Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 13
Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða Nauðsyn á fjölbrevttri fjölmidlaflóni - segir meðal annars í ályktun frá fundinum, sem haldinn var á Húsavík um síðustu helgi Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða var haldinn á Húsavík um síðustu helgi. I ályktun sem samþykkt var á fundinum, er fólk hvatt til að lesa, skrifa í og kaupa aðildarblöðin, og fyrirtæki að auglýsa í þeim og sýna þannig í verki skilning á þvi nauðsynlega hlutverki sem þessi blöð gegna hvert í sínu byggðarlagi og í þágu lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu öllu. Petta var fjórði aðalfundur Sam- taka bæjar- og héraðsfréttablaða, en þau'voru stofnuð árið 1989. Aðal- fundir eru haldnir til skiptis á heimaslóðum blaðanna og að þessu sinni var gestgjafinn Víkurblaðið á Húsavík, þar sem Jóhannes Sigur- jónsson ritstjóri ræður ríkjum. Sum blöð standa vel önnur illa, eins og gengur Eins og efnahagsmálum þjóðar- innar er komið, eru mörg blaðanna í nokkru basli með útgáfuna, önnur standa vel og sum þeirra hafa fækk- að útkomu til að mæta minnkandi tekjum. En það sem uppúr stendur allsstaðar, er vilji bæjarbúa á við- komandi stöðum að þessi blöð haldi áfram að koma út, enda sinna þau oft málum sem stórum fjölmiðlum þykja léttvæg. Stærð og útkomutíðni héraðs- fréttablaðanna er misjöfn og ræðst yfirleitt af aðstæðum í viðkomandi bæjarfélagi. Á aðalfundinum voru inntökuskilyrði rýmkuð. Áður var skilyrði fyrir inngöngu að blöðin kæmu út ekki sjaldnar en 20 sinnum á ári, en nú geta öll blöð sem út koma reglulega, fengið inngöngu. Tvö blöð, Aldaní Búðardal og Hell- an á Siglufirði gengu í samtökin á aðalfundinum. Stjórn til fyrir næsta starfsár var kosin, hana skipa Ómar Garðars- son, Fréttum, formaður, Kristín Gestsdóttir, Eystra Horni, ritari og Elma Guðmundsdóttir, Austur- landi, gjaldkeri. Ályktanir fundarins Aðalfundurinn lét frá sér fara tvær ályktanir: „Aðalfundur Sam- taka bæjar- og héraðsfréttablaða, haldinn á Húsavík 23. okóber 1993, minnir á nauðsyn þess að fjölbreytni fjölmiðlaflórunnar á fslandi sé sem mest. Bæjar- og héraðsfréttablöðin gegna mikilvægu hlutverki í fjöl- miðlaheiminum, hlutverki sem oft er vanmetið. Gjaman er talað um þessi blöð sem staðbundna fjöl- miðla, sem þau og eru, eríhin rfkis- styrktu dagblöð og Ijósvakamiðlam- ir em einnig að mestu staðbundnir fjölmiðlar fyrir Stór-Reykjavíkur- svæðið. Bæjar- og héraðsfréttablöðin em vettvangur fyrir fréttir og nauðsyn- leg, lýðræðisleg skoðanaskipti á til- teknum svæðum landsins, sem stað- bundir Reykjavíkurfjölmiðlar sinna lítt eða ekkert. Aðalfundur Samtaka bæjar- og héraðsfréttablaða hvetur fólk til að lesa, skrifa í og kaupa aðildarblöðin og fyrirtæki að auglýsa í þeim og sýna þannig í verki skilning á því nauðsynlega hlutverki sem þessi blöð gegna, hvert í sínu byggðariagj og í þágu lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu öllu“. Hin ályktunin er um launahækk- anir til handa þingmönnum og hæst- aréttardómururum. „Aðalfundurinn beinir því til stjórnvalda að hækka nú þegar verulega laun alþingis- manna og hæstaréttardómara. Aðal- fundurinn styður þau margítrekuðu rök þingmanna og dómara að þessi störf þurfi að vera vel launuð og eftirsóknarverð, svo tryggt sé að í þau sæki hæfustu menn landsins, sem geti síðan sinnt þeim af bestu samvisku og veitt þjóðinni þá þjón- ustu sem hún á skilið, ótruflaðir af áhyggjum yfir því að enda nái ekki saman í heimilisbókhaldinu. Með sömu rök að leiðarijósi krefst aðal- fundurinn þess, að laun allra ann- arra launþega verði tvöfölduð umsvifalaust. Aðeins þannig er tryggt að iðnverkafólk, fiskverka- fólk, sjómenn, kennarar og fleiri starfsstéttir geti sinnt störfum sínum af bestu samvisku og íþjóðar þágu, ótruflaðir af þungum áhyggjum af því að endar nái ekki saman í heim- ilisbókhaldinu“. Nálægðin við fréttasviðið Arnar Páll Hauksson, útvarps- stjóri Svæðisútvarps Norðurlands, var sérstakur gestur fundarins. Hann flutti erindi um muninn á svæðisfréttamennsku og landsfrétta- mennsku. „Nálægð ykkar við frétt- irnar og það fólk sem fjallað er um, erir það að verkum, að þið verðið að taka tillit til þess í skrifum ykkar. Oft er um að ræða kunningja, vini eða ættingja. Og oftlega eru við- skiptahagsmunir blaða ykkar of mikilvægir til að þeim sé fórnað fyrir gagnrýna fréttaumfjöllun". Sem muninn á landsfréttamennsku og svæðisfréttamennsku, benti Arnar á, að á dagblöðunum og Ríkisút- varpinu væru auglýsingadeildir og fréttadeildir aðskildar, þannig að hagsmunir þeirra sköruðust ekki. Og ef upp kæmi sú staða að frétt snérist um fjölskyldu eða vini frétta- manns, væri ávallt fengin annar í verkið sem ekki tengdist viðkom- andi. Slíku væri hinsvegar ekki til að dreifa á litlum fjölmiðlum, þar sem ef til vill aðeins einn starfsmaður Húsavík, áhuga- verður staður Að loknum aðalfundarstörfum bauð Víkurblaðið í skoðunarferð um Húsavík og nágrenni undir leið- sögn meðhjálparans. Á Húsavík búa rúmlega 2400 íbúar. Tvo togara eiga, þeir, annar er gerður út á rækju, hinn á þorskinn. Pá er smá- bátaútgerð mjög mikil þar. Húsavík er þjónustubær við sveit- ir Suður-Þingeyjarsýslu og útskipun- arhöfn fyrir kísilgúr úr Mývatni. Nú er framundan kosning um samein- ingu sveitarfélaga og miklar pæling- ar í Þingeyingum um þau mál. Þau sveitarfélög sem hugsanlega myndu þá sameinast, eru meðal annarra, Húsavík, Aðaldalur og Reykjadal- ur. En hvað á hið nýja sveitarfélag þá að heita. Jú, Víkurblaðið gerði það að tillögu sinni að það yrði látið heita Aðal-Reykjavík. Húsvíkingar eru sjálfum sér nógir um þjónustu, þar er sjúkrahús, grunnskóli og framhaldsskóli, sund- laug og íþróttahús, safnahús, sjúkra- hús og að sjálfsögðu kaupfélag, enda eru þau upprunnin í Þingeyjar- sýslu syðri. Pá má ekki gleyma myndarlegu hóteli. Og á Húsavík er íþróttafélagið Völsungur sem hefur til umráða malarvöll og grasvöll og frægt skíðasvæði er á Húsavík. Leik- félagið þar er eitt það alöflugasta á landinu og eitt af því sem Húsvík- ingar eru hvað stoltastir af, er hvað þeir eru góðir leikarar. f hófi sem bæjarstjórn Húsavíkur bauð til, flutti bæjarstjórinn, Einar Njálsson, snjalla og skemmtilega ræðu í anda INNIHURÐIR T.d. hvít hurð með lömum og skrá karmur með slaglista og gerefti, VERÐ AÐEINS KR. 11.956,- Einnig spónlagðar hurðir í öllum viðartegundum, Sem eru hljóðeinangraðar með þéttilistum UPPSTILLT SÝNISHORN Á STAÐNUM. Trésmíðaverkstæði EINARS BIRGIS EINARSSONAR Hólagötu 26, sími 12804. fræga loftsins í Þingeyingum, þar taldi hann upp fjölda fólks, sem var hvert öðru betri leikarar. Stoltið af upprunanum leynir sér ekki. Sögð var saga af þekktum Þingeyingi, sem var mestur og bestur í öllu. Hann lá eitt sinn á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hjúkrunarkonan var að þvo honum. Hún strauk honum um handlegginn og sagði: „Voðalega ertu með sterk- legar hendur". „Já“, sagði Þingey- ingurinn, „við lyftum svo miklu í Þingeyjarsýslum". Hjúkrunarkonan strauk honum um fótlegginn: „Voðalega ertu með sterka fótleggi" sagði hún. „Já, við göngum svo mik- ið í Þingeyjarsýslum". Hjúkrunar- konan strauk honum milli fótanna og sagði: „Pissið þið lítið í Þing- eyjarsýslum". Nærhald í óskilum S.l. sunnudag fundust nærbux- ur, líklega karlmanns, inná lóð við miðjan Heiðarveginn. í nærbuxunum var nokkuð sem venjulegt fólk losar sig við í einrúmi. Eigandinn er vinsamlegast beðinn um að vitja þeirra sem fyrst, og taka með sér restina af þv( er hann losaði sig við, því eigandi lóðarinnar er ekki viss um að ágæti þessarar teg- undar áburðar á blettinn og það svona seint að hausti. Óhress lóðareigandi. EDIN- BORG Getum boðið ótrúlegt verð á ótrúlegum kjörum til Edinborgar í eftirtaldar brottfarir: 11. nóv. - fim/sun 14. nóv. - sun/fim 21. nóv. - sun/fim Gisting í einbýli, tvíbýli eða þríbýli. _ Síðustu sætin. URVALUTSYN Umboð í Vestm.eyjum Friðfinnur Finnbogason sími 11166 ILHLIDALOGFR/EDIÞJONUSTA FASTEIGNASALA ALHLiDALOGFRÆDIÞJONLSTA FASTEIGNASALA Foldahraunl 41 1a Þægileg tveggja herbergja íbúð. Anddyri, eldhús, baðherbergi, stofa og svefnherbergi. Ath. Verð kr. 2.500.000,- Foldahraun 27 Mjög gott raðhús á einni hæð. Þrjú svefnherbergi og hægt að hafa fjögur. Eldhús, búr, stofa og borð- stofa, baðherbergi og anddyri. Bílskúr innbyggður. Vinsæl eign. Verð: Tilboð. sí n’ Hástelnsvegur 15a Einbýlishús miðsvæðis. Þrjú svefn- herbergi, stofa og borðstofa, eldhús, baðherbergi og góðar geymslur. Eignin töluvert endurnýj- uð. Sklpti á tveggja herbergja fbúð. Verð: 6.000.000,- KAUPENDUR OG SEUENDUR. Nú er mjög hagstætt að nýta sér húsbréf I viðskiptum. Mjög lltið afföll. Faxastfgur 7 Einbýlishús á tveimur hæðum. Stofa, svefnherbergi, eldhús og bað á hvorri hæð. Hægt að hafa séríbúð á neðri hæð. Viðbygging með góðum geymslum. Verð: 4.000.000,- Dverghamar 24. Stórt parhús á góðum stað. Fjögur svefnherbergi, stofa, eldhús með nýlegri innréttingu, innbyggður bflskúr. Mjög gott útsýni. Verð: Tilboð. 'ögmaiuisstofan Biiuitfg 16, Vattmumuyjum O , . | í 1 1 , . • I <HHHHHHHiHHHHHHHHHHHI^HE2sailHo anHiv vivsvNOiaisvd visnNor«jjaa/adooTvanmv VTVSVNoaaisvd visnNordiaa/Hdoos

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.