Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 12
9. mars 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er hald- inn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Dagurinn á sér sögu allt aftur til ársins 1910 en um 1970 fékk dagurinn viðurkenningu Samein- uðu þjóðanna og síðan hafa kvennahreyf- ingin, verkalýðsfélög, stjórnvöld og alþjóða- stofnanir sameinast um að nýta daginn málaflokknum til framdráttar. Sameinuðu þjóðirnar fagna 70 ára afmæli á þessu ári. Fram kemur í inngangsorðum sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, sem öðl- aðist gildi þann 24. október 1945, að meðal meginmarkmiða þeirra sé jafnrétti kvenna og karla. Meðal þeirra 160 aðila sem undir- rituðu sáttmálann voru einungis 4 konur og endurspeglar það fæð kvenna í opinberu lífi. Að sama skapi hafði heimsbyggðin enga vitneskju um raunverulega stöðu kvenna fyrr en að Sameinuðu þjóðirnar réðust, í aðdraganda kvennáratugarins 1975–1985, í það verkefni að meta stöðu kvenna í hverju ríki fyrir sig. Í ljós kom að stór hluti kvenna bjó við réttindaleysi, fátækt og ofbeldi. Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnislegum gæðum og tak- markað aðgengi að áhrifastöðum á sviði stjórn- og efnahagsmála. Í ár eru liðin 20 ár frá kvennaráðstefnunni í Peking þar sem merk framkvæmdaáætlun um jafnrétti var samþykkt. Fundur kvenna- nefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú stend- ur yfir í New York er tileinkaður afmæli framkvæmdaáætlunarinnar sem í tólf köfl- um leggur grunn að starfi aðildarríkjanna á sviði jafnréttismála. Sömuleiðis er innihald nýrra þróunarmarkmiða til umræðu á fund- inum. Norðurlöndin hafa sameinast í baráttu fyrir því að réttur kvenna til lífs án mis- mununar og ofbeldis verði virtur. Sérstök áhersla er lögð á aðgengi kvenna að þjónustu á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, t.d hvað varðar aðgengi að frjálsum fóstureyðing- um og bann við limlestingum á kynfærum stúlkubarna og kvenna. Stjórnvöldum víða um heim má vera ljóst að án valdeflingar og þátttöku kvenna er ekki hægt að uppfylla markmið um frið, fæðuöryggi, lýðræðislega stofnanauppbyggingu og jafnt aðgengi að menntun svo að einhver dæmi séu nefnd. Framkvæmdaáætlunin frá Peking 20 ára LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 Þú færð GSM áskrift, internet og heimasíma fyrir 0 krónur með völdum sjónvarpspökkum 365. **Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.*60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift. 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS* Internet 20 GB Heimasími 100 mín.** JAFNRÉTTI Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra ➜ Í dag eru konur enn í meirihluta þeirra sem lifa við skort á efnis- legum gæðum. A ldarfjórðungur er nú liðinn frá stofnun Stígamóta og rúmlega 7.000 einstaklingar hafa leitað til sam- takanna á þessum tíma. Hinn 8. mars árið 1989 á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna ákváðu íslenskar konur frá fjölda kvennasamtaka og félaga að helga daginn baráttunni gegn kynferðisofbeldi á Íslandi. Samtökin eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Á síðasta ári leituðu 618 einstaklingar til samtakanna. Af þeim voru 280 sem leituðu sér aðstoðar í fyrsta skipti og 57 aðstandendur sóttu sér aðstoð. Á bak við þessa rúmlega 7.000 einstaklinga sem hafa leitað sér aðstoðar samtakanna liggja rúmlega 10.000 gerendur. „Helstu áskoranirnar í dag eru að kynferðisbrotamál komast ekki í gegnum réttarkerfið,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið. Þegar tölfræði heimsókna til Stígamóta er skoðuð nánar kemur í ljós að mála- flokkarnir nauðgun, nauðgunartilraun og sifjaspell spanna um 67 prósent þeirra. Þar af voru 13,2 prósent málanna kærð til lögreglu og því vildu 79,7 prósent ekki leggja fram kæru. Þannig eru líkurnar á því að komast upp með þessi brot um 80 prósent. Guðrún sagði að ástæðan að baki flestum ákvörðunum um að leggja ekki fram kæru væri skömm og sektarkennd. Þolendum liði eins og þeir hefðu verið á vitlausum stað, með vitlausu fólki, á vitlausum tíma og í vitlausu ástandi. Um helgina birti mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar bæklinginn Kynlegar tölur í tilefni af þessum baráttudegi kvenna. Þar kemur meðal annars fram að af ellefu morðum sem framin hafa verið hér á landi frá árinu 2003 megi rekja um 60 prósent þeirra til heimilisofbeldis. Í einni umtöluðustu bók síðasta árs, Kötu, frá rithöfund- inum Steinari Braga Guðmundssyni segir aðalsöguhetjan: „Mannréttindi eins og þau eru skilin í dag miða að þörfum og áherslum helmings mannkyns: karla. Þeir tala um frelsi, rétt- læti og bræðralag en á þessu veisluborði hugmyndanna njótum við konur bara brauðmolanna sem falla í gólfið. Meðan okkur er nauðgað, við erum drepnar, seldar mansali í milljónatali, barðar og sligaðar af körlum og niðurlægðar svo aftur með við- bragðsleysi samfélagsins, þá höfnum við þessum karlmiðuðu hugmyndum. Þangað til við sitjum öll við sama borð og rétt- indum er jafnt útdeilt setjum við fram okkar eigin áherslur: Vernd, refsingu og systralag.“ Félagslegu skilaboðin í bókinni eru skýr. Ef kerfið bregst nánast undantekningarlaust mun ein- staklingurinn á endanum taka til sinna ráða. Tíðni ofbeldis gegn konum – hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða morð – er skammarleg. Úrræðaleysi sam- félagsins við að takast á við málaflokkinn er jafn skammarlegt. Stígamót og önnur grasrótarsamtök hafa alltof lengi verið í hlutverki hrópandans í eyðimörkinni – án þess að samfélagið hafi brugðist við. Við þurfum vitundarvakningu til að losna við þessa óværu og leita allra mögulegra leiða til að útrýma þeirri staðreynd að ákveðinn hópur sé í hættu og njóti ekki full- nægjandi verndar í samfélaginu. Vegna þess að ofbeldi gegn konum er faraldur. Og konur munu ekki sitja aðgerðarlausar hjá endalaust. Konur munu ekki sitja aðgerðarlausar hjá: Úrræðaleysið Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Ekki á flótta undan einum Sigríður Björk Guðjónsdóttir er lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Sem slíkur er hún embættismaður í starfi hjá skattgreiðendum þessa lands. Hún getur hins vegar ekki talað við skattgreiðendur nema að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Svo ákveðnum að þau eru bundin við það að einn fjölmiðlamaður tali við hana; Björn Ingi Hrafnsson. Embættismaðurinn Sigríður Björk er í þeirri stöðu að Persónuvernd hefur sagt hana brjóta lög. Sjálf segist hún ekki hafa gert það, nema hún getur ekki sagt það við alla fjölmiðla. Í gær sagðist hún aldrei undir nokkrum kringum- stæðum myndu ræða við fréttastofu Stöðvar 2, svo dæmi sé tekið. Sigríður virðist ekki skilja að samtal fréttamanns og viðmælanda er ekki kaffispjall tveggja einstaklinga, fjölmiðlamaðurinn er milliliður fyrir lesendur og áhorfendur. Samt smá á flótta Sigríður sagðist ekki vera á flótta undan fjölmiðlum, þó leitun sé að manneskju sem hefur hundsað fjöl- miðla af jafn miklum móð og hún síðustu daga. Hún hefur greinilega bara svona ákveðnar skoðanir á því hvað séu fjölmiðlar, sem virðist bundið við Björn Inga Hrafnsson. Gott væri ef Sigríður Björk áttaði sig á því að hreinskiptni og heiðarleiki er eini valkostur hennar í stöðunni. Hreinskiptni gagn- vart öllum, ekki bara þeim sem manni þóknast. Svara beðið Garðar St. Ólafsson, lögmaður lög- reglumanns sem lá undir grun í LÖKE- málinu svokallaða, skrifar athyglisvert bréf á Kjarnann í gær. Þar spyr hann Björn Inga Hrafnsson, eiganda DV og Pressunnar, út í fréttaflutning miðl- anna af málinu, eða öllu heldur skort á fréttaflutningi eftir að fallið var frá ákæru. Þar setur hann fram kenn- ingar um umrædda þögn, reyndar með þeim hvimleiða hætti að þykjast ekki trúa kenningunum en setja þær samt fram. Nú verður athyglisvert að sjá hverju Björn Ingi svarar. kolbeinn@frettabladid.is 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 F -3 7 8 C 1 4 0 F -3 6 5 0 1 4 0 F -3 5 1 4 1 4 0 F -3 3 D 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.