Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2007, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 03.10.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER Við óskum ÍA til hamingju með þriðja sætið í sumar Innnesvegi 1 300 Akranes Verkalýðsfélag Akraness Síðasta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu fór fram á laugardag og fóru Skagamenn suður með sjó og sóttu Keflvíkinga heim. Leikurinn varð hinn fjörugasti og áður en hann var úti höfðu sex mörk litið dagsins ljós, þrjú hjá hvoru liði. Það var mikil spenna í mönnum fyrir leikinn og margir höfðu velt því fyrir sér hvort upp úr mundi sjóða. Guðjón Þórðarson var að mæta í fyrsta skipti til Keflavíkur sem þjálfari eftir að hann hætti snögglega hjá Keflavík í fyrra í mikilli óþökk heimamanna. Flestum ætti að vera í fersku minni lætin sem urðu í síðasta leik liðanna á Skaganum, þegar Bjarni Guðjónsson skoraði alræmdasta mark mótsins. Það var einnig nokkuð grunnt á því góða á milli liðanna í fyrra, Guðmundur Mete og Hjörtur Hjartarson áttust við og fengu bann í kjölfarið. Það var því léttir að sjá að menn ætluðu sér alls ekki að láta leikinn leysast upp í einhverja vitleysu. Frá fyrstu stundu var ljóst að leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn voru mættir í fótboltaleik en ekki í einhvern sirkús. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sagði enda við fótbolti.net að öll lætin fyrir leikinn hefðu verið í fjölmiðlamönnum, ekki í aðstandendum liðanna. Mættum við fjölmiðlamenn taka það til okkar, eflaust er okkur gjarnt að reyna að búa til æsifréttir þar sem engar eru. Stuðningsmennirnir voru glaðir og reyfir og tóku meira að segja upp á því að skiptast á treyjum í hálfleik og styðja lið andstæðinganna um stund. Hegðan þeirra var til fyrirmyndar. Leikmenn sýndu það líka að þeir ætluðu sér að spila eins góðan fótbolta og aðstæður leyfðu. Þær voru reyndar alveg sérstaklega slæmar, hellirigning og völlurinn tættist upp við minnstu snertingu. Leikurinn var þó ekki nema sex mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. Það var heimamanna, snyrtilegt mark eftir rispu upp kantinn og sendingu fyrir. Fimm mínútum síðar var Bjarna Guðjónssyni veitt gult spjald og þá kom í ljós að ekki hafði allt verið fyrirgefið, því heimamenn fögnuðu spjaldinu eins og Íslandsmeistaratitli. Það sló nokkuð á fögnuð þeirra að Svadumovic jafnaði metin á 15. mínútu eftir að Björn Bergmann hafði skallað boltann fyrir fætur hans. Keflvíkingar létu markið ekki slá sig út af laginu og komust aftur yfir á 19. mínútu og juku við forskot sitt á 26. mínútu. Staðan 3-1 og útlitið gott fyrir heimamenn. Gestirnir gáfust ekki upp og á 43. mínútu skoraði Bjarni Guðjónsson gull af marki með góðu skoti. Staðan í leikhléi var 3-2 fyrir Keflavík. Heimamenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og ætluðu greinilega ekki að missa leikinn niður í jafntefli. Að sama skapi átti ÍA fínar sóknir og á 64. mínútu bar ein þeirra árangur. Boltinn datt þá niður fyrir fætur Jóns Vilhelms Ákasonar sem var nýkominn inn á sem varamaður. Hann lét vaða á markið og jafnaði metin. Bæði lið sóttu nokkuð eftir markið en náðu ekki að koma boltanum í netið og 3-3 jafntefli því staðreynd. Með stiginu í Keflavík gulltryggði ÍA sér þriðja sæti deildarinnar með 30 stig. Fari svo að FH vinni Fjölni í úrslitum bikarkeppninnar um næstu helgi þýðir það EUFA sæti, annars sæti í Inter-Toto Evrópukeppninni, nokkuð sem fáir leyfðu sér að vona fyrir mót. Guðjón Þórðarson hefur gert frábæra hluti með liðið, hann nær því besta úr leikmönnum þess sem hafa sýnt frábæra spilamennsku í sumar. Liðið er fast fyrir til baka og sækir hratt fram á við. Gagnrýnendur sem kvarta yfir varnarsinnuðum leik ættu að skoða markaskorunina, en ÍA skoraði 34 mörk í sumar, einungis Valur og FH skoruðu fleiri. Skessuhorn óskar leikmönnum og aðstandendum ÍA til hamingju með árangurinn. Það er óhætt að segja að framtíðin í boltanum er björt á Skaganum, sem fyrr. kóp Jafntefli í Keflavík og þriðja sætið staðreynd Þrátt fyrir gott yfirbragð var oft grunnt á því góða hjá leikmönnum og mikið fagnað ef Bjarni Guðjónsson var felldur. Hér veltist hann um í drullusvaðinu eftir eina tæklinguna, Keflvíkingum til ómældrar gleði. Ljósm. Gísli Baldur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.