Skessuhorn - 18.08.2010, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST
„ Þetta kom mér mjög á ó vart. Ég
hélt það væri ver ið að gera at í mér
þeg ar ég fékk sím tal ið,“ sagði Guð
mund ur Gísla son sem fékk á dög
un um menn ing ar verð laun Grund
ar fjarð ar bæj ar, Hel grind ur. Þetta
var í þriðja sinn sem þessi verð
laun eru veitt en Guð mund ur, eða
Gummi Gísla eins og hann er jafn
an kall að ur af heima mönn um, hlaut
verð laun in fyr ir Pílu mót sem hann
hef ur stað ið fyr ir og get rauna starf
semi sem hann hef ur séð um í sam
bandi við enska bolt ann. Blaða mað
ur hitti Gumma á veit inga staðn um
Kaffi 59 í síð ustu viku.
Píl an gríð ar lega vin sæl
Píla hef ur not ið gíf ur legra vin
sælda í Grund ar firði og má sjá
marg an mann inn á öll um aldri
kasta píl um í spjald nán ast alla daga
vik unn ar á Kaffi 59. Þessi vin sæla
í þrótt hefði þó senni lega ekki fest
sig í sessi í bæj ar fé lag inu ef ekki
hefði ver ið fyr ir til stilli Gumma.
„Mér hefði aldrei órað fyr ir því
að píl an yrði svona vin sæl. Þetta
hef ur lukk ast rosa lega vel og marg
ir hér eru orðn ir mjög góð ir. Vin
sæld ir píl unn ar sýna hvað fólk hef
ur lít ið að gera hérna og þá sér
stak lega í skamm deg inu. Á þess
um tím um hef ur fólk einnig minni
vinnu og meiri frí tíma. Fé lags legi
þátt ur inn í þessu er svo mik il væg
ur. Verð laun in eru alltaf veg leg en
þó ekki rosa leg, þau eru alla vega
ekki hvat inn fyr ir því að taka þátt.
Ég hef feng ið fyr ir tæk in í bæn um
til að styrkja okk ur til verð launa og
það hef ur aldrei stað ið á því. Fólki
hef ur alltaf þótt sjálf sagt að styrkja
okk ur,“ sagði Gummi en síð ast lið
inn vet ur voru hald in fjög ur verð
launa mót í pílu kasti.
„Þátt tak end ur á mót un um hafa
ver ið að með al tali 25. Við höf um
Skessu horni bár ust á dög un um
nokkr ar gaml ar mynd ir sem all ar
tengj ast Borg ar firði. Það var hún
Anna á Hamri í Þver ár hlíð sem
sendi mynd irn ar en þær fékk hún
hjá móð ur sinni, Ás laugu Hönnu.
Eru mynd irn ar tekn ar þeg ar sú
síð ar nefnda var í sveit í Borg ar
firð in um það an sem hún átti ætt ir
sín ar að rekja. Telj ir þú þig þekkja
ein hver and lit á mynd un um eru
á bend ing ar vel þegn ar á aslaug@
skessuhorn.is
ákj
Kann ast þú við fólk ið
á mynd un um?
Ás laug Hanna er hérna önn ur frá hægri í köfl ótt um kjól. Anna tel ur að ein-
hver hinna séu frá Akra nesi en er þó ekki viss.
Þessi mynd er trú lega tek in á Stein dórs stöð um (eða í Geirs hlíð). Stúlk an sem
er önn ur frá vinstri í neðri röð (hvít klædd) er Ás laug Hanna Sig ur jóns dótt ir,
dótt ur dótt ir Guð rún ar Sig urð ar dótt ur frá Skán ey. Dótt ir Ingiríð ar Jó hann es-
dótt ur f. 11. feb. 1887. Hún ólst upp með móð ur sinni á Steins dórs stöð um eft ir
að móð ir henn ar varð ekkja. Ekki er vit að hverj ir hin ir á mynd inni eru.
Hélt að menn ing ar verð laun væru fyr ir lista fólk
Rætt við Gumma Gísla, pílu- og get rauna frum kvöðul í Grund ar firði
einnig hald ið eitt kvenna mót og
þá mættu tólf kon ur til leiks. Utan
mót anna er fólk hér nán ast á hverju
kvöldi í pílu en við út bjugg um
skjala tösku sem er geymd á barn um
og fólk get ur feng ið lán aða þeg
ar það vill spila. Í tösk unni eru píl
ur og eyðu blöð fyr ir leiki. Marg ir
hafa einnig keypt sér sitt eig ið sett.
Ég hugsa að við þyrft um að fara að
stofna form legt pílu fé lag og fara og
keppa við önn ur lið af land inu.“
Enn versn ar raf virk inn
í tipp inu
„Nú er að hefj ast sjötti vet
ur inn sem ég hef ver ið með get
rauna starf ið, eða tipp ið eins og
það er jafn an kall að. Það hef ur ver
ið mjög vin sælt en það voru til að
mynda 34 hóp ar með síð ast, alltaf
tveir í hóp sem þýð ir að um 78%
af í bú um Grund ar fjarð ar tóku þátt.
Það þætti nú gott í stærri byggð ar
lög um. Þetta hef ur til dæm is ver
ið mjög vin sælt með al sjó manna.
Þeir hringja alltaf í mig á laug ar
dags morgn um og lesa upp seðl
ana. Svo skilst mér að það sé mik
ið tal að sam an í tal stöðv un um eft
ir að búið er að skila inn seðl un
um og svo sér stak lega þeg ar úr slit
in eru ráð in. Þá hafa ó trú leg ustu
hús mæð ur ver ið að taka þátt. Á kaf
inn í þess um leik á það til að fara
ör lít ið yfir strik ið en dæmi eru um
að menn hafi hringt í mig um miðj
ar næt ur. Svo hafa menn auð vit að
far ið í fýlu og jafn vel ver ið í henni
út leik tíma bil ið. Menn hafa einnig
ver ið að skrifa um og skjóta á hvorn
ann an í bæj ar blað inu. Ein fræg asta
fyr ir sögn in var „Enn versn ar raf
virk inn í tipp inu.“ Sá fékk að heyra
nokkra brand ara í vik un um sem
fylgdu í kjöl far ið,“ seg ir Gummi og
hlær. Sjálf ur seg ist hann þó aldrei
taka þátt í leikn um því það myndi
aldrei ganga. „Ég yrði sjálf sagt sak
að ur um svindl.“
Vill koma á keppni
milli staða
„Þátt töku gjald ið hef ur alltaf ver
ið 2000 kr. eða þús und kall á mann í
get raun un um. Ég vildi halda þessu
ó dýru svo all ir gætu tek ið þátt.
Sum ir vildu hækka verð ið og hafa
verð laun in veg legri. Litlu gutt arn ir
gætu samt aldrei far ið að borga ein
hvern fimm til sex þús und kall fyr
ir þátt töku og því vil ég halda gjald
inu ó breyttu. Verð laun in hafa þó
ekki ver ið af verri end an um en við
erum alltaf með upp skeru há tíð og
verð launa af hend ingu á vor in. Það
get ur ver ið mik il spenna í þessu
og tafl an get ur gjör breyst á einni
helgi. Í vor var svaka spenna síð
ustu tvær um ferð irn ar og mér skilst
að sig ur veg ar inn hafa varla sof ið á
nótt inni. Nú skilst mér að þeir ætli
að byrja á þessu inni í Hólmi í vet
ur og þá þætti mér spenn andi að
koma á keppni milli staða,“ sagði
Gummi sem stefn ir að því að hefja
get rauna starf ið á nýj an leik seinni
hluta sept em ber mán að ar.
Lík ar best á
lands byggð inni
Guð mund ur hef ur iðu lega ver
ið við loð andi fé lags starf semi af
ýms um toga. Síð asta vet ur tók
hann til að mynda þátt í leik sýn
ingu sem sett var upp í Grund ar
firði en stefn an hef ur ver ið tek
in á að end ur vekja leikklúbb inn í
Grund ar firði. Gummi seg ir fé lags
líf ið í Grund ar firði mjög gott og
fjöl breyti legt en hann tók sér stak
lega eft ir því síð asta vet ur. „Það er
auð vit að alltaf á kveð inn kjarni sem
nenn ir að standa í þessu og marg
ir eru ein ung is þiggj end ur. Grund
ar fjörð ur hef ur þó stað ið upp úr í
sam bandi við svona frjálsa fé lags
starf semi,“ seg ir Gummi sem er þó
ekki fædd ur og upp al inn í Grund
ar firði. Hann ólst upp í Reykja vík
en er þó hrein rækt að ur Grund firð
ing ur að eig in sögn.
„For eldr ar mín ir eru báð ir ætt
að ir úr framsveit inni. Ég er lærð
ur í þrótta kenn ari frá Laug ar vatni
og út skrif að ist það an árið 1980. Ég
bjó á Eski firði í tíu ár, kenndi þar
í þrótt ir og var í stjórn UÍA í mörg
ár. Þeg ar ég flutti aft ur til Reykja
vík ur tók ég við sem rit stjóri Skin
faxa þar sem ég var í þrjú til fjög
ur ár. Þess má til gam ans geta að
af held ur fáum rit stjór um Skin faxa
hafa ver ið tveir Grund firð ing ar, ég
og Gunni Krist jáns,“ seg ir Gummi,
en hann seg ir þann tíma sem hann
rit stýrði blað inu hafa ver ið mjög
skemmti leg an. „Mér fannst alltaf
gam an að stúss ast í því. Á þess
um tíma var líka svo mik ið að ger
ast í þess um efn um, tækn in var að
breyt ast og fær ast í tölvu tækt form.
Þró un in var rosa lega hröð á þess
um tíma. Eft ir þetta var ég í önn ur
þrjú til fjög ur ár á skrif stofu Fram
sókn ar flokks ins í Reykja vík en það
an lá leið in á skrif stofu ÍSÍ þar sem
ég var í sjö ár áður en ég flutti vest
ur. Þetta voru mjög skemmti leg ir
tím ar og ég var mik ið á ferða lög um
um land ið,“ seg ir Gummi, en eft
ir þetta lá leið in aft ur á heima slóð
ir, þang að sem hann átti svo sterk
ar ræt ur.
„Mér lík aði alltaf best að búa á
lands byggð inni enda eru heim
sókn irn ar ekki marg ar suð ur nú
orð ið. Í ár átti út skrift ar hóp ur inn
frá Laug ar vatni 30 ára út skrift araf
mæli og við á kváð um að hitt ast í
Grund ar firði. Fólk sá sko ekki eft ir
því; hér var bongó blíða og nóg að
gera. Fólk fór upp á jök ul, í sund,
sjóstöng og í blak en síð an var ball
á hót el inu,“ seg ir Gummi en hann
hef ur aldrei ver ið gift ur og ekki
eign ast börn. „Ég hef alltaf ver ið
að vasast í ein hverju öðru. Það hef
ur hing að til ekki ver ið nokkrum
kven manni bjóð andi að búa með
mér,“ seg ir Gummi og hlær.
Með góða að stöðu und
ir starf sem ina
„Ég hélt að menn ing ar verð laun
væru fyr ir lista fólk eða tón list, en
ekki pílu og get rauna starf. Ég lít
hins veg ar á þetta sem á kveðna við
ur kenn ingu á svona frjálsri fé laga
starf semi en ekki sem per sónu
leg verð laun til mín. Svona lag að
bygg ist ekki á ein um manni. Í vor
var ég bú inn að hug leiða að láta
ein hvern ann an sjá um þetta næsta
vet ur en ég get ekki skot ist und an
núna þó svo að þetta geti ver ið mik
il vinna og mjög bind andi á laug
ar dög um,“ seg ir Gummi að spurð ur
hvort verð laun in séu ekki hvatn ing
til á fram hald andi starfa.
Bæði píl an og get rauna starf ið
eru með að stöðu á veit inga staðn
um Kaffi 59 og seg ir Gummi eig
end ur hans hafa ver ið al gjöra guðs
gjöf fyr ir á huga menn eins og hann
sjálf an.
„Það má al veg hæla kon un um
hér á Kaffi en það er leit un að svona
stað þar sem allt er gert fyr ir okk ur
á huga menn ina. Þær hafa ver ið ein
stak ar að halda uppi græj um, kaupa
á skrift ir og sýna fót bolta leiki. Það
er alltaf eitt hvað líf hérna á staðn
um og þetta er mjög þægi leg ur
stað ur til að vera með þetta,“ sagði
Gummi að lok um.
ákj
Gummi á samt sig ur veg ur um síð asta tíma bils í tipp inu.
Gummi Gísla hef ur stað ið fyr ir pílu mót um og get rauna starfi síð ast liðna vetra.