Skessuhorn


Skessuhorn - 02.07.2008, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.07.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ „Ég er bú inn að starfa við rekst­ ur tengd an ferða þjón ustu, með smá hlé um, í hálfa öld. Byrj aði 25 ára gam all að reka Skíða skál ann í Hvera döl um, þar var ég í 10 ár og hef far ið víða síð an en lengst af ver ið á Vest ur landi. Yf ir leitt ver ið svona 5­6 ár á hverj um stað,“ seg­ ir Óli Jón Óla son, sem ný lega opn­ aði kaffi hús ið Kaffi Emil í Grund­ ar firði, á samt konu sinni Stein unni Hans dótt ur. „Það er nú reynd ar Stein unn sem rek ur þetta kaffi hús, sér um bakst ur inn og allt sem til þarf. Ég fæ að fljóta með, get far ið í sendi ferð ir út í búð og fleira smá­ legt, enda er ég löngu orð ið lög­ legt gam al menni, þetta að verða 75 ára,“ seg ir Óli. Komu um leið og skól inn Það er af nægu að taka þeg ar rætt er við Óla Jón um ferða mennsku, veit inga­ og hót el rekst ur. Hann seg ist ekki hafa orð ið pen inga lega rík ur á þessu brölti en sé mjög rík­ ur af reynslu og góð um minn ing­ um. „Ég hef aldrei far ið á haus inn þótt stund um hafi það stað ið tæpt. Ég hef oft ætl að að hætta að starfa við þess ar grein ar, sem eru tengd­ ar ferða þjón ustu, en leið in hef ur alltaf leg ið í þetta aft ur,“ seg ir hann og lík ir þess um störf um við lífs stíl. Hann hafi eig in lega aldrei lit ið á þetta sem vinnu. Leið þeirra Óla Jóns og Stein­ unn ar lá til Grund ar fjarð ar fyr ir fjór um árum þeg ar Fjöl brauta skóli Snæ fell inga tók til starfa. Þau tóku að sér að reka mötu neyti skól ans. „ Þarna eru um 280 nem end ur. Þeir eru nú aldrei all ir í mat í einu, það er mis jafnt hve marg ir þeirra borða í skól an um. Þetta er níu mán aða starf á ári. Það var svo í vor að hann Ingi Hans, sem er með sam tíma­ safn ið hérna, fór að hvetja okk ur til að opna þetta kaffi hús. Við slóg­ um til og á kváð um að prófa þetta. Nafn ið á því, Kaffi Emil er til heið­ urs þeim manni, sem byggði hús ið og rak hér versl un áður fyrr; Emil Magn ús syni. Hérna bjóð um við upp á kaffi og heima bakst ur, svo er súpa í há deg inu og það er gam an að segja frá því að við erum strax far in að fá heima fólk hing að til okk ar.“ Kynntu heima mönn um ferða þjón ust una Á þjóð há tíð ar dag inn 17. júní blés hóp ur á huga fólks sem þau Óli og Stein unn eru í, á samt öðr um sem starfa að ferða þjón ustu í Grund ar­ firði, til kynn ing ar með al Grund­ firð inga. „Við vild um opna ferða­ þjón ust una fyr ir heima mönn um, kynna þeim hvað ver ið er að gera í þess um mál um hérna. Það er mik­ il vægt að heima menn þekki þetta og viti hvað er í boði. Þannig geta þeir vís að gest um leið ina. Við mót ið er svo mik il vægt. Gest irn ir þurfa að finna sig vel komna á stað inn og því þurfa heima menn að vera með vit­ að ir um hvað er í boði. Þessi kynn­ ing tókst mjög vel,“ seg ir Óli og talið berst að mik il vægi ferða þjón­ ust unn ar. Á öll um svið um sam fé lags ins Hann bend ir á að fólk geri sér oft ekki grein fyr ir hve stórt hlut verk ferða þjón ust an leiki í hverju sam­ fé lagi, ekki einu sinni sveit ar stjórn­ ar menn. Ferða þjón usta sé oft tek in út úr sem eitt hvað af mark að en hún komi inn á öll svið sam fé lags ins. „Mér finnst alltaf gott dæm ið um bak ar ann í Ó lafs vík, sem tók það upp hjá sér að skrá alla ó kunn uga, sem komu í bak arí ið. Nið ur stað an varð sú að 15% veltunn ar yfir sum­ ar mán uð ina var frá að komu fólki. Þetta var bara í bak arí inu. Svona dæmi er ör ugg lega hægt að finna í öðr um við skipt um og jafn vel mun hærra hlut fall,“ seg ir Óli. „Margs kon ar fyr ir tæki sem eru með þjón­ ustu fyr ir heima menn allt árið þurfa oft að lifa á und an rennu meiripart árs ins, en svo koma ferða menn og það er rjóm inn sem þarf til að fyr ir­ tæk ið geti þrif ist.“ Við mót ið skipt ir miklu Óli Jón seg ir oft til hneig ingu til að flokka ferða menn of grimmt nið ur. „Menn tala um þenn an bak­ poka lýð, sem skilji ekk ert eft ir sig. Við þurf um að átta okk ur á því að oft er það ungt mennta fólk, sem er að finna ó dýr ustu leið ina til að kynn ast öðr um þjóð um og skoða lönd. Þetta fólk kem ur svo aft ur þeg ar það hef ur kom ist í áln ir ef það á góð ar minn ing ar og vel hef­ ur ver ið tek ið á móti því. Við kom­ um alltaf inn á við mót ið gagn vart ferða mönn un um. Hing að koma 13 skemmti ferða skip í sum ar. Það fólk er kannski ekki að eyða mikl um pen ing um þessa dags stund sem það stopp ar. Ef vel er tek ið á móti því fer það héð an með góð ar minn ing­ ar, sem það seg ir gjarn an frá. Það get ur skil að sér hing að með öðr um ferða mönn um.“ Rík ið hafði fyrst einka rétt Sem fyrr seg ir er Óli rík ur af reynslu eft ir öll þessi ár tengd ferða þjón ustu þá ekki síst vegna þess hve mörgu fólki hann hef­ ur kynnst. Hann seg ir margt hafa breyst á þess ari hálfu öld. „Ferða­ skrif stofa rík is ins var með einka­ rétt á mót töku er lendra ferða­ manna þeg ar ég var að byrja í þessu og þá þótti gott ef ferða manna tím­ inn náði ein um og hálf um mán uði. Nú er ferða manna tím inn far inn að teygj ast yfir allt árið, sér stak lega á Suð­Vest ur landi.“ Hann tel ur að Snæ fells nes ið eigi að geta náð til sín hluta af stuttu ferð un um, svona Gull foss­Geys is rúnt um. Þannig sé hægt að lengja ferða manna tím ann, sem sé allra hag ur. „Það þarf mikla þol in mæði í ferða þjón ustu. Þeg­ ar eitt hvað nýtt er sett fram tek ur það 3­5 ár að skapa því nafn. Þann tíma skil ar þetta nán ast engu en þessi fyrstu ár eru mjög mik il væg til kynn ing ar og þá ríð ur á að við mót­ ið gagn vart ferða mönn um sé gott, eins og ég hef áður sagt þá skipt ir það öllu. Hér er mik il lausa um ferð og við verð um að nýta okk ur það.“ Fyrsti ferða mála ­ fulltrúinn Þeg ar Óli hafði rek ið skíða skál­ ann í Hvera döl um í 10 ár lá leið fjöl skyld unn ar til Akra ness, þar sem þau ráku Hót el Akra nes næstu sex árin. Auk hót el rekst urs ins var skemmt ana hald stór lið ur í rekstr­ in um; dans leik ir og hvers kon ar mann fagn að ir. Eft ir hót el rekst ur­ inn á Akra nesi hætti Óli bein um af­ skipt um af ferða þjón ustu í bili en fór svo sem skóla bryti að Laug um í Sæl ings dal og rak þar síð an sum­ ar hót el í fimm ár en gerð ist síð­ an ferða mála full trúi á Vest ur landi með að set ur í Borg ar nesi. „ Þetta var braut ryðj anda starf. Ég var fyrsti ferða mála full trúi heils lands hluta í fullu starfi og var því að móta starf sem tek ið hef ur ver ið upp í öll um lands hlut um síð an. Reynd ar var ég um tíma með Suð ur land ið líka og skipti vinnu vik unni jafnt á milli Suð ur­ og Vest ur lands.“ Óli tók svo smá hlið ar spor frá Vest ur landi þeg ar hann var í Reykja vík í átta ár og rak þar með al ann ars gisti heim ili og gisti skála. Að því loknu var kom ið að Vest ur landi aft ur og nú var það Reyk holt, en þar ráku þau Óli og Stein unn heils­ árs hót el eft ir að skóla haldi lauk á staðn um. Nú er það Grund ar fjörð­ ur sem er vett vang ur þeirra hjóna. Þar eru þau ekki með hót el rekst­ ur og ætl uðu sér ekki að starfa að ferða mennsku, en eins og Óli hef ur sagt: Þang að leit ar hann alltaf aft ur og þótt Stein unn reki kaffi hús ið þá er hann með putt ana í því líka og á staðn um er rek in upp lýs inga mið­ stöð sem kem ur mörg um til góða. Nam hót el fræði í Sviss „Ég er að mestu sjálf mennt að­ ur kokk ur,“ seg ir Óli en hann fór þó árið 1969 í hálft ár til Sviss að kynna sér hót el rekst ur. Á þess um árum þóttu Sviss lend ing ar fremst­ ir í þeim efn um. „ Þetta var kall að nám og var á veg um Evr ópu ráðs­ ins en Sviss ar arn ir voru nú fyrst og fremst að ná sér í ó dýrt vinnu­ afl með þessu. Þarna var ungt fólk af ýms um þjóð ern um til dæm is frá Spáni og Ítal íu. Ég lærði mik­ ið á þessu og kom að öll um svið um hót el rekst urs ins. Við vor um lát in vinna á öll um deild um þarna. Síð­ an er það bara skóli lífs ins í þessu og sú reynsla sem ég hef afl að mér, sem kem ur mér til góða. Ég er bú­ inn að taka alla flór una í ferða þjón­ ust unni.“ Ferða þjón ust an lað ar til sín fleiri úr fjöl skyldu Óla. Son ur hans; Óli Jón er í heim sókn í Grund ar­ firði þeg ar blaða mað ur Skessu­ horns staldr aði þar við. Hann rek ur nú hót el á Hvols velli eft ir að hafa starf að í 13 ár við ferða þjón ustu í Nor egi. Hann seg ist alltaf leita í þetta aft ur. Reyndi sjó mennsk una í mörg ár en ferða þjón ust an tog ar alltaf í. Hann sam sinn ir því að þetta sé lífs stíll. Marg feld is á hrif eru mik il Óli seg ir ung linga lands mót UMFÍ í Grund ar firði á næsta ári vera spenn andi verk efni. „Ég kynnt ist vel und ir bún ingi fyr­ ir svona mót fyr ir 33 árum síð­ an. Ég vann að und ir bún ingi fyr ir lands mót ung menna fé lag anna, sem hald ið var á Akra nesi 1975. Það var gíf ur leg lyfti stöng fyr ir margt í bæn um, ekki síst varð það til að ýta við fram kvæmd um hjá bæj ar fé­ lag inu. Til dæm is var lögð á hersla á að klára í þrótta hús ið við Vest­ ur götu og all ar hug mynd ir um að taka að eins hálf an sal inn í notk un voru lagð ar til hlið ar. Svona mót hafa mik ið að segja fyr ir hvert bæj­ ar fé lag og at vinnu grein arn ar njóta góðs af. Þetta vinn ur allt hvert með öðru,“ seg ir Óli og hann rifj ar upp enn eitt dæm ið um marg feld is á­ hrif frá því fyrsta vín búð in á Vest­ ur landi var opn uð á Akra nesi. „Það varð til þess að sum ar bú staða fólk ið í Borg ar firð in um gerði sín inn kaup þar á þeim tíma frek ar en í Borg ar­ nesi eða Reykja vík. Fólk kom með Akra borg inni á föstu dags síð degi og til að sleppa við biðrað ir í vín búð­ un um í Reykja vík gerði það inn­ kaup in á veig un um á Akra nesi. Ein­ ars búð og Skaga ver nutu svo góðs af vegna þess að mat ar inn kaup in voru gerð í leið inni. Þetta er á gæt is dæmi um hvern ig marg feld is á hrif­ in eru þótt þetta til tekna dæmi eigi ekki við leng ur eft ir að all ir þétt býl­ is stað ir eign uð ust vín búð ir.“ Mest fyr ir fisk inn full unn inn á diski „Þó svo að mér finn ist hlut irn­ ir oft ganga hægt fyr ir sig og skiln­ ing ur ráða manna á ferða þjón ust­ unni vera lít ill hef ur margt breyst. Þeg ar ég var að tala við sveit ar­ stjórn ar menn og al þing is menn fyrr á árum þá fannst mér oft votta fyr­ ir vor kunn hjá þeim þótt þeir væru svo kurt eis ir að segja ekki neitt, en við skul um átta okk ur á því að við fáum aldrei hærra verð fyr ir fisk inn, kjöt ið og fleira en þeg ar búið er að fram reiða það fyr ir ferða mann inn af heima fólki og hann er bú inn að stað greiða vör una.“ Hvert fram hald ið verð ur hjá þeim hjón um nú eft ir fjög ur ár í Grund­ ar firði er ekki gott að segja. Þó er ljóst að í haust ligg ur leið in aft ur í mötu neyt ið við Fjöl brauta skól ann. Kaffi hús ið Emil er reynslu verk­ efni. Eins og svo oft áður er Óli Jón Óla son að ryðja braut ina, prófa eitt hvað nýtt og byggja grunn, sem aðr ir taka svo við. Það hef ur ver ið hlut verk hans í ferða þjón ust unni í hálfa öld. hb Það er lífs stíll að starfa við ferða þjón ustu -seg ir Óli Jón Óla son eft ir hálfr ar ald ar störf í grein inni Óli Jón Óla son og Stein unn Hans dótt ir fram an við Kaffi Emil í Grund ar firði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.