Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 8
Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í FRÉTTA-viðtali
- en við eins og Gyðingar,
sem leiddir eru til slátrunar
Jón Kjartansson hefur verið formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja frá árinu
1971. Hefur hann á þessum 22 árum háð
marga hildi í baráttunni við atvinnurek-
endur, og hefiir á þessum tíma tekist á við
atvinnurekendur. Jón er langt frá því að
vera ánægður með árangur í kjarabaráttu
verkafólks á undanfornum árum.
Fullyrðir hann að þeir sem fara með ferð-
ina innan verkalýðshreyfingarinnar séu
slitnir úr tengslum við það fólk sem þeir
eru að berjast fyrir. Gengur hann jafnvel
svo langt að fullyrða að hreyfingin sigli að
feigðarósi. Hún muni deyja í núverandi
mynd og upp rísi grásrótarhreyfing sem
taki upp nýjar aðferðir.
í viðtalinu sem hér fer á eftir gagnrýnir
hann verkalýðshreyfinguna harkalega og
segir hana hálf óvirka. Það sé sama hvort
vinstri- eða hægrimenn sitji í ríkisstjóm því
forystan taki flokkslega hágsmuni fram yfir
hagsmuni umbjóðenda sinna, sem eru
launþegar. Þá segir hann að launafólk hafi
selt verkfallsréttinn og fengið í staðinn
plastkort. Það er ekki hægt að ráðast
meira á laun fiskverkunarfólk en orðið er,
að mati Jóns.
Hann viðurkennir að þau séu alltof lág og
var fijótur að svara því játandi þegar hann
var spurður að því hvort það væri ekki allt
eins verkalýðsforystunni að kenna.
Jón Kjartansson
,Já. Forystan hefur brugóist. Hún
er komin af því stigi að vera baráttu-
tæki verkafólks og á það stig að vera
stofnun, fyrirgreiðslustofnun. Og þar
hafa sjónarmið hagfræðinnar ráðið í
hálfan annan áratug. Hagfræðingar
frá báðum aðilum hafa hist á eins árs
fresti og ákveðið stærð þjóðar-
kökunnar og síðan rifist smávegis um
það hvað bitinn á að vera lítill eða
stór. Það hefur ekki verið tekið mið af
þörf heimilanna heldur í hvaða ást-
andi atvinnuvegimir eru. Við vitum
það nú að Islendingar hafa verið
frægir fyrir margt annað en að stjóma
vel sínum fyrirtækjum."
- Nú er þingi Verkamannasam-
bandsins nýlokið og þaðan barst
engin gleðisöngur eins og kannski
mátti búast við. Hún bcinir spjó-
tum sínum að ríkisstjórn og
atvinnurekcndum en er ekki tími
til kominn að hreyfingin fari að
skoða sig innan frá?
,JÚ, það er löngu kominn tími til
þess. Það sem mér fannst einkenna
þetta þing voru yfirlýsingar manna í
hvaða flokki þeir væru frekar en
kjaramálin og kjarabaráttan.
Pólitískir flokkadrættir innan verka-
lýðshreyfingarinnar hafa alltaf verið
hennar veika hlið. A þessum þingum
hafa stjómmálaflokkamir verið að
reyna passa upp á að hlutföllin raskist
ekki.“
- Er það nokkuð nýtt í hreyf-
ingunni. Var hún ekki miklu
pólitískari hér áður fyrr?
,Jú, hún var mikið pólitískari, en
þá voru það tvær vinstri hreyfingar
sem börðust um völdin. Nú er þetta
orðinn slíkur hrærigrautur aó þar er
að finna m.a.s. þá sem aðhyllast ken-
ningar frjálshyggjunnar. Em orðnir
ansi sterkir innan hreyfmgarinnar.
Verkalýðshreyfingin er að burðast
með lík í lestinni. Þar á ég við, að
þegar ákveönir flokkar em í stjóm er
ekki hægt að þoka þessum eða hinum
arminum til átaka. Þannig að þegar
blásið er til samninga vantar handleg-
ginn á þann vinstri eða hægri.“
- Viltu meina að það skipti ekki
máli hvort hægri eða vinstri stjórn
er við völd?
„Eiginlega ekki.„
- Það er staðreynd að Isiendingar
verða að sætta sig við lægri laun en
þekkist í nágrannalöndunum, mat-
vöruverð er hér með því hæsta og
sama gildir um vexti sem bitna
jafnt á launþegum og atvinnurek-
endum því bankar og
fjárfestingasjóðir taka til sín of
stóran hluta af kökunni. Þurfa at-
vinnurekendur og launþegar ekki
að beina spjótum sínum enn frekar
að lækkun vaxtanna?
„Fyrir síðustu samninga settust
menn niður og það var skipt niður í
margar nefhdir sem lögðu til ýmislegt
gáfulegt og var því öllu stefnt að
ríkisstjóminni. Var óskað eftir því að
hún lækkaði vexti og að hún gerði
þetta og gerði hitt. Það vom lagðar
fram tillögur í sjávarútvegsmálum,
vaxtamálum og allskonar greinum at-
vinnumála. Það hefur því miður
ekkert verið gert. Ég segir, að þessi
ríkisstjóm eins og reyndar allar aðrar,
Virðast ekki ráða við efnahagslífið.
Efnahagslífið virðist vaxa utan við
þetta allt eins og illgresi. Við vitum
að t.d. að ef rétt ætti að vera, væm
sjávarútvegurinn og fiskvinnslan
númer eitt, tvö og þrjú í þjóðfélaginu
og þeir sem þar vinna að bera hæst
laun. En þaó er öóm nær.“
Jón kom næst inn á vömverðið. „Flu-
tningskostnaöur til landsins er allt of
hár. Innflytjendur em famir út í að
sniðganga Eimskip og flytja inn sjál-
fir til að losna við þetta bákn.
Oskabam þjóðarinnar virðist ekki
vita hvað það á að gera við
peningana. Það á orðið meirahluta í
Flugleiðum t.d., var komið á fremsta
hlunn með að byggja lúxushótel í
Reykjavík, á eignir út um allar jarðir
og virðist standa mjög vel þó þjóðin
sé komin á heljarþröm. Við horfum
hér á heildsalana okkar sem virðast
blómstra. Hafa þaö helvíti gott. Þetta
eru milliliðir sem ég telóþarfa. Svona
má lengi halda áfram. Bankamir t.d.,
þar hafa verið settir inn pólitískir
bankastjórar sem hafa ekki hundsvit á
fjármálum. Þetta er gert af því að
flokkamir þurfa að stunda sína fyrir-
greiðslu pólitík. Þar em menn að
reyna að ná yfir tapið vegna vitlausrar
lánastefnu með því að vera með vexti
sem menn hefðu verið kærðir fyrir
okur á Islandi fyrir nokkmm ára-
tugum.“
- Hvaða ieiðir sérð þú sem gætu
orðið til þess að sjávarútvegur og
fiskvinnslan fengi þann sess í þjóð-
félaginu sem þeim ber, ef litið er til
þess gjaldeyris sem þessar greinar
afla fyrir þjóðarbúið?
„Menn hafa verið að rembast við
að gera út og halda því áfram. En það
sem mér finnst ískyggilegast er, að
það er orðin svo mikil fjárfesting í
öllu sem heitir fiskvinnsla að þaó er
borin von að þeir peningar sem í hana
em settir beri nokkum arð. Sérstak-
lega meó tilliti til okurvaxta.
Frystigeta er það mikil, að þó kvótinn
okkar fjórfaidaðist væri hægt að
vinna allan þann fisk í frost sem
okkur bærist í hendur."