Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1993, Blaðsíða 14
Hagsmunagæsla
Valgeir Örn Garðarsson
Það er sama hvaða nöfnum við
nefnum það, innihaidið skiptir
meira máli en umbúðimar.
Ráðamenn virðast ráðþrota og falla
stöðugt í sömu gryfju í tilraunum
sínum til að breyta rekstri þjóóar-
búsins. Vaxtaþruglið er í hámarki, en
það má ekki breyta neinu öðm?
Vandamálin em svo víðáttumikil,
að þau teygja angana í allar áttir. I
dag em það vextimir, á morgun er
það þorskurinn, og allan tímann
bændumir og embættisfólk.
Yfirstéttin í heilbrigðiskerfinu,
læknar og sérfræðingar, em jafn
frióhelgir og beingreiðslur til bænda.
Við tökum erlend lán til að viöhalda
styrkjum og yfirborgunum til sumra
þjóófélagshópa og ráðumst alltaf
að almenningi. Það má enga þjónustu
skerða, engan sérhagsmunahóp særa,
en það á að lækka vexti, auka kaup-
mátt?
Það þarf markvissan spamað í
milljónaþúsundum og við
Vestmannaeyingar getum lagt okkar
að mörkum með því að sætta okkur
við þjónustuskeröingu, sem skilar
árangri. Herjólfur er stór kostnaðar-
liöur í þjóðarbúskapnum, þó ég sé
ekki í vafa um að við höfum efni á
honum, miðað við framlegð
Vestmannaeyja, þá efast ég.
Hlutafélagið sem rekur Herjólf er
handónýttog virðist álíta ríkisstyrk
sjálfsagðan tekjustofn. Rekstur
félagsins gengur þvert á stefnu stjóm-
valda í hagsmunagæslu, því
fjárhagsmunir em látnir víkja fyrir
þægindahagsmuni, sem felast í
daglegum ferðum yfir vetrar-
mánuðina. Það er mitt mat að hægt sé
að minnka taprekstur um 4-5
milljónir á mánuði yfir vetrar-
mánuöina, með því að fella niður
þrjár ferðir á viku, t.d. þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga. Ég sé
ástæðu til að minnka launakostnað til
áhafnar samhliða þessari aðgerð, en
þaðer full ástæða til að greiða eina
til tvær bakvaktir á viku, fyrir þessa
daga. Þá er hægt að skella upp
aukaferð ef þurfa þykir. Samtals gæti
þetta minnkaö ríkisstyrkinn um 30-40
milljónir, lauslega áætlað. Það
hlýtur að vera hlutverk stjómar
Herjólfs hf. aó taka fullan þátt í
ríkisspamaði og sýna getu sína í
verki, með það að langtímamark-
miði, að þurfa ekki styrk. Þetta
fyrirtæki hefur ekkert bolmagn til að
greiða arð af hlutafé, þá er
spumingin hversvegna almennir
hluthafar, ef ekki er fyrirsjáanlegt að
ríkisstyrkur geti horfið með öllu?
Ég hef ekki skoðað reikninga
Herjólfs hf. að öðru leyti en því, sem
birt hefur verið í Fréttum og það eru
hrikalegar tölur í íslenskum
veruleika. Þama er kostnaður færðuf
til bókar á stjómun, sem nemur
einum þriðja af ríkisstyrk. Það þykir
mér óeðlilegt. Ég sé ástæðu til að
biðja um að reikningar fyrir
stjómarkostnaði, verði gerðir opin-
beriríFréttum.Þaðermöguleiki að
ég sjái ofsjónir í þessum kostnaðar-
lið, það hvarflaði allavega ekki að
mér, að daglegur rekstrarkostnaður
eins og auglýsingar, væm færðar á
stjómunarkostnað. Það tel ég
rangfærslu í bókhaldi. í rekstrarlegu
samhengi var þessi “auglýsingaher-
ferð” ekki dýrkeypt og skilaði sér vel
og jók flutninga, tilgangi náð.
Mér finnst leiðinlegt að fólk sé
ennþá að velta sér uppúr því, hvort
það sé eölilegt að stjómunarformaöur
sé jafnframt vélstjóri á Herjólfi. Það
er ekkert rangt við það, hafi
maðurinn kunnáttu og réttindi til
starfsins. Það væri verra ef maöurinn
væri fyrrverandi þingmaður og hefði
verið skipaður í starfið vegna þess að
hann væri áhugsamur um stórar
vélar. Það geta verið margir kostir
fólgnir í því, að stjómendur
fyrirtækja vinni líka hjá
fyrirtækjunum. Hjá alvöm
fyrirtækjum er beinlínis ætlast til
þess að starfsmenn og stjómendur
vinni.
Getið þið ímyndað ykkur
hvernig gengi að reka Herjólf, ef
samgöngureglur bönnuðu fólks-
flutninga, ef vindur færi yfir 8
vindstig, vegna þess að það væri
hættulegt að sigla trillum.
Þannig samkeppnishöft gilda í
innanlandsfiugi. Það er sama regla
látin gilda, hvort sem um er að
ræða Domier 228, með frábæra
flugeiginleika, sem koma meðal
annars fram í því að þola mikinn
hliðarvind í lendingu (núverandi
hámark í S-A átt er 20 hnúta vindur
eða 4 vindstig). Eins hreyfils flugvél
með 2-4 sæti, undanþegin lend-
ingargjöldum (stór kostnaðarliður)
má fijúga jafnmikið og alvöm-
flugvélar. Þessu verður að breyta og
nýta þá þtóun og framfarir, sem oröiö
hafa í flugvélahönnun og tækja-
búnaði.
Það er ekki þægileg flugferð að
fljúga í 12 vindstigum, álíka
þægindi og sjóferð í sama veðri,
svona veður koma. Það þýðir ekki
aö tuða endalaust, að veður við
Islandsstrendur sé verra en
annarsstaðar í veröldinni. Við fáum
t.d. bara fellibyljaleyfar. Það væri
verra að fá sjálfan fellibylinn. Við
hlustum á tilkynningar í útvarpi, um
að innanlandsfiug liggi niðri vegna
háloftaísingar. I mörgum tilfellum er
þetta tómt kjaftæði, þegar það er hægt
að fljúga án ísingar, skýjum neðar í
2000-4000 feta hæð. Þar að auki er
mjög mismunandi, hvað flugvélar
bera af ísingu og þá er aftur komið að
trilludæminu. Samgönguráðherra,
fiugráð/flugeftirlit, gætu breytt
reglum og látiö gilda reglur fyrir
tegundir fiugvéla. Málið virðist bara
þannig að ráðgefandi nefndir,
flugeftirlit og flugráð, virðist ein-
hverskonar elliheimili fyrir
fyrrverandi Flugleiðastarfsmenn, og
til að einfalda málið fyrir sér, em
innanfélagsreglur Flugleiða vegna
Fokkerflugvélanna, látnar gilda fyrir
allar tegundir flugvéla.
Fleiri samkeppnishöft gilda t
innanlandsflugi, þannig er einkaleyfi
á áætlunarflugi til Akureyrar og ísa-
fjarðar, sýndarsamkeppni á
Húsavík og kvóti á Eyjar og
Egilsstaði. Islandsfiug má fljúga
með 20% af farþegafjölda Flugleiða
á Eyjar, 10% á Egilsstaði. Svo emm
við Islendingar að mótmæla á
alþjóóavettvangi, að Norðmenn
bjóði hlutdeild í olíugróða, vegna
skipasmíða. Okkur færi betur að
halda kjafti og láta þá smíða nokkur
smuguskip.
Eg veit að það er eðli
kommúnista að elta framsóknar-
menn í hringi. En að það sé eitt
helsta baráttumál atvinnu-
kommúnistans í báejarstjórn að
geta ekið í hringi suður á Eyjum,
er ekki eitthvað að?
Það er miklu alvarlegra að fyrir
Lyngfellislandinu skuli liggja
hugmyndir um að breyta því í ein-
hverskonar “Ölfusborgir”. Á þessu
landi er nánast eini möguleikinn á
eyjunni, til þess að stunda ræktunar-
búskap, en það er hægt að planta
sumarbústöðum meðfram öllum
vestur-Hamrinum í frábæru landslagi
með fallegt útsýni. Það er langt síðan
byrjað var að planta sumarhúsum á
þessu svæði og ætti þar af leiðandi
ekki að vera hægt að finna því eitt-
hvað til foráttu, að nytja þetta svæði í
þessum tilgangi. Sennilega nýtur
“Ölfusborgarhugmyndin” meiri hylli
gagnvart bankakerfinu, heldur en
grænmetis- og trjáplönturækt á
Lyngfellslandinu, enda tekur það
fleiri áratugi að ná peningalegum
árangri í ræktunarbúskap.
Þaö er bara spuming hvort við
skuldum ekki komandi kynslóðum að
vera framsýn og íhuga landnytjar,
fram yfir augnablikið sem við lifum í.
Nógu mikið erum við að borga
fyrir dýrafóðrið sem íslenskar
kartöfiur og annað grænmeti er, þegar
það er selt óflokkað, án gæðastaðla.
Innflutningur gæti agaö markaðinn.
Það eru margar orsakir fyrir
ástandi þjóðarbúsins, meðal annars
metnaðarleysi. Við lækkum ekki
bankavexti verulega, nema við
aukum metnað.
Valgeir Örn Garðarsson
Lúðrarnir
hljóma
Enn er komið haust og þá kemur
að -styrktarfélagahljómleikum
Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Næsta
laugardag klukkan 4 síðdegis verða
þeir haldnir í Félagshéimilinu við
Heiðarveg.
Á efnisskránni veróa margir
góðkunningjar og svo önnur lög,
sem sjaldan heyrast. Af gömlum
kunningjum má m.a. nefna I sól og
sumaryl, eftir Gylfa og Heima eftir
Oddgeir. Lög sem sjaldan heyrast
eins og Brennið þið vitar, eftir Pál
ísólfsson, Blásið homin, eftir Ama
Bjömsson. Líka má nefna lög eins
og Instant consert sem er syrpa.
Lög úr Fiðlaranum á þakinu, Hey
Jude o.fl. Sveitin hefur sjaldan
verið eins fjölmenn og nú, því ætlaé
er að 28 blásarar muni spila með
undir stjóm okkar ágæta Stefáns
skóara.
Ekki er að efa að þetta verður hin
besta skemmtun og vænta
sveitarmeðlimir þess, að sem flestir
komi og hlusti. Styrktarfélagar sem
nú telja yfir tvö hundruð, fá að sjálf-
sögðu heimsenda miða, en aðrir þeir
sem vildu koma, geta keypt miða
við innganginn.
Eins.og áður segir verða hljóm-
leikamir núna á laugardaginn kl.
16:00.
Góða skemmtun!
(Frétt frá Lúörasveitinni)
Guðni Kristófersson, vistmaður að
Hraunbúðum, verður níræður í dag,
fimmtudaginn 4. nóvember.
Laugardaginn 6. nóvember kl.
15:00-16:00 munhanntakaá
móti gestum á heimili sonar síns,
Vignis, að Illugagötu 59.
Þakkir
Hjartans þakkir til allra
þeirra, sem glöddu okkur
og heiðruðu, í tilefhi
afmcela okkar hjóna.
Guð blessi ykkur öll.
María Pétursdóttir
Sveinn Matthíasson
Árnað
heilla
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjagrent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamaður: Þorsteinn Gunnarsson.
Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prcntvinna: Eyjaprent _hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur rit-
stjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 98-13310. Myndriti: 98-11293. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga.
Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Tuminum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni,
Búrinu, Beui Bónus, Vönival, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. FRÉTTIR
eru prentaðar í 1750 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Landakirkja
Sunnudagur7. nóv. kl. 11:00 Bama-
og fjölskylduguðsþjónusta.
Kl. 14:00 Almenn guðsþjónusta. I stað
hefðbundinnar predikunar, verður smtt
kynning á uppbyggingu Biblíunnar. Fólk
er hvatt til að hafa Biblíu meðferðis til
kirkju. Bamagæsla í safnaðarheimili.
Molasopi að lokinni messu.
Kl. 17:00-18:00 Fermingarfræðsla.
Kl. 20:30 KFUM&K Landakirkju,
unglingafundur.
Mánudagur 8. nóv. kl. 20:00
Saumafundur kvenfélags.
Miðvikudagur 10. nov. kl. 10:00
Mömmumorgun. Kl. 12:10-12:30
Kyrrðarstund í hádegi í umsjá leikmanna.
Kl. 12.30-13:00 Léttur málsverður á
kosmaðarverði að stundinni lokinni.
Kl. 17:30 T.T.T. fundur
Betel
Fimmtudagur kl. 20:30 Biblíulestur
Föstudagur kl. 20:30
Unglingasamkoma (13 ára og eldri)
Laugardagur kl. 20:30 Bænasamkoma.
(Beðið sérstaklega fyrir þeim sem þess
óska).
Sunnudagur kl. 13:00
Sunnudagaskólinn, fyrir öll böm
ogkl. 16:30 vakningarsamkoma.
Ræðumaður Snorri Öskarsson.
Allir hjartanlega velkomnir í Betel.
Aðventkirkjan
Föstudagur: Samvera kl. 20:00.
Laugardagur:
Kl. 10:00 Biblíurannsókn.
Allir velkomnir.
Biblfan
talar
S: 11585
Baha'i sam-
félagiö
Opið hús að KirRjuvegi 72B,
fyrsta fimmtudag hvers
mánaðar kl. 20:30. Almennt
umræðuefni. Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Minningarkort:
Eftirtaldar sjá um sölu á minn-
ingarkortum Krabbavarnar: Kristín s:
11872, Hólmfríður s: 11647, Guðný
sími 13084 og Anna s: 11678.