Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 03.10.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER Trausti Bjarna son býr á bæn- um Á, sem er á Skarðs strönd í Dala sýslu, á samt konu sinni Láru Hans dótt ur. Hann er bor inn þar og barn fædd ur en ætl aði aldrei að verða bóndi held ur járn smið ur. Ör- lög in kipptu í taumana og hög uðu því svo að járn smíð in varð ekki ævi- starf ið. Það standa að hon um Dala- menn í báð ar ætt ir en Trausti sjálf- ur tel ur sig Breið firð ing. Þau hjón hafa búið með ær og kýr, eins og sagt er, seldu kýrn ar fyr ir rúm- lega tveim ur árum og hafa nú lifi- brauð sitt af ánum, á samt ýmis kon- ar auka vinnu. Trausti hef ur unn- ið við kola námu, dáið þrisvar, set ið í sveit ar stjórn, unn ið í upp skip un í Skarðs stöð, ver ið virk ur í sínu sam- fé lagi og geng ið í mennta skóla hjá Binna í Gröf um, Brynjólfi í Hval- gröf um, eins Trausti kemst að orði. Skól inn var skammær eins og þá tíðk að ist en kenn ar inn afar vel starfi sínu vax inn. Tek ið var hús á Trausta í lið inni viku þeg ar ein haust lægð in var í ess inu sínu. Lít ið bú með mik illi auka vinnu „Ég er fædd ur hér og upp al inn, lang aði alltaf til að verða járn smið- ur og hef smíð að allt sem ég þarf úr járni,“ seg ir Trausti í upp hafi máls. „Hins veg ar skip uð ust mál þannig að ég varð bóndi. Með al ann ars náði ég mér í sveita stelpu og það varð að ráði að við keypt um jörð- ina árið 1964. Pabbi hafði búið hér og alltaf sem leigu liði, en hann dó árið 1963. Skarð átti jörð ina eins og marg ar aðr ar hér í kring. Þar var höf uð bólið sem átti einnig flest ar eyj arn ar hérna fyr ir utan. Við tók- um við göml um hús um en byggð- um árið 1975 sam byggt fjár hús og fjós. Búið hef ur aldrei ver ið mjög stórt en við bjugg um lengi með kýr og kind ur. Kýrn ar voru aldrei mjög marg ar svona 13 stykki eða svo. Fyr ir rúm um tveim ur árum seld um við kýrn ar og kvót ann, búum núna ein göngu með fé. Í dag eru þær eitt hvað ríf lega tvö hund ruð, sem er á gætt. Af kom an hef ur byggst á bú inu og mik illi auka vinnu utan heim il is.“ Unn ið í Kol Eins og kom ið hef ur fram er Trausti fædd ur og upp ald inn á Skarðs strönd inni. Þar var á árum árum ýmis starf semi sem ekki er leng ur við líði. Með al ann ars var þar stund að ur náma gröft ur um mið bik síð ustu ald ar í landi Tinda. Það var hluta fé lag ið Kol sem átti námuna og rak hana. „Ég var þarna kola námu mað ur um hríð,“ seg ir Trausti þeg ar spurt er um svæð ið sem í dag legu tali á Skarðs strönd inni er kall að Kol. „Um fang ið var tölu vert. Nám an er nið ur við sjó og má sjá ýms ar leif ar um starf sem ina enn. Reynd ar með ó lík ind um að eng inn skuli hafa tek ið sig til og varð veitt minjarn- ar sem eru enn í við fjöru borð ið, þarna er jú part ur af at vinnu sögu okk ar hér á svæð inu. Gerð voru námu göng nið ur í jörð ina sem fyrst voru eitt hvað um 19 metr ar en síð- ar dýpk uð nið ur í 21 metra. Það- an voru svo gerð göng inn und ir land ið til að vinna surt ar brand inn. Upp úr námunni var lyfta og þar tóku við spor sem vagn arn ir gengu á með kol in. Reist var dísel raf stöð til að knýja það sem þurfti, starfs- manna skáli og verk stæði sem kall- að var hörm ung enda búið að flytja það oft til. Svo var auð vit að gerð bryggja svo hægt væri að koma kol- un um í burtu. Veg ir voru nú ekki svo beisn ir á þess um tíma.“ Var an eft ir stótt „Nám an veitti at vinnu. Við vor- um lík lega um 10-15 manns í vinnu þeg ar mest var, bæði náma verka- menn og ráðs kon ur sem sáu um að við feng um að borða. Surt ar brand- ur inn var kol okk ar Ís lend inga og mark að ur var á gæt ur fyr ir vör una um tíma, alla vega. Náma gröft- ur inn fór þannig fram að bor að ar voru hol ur inn í berg ið, sett í þær dýnamít og stál ið síð an sprengt. Við mok uð um af rakstr in um upp í vagn ana sem fluttu varn ing inn upp á yf ir borð ið. Þar voru kol in hreins- uð því þau voru stund um blönd uð leir. Niðri í göng un um var aldrei gasmeng un og eng in hætta á því, tel ég. Enda var stór loft blás ari upp við námu op ið sem hreins aði loft ið niðri í námunni. Upp haf ið að öllu sam an má rekja til þess að vit að var af surt ar brandi í fjör unni sem menn voru að nýta. Á kveð ið var að bora nið ur í bakk ann á sama stað til þess að vita hvort kol in lægju þar inn- und ir land inu. Þá var allt hand bor- að. Þeg ar ver ið var að gera náma- op ið og kom ið vel nið ur í jörð ina var bor uð hola, sett dýnamít í og kveikt í þræð in um. Beggi á Tind- um kveikti í þræð in um með píp- unni sinni og hljóp síð an upp kað- al stig ann eins hratt og hann komst til að fá ekki skot ið í rass gat ið. Þetta var al veg frægt. Af því að kola lag- ið hall aði frá land inu var munn- inn víkk að ur. Þá fannst nýtt lag 80 senti metra und ir hinu fyrra og á milli var grjót. Kol in voru betri þar en í efra lag inu. Erf ið ara gekk þó að vinna úr því þar sem sprengja þurfti lög in sam an og kol in voru mik ið blönd uð grjóti. Fyr ir vik ið var meiri vinna við að hreinsa. En þetta var mik ið æv in týri og gam an að hafa feng ið tæki færi til að taka þátt í því.“ Skarðs stöð Ekki langt frá námunni, í landi Skarðs höf uð bóls ins á Skarðs strönd er höfn sem alltaf hef ur bor ið heit- ið Skarðs stöð. Þar er ágæt hafn ar- að staða frá nátt úr unn ar hendi, ein sú besta í sýsl unni, sem mað ur- inn hef ur reynd ar bætt að eins við. Í Skarðs stöð hag ar þannig til að þar fjar ar ekki út eins og svo víða er á þess um slóð um þar sem bát ar standa á þurru í fjör unni. Mik il um- svif voru í Skarðs stöð á árum áður en í dag er þar smá báta höfn. „Í Skarðs stöð var mik il starf semi á nítj ándu öld og fram til 1911 en þá brann hús ið sem þar var. Fjöldi manns bjó á staðn um og starf- aði, á byggi lega yfir fjöru tíu þeg- ar flest var. Þarna var versl að, slátr- að og skip að upp. Hús ið var síð- ar gert upp, þó ekki al veg í upp- runa legri mynd. Þeg ar ég var ung- ling ur vann ég þarna við upp skip- un og fleira þótt starf sem in hafi kannski ekki ver ið al veg eins mik il og á nítj ándu öld inni var hún tölu- verð. Skip komu með vör ur, með- al ann ars sekki sem við bár um upp í hús ið sem stóð á fjöru kamb in um. Einnig var slátr að og versl að í hús- inu. Uppi á lofti var versl un in og skrif stof an með skrif borði sem stóð á tveim ur tunn um. Inni í tunn un- um geymdi kaup mað ur inn sæl gæti sem hann laum aði að krökk um sem þarna komu. Eng in starf semi hef- ur ver ið í Skarðs stöð í lang an tíma. Þarna er í dag smá báta bryggja og ég á víst að heita um sjón ar mað ur henn ar.“ Kett irn ir komu í land með fénu Trausti seg ist rétt ná í end ann á þeim tíma þeg ar eyj arn ar fyr ir utan Á voru enn byggð ar. Hann man þeg ar eyja skeggj ar voru að koma með féð í land á vor in í sum ar hag- ana. „Karl arn ir í eyj un um fengu að láta féð ganga uppi á landi yfir sum- ar ið og borg uðu fyr ir með fiski og þess hátt ar varn ingi. Eyja bú skap- ur inn var al veg sér stakt fyr ir brigði. Frá eyj un um var víða svo stutt á mið in að það tók bara nokkr ar mín- út ur að koma sér þang að á litl um bát um. Á vor in var sem sagt kom- ið með féð á fasta land ið og lent í Skarðs stöð því þar var alltaf lag. Það var einnig merki legt að kom- ið var með kett ina úr eyj un um á sama tíma,“ seg ir Trausti og bros- ir við þeg ar hann sér skiln ings leysi blaða manns. „Eyja skeggj ar vildu ekki hafa kett ina yfir sum ar ið þeg- ar fugl inn var að koma upp ung um og því voru þeir flutt ir í land með fénu. Hins veg ar var nauð syn legt að hafa ketti yfir vetr ar tím ann svo allt fyllt ist ekki af mús um. En bú- skap ur í eyj un um hér í kring hef- ur lík leg ast lagst af að mestu kring- um 1945-6 því þá hvarf fisk ur inn af mið un um. Ekki voru nú svona stór- feng leg veið ar færi eins og nú er til að kenna um, þannig að lík lega hef- ur veið in alltaf geng ið í bylgj um. Fisk ur inn kom síð an aft ur í kring- um 1990.“ Rækt un ar sam band Vest ur dala Þeg ar talið berst að því hvern ig byggð ar lög þró uð ust á síð ari hluta síð ustu ald ar er ekki kom ið að tóm- um kof an um hjá Trausta. Hann held ur því fram að í þá tíð hafi líf sveit anna olt ið á því að þar kæmi vega sam band og tún væru rækt uð. Þessu vill hann líkja við það í nú- tím an um að net sam band og gsm- sam band komi til með að ráða úr- slit um um hvort byggð ar lög lifi eða deyi. „Árið 1944 stofn uðu menn hér fé lag sem hét Rætk un ar sam band Vest ur dala og ég er hér með einu fund ar gerð ar bók þess fé lags, sem fannst fyr ir hreina til vilj un. Til- gang ur fé lags ins var með al ann- ars sá að koma á vega sam bandi og hjálpa bænd um við rækt un. Fé lag- ið keypti ýtu sem ekki þyk ir stór í dag, TD6 en var gíf ur lega mik il vél í þann tíma. Ég man eft ir því þeg- ar svona vél kom hing að heim. Hér var þúfa sem ég hafði leik ið mér við og ég gleymi því aldrei þeg ar hún fór bara í heilu lagi. Már fannst þetta undr um lík ast. En þess ir karl ar voru fram sýn ir og sú gjörð þeirra að kaupa og leigja ýtur til að slétta og laga tún og gera vegi var á byggi lega á stæða þess að hrepp ur- inn hér varð ekki eft ir í þró un inni. Núna er Snorra búð stekk ur í þessu sem fleiru og mörg býli hér far in í eyði.“ Alltaf í veiði Bær inn Á stend ur við Krossá. Þar var um langa hríð ein ung is sil- ungs veiði en með rækt un heima- manna hef ur áin kom ið til sem lax- veiðiá. Ós inn hef ur ver ið vanda mál við Krossána en Trausti og fé lag ar grafa hann út ár hvert til að halda opn um. „Kros sá in var sil ungsá til árs ins 1954 er sett voru í hana laxa seiði. Síð an hef ur það þró ast að lax hef- ur leit að í hana. Eft ir að lax fór að sýna sig var fljót lega far ið að leigja ána út til ým issa að ila en Stanga- veiði fé lag Reykja vík ur hef ur hana á leigu núna. Veiði hús ið var byggt á sjö unda ára tugn um og end ur byggt árið 1998. Hér hafa kom ið sveifl ur í veið ina eins og ann ars stað ar og ég held að hluta af þeirri skýr ingu sé að finna í þeim með a fla sem fæst úti á sjó. Sjáðu til. Lít il lax veiðiá eins og hér er sem kannski er að gefa svona tvö til fimm hund ruð laxa á ári. Hvað held ur þú að þurfi mörg höl í þess um flot-troll um til að veiða með, all an þann lax sem ætti að koma í þannig á? Ég í mynda mér að lax inn haldi sig í hóp um eða torf- um í sjón um og ef trolli er kastað þar sem þessi lax held ur sig, eru ja Þró un in býð ur ekki eft ir nein um Í heim sókn hjá Trausta Bjarna syni bónda á Á Trausti Bjarna son bóndi á Á í smiðj unni sem hann hef ur út bú ið sér og smíð að allt sem þurft hef ur úr járni. Trausti við námu op ið í Kol. Eins og sjá má hef ur menj um náma vinnsl unn ar ekki ver ið hald ið við.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.