Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 4
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL „Þegar ég var í
fangaklefa í Grindavík lá ég og
vissi að líf mitt eins og ég þekkti
það var búið. Að það sé hægt að
fara svo óvarlega með opinbert
vald er eitthvað sem ég hefði
aldrei leyft mér sem lögreglu-
maður. Frelsissvipting og svipting
mannorðs er eitthvað sem þú getur
aldrei farið of varlega með,“ segir
Gunnar Scheving Thorsteinsson.
Hann var ákærður fyrir að hafa
flett nöfnum yfir 40 kvenna upp í
upplýsingakerfi lögreglunnar, svo-
kölluðu LÖKE-kerfi. Einnig var
hann grunaður um að hafa deilt
upplýsingum til þriðja aðila um
einstakling sem sætti lögreglu-
rannsókn. Á rannsóknarstigi gisti
hann fangageymslu yfir eina nótt.
Síðasta fimmtudag tilkynnti Ríkis-
saksóknari svo að fallið yrði frá
þeim þætti ákærunnar sem snýr
að því að hafa flett upp nöfnum
kvennanna. Gunnar segist síðan
hafa fengið upplýsingar um það
við aðalmeðferð málsins á föstu-
dag að ekki yrði krafist refsingar
yfir honum vegna þess ákæruliðar
sem eftir stendur.
Gunnar Scheving segist telja
að á rannsóknarstigi hafi málið
ekki einungis snúist um það að
hafa flett konunum upp í kerfinu.
„Heldur er það það sem situr eftir
eftir ónýta rannsókn, þar sem ég
var grunaður um miklu alvar-
legri hluti,“ segir Gunnar. Hann
var upphaflega ásakaður um það
að hafa nálgast upplýsingar um
konurnar og deilt þeim opinber-
lega með vinum sínum. Gunnar
bendir á að þær ásakanir gegn sér
hafi birst í fjölmiðlum löngu áður
en gefin var út ákæra. Garðar St.
Ólafsson, verjandi Gunnars, segir
að sá grunur að Gunnar hafi flett
nöfnunum upp í Löke hafi ekki
komið úr tölvukerfinu sjálfu, held-
ur annars staðar frá. Gunnar hafi
einfaldlega ekki flett upp nöfnum
þessara kvenna.
Gunnar segist hafa misst tiltrú
á lögreglu og ákæruvaldinu
fyrst eftir að málið kom upp, en
það álit hafi áunnist aftur eftir
atburði liðinnar viku. „En hvort
ég vil starfa áfram í lögreglunni,
þá er það eitthvað sem ég get
ekki svarað strax. Ég hef helg-
að líf mitt því að starfa sem lög-
reglumaður og ég hef starfað í tíu
ár í lögreglunni. Þetta var fram-
tíðarstarfið mitt og ég hef mik-
inn metnað fyrir þessu starfi. En
að það sé hægt að svipta fótunum
svona undan mér út af fölskum
ástæðum, ég er ekki viss um að
ég vilji aftur vera í þeirri stöðu,“
segir hann.
Hann segist þó hvorki bera
hatur eða illvilja til neins. Hvorki
lögreglu, ákæruvaldsins eða ann-
arra sem tengjast einkalífi hans.
„En ég þarf að rétta hlut minn
sjáanlega. Það sem skiptir mig
miklu máli er að geta horft á
sjálfan mig í spegli,“ segir hann.
Hann muni því sækja rétt sinn,
hvort sem það verði með því að
krefjast refsingar yfir þeim sem
brutu gegn honum eða sækja þær
bætur sem hann eigi rétt á eða
berjast fyrir starfi sínu. „Því ég
ætla út í lögregluna á mínum for-
sendum ef ég ætla út í lögregluna
yfirhöfuð,“ segir Gunnar.
Fékk aftur traust á lögreglu
Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunn-
ar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu.
HUGSI Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur ekki ákveðið hvort hann fer aftur til starfa í lögreglunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
10% af öllum myndum, sem teknar hafa
verið, voru teknar á síðustu 12
mánuðum.
Þegar ég var í
fangaklefa í Grindavík lá
ég og vissi að líf mitt eins
og ég þekkti það var
búið.
Ég hef helgað
líf mitt því að starfa
sem lögreglumaður og ég
hef starfað í tíu ár í
lögreglunni.
Gunnar Scheving Thorsteinsson,
lögreglumaður.
RÚSSLAND Tveir menn eru grun-
aðir um morðið á Boris Nemtsov,
rússneskum stjórnarandstæð-
ingi. Hann var myrtur í síðustu
viku. BBC segir að annar mann-
anna, Zaur Dadayev, hafi viður-
kennt aðild að skotárásinni á brú
í Kreml þann 27. febrúar síðast-
liðinn.
Dadayev og hinn maðurinn,
Anzor Gubashev, eru báðir af
tsjetsjenskum uppruna. Að öðru
leyti er lítið vitað um þá. Mikil
öryggisgæsla var þegar þeir voru
færðir fyrir dómara í gær. Þrír
aðrir menn hafa verið í varðhaldi
í dag vegna rannsóknar málsins.
- jhh
Grunaðir menn frá Tjetjeníu:
Tveir grunaðir
um morðið
SAMFÉLAGSMÁL Í dag hefst alþjóð-
leg fjármálalæsisvika með því
að Máni Mar Steinbjörnsson
hringir bjöllunni í Kauphöllinni
að morgni dags. Vikan er til þess
ætluð að vekja börn og ungmenni
til vitundar um fjármál.
Í vikunni verður fjöldinn allur
af fjölbreyttum viðburðum og er
þetta í annað sinn sem hátíðin er
haldin á Íslandi en alls taka um
eitt hundrað þjóðir þátt í vikunni.
Alþjóðlega fjármálalæsisvikan
er haldin að frumkvæði samtak-
anna Child and Youth Finance
International.
- sa
Vekja ungt fólk til vitundar:
Vika fjármála-
læsis hafin
Í FANGAKLEFA Dadayev er sagður hafa
viðurkennt aðild að árásinni.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn
á höfuðborgar svæðinu vildi ekki
tjá sig við Fréttablaðið eða frétta-
stofu Stöðvar 2 um aðkomu sína að
svokölluðu lekamáli. Hún sagðist
raunar ekki á neinum tímapunkti
ætla að tjá sig við fréttastofu
Stöðvar 2 um þessi mál.
Sigríður Björk sagði þó í viðtali
við Björn Inga Hrafnsson í sjón-
varpsþættinum Eyjunni að hún
væri ekki á flótta undan fjölmiðl-
um.
Persónuvernd komst að þeirri
niðurstöðu í síðustu viku að Sig-
ríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
hefði brotið lög um persónuvernd
og miðlun persónuupplýsinga með
samskiptum sínum við Gísla Frey
Valdórsson, fyrrverandi aðstoðar-
mann innanríkisráðherra. Starfaði
hún þá sem lögreglustjóri á Suður-
nesjum.
Heimildir fréttastofu Stöðvar 2
herma að mikillar óánægju gæti
innan lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu með að Sigríður hafi ekki
upplýst lögregluna um þessi sam-
skipti meðan rannsókn lekamáls-
ins var í gangi.
Sigríður sagði við Eyjuna að
hún hefði ekki vitað af því að upp-
lýsingar um samskipti hennar við
Gísla Frey hefðu ekki fylgt máls-
gögnum til ríkissaksóknara. Það
væri þó sennilega vegna þess að
rannsóknin sneri að því að upplýsa
hvernig minnisblaðið lak úr ráðu-
neytinu en samskipti hennar og
Gísla áttu sér stað um sólarhring
eftir lekann. - gag
Segist ekki hafa vitað að upplýsingar um samskipti sín við Gísla Frey hefðu ekki fylgt málsgögnum:
Ætlar aldrei að ræða lekamálið við Stöð 2
Á LEIÐ ÚR VIÐTALI Sigríður Björk
hafnar því að Persónuvernd hafi komist
að þeirri niðurstöðu að hún hafi brotið
lög. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Grøn Balance
fæst í Krónu
nni
Hafðu það grænt
og njóttu lífsins
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
STORMUR gengur enn og aftur yfir landið á morgun. Síðdegis má búast við stormi
sunnan- og vestanlands með snjókomu í fyrstu en síðan slyddu eða rigningu. Annað
kvöld verður stormurinn yfir landinu austanverðu.
-1°
8
m/s
0°
8
m/s
-2°
5
m/s
2°
11
m/s
Vaxandi
vindur,
stormur
gengur til
norð-aust-
urs yfi r
landið.
Strekkingur
allra vestast
annars
hægari.
Gildistími korta er um hádegi
7°
27°
8°
14°
18°
8°
13°
7°
7°
21°
13°
18°
19°
11°
12°
11°
9°
15°
-2°
6
m/s
2°
2
m/s
-2°
4
m/s
-2°
7
m/s
-2°
6
m/s
-1°
7
m/s
-6°
10
m/s
1°
-2°
-1°
-2°
-2°
-1°
-2°
-2°
-2°
-4°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN
0
8
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:4
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
F
-2
8
B
C
1
4
0
F
-2
7
8
0
1
4
0
F
-2
6
4
4
1
4
0
F
-2
5
0
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K