Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.03.2015, Blaðsíða 50
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. MCKINLEY TREKKER Vandaðir gönguskór úr leðri með VIBRAM sóla. Dömu- og herrastærðir. Dökkbrúnir. POLAR LOOP ÚR Heldur utan um alla hreyfingu allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Litir: Svart, fjólublátt, blátt. 19.990 Fullt verð: 26.990 Fermingar- tilboð NIKE FREE 5.0 Hlaupaskór sem bæði styrkja og vernda fætur. Margir litir. Herra- og dömustærðir. HAGLÖFS TURA 35 Léttur 35L bakpoki með festingar fyrir skíði og snjóbretti. Fæst aðeins á Bíldshöfða. MCKINLEY CAVANNA 50L bakpoki með góðum mjaðma- og axlarólum. Hægt er að renna litlum dagspoka af. Rennt hólf fyrir axlarólar. Stillanlegt bak. Fæst aðeins á Bíldshöfða. 19.990 VERÐ FRÁ Sem nýtast vel og endast lengi GÓÐAR FERMINGARGJAFIR 19.990 Tilvalin fermingargjöf 24.690 Tilvalin fermingargjöf 24.690 Tilvalin fermingargjöf ENSKI BIKARINN BRADFORD CITY - READING 0-0 Liðin þurfa að mætast aftur. LIVERPOOL - BLACKBURN 0-0 Liðin þurfa að mætast aftur. ASTON VILLA - WEST BROM 2-0 1-0 Fabian Delph (51.), 2-0 Scott Sinclair (85.). Manchester United og Arsenal mætast á Old Trafford klukkan 19:45 í kvöld í síðasta leik átta liða úrslitanna. Dregið verður í undanúrslitin eftir leikinn. LANGÞRÁÐUR ÁFANGI Aston Villa bar sigurorð af nágrönnum sínum í West Brom, 2-0, á Villa Park á laugardaginn og tryggði sér sæti þar með sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 2010. Stuðningsmenn liðsins ruddust inn á völlinn eftir að flautað var til leiksloka og fögnuðu sínum mön- num ákaft. Fyrirliðinn Fabian Delph var meðal annars bitinn í fagnaðarlátunum. Í gær báðust forráðamenn Aston Villa afsökunar á athæfi stuðningsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI „Já, ég man mjög vel eftir honum,“ sagði knattspyrnu- konan Dagný Brynjarsdóttir í sam- tali við Fréttablaðið um helgina, aðspurð hvort hún muni eftir fyrsta A-landsleiknum sem hún spilaði. Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Al- garve-mótinu í Portúgal. Þá var Dagný 18 ára og með stjörnur í augunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er Dagný 23 ára, leikmaður Bayern München og leikur sinn 51. landsleik þegar Ísland mætir Bandaríkjunum á Algarve-mótinu á morgun. „Ég byrjaði inni á og viðurkenni að ég var frekar stressuð og með stjörnur í augunum að mæta þess- um stelpum. Það verður aðeins öðruvísi að mæta þeim á morg- un,“ sagði Dagný um fyrsta lands- leikinn en man hún hvernig henni gekk í honum? „Örugglega skítsæmilega, miðað við fyrsta leik. Ekkert frábærlega og ekkert illa heldur,“ sagði hún en Ísland tapaði leiknum 2-0, þar sem bæði mörkin komu á þriggja mín- útna kafla í seinni hálfleik. Það fyrra var sjálfsmark en Lauren Chaney skoraði seinna markið. Ísland átti þó góða mögu- leika á að fá eitthvað út úr leiknum en hinn þekkti markvörður Banda- ríkjanna, Hope Solo, varði tvær vítaspyrnur frá íslenska liðinu. Dagný spilaði í fjögur ár með liði Florida State í bandaríska háskólaboltanum við góðan orð- stír. Fjórða og síðasta árið hennar í Florida State var draumi líkast en þá varð liðið bandarískur háskóla- meistari, í fyrsta sinn í sögu skól- ans. Dagný var fyrirliði Florida State og var valin í lið ársins í háskólaboltanum. Hún kannast við nokkra leikmenn bandaríska liðs- ins frá skólaárunum vestanhafs. „Það eru fjórar sem ég spilaði á móti og stelpan sem er á miðjunni hjá þeim, Morgan Brian, var val- inn besti leikmaður háskólabolt- ans þegar ég var valin næstbest. Ég gleymi því ekkert hvað hún heitir,“ sagði Dagný og hló við en þær Brian áttust þrisvar við á síð- ustu fjórum mánuðum Dagnýjar í skólanum. Fyrir utan stelpurnar sem Dagný spilaði gegn í háskólabolt- anum er bandaríska liðið frekar gamalt, en tólf af þeim 25 sem skipa leikmannahópinn á Algarve eru fæddar 1985 eða seinna. Til að mynda verður fyrirliði Bandaríkj- anna, miðvörðurinn Christie Ram- pone, fertug á árinu en hún hefur spilað yfir 300 landsleiki. Bandaríkin taka Algarve-mótið mjög alvarlega en liðið var saman í 90 daga fyrir mótið. Það verður því við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu á morgun en það tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu. „Auðvitað reikna allir með bandarískum sigri, en ef við spilum vel getum við alveg náð góðum úrslitum,“ sagði Dagný að lokum. ingvithor@365.is Var með stjörnur í augunum árið 2010 Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik fyrir fi mm árum gegn Bandaríkjunum sem er einmitt næsti mótherji Íslands á Algarve-mótinu í Portúgal. Íslensku stelpurnar hafa tapað báðum leikjunum til þessa. ÖFLUG Dagný lék landsleik númer fimm- tíu gegn Noregi á föstudaginn. MYND/KSÍ 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 F -4 B 4 C 1 4 0 F -4 A 1 0 1 4 0 F -4 8 D 4 1 4 0 F -4 7 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.