hafa
þeir sýnt afburðaárangur og verið
ötulir boðberar friðar í heiminum í
kjölfarið.
Góðar gjafir
Um árabil hefur Rótarý lagt áherslu
á útrýmingu mænuveiki og er
Pólíó Plús-verkefni hreyfingarinn-
ar unnið í samvinnu við Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunina og Uni-
cef. Á undanförnum árum hefur
sjóður Melindu og Bill Gates einn-
ig lagt Rótarýsjóðnum lið með því
að leggja tvöfalda þá upphæð sem
Rótarý safnar til þessa verkefnis, að
því gefnu að Rótarýhreyfingin nái
að safna ákveðinni upphæð.
Mænuveiki er landlæg í Afgan-
istan og Pakistan auk Nígeríu en í
þessum löndum hefur reynst erfitt
að ná til barna til bólusetningar. Á
síðustu misserum hafa komið upp
mænuveikitilfelli í fleiri löndum
í Asíu en einnig í Evrópulöndum.
Rótarýhreyfingin hefur því ákveðið
að halda áfram að gefa fé til barátt-
unnar að útrýma mænuveiki fyrir
2018. Eitt af markmiðum Rótarý-
hreyfingarinnar á Íslandi á þessu
ári er að allir félagar gefi í Rótarý-
sjóðinn. Gjöf í Rótarýsjóðinn til
stuðnings ungu fólki til náms, til
útrýmingar mænuveiki og til sam-
félagsverkefna heima sem heiman
mun gera okkur kleift að láta áfram
gott af okkur leiða.
Gjöf í Rótarýsjóðinn er góð gjöf
Um þessar mundir eru
nokkrar byggingar í höf-
uðborginni baðaðar rauðu
ljósi. Tilefnið er átakið
„GoRed for Women“ eða
„klæðumst rauðu fyrir
konur“. Átakinu er ætlað
að vekja athygli á þeirri
staðreynd að enn í dag eru
hjarta- og æðasjúkdóm-
ar algengasta dánarorsök
kvenna hér á landi sem og
í flestum iðnríkjum heims.
Nýleg rannsókn sýndi að 55
ára gamall Hollendingur hefur óháð
kyni 67% líkur á hjarta- og æðasjúk-
dómi áður en ævin er öll. Ríflega
50 lönd um allan heim eru aðilar
að GoRed-átakinu. Hér á landi eru
það Hjartavernd, Hjartaheill, Heila-
heill og fagfélag hjartahjúkrunar-
fræðinga sem standa að verkefninu.
Nú kann margur að spyrja hvort í
þessu landi jafnréttis kynjanna, og
með því öfluga heilbrigðiskerfi sem
við eigum, sé nokkur þörf á átaki
til að minna sérstaklega á hjarta-
og æðasjúkdóma kvenna? Svar-
ið er já: Enn lifir ímyndin um að
hinn dæmigerði hjartsjúklingur sé
miðaldra karl, fremur en t.d. eldri
kona. Rannsóknir sýna að stór hluti
kvenna vanmetur líkurnar á þess-
um sjúkdómum og óttast fremur að
veikjast af krabbameini.
Því hefur jafnvel brugð-
ið við að heilbrigðisstarfs-
menn séu síður vakandi
fyrir hjartasjúkdómum hjá
konum en körlum.
Efla rannsóknir
Hlutfall kvenna í rannsókn-
um á einkennum og með-
ferð hjarta- og æðasjúk-
dóma er á bilinu 0-60%,
en í langflestum tilfellum
hefur einungis fjórðung-
ur þátttakenda verið konur, oft
vegna inntökuskilyrða sem hafa
útilokað þátttöku kvenna. Vitað
er að konur hafa smærri æðar og
hjörtu en karlar og að viðbrögð-
in við lyfjum og áreiti eru ekki að
öllu leyti sambærileg. Einnig móta
kyn og félagsleg staða einkenni og
líkurnar á því að leita sér hjálpar.
Því er ekki æskilegt að heimfæra
allar rannsóknarniðurstöður sem
gerðar eru á körlum yfir á konur.
Af þessum sökum er eitt af mark-
miðum GoRed for women að efla
rannsóknir á meðferð hjarta- og
æðasjúkdóma kvenna.
Þegar rætt er um hjarta- og æða-
sjúkdóma kemur kransæðasjúk-
dómur fyrst upp í hugann, enda
algengasti og kannski dramatís-
kasti sjúkdómurinn. Það má þó
ekki gleyma öðrum sjúkdómum
eins og heilablóðföllum, hjartabil-
un, hjartsláttartruflunum og loku-
sjúkdómum sem oft draga verulega
úr lífsgæðum fólks. Með góðum
lífsvenjum má t.d. draga verulega
úr líkunum á kransæðasjúkdómi,
heilablóðfalli og háþrýstingi. Er þá
mikilvægast að huga að reglubund-
inni hreyfingu, hollu mataræði, tób-
aksbindindi, hóflegri notkun áfeng-
is og að halda sér í kjörþyngd. Líkt
og í öðrum Evrópulöndum hefur
átt sér stað jákvæð þróun á síðustu
árum, með færri tilfellum krans-
æðasjúkdóms hjá báðum kynjum
og má rekja það til hagstæðari
áhættuþátta hjá þjóðinni. Betur
má þó ef duga skal. Því viljum við
hvetja allar konur til að velta fyrir
sér hvar þær eru staddar, hvern-
ig þeirra áhættu er háttað og leita
sér aðstoðar ef þörf er á. Því býðst
konum í tilefni GoRed-átaksins að
sækja fræðslu og áhættuþáttaskim-
un í húsnæði Hjartaheilla á kvenna-
daginn.
Rautt sem hjarta
Nokkuð hefur verið
skrifað undanfarið um
breytingar á rekstrar-
fyrir komulagi í heilbrigð-
isþjónustu. Undirritað-
ur hefur saknað nokkuð
faglegs samanburðar
og staðreynda í þeirri
umfjöllun.
Hvað varðar heilsu-
gæsluna þá vil ég benda
á nokkur atriði. Í þeim
löndum sem við berum
okkur saman við hafa
heimilislæknar feng-
ið að starfa mun meira
sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri
skýrslu Health Consumer Power-
house er Holland í efsta sæti í
Evrópu hvað varðar gæði heil-
brigðisþjónustu. Þar er mjög öfl-
ugt kerfi heimilislækna sem fá
að starfa sjálfstætt. Noregur er
efst Norður landanna, eða í 3. sæti
þar. Norðmenn innleiddu „Fast-
lege“-kerfi á landsvísu í heilsu-
gæslunni 2001, en það var vinstri
stjórn Stoltenbergs sem innleiddi
það kerfi og með því var heim-
ilislæknum leyft að starfa sjálf-
stætt. Þá vantaði um 1.000 heim-
ilislækna á landsvísu. Það skarð
er í dag að mestu fyllt.
Góður árangur
Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi
í heilsugæslunni á árunum 2007-
2009, en það var gert eftir að
horft var til fyrirmynda meðal
annars frá Danmörku og Noregi.
Þetta kerfi byggist á valfrelsi
einstaklingsins þar sem heilsu-
gæslur sinna ákveðnum svæð-
um, en skjólstæðingarnir geta
valið hvert þeir sækja þjónustuna
og fjármagnið fylgir með. Hvað
varðar árangur af þessu þá hafa
stóru háskólarnir gert greiningar
og niðurstaðan er sú að árangur-
inn sé almennt góður.
Jafnframt gefa aðrar stofnanir
reglulega út greiningar á árangri.
Karolinska Institutet hefur reglu-
lega birt skýrslur um árangur í
Stokkhólmi. Þar jukust læknis-
heimsóknir í heilsugæslunni
um 28% á árunum 2006-2009 og
heildarkostnaður jókst um 2,8%
á sama tíma. Árið 2006 voru það
íbúar á svæðum með háar meðal-
tekjur sem voru með flestar heim-
sóknir, en 2009 voru það íbúar á
svæðum með lágar meðaltekjur
sem voru með flestar heimsóknir
til heimilislækna. Í Gautaborg og
nágrenni jukust læknisheimsókn-
ir um nærri 15% í heilsugæslunni
og kostnaðurinn þar hefur
verið undir þessari aukn-
ingu líkt og í Stokkhólmi.
Við kerfisbreytingarnar
í Svíþjóð fjölgaði heilsu-
gæslum um 223 og eru
nú um 1.200 á landsvísu.
Sænska ríkisendurskoð-
unin birti í haust skýrslu
þar sem vissir þættir kerfisins
voru gagnrýndir, en sú skýrsla
hefur verið umdeild og verklagi
við hana mótmælt harðlega af til
dæmis VG region (Gautaborg og
nágrenni), sem gerði athugasemd-
ir um að notuð hefðu verið röng
viðmið.
Eftir kerfisbreytingarnar í
Svíþjóð hefur heimilislæknum
verið að fjölga og ásókn í heim-
ilislækningar aukist mjög. Þar
fengu um 300 læknar sérfræði-
leyfi í heimilislækningum árið
2009, en 603 árið 2013. Í Gauta-
borg og nágrenni voru sérnáms-
læknar í heimilislækningum 173
í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað
í 350 á miðju ári 2013. Til sam-
anburðar útskrifuðust 8 með sér-
fræðileyfi í heimilislækningum á
tveggja ára tímabili 2013-2014 á
Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar
eru um 30 sinnum fleiri en við,
þannig að ef við fylgdum þeim
þá ættu um 10-20 að útskrifast á
ári). Á sama tíma var meðal aldur
sérfræðinga hjá Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins 55 ár í haust
og aðeins 27% undir 50 ára aldri.
Jafnframt var birt viðhorfskönn-
un læknanema til sérgreina í
Læknablaðinu nú í febrúar sl., en
þar höfðu aðeins 10 læknanemar
af 205 sem svöruðu mestan áhuga
á heimilislækningum.
Að ofangreindu er ljóst að við
stöndum frammi fyrir verulegum
vanda í heilsugæslunni á Íslandi.
Fyrirmyndir að breytingum eru
til staðar á Norðurlöndunum. Það
er mikilvægt að skoða það sem
vel hefur verið gert þar og heim-
færa til þess að byggja upp öfl-
uga heilsugæslu á Íslandi. Jafn-
framt er mikilvægt að umræðan
sé fagleg og byggist á staðreynd-
um því að íslensk heilsugæsla
glímir við áratuga uppsafnaðan
vanda og verulega undirmönnun
lækna.
Rekstrarform
í heilsugæslu
SAMFÉLAG
Birna
Bjarnadóttir
formaður stjórnar
Rótarýsjóðsins á
Íslandi og félagi í
Rótarýklúbbnum
Borgir í Kópavogi
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Þórdís Jóna
Hrafnkelsdóttir
lyf- og hjartalæknir
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Oddur
Steinarsson
framkvæmdastjóri
lækninga Heilsu-
gæslu höfuðborgar-
svæðisins
DÓMSMÁL
Jakob Frímann
Magnússon
framkvæmdastjóri
Miðborgarinnar
okkar og situr í
stjórn Reykjavik
Fashion Festival og
STEFs
➜ Hann er einn stærsti sjóð-
ur í heiminum í eigu félaga-
samtaka sem leggur áherslu á
að láta gott af sér leiða.
➜ Rannsóknir sýna að stór
hluti kvenna vanmetur lík-
urnar á þessum sjúkdómum.
➜ Eftir kerfi sbreyting-
arnar í Svíþjóð hefur
heimilislæknum verið
að fjölga …
➜ Viljum við gera Ísland að
alþjóðlegu skúrkaskjóli með
blessun íslenskra dómstóla í
bak og fyrir?
1
8
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
D
A
-4
B
0
C
1
3
D
A
-4
9
D
0
1
3
D
A
-4
8
9
4
1
3
D
A
-4
7
5
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K