Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 1
Leitiö ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur áeinum staö. HUSEY rr BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavcgi XS - sfmi 11151 þar sem fagmennirnir versla. 20. árgangur Vestmannaeyjum 4. nóvember 1993 44. tölublað Sími: 98 - 13310 Myndriti: 98- 11293 Verö: 10O kr. Um 300 Eyjamenn fara í verslunarferðir til Evrópu fyrir jólin: 15 milljónir úr bænum? Gúnaóreykurinn í loðnuverksmiðju Vinnsluslöðvarinnar heyrir nú sögunni til. Framkvcemdum við endurnýjun verksmiðjunnar er lokið og sl.fimmtu- dag var hún reynslukeyrð oggekk það ágœtlega. A myndinni má sjá Sigurð Friðbjörnsson verksmiðjustjóra (til vinstri) ásamt Boga Sigurðssyni, verk- stjóra í F.E.S. sem var að skoða nýja búnaðinn hjá keppinautunum. Munu þeir FES-menn ekki eiga sjö dagana sœla í vetur því nú sitja þeir einir að peningalyktinni. Nánar er sagt frá endurnýjun loðnuverksmiðju Vinnslustöðvarinnar á bls. 3. Samkvæmt úttekt Frétta fara um 300 Eyjamenn til útlanda í verslunarferðir fyrir jólin, eða milli 5 tii 6 prósent bæjarbúa. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir því að Eyjamcnn versli alls kyns varning erlendis fyrir þessi jól fyrir um 15 milljónir króna þannig að kaup- menn í Eyjum verða af mikium viðskiptum. I dag fór t.d. um 57 manna hópur á vegum félagasam- taka í bænum í hópferð til Duhlin á Irlandi. Vinsælasta verslunarborgin í Evrópu fyrir þessi jól er Dublin. Samkvæmt upplýsingum umboðs- skrifstofunnar í Éyjum eiga um 150 Vestmannaeyingar pantað þangað far fyrir jólin eða hafa þegar farið. Aðrar vinsælar verslunarborgir eru Glas- gow, Eidinborg og Newcastle en að sögn umboðsmanna má áætla að yfir 150 manns haldi þangað fyrir jólin í skipulögðum hópferðum eða á eigin vegum. Samtals eru þetta um 300 manns. Ef reiknað er með að hjón versli að meðaltali fyrir um 100 þúsund kr. sem gera um 50 þúsund kr. á hvem farþega, eyða Eyjamenn um 15 milljónum króna í verslunar- ferðum sínum til Evrópu fyrir þessi jól. Samkvæmt þcim upplýsingum scm umboðsmenn létu blaðinu í té er þróunin sú að þessum ferðum hefur fjölgað en þær séu ekki sama kaup- æðið og áður. Fólk er cinnig að fara til að skemmta sér. Mun algengara er nú að fólk fari í vikufcrðir í stað helgarferða og þetta sé á kostnað sólarlandaferða á sumrin sem hafa minnkað töluvert. Svo virðist sem fólk taki ekki út allt fríið á sumrin heldur geymi hluta þess til að fara í viku verslunarferð til Evrópu á haustin. A landsvísu cr reiknað mcð að um II þúsund manns fari í skipu- lagðar haustferðir til helstu vcrslunarborga erlcndis. Séu þcir reiknaðir mcð sem fari á eigin vegum, eru milli 4 til 5 prósent af þjóðinni scm l'ara í slíkar vcrslunar- ferðir þannig að Eyjamcnn skera sig ckki mikið úr hvaó fjölda varðar. Miðað við sömu forsendur eyða því landsmenn á milli 500-700 milljónum króna í verslunarferðum sínum fyrir þessi jól. Vikuferð til Dublin kostar aðeins 32.930 kr. á mann og er allt innifalið. Því má 'reikna með að um 300 Eyjamenn borgi um 10 milljónir króna fyrir sjálfarferðimar. Sigurbjörg Axelsdóttir kaupmaður segir að lítið sé við þessu að gera. Verslunarferðir hafi tíókast í mörg ár og ferðaskrifstofur geri út á þær. „Aður fyrr voru það sjómcnn sem sigldu erlendis. Þá tíðkaðist mun meira en nú að fiska í skip og sigla með aflann. Nú fer fólk unnvörpum erlcndis þrátt fyrir erfitt árferði. Landsbyggðarverslun virðist eiga mjög eifitt uppdráttar. Erfitt er að kcppa í tæplega 5000 manna bæ við Reykjavík þar sem allt landið fer um og verslar, á milli 100-200 þúsund manns. Ef heldur fram sem horfir, þá hvcrfur verslun af landsbyggðinni að miklu lcyti og eftir veröur aðeins verslun með brýnustu nauðsynjar," sagði Sigurbjörg. Skákþing í Eyjum? Skáksamband íslands hefur farlð þess á lelt við Vestmanna- eyjabæ að Skákþing íslands 1994 vcrði baldið í Eyjum. Að sögn Páls Einarssonar, bæjarritara er um landsliðsflokk aó ræóa og er búist við um 15 þátttakendum ef af vcróur. „Það var einungis verið að athuga hvort bæjaryfirvöld hefðu áhuga en það er stefna Skáksambands- ins að dreifa skákþingunum um byggóir landsins. Bæjarráðvísaói erindinu til menningarmálanefnd- ar og til gerðar fjáriiagsáætlunar og er menningarmálanefndínni falið aö kanna hvaö þetta komi til með að kosta og hvort áhugi er fyrirað halda mótið hér.“ Vinnslustöðin íhugar að leita til Færeyja eftir vinnukrafti: Auðveldara að fá Ragnar útilokar ekki sam- starf við Sjálfstæ ðisflokkinn fólk á skrifstofunau Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að erfitt sé að fá fólk í vinnu þrátt fyrir atvinnuleysi og því komi það vel til greina þegar veiði fer að glæðast að leita til Færeyja til að fá fólk í fiskvinnslustörf „Okkar vantar um 25 manns í vinnu, aðallega í snyrtingu og pökkun. Það fæst ekkert fólk til þess- ara starfa hér í Eyjum. Það er miklu auöveldara að fá fólk á skrifstofuna helduren í fisk. Ætli ástæóan sé ekki sú að fólki finnst þetta hvorki spen- nandi vinna né launakjör þótt þetta sé ekki það versta sem í boði er. Við ætlum fyrst aó leita innanlands eftir starfskröftum um leið og veiði fer að glæðast. Ef það tekst ekki kemur til greina að leita til Færeyja eftir starfs- fólki,“ sagði Sighvatur í samtali vió Fréttir. Ragnar Oskarsson, hæjarfull- (rúi Alþýðubandaiagsins, útilok- ar ekki samstarf við Sjálfsta.'ðis- flokkinn að afloknum svcita- stjórnarkosningum, í viðtali við Vikublaðið 29. okt. sl. sem Aiþýðubandalagið gefur út. Þetta eru straumhvörf f stjórnmálum f Eyjum því hingað til hafa skipst á meirihluti Alþýðubandalags, AI- þýðuflokks og Framsóknarflokks annars vcgar og SjálfstæðLsflokks hins vegar. Ragnar segir i viðtalinu vió Vikublaðið að möguleikamir séu að breytast og ekki sé útilokað að fara í samstarf með hvaða flokki sem er ef samstaða er um málefni. Hann bendir á aó á Akureyri starfi Alþýöubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn f meirihluta. „Ekkert er útílokað ef samstaöa næst um mái- efni,“ segir Ragnar. Ekkert formlegt samstarf hefur veriö milli minnihlutaflokkanna á kjörtímabilinu og segir Ragnar að ástæðan sé sú að Alþýöuflokkurinn hafi oft lagst á sveif meó meirihlut- anum í ýmsum málum. Ennfremur telur hann ekki líklegt að flokkamir vinni sameiginlega að málefnaskrá fyrir kosningar eins og staöan er í dag. Hann vill þó ekki útiloka neitt. Ragnar segist ekki vera oröinn þreyttur á bæjarmálunum heldursé gaman að vinna að þeim. Hann hafí enn ekki tekið ákvörðun hvort hann ætii aó halda áfram, það sé ekki hans að ákveða annað en að gefa kost á sér. "I f ■n r- ■t r- ■t r" „Þetta eru þakkirnar sem i maður fær“ -Sjá bls. 2 L.V. frumsýnir Kardimommu- bæinn á laugardag -Sjá bls. 4. CÍTÍ? ■ J L. .J L. Jón Kjartans- son ómyrkur r m-1 • i mali -Sjá bls. 8-9. _______________j Ljósmynda- stofaóskars 30 ára -Sjá bls. 6-7. i i i i i . j TRYGGINGA MIÐSTÖÐINHF. FJ0LSKYLDU- TRYGGING FASTEIGNA- TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR 0G SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 11535 VIÐGERÐIR 0G SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 13235 FAX13331 <> BRUAR BILJÐ Vetraráætlun Herjólfs Alla virka daga Frá Vestmannaeyjum: KL 08:15 Frá Þorlákshöfn: KL 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum: KL 14:00 Frá Þorlákshöfn: KL 18:00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.