Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 54
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
Chris Rock (2005)
Skaut á Jude Law
Reyna átti að gera hátíðina beittari en
áður og höfða til yngri áhorfenda með
því að fá grínistann Chris Rock sem
kynni. Tilraunin þótti ekki heppnast
sem skyldi. Í opnunaratriði sínu gerði
Rock grín að ríkisstjórn George W.
Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, auk
þess sem hann skaut á Jude Law og
vildi meina að hann hefði leikið í öllum
myndum sem hann hefði séð á árinu.
Í viðtali fyrir hátíðina sagði Rock að
Óskarinn væri „fíflaleg“ hátíð sem
gagnkynhneigðir menn horfðu
ekki á.
Í fótspor frægra Óskarskynna
Leikarinn Neil Patrick Harris verður í fyrsta sinn kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni sem verður haldin í 87. sinn í Los Angeles
22. febrúar. Harris hefur áður verið kynnir á Tony- og Emmy-verðlaunahátíðunum og verður gaman að sjá hvernig honum
vegnar samanborið við þá sem hafa verið Óskarskynnar síðastliðinn áratug.
Steve Martin
og Alec Baldwin (2010)
Tveir reynsluboltar
Gamanleikarinn Steve Martin var
kynnir Óskarsins árin 2001 og
2003 og endurtók svo leikinn með
kollega sínum Alec Baldwin 2010.
Frammistaða þeirra félaga þótti fín,
sem kom ekki á óvart, enda um tvo
reynslubolta úr Hollywood að ræða.
Eins og kynna er siður pikkuðu þeir
stjörnur úr áhorfendahópnum og
gerðu létt grín að þeim, þar á
meðal Helen Mirren, Zac Efron
og Taylor Lautner.
Jon Stewart (2006)
Eins og hórmangari
Stewart var þekktur fyrir
pólitískan grínþátt sinn, The
Daily Show, þegar hann var í
fyrsta sinn fenginn til að kynna
Óskarinn. Áður hafði hann tvívegis
verið kynnir á Grammy-verðlaun-
unum. Stjórnmál komu furðu lítið
við sögu hjá Stewart. Grín hans fjallaði
mestmegnis um Hollywood, þar á meðal
brandari um að hórmangari væri „eins
og umboðsmaður nema með betri hatt“.
Stewart hlaut misjafna dóma fyrir
frammistöðu sína.
Ellen DeGeneres (2007)
Samkynhneigður kynnir
Ráðning DeGeneres markaði tímamót
því hún var fyrsta manneskjan sem hafði
komið út úr skápnum sem varð kynnir á
Óskarnum. Áður hafði hún verið kynnir
bæði á Grammy- og Emmy-verðlaunahátíð-
unum. Grín DeGeneres þótti vel heppnað
og náði hún góðum tengslum við stjörn-
urnar í salnum. Ólíkt Jon Stewart og Chris
Rock var grín hennar meinlaust og féll það
víðast hvar vel í kramið.
Jon Stewart (2008)
„Sáttakynlíf“ á Óskarnum
Stewart var í annað sinn fenginn til að kynna
Óskarinn og þótti standa sig vel. Athöfnin var
haldin í kjölfar verkfalls handritshöfunda
í Hollywood og í opnunaratriðinu
lýsti Stewart Óskarshátíðinni
sem „sáttakynlífi“. Hann
gerði grín að ákvörðun
Bush-stjórnarinnar um að
halda herliði sínu áfram
í Írak og grínaðist
með fjölhæfni
leikkon unnar
Cate Blan-
chett.
Hugh Jackman (2009)
Söng með Beyoncé
Ástralski leikarinn var fenginn til að vera kynnir í
fyrsta sinn. Hann byrjaði á söng- og dansatriði til
heiðurs þeim tilnefndu, sem var nokkuð í anda
þess sem Billy Crystal, margreyndur kynnir, var
þekktur fyrir. Hann fékk Anne Hathaway úr áhorf-
endasalnum til að syngja með sér dúett og plataði
einnig Bill Murray til að hefja upp raust sína. Síðar
á athöfninni var hann í enn meira söngleikjastuði
og tók lagið með Beyoncé Knowles.
A. Hathaway and
J. Franco (2011)
Klæddur sem
Marilyn Monroe
Ákveðið var að yngja rækilega
upp þetta árið í von um að
höfða til yngri aldurshópa.
Tveir leikarar voru samt aftur í
hlutverkum kynna. Upphafsatriðið
var í anda Billy Crystal en spjall þeirra
Hathaway og Franco tveggja uppi á
sviði á meðan á athöfninni stóð þótti
heldur stirðbusalegt. Hathaway þótti
betri kynnir en Franco, sem vakti
eflaust mesta lukku þegar hann mætti í
dragi, klæddur sem Marilyn Monroe.
Billy Crystal (2012)
Mætti í níunda sinn
Eftir hina misheppnuðu tilraun til að
yngja upp frá árinu áður var ákveðið
að fara í allt aðra átt. Gleðigjafinn
Billy Crystal var fenginn til að
halda uppi stemningunni í níunda
sinn eftir að gamanleikarinn Eddie
Murphy hafði gengið úr skaftinu.
Frammistaða Crystals var góð en allt
var eftir bókinni. Byrjunaratriði hans
var hnyttið, þar sem atriði úr The
Help og Bridesmades, komu við sögu.
Seth MacFarlane (2013)
Umdeilt brjóstalag
Maðurinn á bak við þættina Family Guy var
fenginn til að kynna í fyrsta sinn. Ást
MacFairlanes á gamla stílnum
skein í gegn og gagnrýnandi
Variety líkti honum við
Billy Crystal, bara 25
árum yngri. Frammi-
staða hans fékk
misjöfn viðbrögð.
Sumir töluðu um
að hann hafi reynt
að hneyksla
fólk of
mikið.
Ellen DeGeneres (2014)
Pitsa og heimsfræg sjálfsmynd
Eftir sjö ára hlé var Ellen DeGeneres fengin aftur sem
kynnir og þótti hún standa sig með prýði. Grínið var í
öruggari kantinum og ekkert dans- eða söngatriði var í
boði eins og árin á undan. Margir muna eftir því er hún
pantaði pitsu fyrir stjörnurnar og enn fleiri þegar hún
tók mynd af sér með hópi stjarna, sem varð í kjölfarið
sú ljósmynd sem fékk flest endurtíst á Twitter í sögunni.
Alls fékk hún rúmlega tvær milljónir endurtísta á
meðan á athöfninni stóð.
1
8
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
D
A
-2
D
6
C
1
3
D
A
-2
C
3
0
1
3
D
A
-2
A
F
4
1
3
D
A
-2
9
B
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K