Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 15
Fimmiudagurinn 4 nóvember 1993
Knn eitt áfalliO fyrir knattspvrnuliö ÍBV:
Knattspyrnulið ÍBV hefur orðið
Fyrir mikilii blóðtöku í þessari
viku því þrír ieikmenn liðsins hafa
ákveðlð að yfirgefa skútuna með
stuttu miliibiii, þeir Ingi Sigurðs-
son, Bjami Svelnbjörasson og
Anton Björn Markússon.
Ingi Sigurðsson er farinn yfir i 2.
deildariió Grindavíkur. Ingi klárar
Tækniskólann og vor og þarf á
vinnu að halda næsta sumar sem
honum verður útveguð. Ingi hefur
leikið meö ÍBV síðan 1986 og var
fyririiði iiósins í sumar. Að sðgn
Jóhannesar Ólafssonar, formanns
knattspymuráðs, er mikiJ eftirsjá í
Inga. Hann hafði komið mjög vel
fram við knattspymuráð vegna
félagaskiptanna og framkoma hans í
alla staði til fyrirmyndar.
Bjami Sveinbjömsson er farinn
aftur á heimaslóðir, til Þórs á Akur-
eyri. Ekki tókst að bjarga honum um
vinnu í Eyjum og hann fékk gott til-
boó frá Þór sem ekki var hægt að
hafna.
Anton Bjöm Markússon fer
einnig aftur á heimaslóóir, í Fram.
Þeir hafa misst mikió af mannskap
og viidu fá Anton Bjöm afturtil liós
við sig.
Fyrir utan þetta hefur ÍBV misst
Tryggva Guömundsson í KR og eru
því fjórir leikmenn úr byrjunarliöi
IBV famir en í fyrra voru þeir sjö
þannig að á tveimur árum er farið
heilt byrjunarlið frá Eyjum! I fyrra
voru þaö leikmenn eins og Leifur G.
Hafsteinsson, Friðrik Sæbjömsson,
Heimir Halígrímsson, Tómas I.
Tómasson o.fl.
IBV hefur fengið einn leikmann t
staóinn, Serban Dragan Manojlovic
Ingi Sigurðsson.
Bjarni Sveinbjömsson. Anton B. Markússon.
sem hefur leikió með Þrótti Reykja-
vík sl. þrjú ár. Einnig em bundnar
mtklar vonir við aó Hlynur Stefáns-
son komi aftur í herbúöir ÍBV frá
Svíþjóó en síðasta umferðin ytra fer
fram um helgina. Þá kemur í ljós
hvort liö Hlyns, Örebro, feilur úr úr-
valsdeildinni og ef svo fer, bendir
allt til þess að hann haldi heini á
leið.
Að sögn Jóhannesar era knatt-
spymuráðið að athuga með énn
frekari liðsstyrk. Vonir standa til að
Heimir Hallgrímsson komi aftur til
IBV en hann lék með Hetti í sumar.
Heimir er að ljúka námi næsta vor
og það fer því eftir atvinnu hvort
hann kemur til Eyja eða ekki. Þá má
geta þess aó Huginn Helgason hcfur
tekið fram skóna aftur.
Snorri Rútsson, þjálfari IBV,
sagði að það væri mjög slæmt að
missa þessa leikmenn en auövitað
kæmi alltaf maður i manns stað.
Hann vonaðist til aó Hlynur kæmí
og yröi það mikill styrkur fyrir ÍBV
ef svo færi.
Undurbúningurinn
hafinn
Undirbúningur I. deildarliðs ÍBV
hófst fyrir alvöru sl. laugardag þegar
Snorri Rútsson boðaói leikmcnn til
fundar þar sem línumar voru lagðar
fyrir komandi keppnistímabil. Á
fundinn mætti m.a. hinn nýi leik-
maður ÍBV, Serbinn Dragan
Manojlovic og Heimir Hallgríms-
son. Snorri kynnti ýmsar nýjar og
athygiisveróar hugmyndir varðandt
þjálfun liðsins, en undirbún-
ingstímabil hjá ÍBV hefur aldrei
byrjað eins snemma og nú. Hins
vegar gerir það undirbúninginn
erfiðari aö ekki er komið á hreint
hvaóa Jcikmenn munu leika undir
merkí IBV. Æfingar hjá ÍBV hófst
sl. þriðjudag og verður æft 3-4
fjórum sinnum í viku fram að
áramótum.
I X 2 - Getraunakeppni Týs/Þórs/Frétta
Hdga
Örebro-VasaJund 1
Arsenal-Aston Villa 1
Coventry-Everton X
Ipswich-Sheff. Wed. I
Leeds-Chelsea 1
Oldham-Newcastle 2
Q.P.R.-Blackbum 1
Sheff. Utd.-Norwich 2
Southampton-Tottenham 2
Birmingham-Nott. Forest X
Notts County-C. Palace 2
Peterborogh-Tranmere X
Sunderland-Portsmouth 1
I síðustu viku sigraði Bjarki hana Nlnu en nú eru mætt ti) leiks nágrann-
amir Helga Kristjánsdóttir handknattJeiksstúlka og Egill Amgrímsson
mótorhjólatöffari.
Hópieikurínn tók mikinn kipp nú síöast því þátttakendum fjölgaði um
100% og nú era yfir 20 hópar meö. Enn er hægt aö koma inní leikinn. 13
vikur eru eftir en 12 bestu telja. J 0 efstu pörin era þessi:
1-2. Ingunn 14 _____________________________________
l-2.Þorskhausamir 14
3. Fiðrildin 13
4-7. EF 12
4-7. Gamla skinkan 12
4-7. Veggfóður 12
8. Börkur 11
9. Feógamir 10
10. The Spurs 10
Ekki er fullkomlcga að marka þennan lista þar sem sumir hafa tippað
tvisvar en aðrir einu sinni.
Hópamir nota misjafnar aðferðir við aó tippa. Einn tipparinn var illa
vaknaður einn iaugardagsmorguninn og tippaði óvart á ítölsku leikina, cn
það kora þó ótrúlega vel út.
Af öðrum hópnum fréttist á einu af veitingahúsum bæjarins við einn
gluggann. Merktu þeir 1 ef hvítur bíll keyrði framhjá, X ef hann var rauður
og 2 ef hann var blár. Hins vegar fylgir ekki sögunni hvemig þeir merktu
vió ef hann var bleikur.
Að gefnu tilefni viljum '■’ið minna tippara á að merkja 900 á getrauna-
seðlana sina og styrkja þannig Týr og Þór í stað þess ef ckkert er merkt,
njóta Fylkir og Golfklúbbur Akureyrar mest af því.
Þar sem mikil trafík er oróin í Týsheimilinu á laugardagsmorgnum era
menn hvattir til að mæta snemma og tippa. Sjáumst.
Munið tippnúmer
Týs og Þórs:
ooo
1. dcild kvcnna:
ÍBV á góðri
siglingu
IBV sigraði Val örugglega í 1. deild
kvcnna í Eyjum á laugardaginn, 25-22.
IBV hafði yfirhöndina allan tímann og
var sigur þcirra mjög verðskuldaður.
ÍBV stúlkumar tóku besta leikmann
Vals, Irinu Skonobogatykh, úr umferð
allan leikinn og heppnaðist það herbragð
fullkomlega. IBV hafði 2-3 marka forystu
allan leikinn. Staðan í hálfieik var 15-12
og minnstur varð munurinn tvö mörk, 21-
19.
Andrea Atladóttir fór á kostum hjá
IBV, skoraði níu mörk. Sara Ólafsdóttir
átti einnig mjög góðan leik, hefur aldrei
leikið betur en nú. Laufey varói ágætlcga
í markinu og Ingibjörg geysilega sterk í
vöminni. IBV er nú á ntikilli siglingu og
var hrein unun aó sjá skcmmtilega útfærð
hraóaupphlaup hjá stúlkunum. >ær eru til
alls líklegar í vetur, breiddin í lióinu er
mikil og allar stúlkumar fengu að spila. I
liðið vantaói Irisi Guðjónsdóttir vegna
veikinda.
Ragnar Hilmarssonar þjálfari ÍBV, var
ánægður með stigin og að Andrca Atla-
dóttir er öll að koma til eftir meiðslin.
„Vamarleikurinn var slakur í fyrri hálf-
leik en sóknarleikurinn ágætur en síðan
snérist dæmið við. Leikurinn sem slíkur
var ágætur en við getum ennþá bætt okkur
töluvert bæói í vamar- og sóknarleiknum.
Hraðaupphlaupin vom einnig ágætlega
útfærð en við höfum verið aó æfa þau sér-
staklega að undafömu. Eg legg einnig
áherslu á að spila frjálsan bolta. Það býr
mikió í þessu liði og mér finnst allt vera á
réttri leið,“ sagói Ragnar.
Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 9, Sara
Ólafsdóttir 5, Judit Estergal 3/1, íris Sæ-
mundsdóttir 3, Ingibjörg Jónsdóttir 2,
Stefanía Guójónsdóttir 2 og Ragna J.
Frióriksdóttir 1.
Næsti leikur stelpnanna er í kvöld gegn
Fylki í Reykjavík og síðan aftur á laugar-
daginn gegn Fram, einnig í Reykjavík
IBV er nú með 8 stig eftir 6 leiki.
1. dcild karla - ÍBV: Haukar 27-27:
Fyrsta stigið í höfn
ÍBV náðist náði fyrsta stigi sínu í 1.
dcidinni í handbolta í vetur eftir að
hafa gert jafntcfli við Hauka sl.
föstudag, 27-27, í Eyjum. Það var
ekki hægt að sjá að neðsta og efsta
til 1. deildarinnar ættust við. Hið
unga og cfnilcga Eyjalið var síst
lakari aðilinn og gátu tryggt sér
sigurinn í lokin en þeir höfðu
holtann síðustu 20 sekúndurnar.
Haukar höfðu frumkvæðið mest
allan leikinn en Eyjamenn vora aldrei
langt undan. Dómaramir voru alveg
út úr kortinu allan leikinn og hallaði
mjög á IBV framan af cn á Haukana í
lokin og verður að segjast eins og er
að þeir voru starfi sínu engan veginn
vaxnir. Haukar höfðu eitt mark yfir í
hálfleik, 14-13 og voru 2-3 mörkum
yfir nánast allan seinni hálfleikinn.
IBV tókst loks að jafna metin þegaró
mín vora til leiksloka og aftur rúmri
míntútu fyrir lcikslok þegar Björgvin
skoraði úr hominum að því er virtist
úr vonlausu færi. Eyjamenn fengu
síðustu sókn leiksins en tókst ekki að
nýta sér hana og jafntefii verða að
teljast mjög sanngjöm úrslit.
Björgvin Rúnarsson fórá kostum í
leiknum, skoraði 9 mörk, ekkert úr
vítakasti og sýndi enn einu sinni að
hann kemur til greina sem framtíðar
landsliðsmaður. Þá áttu Guðfinnur
Kristmannsson góðan og leik og það
er ekkert annað I. deildarlið sem cr
með tvo 17 ára gamla leikmenn sem
leikstjómendur, þá Daða Pálsson og
Amar Pétursson sem vex ásmegin
með hverjum leik. Svo sannarlcga
leikmenn framtíðarinnar.
Sóknarleikur IBV er oft mjög
skemmtilegur en vamarleikinn þarf
talsvert að bæta. Tilkoma Svavars
Tilkoma Svavars í ÍBV eftir
meiösli er mikill styrkur
Vignissonar sem er byrjaður að leika
að nýju eftir meiðsli, styrkir vömina
mikið. Einnig var mjög jákvætt að
Eyjamenn voru aðeins reknir tvisvar
útaf sem er mikil framför frá því í
undanfömum leikjum.
Mótspyma ÍBV kom Haukum
grcinilega í opna skjöldu en það
verður að teljast léleg afsökun hjá
þjálfara aðkomuliðsins, eins og kom
fram í einu blaðanna, að liðið hafi
ekki náð sér á strik vegna þess að
búið var að fresta leiknum í tvígang!
Þctta er næstum því daglegt brauð hjá
Eyjaliðunum.
Mörk ÍBV: Björgvin Rúnarsson
9, Zoltan Belanyi 7/3, Guðfinnur
Kristmansson 5, Daði Pálsson 3,
Arnar Pétursson 2 og Svavar
Vignisson 1. Varin skot: Hlynur
Jóhannesson 11, Viðar Einarsson
3.
Iþróttafréttir
Stefán kemur ekki
IBV scm var á höttunum á eftir vinstrihandar skyttunni Stclani
Kristjássyni, sem leikur í Þýskalandi, fékk afsvar frá Stcfáni sl. föstudag.
Stefán var á heimleið og var IBV eitt þeirra liða scm vildu fá hann í sínar
raðir en það gekk ckki eftir.
Guðmundur í knattspyrnuráðið
Eins og sagt var frá í síðasta blaði hefur ÍBV bæst góður liðsauki í
knattspyrnuráðið. Fjórði nýi knattspymuráðsmaðurinn hefur nú bæst í
hópinn. Það er Guðmundur Erlingsson sem gerði garðinn frægan með ÍBV
hér á árum áður.
Góður árangur hjá 5. flokki ÍBV
5. flokkur stúlkna ÍBV lék í íslandsmótinu um síðustu hclgi. Stúlkumar
stóðu sig frábærlega vel og komust alla leið í undanúrslit. I 5. flokki
stúlkna fara fram fjögur sjálfstæð mót yfir vcturinn og átta stigahæstu Iióin
fara í úrslit. I riðlakeppninni vann IBV alla fjóra lcikina. Stelpumar unnu
KR 3-2, Víking I0-I.UMFA4-3 og Stjömuna II-9. Þarmeðkomust þær
í milliriðil þar sem tvö efstu liðin komust. Þær unnu Fram 6-0 en töpuðu
fyrir Gróttu 3-4 og kepptu því um 3.-4. sæti. Þar kcppti ÍBV við Val og
staðan eftir venjulegan leiktíma var 5-5. Staðan var enn jöfn, 7-7 þegar
búið var að tvíframlengja og þá varð háður bráðabani. Valur skoraði fyrst
og sigraði og ÍBV hafnaði því í 4. sæti.
Kjöt til sölu
Hálfir nautaskrokkar kr. 495,- pr. kg. úrb/pakkað.
V2 svínaskrokkar kr. 495,- úrb/reykt pakkað
Nautgripahakk kr. 550,- pr. kg.
Ungnautahakk kr. 620,- pr, kg.
Hrossabjúgu og saltkjöt kr. 350,- pr. kg.
Heimiliskorthafar, munið ódýru nautapakkana - frí
heimsending.
ÚRBEININGARÞJÓNUSTA EIRÍKS OG ATLA
Selfossi, sími 98-22527.