Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Síða 10
Fimmtudaginn 29. ágúst 1991 - FRÉTTIR • Vestmannaeyjamótinu í 6. aldursflokki lauk sl. Hmmtudag með sigri Týs bæði í A og B. Hjá A-liðunum sigraði Týr 5 leiki en Þór 1 en hjá B-liðunum sigraði Týr alla leikina. Á vinstri myndinni má sjá 6. nokk A beggja félaga ásamt þjálfurum sínum, þeim Inga Sigurðssyni Þór og Heimi Hallgrímssyni Tý og á hægri myndinni eru B-lið Týs og Þórs ásamt þjálfurum sínum. Knattspyma: Stúlkurnar í 2. flokki kvenna Týs gerðu sér lítið fyrir og kræktu sér í Islandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki í úrslitakeppninni sem var haldin í Evjum um sl. helgi. Er þetta fyrsti Islandsmeistaratitill í yngri flokkunum sem fer til Eyja síðan 1980 þegar 2. fl. ÍBV bar sigur úr býtum og fyrsti titillinn síðan yngri flokkamir hófu að leika undir merki Týs og Þórs 1980. Auk þessa er þetta fyrsti íslandsmeistaratitillinn í knattspyrnu utanhúss í sögu Týs þannig að stúlkurnar skráðu sig held- ur betur á spjöld sögunnar. Stúlkurn- ar í 2. flokki Týs eru vel að þessum sigri komnar, hafa sýpt mikinn stíg- anda ■ allt sumar undir röggsamri stjórn þjálfaranna Þorsteins Gunn- arssonar og Jóns Ólafs Daníelssonar. Þær töpuðu ekki leik í öllu íslands- mótinu, sigruðu 9 leiki og gerðu 2 jafntefli, skoruðu 51 mark en fengu aðeins á sig þrjú mörk í allt sumar. Fjögur lið tóku þátt í úrslitakeppn- inni; Týr, Breiðablik, KR og KA og var leikin einföld umferð. Týr mætti Breiðablik í fyrstu um- ferðinni en þessi lið höfðu mæst einu sinni áður í sumar og lyktaði þeim leik með jafntefli 1-1. Þetta varð mikill baráttuleikur og ckkert gefið eftir. Þórunn Ragnarsdóttir náði for- ystunni fyrir Tý með poti af stuttu færi en Breiðablik jafnaði beint úr hornspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. í seinni hálfleik áttu Týsstúlkurnar hættulegri færi og það var íris Sæ- mundsdóttir fyrirliði sem skoraði sigurmark Týs úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur2-l og var sigurinn sanngjarn. í fyrstu umferðinni sigraði KR lið KA4-1. í 2. umferð mættust Týr og KR. Þetta var líka mikill baráttuleikur enda nánast um úrslitaleik að ræða. KR náði forystunni í fyrri hálfleik eftir varnarmistök en Týsstúlkunum tókst á jafna á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins. Það var reyndar sjálfs- mark KR en þær Elísa Sigurðardóttir og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir áttu allan heiðurinn að markinu. 1-1 urðu lokatölur leiksins og voru það sann- gjörn úrslit. í 2. umferðinni sigraði Breiðablik lið KA 4-1 þannig að ljóst var að baráttan um titilinn stóð á milli Týs og KR en KR hafði vinninginn fyrir síðustu umferðina á betri markahlut- falli. í síðustu umferðinni mætti Týr liði KA og varð sigur að vinnast til að halda í vonina um titilinn. Þetta var mikill rokleikur og þrátt fyrir tölu- verða yfirburði Týs gekk þeim erfið- lega að skapa sér marktækifæri. Það var Dögg Lára Sigurgeirsdóttir sem tókst að skora fyrra markið fyrir Tý eftir hornspyrnu undir lok fyrri hálf- leiks en Sara Ólafsdóttir skoraði seinna markið og var það sérlega glæsilegt, þrumuskot af 30 metra færi og það í mótvindi. Lokatölur2-0 fyrir Tý en nú þurfti Týr að treysta á að Breiðablik myndi ná stigi af KR til að tryggja sér titilinn. Það gerði Breiðablik oggott betur. Þær sigruðu KR hvorki meira né minna en 6-0 og náöu 2. sætinu en það varð Knattspyrnufélagiö Týr sem hampaði íslandsmeistaratitlin- um, þeim fyrsta í sögu félagsins. Það var fris Sæmundsdóttir fyrir- liði sem tók við bikarnum úr hönd formanns fBV, Ómars Garðarsson- ar. Týrararnir fögnuðu sigri sínum gífurlega, hlupu heiðurshring á Týs- vellinum og tolleruðu þjálfara sína, þá Þorstein og Jón Ólaf. Lokastaðan í úrslitakeppninni varð því þessi: Týr 3 2 1 0 5-2 5 UBK 3 2 1 1 11-3 4 KR 3 111 5-10 3 KA 3 0 0 3 1-10 0 Það var Breiðablik sem fékk Hátt- vísisverðlaunin fyrir prúðasta lið mótsins. Þorsteinn Gunnnnrsson þiónori 2.H. Tys: Mjög stoltur af stúlkunum Þjálfari íslandsmeistara 2. fl. kvenna Týs heitir Þorsteinn Gunn- arsson og hans sérlegi aðstoðarþjálf- ari í sumar hefur verið Jón Ólafur Daníelsson, báðir kunnir úr meist- araflokki ÍBV. Þeir voru að vonum kampakátir eftir að titillinn var kom- inn í höfn og fögnuðu vel og innilega. „Þótt maður hafi verið með um ýmislegt sem leikmaður með ÍBV þá held ég að þetta slái allt út," sagði Þorsteinn. „Ég er mjög stoltur af stúlkunum. Þær hafa æft mjög vel í allt sumar, verið mjög áhugasamar og eru svo sannarlega vel að þessum titli komnar. Allar þessar stelpur leika einnig í meistaraflokknum og þótt gengið hafi verið rysjótt þar, hafa þær haft mjög gott af því að spila svona upp fyrir sig. Það sýndi sig svo sannarlega í úrslitakeppninni um helgina. Þar spiluðu þær mjög agað- an fótbolta en það var fyrst og fremst sterk vörn sem var aðall liðsins," sagði Þorsteinn og vildi að lokum þakka Jóni Ólafi aðstoðarþjálfara fyrir frábært samstarf í sumar, hann ætti stóran þátt í þessum sigri. Áttum skilið oð vinna þetta Fyrirliði íslandsmcistura 2. flokks Týs heitir íris Sæmundsdóttir og vcrður ekki annað sagt en að hún hafi farið á kostum í úrslitakeppn- inni. ( samtali við blaðið sagði (ris að þetta hefði verið alveg stórkostlegt. „Tilfinningin að vinna íslandsmeist- aratitilinn er ólýsanleg. Ég trúi þessu varla enn. Þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar en við erum með mikið baráttulið og áttum alveg að skilið að vinna þetta. Leikurinn í fyrstu umferðinni gegn Breiðablik fannst mér vera hinn eig- inlegi úrslitaleikur. Þarna mættu bæðin liöin óþreytt með sinn sterk- asta mannskap til leiks én við unnum mjög verðskuldað. Við komumst taplausar í gegnum allt íslandsmótið og það segir sína sögu,“ sagði íris Sæmundsdóttir fyrirliði að lokum. ÍBV-stúlkurnar í œfingaferð í Svíþjóð • Stúlkurnar í 2. fl. kv. Týs tollera annan þjálfara sinn, Þorstein Gunnarsson. Hinn þjalfarinn, Jón Ólafur fékk sömu meðferð. 9 íris Sæmundsdóttir. íris Soemundsdóttir fyrirliði 2.f I. Týs: Annar flokkur og meistaraflokkur ÍBV kvenna eru þessa dagana í æfingaferð í Svíþjóð hjá sænska lið- inu I.K. Sávehof í Gautaborg. Er þessi ferð hápunktur undirbúnings- tímabilsins sem hófst um miðjan júlí. Ólöf Heiða Elíasdóttir í hand- knattleiksráði ÍBV sagði að stelpurn- ar hefðu farið utan á mánudaginn og hófu þær strax æfingar af fullum krafti. Æft er á hverjum morgni og á kvöldin eru æfingaleikir. Frá föstu- degi til sunnudag? tekur meistara- flokkur þátt í 15 liða fjölliðamóti og verður gaman að sjá hvernig þeim vegnar þar og munum við reyna að greina frá því í næsta blaði. islandsmeistarar 2. flokks kvenna Týs Þetta eru stúlkurnar í Tý sem tryggðu sér íslandsmeistaratitil- inn í knattspyrnu í 2. aldursflokki (15-17 ára); Elísabet Sveinsdóttir 16 ára, markvörður: Tók fram hanskana í vor og hefur sýnt ótrúlegar framfarir í allt sumar og er orðin einn besti markvörður landsins í sínum aldursflokki. Lét stem meiðsli ekki aftra sér frá að leika í úrslitunum. Sara Ólafsdóttir 17 ára, varnarmaður: Hálfgert undrabarn í íþróttum. Getur leikið allar stöður en lék aftast í vörninni í úrslitunum og stjórnaði varnarleiknum eins og herforingi. Lék frábærlega vel í úrslitunum. Eva Sveinsdóttir, 17 ára, varnarmaður: Það fer enginn sóknarmaður framhjá Evu. Er mjög föst fyrir, traust og örugg og á mikla framtíð fyrirsér í fótboltanum. Leikur með stúlknalandsliði íslands. Guðbjörg Þórðardóttir 15 ára, varnar- maður: Er á yngsta ári í 2. flokki en er mjög hörð í horn að taka. Hefur tekið gífurlegum framförum í sumar og lék mjögvel í úrslitunum. Ragna Jenný Friðríksdóttir 16 ára, tengi- liður: Sterkur leikmaður og þær gerast ekki betri til að sinna varnarhlutverkinu á miðjunni. Hefur einnig tekið miklum framförum í sumar og lék sérlega vel í úrslitunum. Anna Lilja Tómasdóttir 17 ára, tengilið- ur: Getur leikið allar stöður á vellinum en lék í úrslitakeppninni á hægri kantinum og fórst það mjög vel úr hendi. Sýndi sína langbestu leiki í sumar í úrslitunum. lét skynsemina ráða eins og henni einni er lagið. Sigþóra Guðmundsdóttir 17 ára, tengilið- ur: Lék framan af sumri í vörninni en var færð á miðjuna í úr'slitunum og lék mjög vel þrátt fyrir að hafa átt við meiðsli að stríða. Föst fyrir og gefur aldrei þumlung eftir. Elísa Sigurðardóttir 15 ára, tengiliður: Ein sú efnilegasta í fótboltanum í Eyjum. Leikur á vinstri vængnum og átti margar góðar rispur upp kantinn í úrslitunum. Iris Sæmundsdóttir 17 ára, tengiliður: Fyrirliði liðsins og lék stórkostlega vel í úrslitunum. Hefur mikla yfirferð á veflin- um og er stórhættuleg í vítateig andstæð- inganna. Leikur með stúlknalandsliðinu. Dögg Lára Sigurgeirsdóttir 17 ára fram- herji: Ein af þeim sem hefur sýnt miklar framfarir. Er mjög hættuleg hvaða vörn sem er og þegar hún er í stuði getur hún gert ótrúlegustu kúnstir. Lék vel í úrslitunum og skoraði hið þýðingamikla fyrsta mark gegn KA. Þórunn Raguarsdóttir 15 ára framhcrji: Ein sú fljótasta í sínum aldursflokki. Mjög hættulegur sóknarmaður og áttu andstæðingarnir í úrslitnunum í hinum mestu vandræðum með hana. Petra Bragadóttir 15 ára markvörður: Varamarkvörður liðsins. Hefur æft vel í sumar en ekki tekist að komast í liðið. Laufey Jörgensdóttir 16 ára tengiliður: Er ný stigin upp úr meiðslum. Var frá í allt sumar cn rétt slapp í úrslitakeppnina. Kom inná í tveimur leikjanna og stóð sig með mikill prýði. Matthildur Halldórsdóttir 15 ára fram- herji: Mjög efnileg stúlka en varð að sætta sig við að sitja á bekknum í úrslitunum. Kom inn á á móti KA ogstóð sig mjögvei. Jóhanna Fannarsdóttir 17 ára markvörð- ur: Varamarkvörður liðsins. Æfði vel framan af og hefur mjög gott grip. Auk þessa voru þrjár 3. flokks stúlkur í hópnum. þær Asa Ingibergsdóttir. Thelma Róbertsdóttir og Ragna Ragnars- dóttir sem allar eru mjög efnilegar. Ása kom inná gegn KR og stóð sig með prýði. Islandsmótið byrjar 9. október og þá mæta stelpurnar KR hér heima. í meistarflokki er keppt í einni deild. leikið heima og heiman og eftir það verður úrslitakeppni efstu liða. Forföll hjó ÍBV Ljóst er að ÍBV kemur ekki til með að geta stillt upp sínu sterk- asta liði gegn Breiðablik í 1. deildinni á laugardaginn þegar liðin mætast í Kópavogi og eru það varnarmenn liðsins sem for- fallast nú hver á eftir öðrum. Tveir varnarleikmenn eru í leikbanni. þeir Sigurður Ingason og Bergur Ágústsson sem reynd- ar er farinn út til Noregs í nám. Þá á varnatröllið Friðrik Sæ- björnsson enn við meiðsli að stríða en flest bendir til þess að hann verði ekki tilbúinn í slaginn á laugardaginn. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið. ÍBV er í 4. sæti með 23 stig en Breiðablik í 5.-7. sæti með 20 stig. Týs islandsmeistari - fyrsti islundsmeistaratítillinn í yngri f lokkunum til Eyja síðan 1980. 2. flokkur kvenno

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.