Skessuhorn


Skessuhorn - 30.06.2010, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 30.06.2010, Blaðsíða 25
25ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ „Það var jafn fjar lægt fyr ir mér að eign ast kind ur eins og er ör­ ugg lega fyr ir þig að eign ast belj­ ur,“ sagði Sig urð ur A. Guð munds­ son við blaða mann er hann bar að garði í síð ustu viku. Sig urð ur, eða Siggi eins og hann er jafn an kall að­ ur, hóf bú skap fyr ir tveim ur árum við Ó lafs vík á samt fé lög um sín um Brynj ari Krist munds syni og Ó lafi Helga Ó lafs syni. „Við Brynj ar vor­ um sam an á sjó meira og minna í 34 ár og viss um í raun ekk ert um sauð fé. Óli er hins veg ar fædd ur bóndi og hef ur hjálp að okk ur mik­ ið. Nú ræð um við mik ið meira um kind ur held ur en báta. Í marga ára­ tugi snérist allt um sjó inn en nú er það breytt. Auð vit að sakn ar mað­ ur sjósins en ein hvern tím ann varð mað ur að hætta. Kind urn ar komu í stað inn,“ seg ir Siggi. Ekki horn held ur hand föng „Nú erum við að vinna í því að taka upp grind urn ar svo hægt sé að moka út skítn um. Und ir stöð urn ar eru hins veg ar kol vit laust sett ar hjá okk ur svo við þurf um að laga þær. Þær snúa þvers um en eiga víst að snúa langs um. Við höfð um ekki svo mik ið vit á þessu þeg ar við vor um að byrja og hef ur ver ið gert mik ið grín af okk ur. Við vor um til dæm­ is aðal grín ið á einu þorra blót inu hérna. Þeir komu með hrút inná svið ið og þá átti ég að hafa sagt: „Far ið með hana aft ur við vilj um hafa hana tví lembda!“ Við Brynj­ ar þykj um frek ar vit laus ir í þessu en Óli yf ir bóndi, eins og við köll­ um hann, hef ur alltaf haft hug til bú skap ar. Hann hef ur einnig ver ið í skóg rækt og mætti segja að hann væri al gjört nátt úru barn. Hann er líka svo glögg ur að sjá ef eitt hvað er að kind un um og hann hugs ar mjög vel um þær. Við hin ir get um ekki einu sinni spraut að þær. Það er mik ið hleg ið af okk ur enn. Einn gam all skip stjóri þreyt ist til dæm is aldrei á því að spyrja okk ur út í bú­ skap inn. Sagði að við töl um varla um horn held ur hand föng!“ List hneigð ar kind ur „Það stend ur til að gera mjög fínt hérna. Brynj ar er til dæm is að byggja hér sól pall en hann er mjög hand lag inn og hef ur smíð að mest fyr ir okk ur. Hon um á skotn að ist þessi sól pall ur sem átti að rífa og vildi endi lega setja hér. Það er bara með besta móti. Svo verð ur að sjálf­ sögðu ein ung is grill að lamba kjöt hér á pall in um. Brynj ar á hins veg­ ar hús á Spáni þar sem hann dvel ur á sumr in og eru því all ar palla fram­ kvæmd ir stopp í bili,“ seg ir Siggi en það er þó fleira í fjár hús inu sem vek ur at hygli blaða manns. Má þar helst nefna mál verk in sem hanga á veggj un um. „Já, það eru mál verk á veggj un um. Kind urn ar eru svo list­ hneigð ar. Okk ur vant ar reynd ar tvö mál verk eft ir Stór val, eina af hrúta­ mynd og eina af Herðu breið,“ seg ir Siggi og slær á létta strengi. „ Þessi mál verk eru sett upp í gríni. Við vilj um hafa gam an að þessu og gera eitt hvað öðru vísi. Þetta er til dæm­ is ör ugg lega fyrsta flísa lagða fjár­ hús ið, en við sett um flís ar í kaffi­ stof una. Flest ir eru bara með fjár­ hús og hlað en við vild um gera að­ eins meira. Ef við hefð um sleppt kaffi stof unni hefð um við get að haft fleiri kind ur en við fáum mik ið af gest um hing að og erum alltaf með heitt á könn unni. Hérna úti ætl um við svo að rækta kart öfl ur og róf ur. Óli yf ir bóndi ætl ar einnig að vera með hæn ur, dúf ur og ak ur hæn­ ur. Mér sýn ist þetta ætla að verða hálf gerð ur dýra garð ur hjá okk­ ur. Óli hef ur ver ið með hæn urn ar í bíl skúrn um heima hjá sér og svo hafa ná grann arn ir ver ið að vakna við han ana á morgn ana. Hann ætl­ ar að inn rétta gám hérna fyr ir utan og gera hann fín an. Sjálf ur myndi ég helst vilja hafa kalkún. Þeir eru svo flott ir,“ seg ir Siggi og hlær. „Það er samt margt sem á enn eft­ ir að gera hér. Við höf um oft stað­ ið í ströngu en eitt sinn vor um við Brynj ar til dæm is enn að mála hér að inn an þeg ar Óli kom inn með kind urn ar. Þær nudd uðu sér auð­ vit að utan í vegg ina og urðu eins og draug ar. Við erum held ur ekki enn komn ir með raf magn held ur erum við með kap al úr næsta húsi.“ Þetta er al vöru Hvern ig kom það samt til að Sig­ urð ur og Brynj ar fóru í bú skap? „Óli var með kind ur í fjár hús um sem stóð til að rífa. Hann kom því að orði við okk ur hvort við vild um ekki byggja með hon um nýtt fjár­ hús. Við slóg um til en Óli er mág­ ur Brynjars. Ég var þeg ar kom inn í land og var að vinna fyr ir Verka­ lýðs fé lag Snæ fell inga. Þeg ar verka­ lýðs fé lög in á nes inu, Verka lýðs fé­ lag Snæ fells bæj ar, Verka lýðs fé lag ið Stjarn an í Grund ar firði og Verka­ lýðs fé lag Stykk is hólms, voru sam­ ein uð árið 2008 var ég beð inn um að koma og vinna í því. Ég hafði ver ið við loð andi verka lýðs fé lag­ ið hér í lang an tíma og var orð­ inn vara for mað ur. Nú er ég for­ mað ur Verka lýðs fé lags Snæ fell inga en ég hef kom ist að því að marg­ ir for menn eru einmitt fjár bænd ur; til dæm is í Grund ar firði, Stykk is­ hólmi, Sauð ár króki og á Húsa vík.“ Fé lag ið sem vin irn ir stofn uðu í kring um bú skap inn heit ir Sauða­ kapi tal en fjár hús ið heit ir Lamba­ fell eft ir fjall inu sem er þar fyr ir ofan. „Við stofn uð um einnig fjár­ bænda sam tök in BÓS (Brynj ar, Óli og Siggi) og eig um stofn fé. Þetta er sko al vöru,“ seg ir Siggi og hlær. „Svo er hver okk ar með kvóta uppá 20 kind ur en fjár hús ið rúm ar sem sagt um 60 kind ur. Við erum ekki al veg komn ir í þá tölu enn, en þetta er allt á leið inni,“ seg ir Siggi en í því tek ur blaða mað ur eft ir rúmi sem kom ið hafði ver ið fyr ir í kaffi­ stof unni. Þú gist ir hér kannski líka? „Nei, ég hef nú ekki enn sof ið hérna en þó hef ég eytt hér mörg um nótt­ um. Ég er mjög mik ið hérna og all­ ar helg ar fara í þetta. Þetta er gott at hvarf og ætli það sé ekki margt lát ið bíða heima fyr ir með an ég sinni skepn un um. Mér hefði aldrei dott ið í hug að það væri svona gam­ an að eiga kind ur. Í haust þeg ar við för um að smala ætl um við að hafa veislu hér í fjár hús inu og bjóða upp á kjöt súpu og klein ur. Mark mið­ ið hjá okk ur er einnig að byggja rétt ir og end ur vekja stemn ing una í kring um þær.“ Barna börn in spennt yfir bú skapn um „Við erum bún ir að vera að safna að okk ur kind um. Snigl ast um allt og kaupa héð an og það an. Ég hef keypt kind ur frá Hrís um í Stykk is­ hólmi, hjá Ótt ari á Blómst ur völl­ um og Val frá Litla Kambi. Hver okk ar á sitt fé en við eig um hús­ ið sam an. Við Brynj ar þekkj um þó ekki hver á hvaða kind,“ seg ir Siggi spaugi lega. „Þeg ar við fór um að velja kind ur tók um við tíu ára dótt­ ur dótt ur mína, Súsönnu Sól, með okk ur en hún virð ist hafa meira vit á þessu en við. Við vor um spurð­ ir þeg ar við kom um til baka hvort við hefð um nokk uð far ið bara tveir að velja kind ur. „Nei, Sús anna Sól kom með okk ur,“ sagði ég. Þá virt­ ust menn fegn ir en þeir treystu henni bet ur fyr ir þessu en okk ur. Hún valdi með al ann ars tvær fer­ hyrnd ar og þær þykja mér mjög sér stak ar,“ seg ir Siggi en barna börn hans virð ast sýna bú skapn um mik­ inn á huga. „Krakk arn ir hafa rosa gam an af þessu og þau eiga öll sína kind. Dótt ur dótt ir mín má samt ekki vita hvað hún er að borða. Það varð til dæm is mik il sorg þeg­ ar lamb ið henn ar dó fyrr í vor. Hún er svo við kvæm fyr ir þessu,“ seg ir Siggi en hann á alls sex barna börn. „Það nýjasta kom í febr ú ar en það er einmitt litla syst ir henn ar Súsönnu Sól. Hún ætl ar að gefa litlu syst ur eitt lamb núna. Krökk un um finnst mjög gam an að gefa kind un um nöfn. Við spurð um dótt ur son minn til dæm is hvort hann vildi ekki nefna eina kind ina Mettu eft ir vin­ konu sinni, en hon um fannst það of manna legt nafn fyr ir kind. Í stað­ inn var kind in nefnd Helga. Ann ars er mik ið ver ið að nefna eft ir teikni­ mynda per són um, það eru til dæm­ is tvær hérna hjá okk ur sem heita Rósa lind Prinsessa. Ég hef sjálf ur nefnt eina, hana nefndi ég Dúddý í höf uð ið á frænku minni sem var bónda kona,“ seg ir Siggi. Fær sting í hjart að Í þessu kem ur svart ur kisi sem sam kvæmt ól inni heit ir Magn ús og læt ur fara vel um sig á kaffi stof unni. „Mart einn hér í næsta húsi á kött­ inn. Hann kem ur reglu lega í heim­ sókn og fæl ir burtu mýsn ar. Í haust sáum við nokkr ar mýs en höf um ekki séð nein ar síð an. Magn ús sér um það,“ seg ir Siggi. „Við höf um lent í smá vand ræð um því kind urn­ ar þekkja ekki tún in hérna og hafa ver ið að vill ast inn í bæ og éta blóm­ in. Það er ekki vin sælt. Við þyrft um að keyra þær eitt hvað langt svo þær rati ekki til baka. Mér finnst mjög nota legt að koma hing að eft ir vinnu og bara hlusta á kind urn ar jórtra. Ég hef líka tek ið eft ir því að hver kind hef ur sinn karakt er. Þær eru mis­ jafn lega frek ar og það er gam an að fylgj ast með þeim. Svo á mað­ ur auð vit að sín ar upp á halds kind­ ur sem fer að al lega eft ir því hvern­ ig lömb in koma und an þeim. Verst finnst mér þeg ar kind urn ar veikj ast eða geng ur illa í burð in um. Ég fæ al veg sting í hjart að þeg ar ég sé þær kvelj ast. Skemmti leg asti tím inn er samt þeg ar lömb in koma í heim­ inn. Einnig finnst mér mjög leið­ in legt þeg ar það er keyrt á grey in. Óli missti til dæm is þrjár kind ur á ein um degi fyr ir stuttu og fleiri hér í kring hafa lent í þessu. Auð vit að þyrfti að vera girt með öll um veg­ um, en það er eins og það er. Í fyrra vor um við með heimaln ing sem ég vona að við fáum ekki aft ur. Hann er enn alltaf að snigl ast hér í kring­ um hús ið. Kost ur inn við bú skap inn er svo að mað ur á alltaf frí á sumr in því þá eru kind urn ar úti. Samt er ég alltaf hérna,“ seg ir Siggi að lok um. ákj Enn hleg ið af okk ur Sig urð ur A. Guð munds son hóf sauð fjár bú skap á samt vin um sín um eft ir 34 ár á sjó Magn ús kisi hef ur hald ið mús un um frá fjár hús un um. Sig urð ur í kaffi stof unni á Lamba felli. Gall inn sem barna börn in gáfu hon um að gjöf er merkt ur AFI. Kind urn ar snigl ast í kring um fjár hús in. Í fjár hús un um er rúm sem not að er í sauð burði. Siggi hef ur þó aldrei sof ið í því.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.