Skessuhorn


Skessuhorn - 03.10.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.10.2007, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 40. tbl. 10.árg. 3. október 2007 -kr. 400 í lausasölu Digranesgötu 2 • 310 Borganes • Síðumúla 27 • 108 Reykjavík • Sími 430 7500 • Fax 430 7501 • spm@spm.is • www.spm.is Vélhjólaíþróttaklúbbur Akraness stóð fyrir mótorhjólakeppni á Langasandi sl. laugardag. Ríflega sjötíu keppendur tóku þátt og fjöldi áhorfenda mætti. Sjá umfjöllun og myndir frá keppninni á bls. 26. Ljósm. Hilmar Sigvaldason. Aðfaranótt laugardags voru unnar skemmdir á bílum í Borgarnesi, bæði við Kveldúlfsgötu en einnig við Þórðargötu. Að sögn lögreglu eru engir grunaðir enn sem komið er. Bíllinn sem stóð við Kveldúlfsgötu var í eigu íbúa á sambýlinu í Borgarnesi. Þar hafa bílar áður verið skemmdir að sögn starfsmanns á sambýlinu sem Skessuhorn ræddi við. Bæði hefur verið hoppað ofan á þeim og speglar brotnir og taka íbúarnir það afar nærri sér, eins og nærri má geta. Í sambýlinu búa einstaklingar sem ekki ganga heilir til skógar og eru viðkvæmari fyrir svona áföllum en þeir sem eru heilbrigðir. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi segist aðspurður ekki telja að verið sé að beina spjótum gegn íbúum sambýlisins persónulega, heldur muni vera tilviljunarkennt hver lendir í svona tjóni hverju sinni. „Það er oft mikið líf þarna í nágrenninu. Ekki er langt í bensínstöðvarnar og aðra starfsemi sem þarna er í grennd. Hins vegar þarf að brýna fyrir fólki að bera virðingu fyrir eigum annarra, hverjar sem þær eru,“ sagði Theodór. bgk Endurmátu fasteignir Fasteignamat ríkisins hefur lokið endurmati fasteignamats á íbúðarhúsnæði á Akranesi að beiðni bæjarstjórnar Akraness og hækkaði heildarfasteignamat allra húsa um 13,6% að meðaltali, en sumra nýlegra eigna um allt að 24%. Á næstu dögum fá allir íbúðareigendur í bænum tilkynningu frá Fasteignamatinu um endurmat þar sem greint verður frá hinu nýju mati. Endurmatið tekur til 2.475 íbúðar- og bílskúrseigna á Akranesi, ýmist fullbyggðra eða í byggingu. Fasteignamat eignanna er eftir endurmatið 45.707 milljónir króna. Einstaka húseignir hækka á bilinu 0 - 24%, en innan við 1% eigna, eða tæplega 20 eignir alls, lækka um allt að 9% og er þá einkum um að ræða mjög gamlar húseignir. Eftir endurmatið er fasteignamat fullbyggðra íbúðareigna að meðaltali 77% af m e ð a l f a s t e i g n a m a t i samsvarandi eigna á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við þetta endurmat mun hækkunin þýða, miðað við óbreytt hlutfall fasteignaskatta, verulega hækkun fasteignagjalda á húseigendur. Bæjarstjórn hefur þó í hendi sér að lækka álagningarprósentuna til að koma til móts við fasteignaeigendur. Að óbreyttu þýddi þetta nýja fasteignamat að skattar af íbúðarhúsnæði á Akranesi hækki verulega og um tugi þúsunda fyrir nýjustu eignirnar. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að hækkunin sé í ljósi samninga um sölu á húseignum í bæjarfélaginu síðastliðin tvö ár. „Það var framkvæmt mat á eignum sem ekki var til heildstætt mat á, en þetta þýðir ekki að fasteignagjöld séu að hækka að sama skapi nema í tengslum við verðlagshækkanir. Í hvert skipti sem fjárhagsáætlun er lögð fram er prósenta þeirra ákvörðuð,“ segir Gísli. Aðspurður hvort til greina komi að lækka fasteignastuðulinn til að draga úr hækkunum sem að óbreyttu yrðu, segir Gísli að álagningarprósentan gæti lækkað með tilliti til hækkaðs fasteignamats. „Ég á því ekki von á því að þetta breytist nema m.t.t. almennra verðlagshækkana.“ Af hinu endurmetna fasteignamati er lóðarmat samtals 6.141 milljónir króna og hækkaði um 6,6% við endurmatið. Lóðarmat sérbýlis hækkaði að jafnaði um 10%, en lóðarmat fjölbýlis stóð í stað. Eftir endurmatið er lóðarmatið að meðaltali 46% af meðallóðarmati samsvarandi íbúðarhúsalóða á höfuðborgarsvæðinu. Hið nýja fasteignamat tekur gildi 1. desember, en frestur til athugasemda er til 1. nóvember nk. Á heimasíðu Fasteignamats ríkisins www.fmr.is má nálgast eyðublað til athugasemda. kóp/mm www.smellinn.is Bílar skemmdir Bíll sem einhver hefur séð ástæðu til að rispa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.