Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 8
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 (2.120.968 kr. án vsk) SAMFÉLAGSMÁL Fatlaðar konur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en nokkur annar samfélagshóp- ur samkvæmt tölum frá mann- réttindaskrifstofu Reykjavíkur. Bryndís Snæbjörnsdóttir, for- maður Þroskahjálpar, segist ótt- ast að minnkandi kröfur um fag- mennsku í þjónustu við fatlaða kunni að auka á vandann. María Þorleif Hreiðarsdótt- ir segir fyrst nú farið að taka þessi mál alvarlega. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi þegar hún starfaði á vernduðum vinnustað í Kópavogi fyrir rúmum 20 árum. Málið var aldrei kært til lög- reglu. Hún segir að sér hafi verið uppálagt að treysta manninum sem var um sextugt og starfaði sem leiðbeinandi á staðnum. Hún hafi orðið afar hrædd og hraðað sér heim án þess að stimpla sig út. Maðurinn hafi síðar gengið á hana og beðið hana um að þegja yfir reynslu sinni. Bryndís Snæbjörnsdóttir segir lítinn skilning á ofbeldi gegn fötl- uðum konum innan réttarkerfis- ins. Málum hafi verið vísað frá dómi þar sem þroskaskertar konur þyki ekki nógu trúverð- ugar og eigi erfitt með að muna tímasetningar. Það sé hins vegar ekki metið, að þær eigi erfiðara með að spinna upp sögur. Þroska- hjálp er nú í samstarfi við innan- ríkisráðuneytið og dómstóla um málið. Bryndís segir mikilvægt að aðgreina ekki fatlaða frá öðrum heldur tryggja eðlilega blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Þá þurfi að fræða starfsfólk og fatlaða um áhrif kynferðisofbeldis og efla vald fatlaðra og ábyrgð á eigin lífi. - þká / sa Fatlaðir líklegri þolendur kynferðislegs ofbeldis: Fatlaðir í meiri hættu PÓSTUR Póstbíll kemur til með að sinna þjónustu við íbúa á afgreiðslusvæðum Ísland- spósts við Vík í Mýr- dal og á Kirkju bæjar- klaustri. Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS) hefur samþykkt beiðnir Póstsins um heim- ild til að loka póstaf- greiðslum á þessum stöðum. Mat PFS er að þjónustan sem Íslandspóstur ætlar að veita í stað póstaf- greiðslu fullnægi gæðakröfum laga um póstþjónustu, sem og þeim skyldum sem hvíla á fyrirtækinu sem alþjónustuveitanda. „Engin breyting er boðuð af hálfu Ísland- spósts varðandi útburð póstsendinga á svæð- inu. Breytingin felst eingöngu í þeim þætti starfseminnar er varðar móttöku sendinga á sér- stökum afgreiðslustað,“ segir í umfjöllun PFS. „Bréfberi/bílstjóri mun nú taka á móti póstsendingum frá íbúum og fyrirtækjum á þessum stöðum með sama hætti og hann hefur gert hjá íbúum utan þétt- býlis um áraraðir.“ Bent er á að íbúar geti hringt í bréfbera/bílstjóra og pantað þjónustu á viðverutíma starfs- mannsins, auk þess sem póst- kassi verði á báðum stöðum. - óká PFS heimilar Íslandspósti að loka pósthúsum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri: Bréfberi sinnir nú þjónustunni BANDARÍKIN Átján mánaða stúlka slapp með skrekkinn þegar bíll sem móðir hennar og hún voru í fór út af vegi og valt ofan í ískalda á í Utah í Bandaríkjun- um. Þrettán klukkustundir liðu þangað til hún fannst og þá var móðirin látin. Björgunarlið velti bílnum á hliðina og fannst þá stúlkubarnið í aftursætinu, en móðirin var látin í framsætinu. Stúlkan var samstundis send á spítala. Hún var í hættu en ástand hennar þó stöðugt. - jhh Bíll endaði á hvolfi í kaldri á: Móðir lést en barn bjargaðist VEÐUR 41 snjóflóð hefur fallið síð- ustu tíu daga samkvæmt Veður- stofunni. 20 þeirra hafa fallið á Vestfjörðum og 15 sitt hvorum megin við Eyjafjörðinn; á Trölla- skaga og í Grýtubakkahreppi. Töluverð hætta er á snjóflóðum á þessum svæðum. Snjóflóðahætta samkvæmt svæðisspá þarf þó ekki að fela í sér hættu á snjóflóð- um í byggð á viðkomandi svæði. Víða hefur verið skafrenningur til fjalla og varúðar skal gætt þar sem snjór hefur safnast. - sa Fjögur flóð á hverjum degi: Enn töluverð hætta á flóðum BEÐIN UM AÐ ÞEGJA María Þorleif Hreiðarsdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi á vernduðum vinnustað. Hún segir fyrst nú farið að taka þessi mál alvarlega. 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 F -5 0 3 C 1 4 0 F -4 F 0 0 1 4 0 F -4 D C 4 1 4 0 F -4 C 8 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.