Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2008, Síða 32

Skessuhorn - 12.03.2008, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS Skarfa vör in er eitt þeirra ör nefna sem fest ust í huga Ás mund ar á göngu ferð um með föð ur sín um forð um. Stóra upp lestr ar keppni grunn­ skól anna fór fram í tí unda skipti á Akra nesi síð ast lið ið mið viku dags­ kvöld í Tón bergi, sal tón list ar skól­ ans. Upp lestr ar keppn in hóf göngu sína með al skóla í Hafn ar firði en hef ur síð ustu tíu árin ver ið hald­ in um allt land. Það voru 14 nem­ end ur úr 7. bekkj um Brekku bæj ar­ skóla og Grunda skóla sem reyndu með sér í Tón bergi að við stödd um fjöl mörg um á heyr end um, að stand­ end um og skóla fólki, en þeir höfðu áður geng ið í gegn um val og æf ing­ ar í skól um sín um. Stóra upp lestr­ ar keppn in hefst form lega á degi ís­ lenskr ar tungu 16. nóv em ber, með dag skrá í skól un um, þannig að tals­ verð ur und ir bún ing ur ligg ur að baki þeg ar nem end ur stíga á svið á úr slita kvöldi. Gest ur kvölds ins var Krist ín Steins dótt ir rit höf und ur, sem um ára bil stund aði kennslu á Akra­ nesi en hef ur síð ustu árin ein göngu helg að sig rit störf um og hef ur með al ann ars ný lega ver ið til nefnd til bók mennta verð launa Norð ur­ landa ráðs. Krist ín vék að mik il­ vægi góðr ar fram setn ing ar, tungu­ taks og skýr leika í máli. Hún sagði að vinnu veit end ur vildu gjarn an hafa fólk í vinnu sem gæti gert sig vel skilj an legt og til dæm is að því leyti væri Stóra upp lestr ar keppn in og sú hvatn ing sem hún veitti mjög mik il væg. Nem end ur lásu upp úr verk um tveggja þekktra Ís lend inga, Jóns Sveins son ar Nonna, úr bók inni Nonni, og síð an ljóð Steins Stein­ ars. Að auki lásu þau ljóð að eig in vali. Ekki fór milli mála að fjórt­ án menn ing arn ir lögðu sig vel fram og lásu marg ir hverj ir skín andi vel, þannig að dóm nefnd inni und ir for­ sæti Ingi bjarg ar Frí manns dótt ur var vandi á hönd um að velja þau þrjú sem efst skyldu standa. All­ ir þátt tak end ur voru leyst ir út með bóka verð laun um frá For lag inu, en verða launa haf arn ir þrír fengu á vís­ an ir frá Spari sjóðn um að upp hæð fimm til fimmt án þús und krón ur. Það var Þor kell Logi Steins son spari sjóðs stjóri SPAK sem af henti verð laun in. Í fyrsta sæti varð Gréta Stef áns dótt ir Grunda skóla. Í öðru sæti Arn ald ur Ægir Gunn laugs­ son Grunda skóla og í 3. sæti Krist­ ín Rel eena Jóns dótt ir Brekku bæj ar­ skóla. Að auki var efnt til sam keppni með al nem enda skól anna um skreyt ing ar á boðskorti fyr ir úr­ slita kvöld ið. Guð björg Árna dótt­ ir for mað ur sam taka móð ur máls­ kenn ara, sem er eitt sam tak anna sem standa að upp lestr ar keppn­ inni, af henti við ur kenn ing arn ar til þeirra Elku Sól ar Björg vins dótt­ ur, Svönu Þor geirs dótt ur, Lovísu Hrund ar Svav ars dótt ur og Helga Sig urðs son ar. þá Ljósm. Elís Þór Sig urðs son. Á slóð um feðr anna við Breið ina og El ín ar höfða Eins og greint var frá í Skessu­ horni fyr ir skömmu er stefnt að því að búið verði að koma upp hring sjá á Breið inni á Akra nesi fyr ir Jóns­ mess una í sum ar. Ás mund ur Ó lafs­ son fyrr ver andi for stöðu mað ur dval ar heim il is ins Höfða hef ur að­ stoð að við öfl un og skrán ingu ör­ nefna vegna gerð ar hring sjár inn­ ar. Ás mund ur hef ur lengi haft mik­ inn á huga á sögu Akra ness og við­ að að sér ýms um heim ild um í gegn­ um tíð ina. Í sam tali við Skessu horn seg ir hann að eitt hafi leitt af öðru. Kynni hans af fólki eins og Ó lafi B. Björns syni rit stjóra, er rit aði sögu Akra ness á sín um tíma, hafi með al ann ars eflt á huga sinn á söfn un ör­ nefn anna. „Fyrst og fremst er það vegna þess að ég er fædd ur og upp al inn Skaga mað ur sem á hug inn kvikn­ aði hjá mér á þess um hlut um. Fað­ ir minn, Ó laf ur Frí mann Sig urðs­ son, er fædd ur og upp al inn á þess­ um slóð um. Hann átti heima á svoköll uð um Sýru parti sem var einn af skikun um hér næst Breið­ inni. Þeg ar við vor um lít il systk­ in in og bjugg um á Vest ur göt unni, fór fað ir minn gjarn an með okk ur á sunnu dög um í göngu ferð ir nið­ ur að Sýru parti og Breið, á sín ar bernsku slóð ir. Þá gekk hann með okk ur um fjör urn ar, benti í ýms ar átt ir og smit aði þannig inn hjá mér nöfn á vík um, vör um og klett um, svo sem Gellu klett um og Lausu­ klett um. Þetta var kveikj an að því að ör­ nefni fóru að fest ast í hug an um. Seinna fór ég svo í að skrifa niðja tal föð ur fólks ins, af kom enda Sig urð ar Jó hann es son ar og Guð rún ar Þórð­ ar dótt ur á Sýru parti. Ég bland aði inn í niðja talið lýs ingu á svæð inu og ör nefn um því tengdu.“ Frum kvöðl ar frá El ín ar höfða Móð ir Ás mund ar, Ó lína Þórð­ ar dótt ir, er einnig Skaga mað ur, kennd við Há teig og Grund, en for­ feð ur henn ar voru frá El ín ar höfða. Ás mund ur tók einnig sam an niðja­ tal móð ur fólks síns, af kom enda Þórð ar Ás munds son ar og Em il íu Þor steins dótt ur. Þórð ur var mik­ ill frum kvöð ull í land bún að ar mál­ um. Hann flutti til lands ins fyrsta trakt or inn, banda rísk an af gerð­ inni Avery árið 1918. Þórð ur lét ekki þar við sitja og flutti inn fyrstu skurð gröf una árið 1942. Hún var af gerð inni Priest man Cup og á þessu ári verð ur þess minnst í Land bún­ að ar há skól an um á Hvann eyri þeg ar þessi fyrsti trakt or kom til lands ins. „Einn af frænd um mín um frá El ín ar höfða var Enok Helga son. Við höfð um ekki mik ið sam an að sælda þar sem hann bjó í Hafn ar­ firði mest alla æv ina. Þeg ar Enok var kom inn á efri ár flutti hann aft­ ur á Skag ann. Þetta var um 1970 og ég dreif hann með mér upp á El ín­ ar höfða og lét hann segja mér ýmis ör nefni sem tengd ust því svæði. Það var geysi lega gam an að vera með Enok úti í höfð an um. Hann benti mér á klett sem hann sagði að væri álfa kirkja og trúði því greini­ lega. Hann minnti að þarna væri líka vatns lind og fann hana eft ir mikla leit ekki langt frá sjáv ar mál­ inu, en þjóð sag an seg ir að Guð­ mund ur góði hafði vígt lind ina. Í henni væri heil agt vatn þar til hrafn flygi yfir við dag mál.“ Ás mund ur seg ir að við kynni sín af fólki hafi smám sam an safn ast í sarp inn og kannski ekki síst eft ir að hann tók við for stöðu dval ar heim­ il is ins Höfða, sem hann gegndi í 24 ár frá 1981 til 2005. „Þar höfðu ýms ir mörgu að miðla auk þess sem ég tók sam an þætti og flutti fyr­ ir íbúa heim il is ins. Ég hafði mjög gam an af þessu og seinna var svo far ið að falst eft ir þess um þátt um til birt ing ar í blöð um, sem ég reikn aði eng an veg inn með í upp hafi,“ seg­ ir Ás mund ur Ó lafs son í lok spjalls á Breið inni. Þetta svæði lít ur ekk ert sér lega vel út í dag, en vænt an lega verð ur mun vist legra um að lit ast á Breið inni þeg ar búið verð ur að taka þar til, eins og með al ann ars er stefnt að með upp setn ingu hring­ sjár inn ar í vor. þáÁs mund ur á Breið inni með minn is merk ið og gamla vit ann í bak sýn. Góð fram sögn í Stóru upp lestr ar keppn inni Verð launa haf ar í Stóru upp lest ar keppn inni á Akra nesi, Gréta Stef áns dótt ir Grunda skóla, Arn ald ur Ægir Gunn laugs son Grunda skóla og Krist ín Rel eena Jóns dótt ir Brekku bæj ar skóla. Þátt tak end urn ir fjórt án í úr slit um Stóru upp lestr ar keppn inn ar á Akra nesi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.