Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 16
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA FRIÐJÓNSDÓTTIR frá Torfufelli, lést þriðjudaginn 3. mars á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. mars nk. kl. 13.30. Sigurður Jósefsson Guðrún Sigurðardóttir Loftur Sigvaldason Soffía Árnadóttir Árni Sigurðsson Björg Brynjólfsdóttir Jón Hlynur Sigurðsson Sigríður Steinbjörnsdóttir Bjarney Sigurðardóttir Pétur H. Ágústsson Sigrún Lilja Sigurðardóttir Einar Svanbergsson Hólmfríður Sigurðardóttir Haukur Tryggvason Sigurður Torfi Sigurðsson Ragnhildur Sigurðardóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, ÁRNI ARINBJARNARSON tónlistarmaður, Geitlandi 3, Reykjavík, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu miðvikudaginn 11. mars kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á ABC hjálparstarf. Dóra Lydia Haraldsdóttir Arinbjörn Árnason Joanne Árnason Pálína Árnadóttir Margrét Árnadóttir Aron James, Joshua Ben Haraldur Haraldsson Páll Haraldsson önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þökkum auðsýnda samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS STEINARS GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi skólastjóra, Unnarbraut 10. Unnur Ágústsdóttir Katrín Pálsdóttir Gunnar Þorvaldsson Lára Pálsdóttir Sveinn Kjartansson Ingibjörg Pálsdóttir Gunnar Hermannsson Guðrún Pálsdóttir Þórir Baldursson Unnur Pálsdóttir Sigfús Bjarni Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn. Elsku pabbi minn, afi, bróðir og mágur, FRIÐRIK RAGNAR EGGERTSSON vélfræðingur og yfirvélstjóri, varð bráðkvaddur á heimili sínu 25. febrúar sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. mars klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg eða Samtök sykursjúkra. Ragna Hrund Friðriksdóttir Alfreð Máni Ingason Hafsteinn Eggertsson Mandy Baucum Guðjón Ingi Eggertsson Steinunn Thorlacius Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, er um þessar mundir að leggja lokahönd á sögu Alþýðuflokks- ins sem fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Sjálfur á hann sjötíu ára afmæli í dag. „Það kemur alveg flatt upp á mig að vera orðinn sjötugur. Ég hef unnið sjálfstætt svo að það verða engin venju- leg starfslok. Maður er alltaf samur og jafn og vinnur meðan maður hefur heilsu og ánægju af því sem maður er að gera,“ segir hann. Guðjón hefur verið allt síðasta ár að skrifa sögu Alþýðuflokksins og aðeins lengur, að því er hann greinir frá. „Ég er að keppast við að ljúka þessu. Það er fyrirhugað að bókin komi út annaðhvort í nóvember eða í febrúar á næsta ári. Þetta er næstum 100 ára saga og mjög skrautleg á köflum. Flokkurinn klofn- aði fimm sinnum þannig að menn geta rétt ímyndað sér átökin.“ Sagnfræðingurinn hefur farið í gegn- um mikið af gögnum og einkabréfum við ritun sögu flokksins. „Þetta er um alls konar mál sem voru að gerast bak- sviðs.“ Guðjón, sem hefur verið kennari, blaðamaður og ritstjóri, hefur verið sjálfstætt starfandi frá 1991. Eftir hann liggur fjöldi ritverka og hefur hann hlotið fjölmargar viðurkenning- ar fyrir verk sín. Með því eftirminnilegra sem hann hefur gert á rithöfundarferlinum er ritun ævisögu Einars Benediktssonar skálds. „Það er nú aðallega af því að ég fór að leita að honum erlendis. Ég var meðal annars lengi í London. Ég bjóst ekki við að finna mikið en þetta varð alveg ævintýri. Ég elti uppi alls konar þræði og það bar árangur. Ég hitti meðal annars afkomendur manna sem störfuðu með Einari og það var eins í Noregi þegar ég var þar. Ég komst í mörg gögn sem aldrei höfðu verið opin- beruð áður. Maður var eins og Sherlock Holmes.“ Guðjón er fæddur og uppalinn í Reykjavík og kveðst eiginlega vera Afl ar gagna á sama hátt og Sherlock Holmes Guðjón Friðriksson, rithöfundur og sagnfræðingur, sem er 70 ára í dag, segir ritun ævisögu Einars Benediktssonar með því eft irminnilegra sem hann hafi gert. Hann ritar nú sögu Alþýðufl okksins sem hann segir hafa verið skrautlega á köfl um. Áður en Sinfóníuhljómsveit Íslands tók til starfa höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar til stofnunar sinfóníuhljómsveitar og má þar nefna Útvarpshljómsveitina sem starfrækt var í nokkur ár. Einn aðal- hvatamaður að stofnun hennar var Jón Þórarinsson. Sínfóníuhljómsveitin var stofnuð fimmtudagskvöldið 9. mars 1950 þegar 39 manna sveit, þar af 5 erlendir tré- og málmblásturshljóðfæraleikarar, hélt fyrstu tónleikana í Austurbæjar- bíói. Aðgangseyrir var 20 krónur og á tónleikunum var m.a. leikinn Egmont-for- leikurinn eftir Beethoven og Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. „Hefur aldrei áður heyrst svo stór og fullkomin íslenzk hljómsveit hér,“ mátti lesa í blöðunum og var mikið rætt um fagnaðarlætin sem brutust út í lokin. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að tryggja hljóm- sveitinni rekstrargrundvöll, þannig var hljómsveitin rekin af Ríkisútvarpinu fram að 1983 þegar lög voru samþykkt sem tryggðu sjálfstæði hennar. ÞETTA GERÐIST 9. MARS 1950 Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnuð Í REYKJAVÍKURAKADEMÍUNNI Guðjón Friðriksson var með kaffi fyrir nánustu fjölskyldu í gær í tilefni sjötugsafmælisins. Hann segist kannski hafa meira við þegar hann verður 75 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR bæði Austur- og Vesturbæingur. Hann hafi búið á Barónsstíg til 12 ára aldurs en flutt þaðan með foreldrum sínum á Holtsgötu. Á blaðamannsferlinum skrifaði hann mikið um Reykjavík, að því er hann greinir frá. „Árið 1985 var ég ásamt öðrum sagnfræðingi ráðinn til að skrifa Sögu Reykjavíkur. Davíð Oddsson var þá borgarstjóri og ég kom beint af Þjóðviljanum,“ segir hann og það bregður fyrir kímni í röddinni. ibs@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1497 Nikulás Kóperni- kus gerir fyrstu skráðu stjörnuathugun sína. 1685 132 menn af ell- efu skipum farast í snöggu áhlaupsveðri, sem gengið hefur undir nafninu Góuþrælsveðr- ið. Skipin voru frá Staf- nesi og Vestmanna- eyjum. 1796 Napoleon Bonap- arte giftist fyrstu konu sinni, Josephine de Beauharnais. 1831 Lúðvík Filippus Frakkakonungur stofnar frönsku útlend- ingaherdeildina. 1862 Fyrsti bardagi á milli tveggja brynvarinna skipa, Monitor og Virginia, er háður í Bandaríkjunum og lýkur með jafntefli. 1943 Bobby Fischer, bandarískur skákmaður og fyrrverandi heimsmeistari í skák, fæðist. 1957 Jarðskjálfti að stærð 9,1 verður á Aleútaeyjum. 2007 Byggingu nýja Wembley-leikvangsins lýkur. 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 F -1 E D C 1 4 0 F -1 D A 0 1 4 0 F -1 C 6 4 1 4 0 F -1 B 2 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.