Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Síða 11
PRÉTTIR - Fimmtudaginn 29. ógúst 1991 KIRKJURNAR A Landakirkja Guðsþjónusta n.k. sunnudag, 1. sept. kl. 11:00 árdegis. Sr. Bjarni Karlsson nýráðinn prestur safnaðarins predikar. Organisti: Guðmundur H. Guð- jónsson. Betel Allt eins og venjulega í Betei. Verið velkomin! iLi ra i Laugardagur . Biblíurannsókn kl. 10:00. Hlutaveltukrakkar Þær Hjördís Elsa Guðlaugs- dóttir og Kristín Óskarsdóttir héldu hlutaveltu um daginn og gáfu kr. 3.047 til styrktar Rauða krossi íslands. Kærar þakkir. Vestmannaeyjadeild Rauða kross íslands Ágúst Karlsson gjaldkeri Krmttspyrna 30 ára og eldri: Þeir „gömlu" íslandsmeistarar Eftir að hafa lent tvisvar í öðru sæti í flokki 30 ára og eldri náði ÍBV þeim glæsilega árangri að verða Is- landsmeistari eftir 3-2 sigur á Val á Helgafellsvelli á föstudaginn. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og var það ekki fyrr en undir lokin sem Viðari Elíassyni tökst aö skora sigurmark ÍBV. Það fór ekki fram hjá áhorfendum að bæði liðin ætluðu sér sigur í þessum leik og gáfu ekkert frá fyrstu mínútu. Bæði liðin skörtuðu gömlum stjörnum, sem gerðu garðinn frægan hér á árum áður og mátti sjá að þeir höfðu engu gleymt þó snerpu og hraðavantaði. Kjarninn íÍBV-liðinu á rætur sínar að rekja til meistara- flokks 1979, sem varð íslandsmeist- ari það ár. Unt leikinn er það að segja að Valsarar voru ákveðnari í byrjun og náðu fljótlega að skora. Þar var að verki gamla brýnið Brynjar Níelsson og skoraði hann einnig seinna mark Valsara. Fyrstur til að skora fyrir Eyjamenn var markamaskínan Þór Valtýsson og varð hann að sætta sig við að skora ekki fleiri mörk í þessum leik. Næstur til að skora var Einir Ingólfs- son, eldhuginn mikli. Og þegar allt stefndi í framlengingu fór Viðar Elíasson í gangogskoraði sigurmark ÍBV og tryggði liðinu íslands- meistaratitil og fannst mönnum það vonum seinna. Þórður Hallgrímsson fyrirliði ÍBV í leiknum var í skýjunum eftir leik- inn. Sagði hann að þó þetta væri fyrst og fremst gert ánægjunnar vegna þá væri tilgangurinn alltaf að vinna og nú tókst það. „Það er alltaf gaman að ná góðum árangri. Við erum búnir að stefna að þessu í þrjú ár og nú tókst það," sagði Þórður sem hamp- aði Íslandsmeístarbikarnum sem fyrirliði meistaraflokks ÍBV árið 1979. Áhorfendur skemmtu sér konung- lega á leiknum, en enginn lifði sig jafn mikið inn í hann og Bói Pálma sem allan seinnihálfleik hélt sig á línunni. Hljóp með henni fram og aftur og hvatti sína menn, gerði grín að Völsurunum og skammaði dóm- arann, allt eftir því sem honum fannst passa. Hefur hann örugglega þurft að fara í sturtu eftir leikinn eins ‘og leikmenn.slíkurvaratgangurinn. Það var formaður ÍBV, Ómar Garðarsson sem afhenti Hjörleifi Friðrikssyni fyrirliða „gamlingj- anna" bikarinn. Um kvöldið var mikið um veislu- höld hjá íslandsmeisturunum og brosa þeir breytt þessa dagana. Þess má geta að þetta var fyrsti íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu hjá Eyjaliði síðan 1980. • Steinar Jóshúa, Þórður, Jóhann og Haukur viröa fyrir sér íslandsmeistaratitilinn. Þess má geta að dóttir Þórðar, Guðbjörg, vann einnig íslandsmeistaratitil þessa helgi með 2. fl. kvenna Týs þannig að þetta var ansi stór helgi hjá fjölskyldunni. Þjónustuauglýsingar Bilaverkstæöiö Bragginn Flötum 20 - simi 11 535 Reiðhjólasala, reiðhjólaviðgerðir T . og varahlutir I hjól. H\.^KN Hjólaskautar 's-7 og hjólabretti. Bifreiðaverkstæði Vestmannaeyja Flötum 27 S12782 og 12958 NÝR SÖLULISTIVIKULEGA Skrifstofa i Vestmannaeyjum aó Heima- gotu 22. goluhæó Viötalstimi kl. 15.30- 19 00 pnðjudaga til fostudaga S 11847. Skrifst. i Rvk. Garöastræti 13. Viðtalstími kl. 15:30-19:00 manudaga 813945. Jón Hjaltason. hrl. Opnunartími: Mánudaga - fimmtudaga kl. 11 - 22. Föstudaga kl. 11 - 20. Laugardaga kl. 11 -17. Sunnudaga kl. 13-17. Séísíq m sóLstúdíó Strandvegi 65 - 0 12233 Gröfuþjónusta Einars og Guðjóns Gröfuþjónusta og múrbrot S 002-2100 & 002-2129 HeimaB 12022 4 11883 Hárgreiðslu- og rakarastofa i hjarta bæjarins. Hárgreiðslustofa Þorsteinu Kirkjuvegi 10 S11778 ÖLL ALMENN HEIMILISTÆKJA- 0G RAFLAGNAÞJÓNUSTA EINAR HALLGRÍMSSON Verkstæði að Hilmisgötu 2 s 13070 &heimas 12470 Farsími 985-34506 ARSÆLL ARNASON Húsasmíðameistari Bessahrauni 2, 0 12169 t^ó-V-B t Alhliða trésmíði Ökukennsla æfingatímar Stefán Helgason Brimhólabraut 38 S11522 Bilasimi | 5^ 985- £3~ 22136 r! UHOifSMAttU Allar almennarbifreiða- viögerðir. Sprautun i full- komnum sprautuklefa. Réttingar, sjálfskiptingar BIFREIÐAVERKSTÆÐI VESTMANNAEYJA H.F. t S12782 & 12958 l r—=-r \/ NÝSMlÐI - BREYTINGAR VIÐGERÐIR Ef húsi þinu gerir tak, m^m betur mun þér líða. Allt frá grunni upp í þak ■ ■ teikna ég og smíða. Ágúst Hreggviðsson. S 12170, verkstæði S 11684, heima Ökukennsla - æfingatímar Kenni allan daginn! Arnfinnur Friðriksson Strembugötu 29, sími12055 TVISTURINN Nætursala um helgar. íslandsmeist- arar old boys Í.B.V. Þetta eru unglömbin í old boys liði ÍBV sem tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu í aldursflokknum 30 ára og eldri: Aðalsteinn Jóhannson markvörður: Akureyring- urinn í marki ÍBV stóð sig með prýði í úrslita- leiknum. Var öryggið uppmáiað. Guðmundur Erlingsson bakvörður: Einn mesti harðjaxl í sögu fótboltans sýndi góða takta í úrslitaleiknum þrátt fyrir nokkur aukakíló. Gaf ekki þumiung eftir og mátti sjá hvernig völlurinn tættist upp þar sem Mummi hafði rennt sér af sinni aikunnu snilld. Ágúst Einarsson bakvörður: Hefur engu gleymt enda iéttur á fæti og einn yngsti leikmáður liðsins. Var traustur fyrir og lét andstæðingana ekki komast upp með neitt múður. Þórður Hallgrímsson miðvörður: : Hann lék aftast í vörninni og var þar eins og kóngur í ríki sínu og var ekkert á því að gefa eftir. Hefur engu gleymt, er og hefur verið lúmskasti varnarmaður Islands í gegnum tíðina. Snorri Rúlsson miðvörður: Alltaf jafn seigt í honum þóll hann sé aðeins hægfarari heldur en þegar hann var upp á sitt besta. Skilar sínu hlutverki hnökralaust. Skemmtilegur karakter. Átti skínandi úrslitalcik. Viðar Elíasson tengiliður: Brosir breytt þessa dagana enda skoraði hann úrslitamarkið, en markaskoran var drengurinn aldrei þekktur fyrir á sínum gullaldaráram. Mikill keppnismaður sem þolir ekki að tapa. Hefur engu gleymt og einn besti maður liðsins í úrslitaleiknum. Jóhann Georgsson tengiliður: Er gífurlegur keppnismaður og gefur aldrei þumlung eftir. Er einn yngsti maður liðsins og burðarás þess á miðjunni. Synd að þessi strákur skuli hafa þurft að leggja skóna á hilluna með meistaraflokknum jafn snemma og raun bar vitni. Ómissandi fyrir old boys-liðið. Sveinn Sveinsson tengiliður: Alltaf jafn iétturog nettur og hefur engu gleymt. Hrein unun að sjá þennan pilt í leik, skilar boltanum alltaf jafn vel frá sér og hefur góða yfirsýn yfir leikinn þótt lágvaxinn sé. Gerði gæfumuninn í úrslitaleikn- um. Kári Vigfússon lengiliður: Eftir að hafa verið kallaður varamannakóngur ÍBV-liðsins á sínum tíma fékk Kári uppreisn æru nú í old boys og hefur leikið mjög vel í sumar. Léttur á sér og hefur lítið fyrir þessu og átti sinn þátt í að titillinn fór tilEyja. Einir Ingólfsson framherji: Fljótasti framherji landsins í old boys og þótt víðar væri leitað. Varnarmenn Vals réðu ekkert við hann enda er hann eins og eidflaug þegar hann fer af stað. Mikilvægur hlekkur í liði old boys. Þór Vallýsson framheiji: Handboltamaðurinn sem gerðist knattspyrnuhetja á efri árum. Mjög marksækinn og markagráðugur leikmaður. Hafði markamaskínan lofað mörgum mörkum í úrslita- leiknum en stóð ekki við stóra orðin. Skoraði samt eitt mjög fallegt mark. Varð markahæsti leikmaður old boys liðsins þriðja sumarið í röð. Sigurjón Birgisson markvórður: Hann og Aðal- steinn hafa skipt markmannssætinubróðurlega á milli sín í allt sumar og hafa þeir báðir staðið sig með mikilli prýði. En Sigurjón vildi að Aðal- steinn spilaði úrslitaleikinn og því sat hann sjálfur á bekknum, fannst einfaldlega að Aðal- steinn ætti betur skilið að spila. Jóshúa Sleinar Óskarsson varamaður: Mætti galvaskur í búningnum tveimur klukkustundum fyrir ieik. Sýndi hann góða takta í upphitun en þrátt fyrir það fékk aldrei að koma inná og undraðust margir. Skemmtilegur en stirður leikmaður sem má kallast andlegur leiðtogi ÍBV-liðsins. Hjörieifur Friðriksson varnarmaður: Fyrirliði old boys sat að þessu sinni á bekknum til að hyrja með en lék allan seinni hálfleik. Mjög öraggur og yfirvegaður leikmaður sem aldrei gerir mistök. Egill Egilsson tengíliður: Liðsstjórinn skipti sjálf- um sér inn á í lok leiksins. Hefur skemmtilega boltameðferð og er mjög „púrrandi“ leikmaður eins og Steinar orðaði það. Haukur Hauksson varnarmaður: Hann kemur að austan og fara litlar sögur af knattspymuafrek- um hans þar en Haukur er duglegur og ábúðar- mikill leikmaður sem fer áfram á kraftinum. IFKETTIR Utgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. S Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gisli Valtýsson. s Fréttastjórl: Ómar Garöarsson. S Prentvinna: Eyjaprent hf. S Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47, II. hæö, sími 98-11210® Telefaxnúmer: 98-11293 ® Fréttir koma út síðdegis alla fimmtudaga. Blaöinu er dreitt ókeypis í allar verslanir Eyjanna. Auk þess fæst blaðið á afgreiðslu Flugleiða i Reykjavík, afgreiðsla Herjólfs í Reykjavik, Duggunni og Skálanum í Þorlákshöfn, Sportbæ á Selfossi, Ásnum á Eyrarbakka, Ritvali í Hveragerði og versluninni Svalbarð við Framnesveg í Reykjavík. S Blaðið Fróttir eru aðili að Samtökum bæjar- og hérðasfréttablaða S Fréttir eru prentaðar 12700 eintökum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.