Fréttablaðið - 19.02.2015, Blaðsíða 16
19. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Fá börn lenda í tilvistarkreppu
þegar þau komast á táningsaldur.
Fjörutíu prósent foreldra greina
hins vegar frá breytingum á and-
legri heilsu sinni þegar fyrsta
barnið verður táningur, ekki síst
mæðurnar. Þetta
skrifar mann-
fræðingurinn
Jennifer Senior,
sem st a r fa r
á New York
Magazine, í met-
sölubók sinni All
Joy and No Fun.
Í bókinni vitnar
hún meðal ann-
ars í rannsóknir bandaríska sál-
fræðingsins Laurence Steinberg
og bók hans Adolescence, að því
er greint er frá á vef Aftenposten.
Þar er haft eftir Jennifer Seni-
or að svo virðist sem táningsald-
urinn sé erfiðari fyrir foreldrana
en börnin. Einkum sé þetta erf-
itt fyrir foreldra nútímans sem
hafi gert börnin að þungamiðju
lífs síns. Á aldrinum sex til tólf
ára séu börnin almennt náin for-
eldrum sínum og virði þá en svo
fjarlægist þau skyndilega foreldr-
ana. Breytingarnar verði til þess
að foreldrarnir fari að velta fyrir
sér því sem betur mætti fara í
eigin lífi.
Senior segir að sér hafi komið
á óvart að þetta aldursskeið
barnanna skuli bitna mest á
mæðrunum á tíma jafnréttis. Það
séu að vísu oftar þær sem reyni
að koma unglingum fram úr á
morgnana, fá þá til að taka til og
læra heima. Feðurnir taki oftar
að sér hlutverk félaga tánings-
ins á heimilinu. Þess vegna verði
árekstrarnir við feðurna minni.
Gréta Jónsdóttir, einstaklings-,
hjóna- og fjölskylduráðgjafi, hefur
orðið vör við það í starfi sínu að
þetta tímabil í lífi barnanna geti
reynt meira á mömmurnar en
pabbana. „Þeim finnst að ung-
lingurinn eigi að taka meiri þátt í
heimilisstörfunum en það er ekki
þar með sagt að hann geri það.
Þær verða þá fyrir vonbrigðum og
verða pirraðar yfir mótþróanum.
Þá byrjar vítahringurinn. En það
er svo sem ekki hægt að alhæfa
neitt.“
Gréta getur þess að gríðarlegar
breytingar verði á lífi bæði mæðr-
anna og feðranna þegar börnin
verða unglingar. „Barnið verður
sjálfstæðara og foreldrarnir átta
sig á að stutt sé þangað til það
verður fullorðið og fer að heiman.
Foreldrarnir fara að velta fyrir
sér hvað taki við. Þá koma oft upp
erfiðleikar í sambandi foreldranna
sem hafa kannski alltaf talað bara
um börnin.“ ibs@frettabladid.is
Táningarnir reyna oft mikið
á samband foreldra sinna
Táningsaldurinn er erfiðari fyrir foreldrana en börnin, segir bandarískur mannfræðingur og metsöluhöfund-
ur. Breytingarnar í lífi barnanna verða til þess að foreldrar velta því fyrir sér hvað megi betur fara í eigin lífi.
TÁNINGAR Fjörutíu prósent foreldra greina frá breytingum á andlegri heilsu sinni
þegar fyrsta barnið verður táningur, að því er kemur fram í bókinni All Joy and No
Fun. NORDIDPHOTOS/GETTY
GRÉTA
JÓNSDÓTTIR
(2.120.968 kr. án vsk)
Í vetrarfríi grunnskóla Reykja-
víkur og um helgina verður
skipulögð dagskrá í bókasöfnum
borgarinnar fyrir börn og fjöl-
skyldur þeirra.
Myndasögusmiðja verður í
Árbæ kl. 13 til 15 í dag. Í Spöng-
inni verður perlusmiðja kl. 14 í
dag.
Á morgun, föstudag, verður
föndursmiðja kl. 14 til 15 í
Kringlunni. Þar verður einnig
spiladagur fjölskyldunnar á laug-
ardag kl. 13.30 til 15. 30.
Á laugardag kl. 14 til 16 verður
dagskrá um tungumál í Gerðu-
bergi.
Á sunnudaginn kl. 15 verður
skutlusmiðja í Grófinni. Jón Víðis
kennir hvernig brjóta á pappírs-
skutlur í ýmsum útgáfum.
Nánari upplýsingar má sjá á
vefnum borgarbokasafn.is.
Borgarbókasafn Reykjavíkur:
Föndursmiðjur
og spiladagur
í vetrarfríinu
Á BÓKASAFNI Á bókasöfnum borgar-
innar verður hægt að gera margt
skemmtilegt í vetrarfríinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1
8
-0
2
-2
0
1
5
2
1
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
D
A
-0
0
F
C
1
3
D
9
-F
F
C
0
1
3
D
9
-F
E
8
4
1
3
D
9
-F
D
4
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K