Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1992, Page 11
FRÉTTIR - fimmtudaginn 25. júní 1992 • „Kemur hann til mín?“ Eftirvæntingin leynir sér ekki í svip þeirra Sindra, Leifs Geirs og Martins Samskipadeildin, IBV 0 - 7 gul spjöld, 1 rautt og 1 mark Sigbjörn sigraði Jónsmessugolfið Árlegt golfmót, tengt Jónsmess- unni, svonefnd Jónsmessukeppni, var haldin um síðustu helgi. Leiknar voru 12 holur, þar af 3 af nýju holunum, sem Golfklúbburinn er að byggja. Og eins og oft vill verða í ákveðnum íþróttagreinum, kom við sögu ættboginn frá Grímsstöðum. Að þessu sinni Sigbjörn Óskarsson. Annar í röðinni kom einnig úr mikilli golfaraætt, Leifur Ársælsson og í þriðja sæti varð Magnús Kristleifs- son. Keppnin var spottakeppni, sem byggist á því að viðkomandi fær spotta í hendur, og ræðst lengd hans af forgjöfinni. Um næstu helgi verður svo áfram golfað og þá Meistaramót Öldunga. Verða leiknar 36 holur en tímasetn- ing ekki ákveðin, hún kemur til með að ráðast af þátttakendafjölda. Á sama tíma fer einnig fram Meistara- mót unglinga, pilta og stúll ua. Knattspyrnuskólar Týs og Þórs -sem Akurnesingar hnupluðu af Eyjamönnum. • Bojan Bevc, kennari, með nokkra hressa stráka í Knattspyrnuskóla Týs. Enn einn rokleikurinn í Samskip- adeildinni var leikinn síðastliðið þriðjudagskvöld þegar ÍBV fékk Ak- urnesinga í heimsókn. Það var greinilegt á Eyjamönnum, að þeir komu til þessa leiks í fluggír, byrjuðu strax af miklum krafti og áttu nánast allan fyrri hálfleikinn. Þeir léku undan allsterkum vindi sem eitthvað hjálpaði til. Ekki var þó mikið um opin færi, en nokkur dúndurskot smugu utan markstanganna og Tómas Ingi átti hörkuskot í stöng. Þrátt fyrir stífa sókn Eyjamanna var lánið ekki með þeim, eða klaufaskapurinn við mark- ið láninu yfirsterkari. Eyjamenn héldu uppteknum hætti framan af seinni hálfleik, þrátt fyrir mótvindinn. En um miðjan seinni hálfleikinn fékk Heimir Hallgríms- son að sjá rauða spjaldið eftir hafa varið boltann viljandi með hendi. Annar dómur kom ekki til greina þar sem hann hafði áður í leiknum fengið að líta það gula. Þetta atvik er ófyrirgefanlegt. Eftir að Eyjapey- jarnir voru aðeins 10 á vellinum jafnaðist leikurinn og Akurnesingar fóru að eiga meira í honum en áður. Á 87. mínútu fékk Leifur Geir eitt besta marktækifæri leiksins, á mark- teig Akurnesinga, en boltinn smaug rétt utan stangar. Og mínútu síðar var boltinn gefinn á Arnar Gunn- laugsson sem stóð óvaldaður á miðj- um vítateig Eyjalfðsins. Þrátt fyrir að færið væri ekkert afbragðsgott, afgreiddi hann boltann snyrtilega í marknetið og þvert á gang leiksins Mætum Víkingum í gærkvöld var dregið í 16-liða úrslit- um Bikarkeppni KSÍ. Elías Jörundur Friðriksson, okkar maður á drátt- arstað, hafði það ekki af að útvega heimaleik í bikarkeppninni, enda er leiðinleg hefð fyrir því að ÍBV leiki á útivöllum í bikarnum. í þetta skiptið verða mótherjarnir íslandsmeistarar Víkings, og fer leikurinn fram þriðj- udaginn 7. júlí í Stjörnugrófinni. Um möguleika okkar manna er erfitt að segja. Þeir eiga harma að hefna, þar sem Víkingar hafa unnið þrjár síðustu viðureignir liðanna, einnig má telja fullvíst að Eyjamenn vilji leggja ofuráherslu á gott gengi í bikarnum eftir slæma útreið í deild- inni, og mæti þvt' grimmir til leiks. 9 Þessar hressu konur tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ sem fram fór síöastliöinn laugardag. Þetta voru konur á öllum aldri og var ekki aö sjá á þeini þrevtumerki, en ánægja og stolt skein úr hverju andliti. höfðu Akurnesingar tekið forystuna í leiknum og henni héldu þeir til leiksloka. Enn einu sinni tapaði ÍBV leik á síðustu mínútum. Þetta er mál sem liðið og þjálfarinn þurfa að skoða betur. Getur verið að einbeiting liðsins sé eitthvað farinn að sljóvgast undir lokin. Leikurinn var mikill spjaldaleikur, alls 8 spjöld, þar af eitt rautt sem Heimir fékk. Hlýtur hann þvf sjálf- krafa leikbann sem hann væntanlega tekur út á móti Fram á sunnudaginn. Þá meiddist Ómar Jóhannsson í leiknum og leikur heldur ekki með á sunnudaginn. Uppstokkun í vörn- inni í þeim leik er því nokkuð fyrirsjáanleg. Það verður ekki annað sagt en úrslit leiksins við Akurnesinga hafi verið á skjön við gang hans. Mikil barátta einkenndi ÍBV liðið og vilj- inn til sigra var óslökkvandi allt til leiksloka. En lánið var ekki þeim megin. Annars er það athyglivert, að liðið hefur aðeins skorað 4 mörk í 6 leikjum, þar af hafa sóknarmennirnir aðeins skorað 2 mörk, bæði gegn FH, eða eitt og hálft, því annað markið var hálfgert sjálfsmark. Hin mörkin hafa skorað Bojan og Ingi. • í gær lauk fyrra námskeiöi Knattspyrnuskóla Þórs og var ýmislegt gert sér til skemmtunar. Á myndinni eru nemendur með kennurum sínum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.