Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 7
umar. Fyrir ferminguna og mynda- tökuna sváfu þær meö rúllur í hárinu alla nóttina og kom ekki dúr á auga, fóm í hárgreiðslu, í kirkju og komu síðan til mín í myndatöku alveg dauðþreyttar. Það er vel hægt að sjá tískusveifluna í hárgreiðslu í gegnum árin á þessum myndum. Annars hef ég lent í ýmsu í mynda- tökum í gegnum árin og mér fmnst mjög gaman að mynda. Eg vildi helst geta einbeitt mér að því á minni stofu að geta eingöngu myndað. Mynda- takan virkar sem vítamínsprauta á mig. Ég er örugglega einn mesti blaðrari sem til er á ljósmyndastofu, ég nota ákveðnar klisjur sem ég veit að hitta í mark og reyni að tala um allt annað en myndatöku. Það er t.d. mjög vinsælt hjá unglingum að taía um hitt kynió, sætar stelpur og stráka. Þetta er spuming um að ná sem bestu sambandi við kúnnann. Það er tilt&lulega auðvelt fyrir mig. Hér þeRkir maður flesta og getur spjallað um efni sem viðkomandi þekkir. Það fer yfirleitt góður tími í spjall fyrir sjálfa myndatökuna. Það erfiðasta sem ég hef lent í var meðan ég var að læra. Eg var sendur í heimahús til að taka fjölskyldumynd í afmælisveislu. Það voru allir orðnir góðglaðir þegar ég kom. Ég stillti þeim upp og þegar ég byrjaði að mynda gerðu þau óspart grín að méir. Einhvem veginn tóícst mér að klára myndatökuna en ég var fljótur að læðast út. En mér finnst tíminn hafa flogið áfram þessi þrjátíu ár, það er svona þegar maður er að gera eitthvað skemmtilegt." og allar myndir teknar í svarthvítu. í Kuða var ég fram að gosi.“ Eldgosið 1973 setti strik í reikninginn hjá Óskari eins og öllum öðmm Eyjamönnum. Fjölskyldan bjó í Hveragerði en hann vann á ljós- myndastofu Þóris í Reykjavík og keyrði á milli í vinnuna. Óskar fékk áskorun um að setja upp stofu á Sel- fossi því þar vantaði ljósmyndastofu en Óskar var allan gostímann með hugann í Eyjum. „Ég man þegar ég og Eiríkur Boga, núverandi veitu- stjóri, vomm að keyra heiðina á morgnana, þá horfðum við til Eyja og veltum því fyrir okkur hvemig ástandið væri þar núna.“ Óskar fór til Eyja í árslok 1974 og vann við smíðar, viðgerðir og í fiski í Fiskiðjunni. Þegar fólk fór að streyma aftur til Eyja fór hann að huga að því að setja aftur upp ljós- myndastofu og hann opnaði nýja stofu 16. maí 1975 í kennslustofu í Breiðabliki. Þaðan fór hann með stof- una í Bifröst (Bjössabar), í Sparisjóðinn (uppi) og svo að Kirkju- vegi 10 þar sem hann er nú. Liturinn á undanhaldi „Það var nýr kafli í mínu starfi þegar liturinn kom til sögunnar fljót- iega eftir gos. Ég þurfti að kaupa littæki sem vom mjög fmmstæð á þeim tíma. Þá var hætt við peruljós og notuð flöss í myndatöku. Ég fór á nokkur námskeið til að ná tökum á þessari nýju tækni sem var allt önnur en við höfðum að notað við svart- hvítu myndimar. I dag bendir ýmislegt til þess að liturinn sé á undanhaldi og svarthvítu myndimar séu að koma aftur. Svarthvítar myndir em mun listrænni. Fólk er jafnvel að koma til mín og biðja mig að taka svarthvítar myndir, svona brúntónaðar eins og í gamla daga þegar amma og afi vom ung. Ég ætla að koma mér upp aðstöðu fyrir svart- hvítar myndir þannig að ég er eiginlega kominn í hring. Það sem hefur einnig gerst er að allur lit- pappírinn og svarthvíti pappírinn hefur verið úr plasti og mjög erfitt að vinna hann. Nú er farið að framleiða þennan gamla og góða pappír sem ég notaöi í svarthvítu myndimar þegar ég var að byrja. Þessi pappír hefur þá kosti að það er auðvelt að rispa í burtu bólur og annað óæskilegt. Það er t.d. hægt að gera heilu listaverkin úr svarthvítupi myndum. Þetta er miklu meiri vinna í litmyndunum. Auk þess er líftími litmyndar styttri en svarthvítrar og hægt að leika sér meira með þær svarthvítu. Þær gefa meiri möguleika. Þróunin er sú að eftir því sem koma fullkomnari og sjálfvirkari • vélar á markaðinn er minna að gera á ljósmyndastofunum og Vestmanna- eyingar eru fljótir að tileinka sér'nýja tækni. Ég hef orðið var við samdiátt hjá mér eins og annars staðar í þjóð- félaginu en þetta gengur samt' ágætlega." „Stelpumar sváfu með rúllur í hárinu alla nóttina“ „Mest er að gera í passamyndunum en bamamyndimar finnst mér skemmtilegár, kannski vegna þess að æskan er svo heillandi og krakkar em svo jákvæðir og skemmtilegir. Eftir 30 ár í sama fagi hefur maóur þróað ákveðnar aðferðir við myndatökur. Ég byrja aldrei að mynda strax og gef mér góðan tíma. Ég er hinsvegar aldrei lengur en þrjú korter eða klukkutíma því þá er bamið orðió þreytt. Þá sendi ég það frekar heim og læt það koma aftur seinna. Ég get dúllað mér svona við að ná réttu myndinni þar til ég er ánægður. Einu sinni kom til mín lítil dama sem hafði verið lasin. Það gekk erfið- lega að ná réttu myndinni því hún var ekki alveg tilbúin til þess að fara í myndatöku. Þegar hún kom til mín í fimmta skiptið og allt var við það sama, bað ég mömmuna að taka ömmuna með næst. Það gerði hún og þá var bamið svo upptekið að sýna ömmu sinni allar græjumar á stofunni sem ég hafði sýnt henni, að mynda- takan tók aðeins 10 mínútur. Þegar lítið bam kemur á stofuna með foreldri eða eldri systkinum, ein- beiti ég mér frekar að þeim. Fljótlega vill bamið blanda sér í leikinn og þá er myndatakan ekkert mál. Kollega mínir í Reykjavík hafa spurt mig hvaða aðferð ég nota í bamamynda- töku. Ég hef sagt þeim að ef bamið er ekki upplagt í myndatöku, læt ég það koma seinna þegar það er tilbúið. Þetta er erfiðara fyrir þá í Reykjavík t.d. þegar það kemur bam frá lands- byggðinni, myndatakan verður að fara fram. Mér finnst fólk gera alltof lítið af því að láta taka fjölskyldumyndir. Ég er alltaf að hitta fólk sem segin Nú eru bömin floginn úr hreiðrinu og bú- sett annars staðar og engin almennileg fjölskyldumynd til. Einnig finnst mér að eldra fólk mætti gera meira af því að láta mynda sig. Brúðkaupsmyndatakan hefur breyst svolítið. Brúðkaup eru orðin svo stór og flott og myndatakan ber þessi merki. Fermingarmyndir eru alltaf vinsælar. í gamla daga voru stelpumar túberaðar eins og mömm- Tískan fer í hringi Óskar segir að það sé gaman að stúdera tískuna þessi 30 ár. Hún virðist alltaf fara í hringi. Á hippa- tímabilinu var t.d. í tísku að vera með bindi af afa. Nú er í tísku brúntónaðar myndir og litmyndimar á undanhaldi. Óskar á merkileg gögn sem tengj- ast stofu hans. Hann hefur skráð niður allar myndatökur frá því hann byrjaði, nema passamyndatökur eftir gos. Þetta eru tæplega 9000 mynda- tökur. Fyrsti viðskiptavinur Óskars á stofu hans í Eyjum í nóvember fyrir 30 ámm var Sigfríður Sigurðardóttir, Brekastíg 8, en hún er eiginkona Kjartans Mássonar knattspymu- þjálfara. „Þetta er mikið filmusafn sem ég á og eiginlega þyrfti ég að koma því á eldtraustan stað. Einnig eru þessar bækur með öllum viðskiptavinunum alveg ómetanlegar," segir Óskar að endingu. ÞOGU Smiðirnir Ágúst Hreggviðsson og Egill Egilsson ræða málin á kynningu Húseyjar og Húsasmiðjunnar sl. föstudag. Fróðleg kynning í Húsey Byggingavöruverslunin Húsey og Húsasmiðjan buðu iðnaðarmönn- um í byggingageiranum á kynn- ingu á byggingar- og viðgerðar- efnum frá Húsasmiðjunni si. föstudag. Mjög góð mæting var og hlýddu iðnaðarmennirnir á fyrir- lestra þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í utanhússklæðningu, steypuviðgerðum og frágangs- efnum, steypuhersluefnum fyrir iðnaðargólf, þétti og fúgufyllingar- efni og timburflokkun á Islandi og mun á milli'útlits og styrkleika- flokkunar. Þeir iðnaðarmenn sem Fréttir ræddu við gerðu góðan róm að kynn- ingunni og voru mjög ánægðir með framlagið og töldu að bjóða mætti upp á fleiri slíkar fræðandi kynn- ingar. Þór Valtýsson verslunarstjóri Húseyjar sagði að þetta væri orðinn árviss viðburður hjá Húsey. Iðnaðar- mönnum væri gefinn kostur á að fylgjast meó öllum nýjungum í bygg- ingar- og viðgerðarefnum og kynn- ingin efldi samkennd og fagmennsku í byggingageiranum. Barnahorn í Imynd Stelpurnar í hárgreiðslustofunni Imynd á Strandvegi 54 hafa innréttað barnaherbergi í stofunni. Á meðan mamma eða pabbi fær úrvals klipp- ingu geta börnin unað sér í barnaherberginu. Þar er að finna mörg leikfong og myndbandstæki með barnamyndum. Myndin var tekin á hár- greiðslustofunni í síðustu viku. FRA ODDINUM * Nýkomin sending af CAMEO litum. * Nýjar myndir og plaköt. * Jólapappír og merki- miðar fýrir þá sem þurfa að senda til útlanda. i RITFANGA- CX3 GJAFAVÖRUVERSLUNIN ODDURIMD STRANDVEGI • SlMI 11945

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.