Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2015, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 09.03.2015, Qupperneq 50
9. mars 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 Ö ll ve rð e ru b ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og /e ða m yn da br en gl . INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4891 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. MCKINLEY TREKKER Vandaðir gönguskór úr leðri með VIBRAM sóla. Dömu- og herrastærðir. Dökkbrúnir. POLAR LOOP ÚR Heldur utan um alla hreyfingu allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Litir: Svart, fjólublátt, blátt. 19.990 Fullt verð: 26.990 Fermingar- tilboð NIKE FREE 5.0 Hlaupaskór sem bæði styrkja og vernda fætur. Margir litir. Herra- og dömustærðir. HAGLÖFS TURA 35 Léttur 35L bakpoki með festingar fyrir skíði og snjóbretti. Fæst aðeins á Bíldshöfða. MCKINLEY CAVANNA 50L bakpoki með góðum mjaðma- og axlarólum. Hægt er að renna litlum dagspoka af. Rennt hólf fyrir axlarólar. Stillanlegt bak. Fæst aðeins á Bíldshöfða. 19.990 VERÐ FRÁ Sem nýtast vel og endast lengi GÓÐAR FERMINGARGJAFIR 19.990 Tilvalin fermingargjöf 24.690 Tilvalin fermingargjöf 24.690 Tilvalin fermingargjöf ENSKI BIKARINN BRADFORD CITY - READING 0-0 Liðin þurfa að mætast aftur. LIVERPOOL - BLACKBURN 0-0 Liðin þurfa að mætast aftur. ASTON VILLA - WEST BROM 2-0 1-0 Fabian Delph (51.), 2-0 Scott Sinclair (85.). Manchester United og Arsenal mætast á Old Trafford klukkan 19:45 í kvöld í síðasta leik átta liða úrslitanna. Dregið verður í undanúrslitin eftir leikinn. LANGÞRÁÐUR ÁFANGI Aston Villa bar sigurorð af nágrönnum sínum í West Brom, 2-0, á Villa Park á laugardaginn og tryggði sér sæti þar með sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan 2010. Stuðningsmenn liðsins ruddust inn á völlinn eftir að flautað var til leiksloka og fögnuðu sínum mön- num ákaft. Fyrirliðinn Fabian Delph var meðal annars bitinn í fagnaðarlátunum. Í gær báðust forráðamenn Aston Villa afsökunar á athæfi stuðningsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI „Já, ég man mjög vel eftir honum,“ sagði knattspyrnu- konan Dagný Brynjarsdóttir í sam- tali við Fréttablaðið um helgina, aðspurð hvort hún muni eftir fyrsta A-landsleiknum sem hún spilaði. Rétt rúm fimm ár eru síðan Dagný þreytti frumraun sína með landsliðinu en fyrsti leikurinn var gegn stórliði Bandaríkjanna á Al- garve-mótinu í Portúgal. Þá var Dagný 18 ára og með stjörnur í augunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er Dagný 23 ára, leikmaður Bayern München og leikur sinn 51. landsleik þegar Ísland mætir Bandaríkjunum á Algarve-mótinu á morgun. „Ég byrjaði inni á og viðurkenni að ég var frekar stressuð og með stjörnur í augunum að mæta þess- um stelpum. Það verður aðeins öðruvísi að mæta þeim á morg- un,“ sagði Dagný um fyrsta lands- leikinn en man hún hvernig henni gekk í honum? „Örugglega skítsæmilega, miðað við fyrsta leik. Ekkert frábærlega og ekkert illa heldur,“ sagði hún en Ísland tapaði leiknum 2-0, þar sem bæði mörkin komu á þriggja mín- útna kafla í seinni hálfleik. Það fyrra var sjálfsmark en Lauren Chaney skoraði seinna markið. Ísland átti þó góða mögu- leika á að fá eitthvað út úr leiknum en hinn þekkti markvörður Banda- ríkjanna, Hope Solo, varði tvær vítaspyrnur frá íslenska liðinu. Dagný spilaði í fjögur ár með liði Florida State í bandaríska háskólaboltanum við góðan orð- stír. Fjórða og síðasta árið hennar í Florida State var draumi líkast en þá varð liðið bandarískur háskóla- meistari, í fyrsta sinn í sögu skól- ans. Dagný var fyrirliði Florida State og var valin í lið ársins í háskólaboltanum. Hún kannast við nokkra leikmenn bandaríska liðs- ins frá skólaárunum vestanhafs. „Það eru fjórar sem ég spilaði á móti og stelpan sem er á miðjunni hjá þeim, Morgan Brian, var val- inn besti leikmaður háskólabolt- ans þegar ég var valin næstbest. Ég gleymi því ekkert hvað hún heitir,“ sagði Dagný og hló við en þær Brian áttust þrisvar við á síð- ustu fjórum mánuðum Dagnýjar í skólanum. Fyrir utan stelpurnar sem Dagný spilaði gegn í háskólabolt- anum er bandaríska liðið frekar gamalt, en tólf af þeim 25 sem skipa leikmannahópinn á Algarve eru fæddar 1985 eða seinna. Til að mynda verður fyrirliði Bandaríkj- anna, miðvörðurinn Christie Ram- pone, fertug á árinu en hún hefur spilað yfir 300 landsleiki. Bandaríkin taka Algarve-mótið mjög alvarlega en liðið var saman í 90 daga fyrir mótið. Það verður því við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu á morgun en það tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu. „Auðvitað reikna allir með bandarískum sigri, en ef við spilum vel getum við alveg náð góðum úrslitum,“ sagði Dagný að lokum. ingvithor@365.is Var með stjörnur í augunum árið 2010 Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik fyrir fi mm árum gegn Bandaríkjunum sem er einmitt næsti mótherji Íslands á Algarve-mótinu í Portúgal. Íslensku stelpurnar hafa tapað báðum leikjunum til þessa. ÖFLUG Dagný lék landsleik númer fimm- tíu gegn Noregi á föstudaginn. MYND/KSÍ 0 8 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :4 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 F -4 B 4 C 1 4 0 F -4 A 1 0 1 4 0 F -4 8 D 4 1 4 0 F -4 7 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.