Skessuhorn


Skessuhorn - 26.05.2010, Síða 21

Skessuhorn - 26.05.2010, Síða 21
21ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna sveitar­ stjórnarkosninga laugar daginn 29. maí 2010. Kjörstaður: Kosið verður í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3. Kjörfundur: Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 21:00. Kjósendur eru hvattir til að koma snemma á kjörstað og hafa persónuskilríki meðferðis. Talning atkvæða: Atkvæði verða talin í Stjórnsýsluhúsinu að loknum kjörfundi. Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit: Jón Haukur Hauksson s. 669-7932 Jóna Björg Kristinsdóttir Margrét Magnúsdóttir Snækoll og mig langaði að gorta mig aðeins af því við hana,“ segir Pétur og Svava heldur áfram. „Sambandið var lélegt, ég heyrði illa hvað hann sagði, svo ég spurði hátt og skýrt. „Upp á hvað fórstu? Skipti.“ Ég gerði mér enga grein fyrir því að hátalari var stilltur inn í matsalinn þannig að allir gátu heyrt hvað ég sagði.“ Pétur bætir brosandi við að auðvitað hafi allur mannskapurinn sprungið af hlátri, enda ekkert annað hægt. En þetta sé ein af þessum skemmtilegu minningum sem gefi lífinu lit. Í litlu samfélagi eru allir mikilvægir Þess var ekki langt að bíða að ungu hjónin fóru að hafa afskipti af félagsmálum af ýmsum toga. Þau eru sammála um að í litlum samfélögum séu allir mikilvægir, vægi persónunnar sé svo mikið. Búseta á smærri stöðum sé því dýrmætur og kannski vanmetinn skóli. „Ég met þessi ár afar mikils sem ég var þátttakandi í sveitarstjórnarmálum og félagsmálum yfirleitt,“ segir Svava. „Það er sérstaklega gefandi að fá að vera virkur í að móta samfélagið sitt. Jafnframt kynnist maður gnótt af góðu fólki sem mikið verðmæti er fólgið í. Ég hef alltaf verið félagslynd og held að það sé í sumum ættum. Faðir minn var mjög virkur í félagsmálum fyrir norðan. Ég er alin upp við skoðanaskipti og umræður heima í tengslum við sveitarstjórnarmál, ekki endilega pólitík. Í tvö kjörtímabil var ég hér í sveitarstjórn. Það var ómetanlegur skóli sem ég hefði ekki viljað missa af. Svo má einnig segja að það sé enginn maður með mönnum nema að ganga í allt mögulegt í mörgum minni samfélögum,“ segir Svava brosandi, „enda gerðum við það alveg svikalaust. Ég gekk í ungmennafélagið sem Pétur hafði auðvitað verið félagi í lengi. Svo var ég í leikfélaginu og kvenfélaginu. Jafnframt spilaði ég blak með fjölda frábærra kvenna hér á staðnum. Við vorum á öllum aldri, konur sem komum saman af þörf fyrir að hreyfa sig. Við hlógum oft svo mikið að magavöðvarnir voru í stanslausri notkun. Það var fádæma skemmtilegt. Ég tók sem sagt þátt í öllu sem var í boði og fyrir vikið kynntist ég öllum. Það var í raun ómetanlegt fyrir mig enda varð ég Hvanneyringur eða Borgfirðingur með það sama. Þótt ég segi enn að fara heim í Ósland þá er heima hér á Hvanneyri. Enda hef ég lifað fleiri ár í Borgarfirði en í Skagafirði.“ Veiðifélag, Oddfellow, slökkvilið og Sporið á Kínamúrnum Pétur hefur komið víða við er kemur að félagsmálunum, ekki síður en kona hans. Hann var í Slökkviliði Borgarfjarðardala í ríflega þrjátíu ár, þar af slökkviliðsstjóri í tíu. Margir muna vasklega framgöngu hans og fleiri góðra manna er Mýrarnar loguðu vorið 2006. Einnig hefur hann verið formaður í Veiðifélagi Andakílsár frá árinu 1986 og þau hjón bæði starfað í Oddfellow stúku um árabil. Jafnframt þessu sat Pétur í bygginganefnd í fjölda ára og var í Lions í tæp tíu ár, auk þess að vera stundakennari í byggingafræðum við Bændaskólann frá 1989­2000. Upp úr þessum félagsmálum var síðan stofnaður danshópur sem í raun getur rakið upphaf sitt til landsmóts ungmennafélaganna á Akranesi 1975. „Það var svo árið 1995 sem danshópurinn Sporið var formlega stofnaður til þess að æfa og sýna íslenska þjóðdansa. Í hópnum hafa verið 12­13 pör ásamt hljóðfæraleikurum. Við höfum alla tíð dansað í þessum hópi. Þótt við séum hætt að dansa með þeim erum við samt félagsmenn,“ segir Pétur og bætir við: „Sjúkdómur Svövu hefur haft þessar afleiðingar. Með hópnum höfum við ferðast til margra staða, innanlands og erlendis og meðal annars dönsuðum við á Kínamúrnum, það var alveg ógleymanlegt. Þetta mannvirki er engu líkt, þessir þúsundir metrar af vegg sem liðast eins og ormur yfir landslagið. Í sumar förum við síðan með hópnum til Rúmeníu og hlökkum mikið til.“ Hestamennska og ferðalög Að umgangast og komast í snertingu við náttúruna og skepnur er sumum í blóð borið þótt ekki sé áhugi á því að gerast bændur. Svo er með Svövu og Pétur. Þau hafa kosið sér að fullnægja þeirri þörf sinni með hestamennsku sem þau hafa stundað lengi, þótt Svava segist að mestu hafa lagt hana á hilluna vegna veikinda sinna. Blik kviknar í auga og bros á vör þegar hestaferðir fyrri ára bera á góma, hvort sem farið var í kringum Langjökul eða á Mývatn og austur, eða bara í dagsferð. En það er ekki hægt að eiga og halda hesta ef ekkert er skjólið fyrir þá. „Fyrsta hesthúsið okkar var byggt af miklum vanefnum en jafnframt útsjónarsemi,“ segir Pétur. „Við áttum enga peninga en langaði að koma upp aðstöðu fyrir hrossin. Húsið var byggt úr viðum gamla veiðihússins við Grímsá og sæluhússins á Holtvörðuheiði. Spýturnar áttu því mikla sögu. Næst byggðum við hús með vinum okkar og höfum svo nýlega byggt þriðja hesthúsið, í þetta sinn með strákunum okkar, sem er með nokkuð öðrum brag en hin fyrri, bæði þægilegra og nútímalegra. En mikil var gleðin þegar fyrsta húsið var risið.“ Góð tímamót Pétur og Svava urðu sextug á síðasta ári. Við þau tímamót seldu þau PJ byggingar ehf. til sona sinna, sem einnig búa á Hvanneyri, annar í gamla húsinu þeirra. Pétur segist alltaf hafa verið ákveðinn í því að hætta á þeim tímamótum, finnst það gott og enn betra að synirnir vildu taka við. Þau hófu byggingu á nýja húsinu sínu fyrir nokkru sem gat staðið öðruvísi í lóðinni en það gerir nú. Eitthvað sagði þeim að hafa húsið þannig að gengið yrði beint inn í það. Það kom sér vel er Svava greindist með sjúkdóm sinn. „Við höfum alltaf verið saman, bæði í áhugamálunum og í rekstri fyrirtækisins,“ segir Pétur. „Ég vann úti á mörkinni, Svava sá um bókhaldið að mestu og alla skrifstofuvinnu, lengi vel við eldhúsborðið þar til við fengum skrifstofu árið 2003. Ég man einu sinni eftir því að hér kom einhver skatteftirlitsmaður til að skoða virðisaukaskattinn, sá reikning vegna straujárns og gerði athugasemd. Hann taldi sig þar hafa fundið eitthvað til að hanka okkur á en straujárnið var sannarlega í eigu fyrirtækisins. Það var notað við kantlímingar á hillur. Það er ómetanlegt að hafa getað verið í þessu saman. Jafnframt okkar bókhaldi vann Svava við skrifstofustörf og símavörslu hér á staðnum, þannig að álagið hefur oft verið töluvert. En nú höfum við breytt til. Ég er orðinn launamaður hjá strákunum, mæti þegar ég nenni og Svava vinnur hjá Landbúnaðarháskólanum nokkra tíma í viku og smávegis hjá fyrirtækinu. Okkur finnst gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum, hvað varðar rekstur fyrirtækisins. Þurfa ekki að hafa klár verkefni fyrir mannskapinn eða hugsa fyrir því að útvega þau og sem betur fer höfum við aldrei þurft að segja upp manni, verið með eindæmum heppin með starfsfólk og yfirbygging verið lítil. Það er ómetanlegt.“ Svava tekur undir orð Péturs og segir að með góðri samvinnu hafi þetta allt gengið upp. „Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með að hafa lent í Borgarfirði og á Hvanneyri. Hvergi annars staðar hefði ég viljað búa. Við erum auðug, eigum þrjú heilbrigð börn, tvo drengi sem búa hér á Hvanneyri og dóttur sem býr í Noregi. Jafnfram eigum við orðið tengdabörn og barnabörn. Ég held að með sanni megi segja að við höfum lent á réttum stað og verið á réttri hillu í lífinu. Árin hafa því liðið hratt eins og alltaf gerist þegar er gaman. Við höfum borið gæfu til að gera vel, það skiptir miklu máli.“ Gesti er fylgt til dyra. Eins og í lífi þeirra hjóna hefur verið svo skemmtilegt að tíminn hefur flogið og kvöldhúmið læðst að, án þess að nokkur tæki eftir. Fjörðurinn er spegilsléttur og í fjarska blikar á Snæfellsjökul þegar haldið er heim. bgk Svava er í efri röð til vinstri í hópi skólafélaga í Reykholti en þessi hópur var í skólaráði. Í góðum hópi kennara, skólastjóra og sérlegs aðstoðarmanns í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Pétur var snemma afar hændur að hestum. Hér er hann á Reyk, fola sem hann hleypti oft á kappreiðum áður fyrr. Pétur hóf sjálfstæðan atvinnurekstur árið 1977 sem varð að PJ byggingum árið 2003. hann segist ávallt hafa verið heppinn með starfsfólk. Þau segjast lánsöm í lífinu, Svava og Pétur, sem hér eru með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.